Tíminn - 28.08.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.08.1976, Blaðsíða 1
Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bildudalur Gjögur — Hólmavik Hvammstangi — Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Stjórnlokar Olíudælur Oliudrif Síðumúla 21 Sími 8-44-43 57 ára kona myrt í Reykjavík: Morðingjans ákaft leitað Gsal-Reykjavik. — Rannsóknar- lögreglan ÍReykjavik leitar nú á- kaft að morðingja 57 ára gamall- ar konu, sem fannst myrt i íbúð að Miklubraut 26 i Reykjavik skömmu eftir kiukkan 22 á fimmtudagskvöld. Konan sem myrt var hét Lovisa Kristjáns- dóttir til heimilis að Eiriksgötu 17 I Reykjavik. Ekkert er vitað um ástæður fyrir verknaðinum. Að sögn rannsóknariögreglunnar I gærkvöldi er ekki hægt að segja að grunur hafi beinzt að einhverj- um ákveðnum aðiia. Morðið framið um miðj- an dag? Þegar konan fannst i ibúðinni i fyrrakvöld voru á likinu mjög miklir höfuðáverkar og töldu læknar, sem rannsökuðu likið að konan hefði látizt nokkrum klukkutimum áður. Töldu þeir helzt, að konan hefði látizt 5-6 klukloistundum áður en likið fannst, eða á milli klukkan 16 og 17 á fimmtudag. Hópur lögreglumanna leitaöi i gærmorgun að morðvopninu, eöa öðru þvi sem hugsanlega gæti leitt þá á spor moröingjans. Leit- að var i görðum nærliggjandi Miklubraut 26 og á Miklatúni. Rannsóknarlögreglan sagði i samtali við Timann i gær, að jakki, sólgleraugu, flaska undan „landa” og giröingarstaur úr járni hefðu fundizt við þessa leit, en alls óvist væri hvort þessir hlutir tengdust á nokkurn hátt morðingjanum. — Hlutirnir voru i rannsókn i gær hjá tæknideild rannsóknarlögreglunnar. Ljóst þykir af vegsummerkjum að morðvopnið hefur verið flug- beitt barefli, og hefur verið gizk- að á aöþaðkunni að vera öxi. Leit að vopninu hafði ekki borið neinn árangur er Timinn fór i prentun i gærkvöldi. Var beðin um að vökva blóm Lovlsa Kristjánsdóttir fór að heiman frá sér á fimmtudags- morgun um klukkan niu þeirra erinda að h jálpa konu i Mávahlið. Frá þessari konu hélt Lovisa um ellefu-leytið og kvaðst þá ætla á Miklubraut 26 til þess að vökva blóm. Frá þvi Lovisa skildi viö þessa konu i Mávahlið er ekki vitaö um ferðir hennar fyrr en hún finnst látin seint um kvöldið. Á Miklubraut 26 búa tvær mæðgur, og höfðu þær beðið Lovisu um að vökva blómin i i- búðinni meðan þær væru fjarver- andi, en þær eru i skemmtiferð i Bretlandi. Miðdyr þessa raðhúss er Miklubraut 26, þar sem morð- ið var framið. Tlmamynd: Gunnar Fannst látin i kjallaran- um Sambýlismann Lovisu var farið að lengja eftir henni siðari hluta dags á fímmtudaginn, en þau höfðu verið búin að ákveða að fara saman til vinnu siðari hluta dagsins. Hann beið hennar þó áfram fram á kvöld, en þegar klukkan var farin að ganga tiu fór hann að Miklubraut 26. Igegnum rúðu á útidyrahuröinni sá hann skó kon- unnar i forstofu ibúðarinnar, en inn i ibúðina komst hannekki, þar sem dyr voru læstar og enginn svaraði dyrabjöllu. Maðurinn sneri sér þá til lög- reglunnar, og fékk lögreglumenn með sér að húsinu. Lögreglu- mennirnir fóru inn um kjallara- glugga, sem þeim tókst að opna, og er þeir komu inn i kjallarann sáu þeir konuna alblóðuga fyrir neðan hringstiga. Rannsóknarlögreglan sagði i samtali við Timann i gær, að ekki væri ósennilegt að konan hefði verið myrt á hæðinni og siðan dregin niður i kjallarann. Benda m.a. tveir blóðblettir i innri for- stofu til þess, auk þess sem blóð- slettur eru á veggnum við hring- stigann. Ekki kvaðst rannsóknar- lögreglan þó geta fullyrt neitt um þetta atriði að svo komnu máli. Þjóðverjarnir aðstoða Mjög margir rannsóknarlög- reglumenn vinna nú aö lausn þessa óhugnanlega morðmáls, og munu Þjóðverjarnir tveir, sem vinna hjá sakadómi Reykjavikur um þessar mundir vegna Geir- finnsmálsins, aðstoða hins reyk- visku starfsbræðui- sina við rann- sókn málsins. Réttarkrufning fór fram i gær, en niðurstöður hennar lágu ekki fyrir seint i gærkvöldi. Rannsóknarlögreglan beinir þeim eindregnutilmælum til allra þeirra, sem hafa orðið varir við mannaferðir við Miklubraut 26 á fimmtudag og fimmtudagskvöld aðhafa samband við lögreglu, og láta i té allar þær upplýsingar, sem gætu leitt til þess aö málið upplýsist. Um tuttugu manna hópur lög- reglumanna leitaði i gær- morguii að morövopninu eða öðru þvi, sem hugsanlega kynni aö koma lögreglunni á spor morðingjans. Myndin hér fyrir ofan var tek- in á Miklatúni i gærmorgun og sýnir hluta leitarmanna. A myndinni hér til hliðar kemur KarlSchutz, (nærá myndinni) vestur-þýzki rannsóknarlög- reglumaðurinn að máli viö lögreglumenn á Miklatúni i gærmorgun. Með honum er Pétur Eggerz, túlkur hans. Timamynd: Gsal Nordli á íslandi ^ © Sjávarafurðadeild Sambandsins: Viðræður við hugsanleg kaupendur í ríkjum E.B.E. FJ-Reykjavik. — Fram- kvæmdastjóri sjávarafurða- deiidar Sambandsins, Sigurður Markússon, er nýkominn heim frá V-Þýzkalandi, þar sem hann átti viðræður við fiskkaupendur og frammámenni sjávarútvegi, segir i nýjasta hefti Sambands- frétta. Gylfi Sigur jónsson, framkvæmdastjóri skrifstofu Sambandsins í Hamborg tók einnig þátt i þessum viðræðum. Sambandsfréttir hafa eftir Sigurði, að á þvi leiki enginn vafi, að i V-Þýzkalandi sé veru- legurog vaxandi markaður fyr- ir freðfisk, og þá einmitt þær tegundir, sem við erum liklegir til að hafa aflögu, svo sem karfaflök og ufsaflök. Segir Sigurður, aö sér sýnist þó, að eins og sakir standa séu V-Þjóðverjar naumast sam- keppnisfærir við Bandarikja- menn, hvað verð snertir, en tek- ur fram, að hafa beri i huga, að verð geti breytzt á skömmum tima og meö litlum fyrirvara. — Þvi finnst okkur full ástæða til áð fylgjast áfram með þróun mála á vestur-þýzka fiskmark- aðnum, segir Sigurður Markús- son, i viðtalinu við Sambands- fréttir. 1. júli sl. gekk i gildi bókun 6. sem kveður á um verulega lækkun tolla á islenzkum sjáv- arafurðum i rikjum Efnahags- bandalagsins, og segir i Sam- bandsfréttum. að markaðs- könnun verði haldið áfram i rikjum Efnahagsbandalagsins. Er nú verið að undirbúa viðræð- ur við hugsanlega kaupendur i fleiri rikjum bandalagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.