Tíminn - 28.08.1976, Qupperneq 15

Tíminn - 28.08.1976, Qupperneq 15
Laugardagur 28. ágúst 1976 TÍMINN 15 flokksstarfið --------------------------------------- Kjördæmisþing Austurlandi Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið dagana 28. og 29. ágúst i Valhöll Eskifirði Þingiö hefst laugardaginn 28. ágúst kl. 14. Auk hinna hefð- bundnu starfa þingsins verða orkumál Austurlands rædd. Fram- sögumenn og gestir þingsins verða Jakob Björnsson orkumála- stjóri og Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri Austurlands V_____________________________________J — Héraðsmót á Austurlandi V r Héraðsmót framsóknarmanna á Austurlandi veröur haldið i Valhöll á Eskifirði, laugardaginn 28. ágúst, og hefst það kl. 21. Avörp flytja alþingismennirnir Tómas Árnason og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Skemmtiatriði annast Baldur Brjánsson töframaður, sem sýnir listir sinar, og aust- firzkir skemmtikraftar syngja með gitarundirleik. Aö lokum veröur dansað. Orðsending til framsóknarmanna í Kjósarsýslu Framsóknarfélag Kjósarsýslu hefur nU náð hagstæðum samn- ingum viö Samvinnuferðir, sem gefa félagsmönnum kost á ódýrum ferðum til Kanarieyja i vetur, en feröirnar hefjast i október. Upplýsingar gefur Kristján B. Þórarinsson Arnartanga 42 Mosfellssveit simi 66406 á kvöldin. n_________________________________________________________J r Isafjörður Framsóknarfélag Isfiröinga boðar til fundar á skrifstofu félags- ins Hafnarstræti 7, sunnudaginn 29. ágUstkl. 17. Fundarefni: Kosnir veröa fulltrUar á Kjördæmisþing. Stjórnin. Austurríki — Vínarborg Farið verður i ferð til Vinarborgar. Ákveðin hefur verið ferð til Vinarborgar dagana 5. til 12. september næstkomandi. Þeir, sem þegar hafa látiö skrá sig i ferðina, hafi samband viö skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauöarárstig 18, sem fyrst. Enn eru nokkur sæti laus. Skrifstof- an er opin til hádegis i dag, laugardag. Siminn er 24480. 0 íþróttir Plymouth-Notts County........1 Sheffield Utd.-Hereford......1 Leikur dagsins er án efa á Baseball Ground i Derby, þar sem heimaliðiö mætir Manchest- er Utd. Manchester sló Derby Ut Ur bikarnum i fyrra, og nU er stund hefndarinnar runnin upp fyrir Derby. Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum i Birmingham, og leikur Sunderland og Arsenal verður án efa athyglisverður. I annarri deild eru aðalleikirnir á milli Nottingham-Wolves, Burnley-Luton og Chelsea-Carl- isle. Nánar um leiki þessa i þriðjudagsblaðinu. Ó.O. © Kommúnistar • Þegar fangarnir tuttugu voru leiddir fyrir sjónvarpsvélarnar i herbUðum nokkrum, var Ferdinand Marcos, forseti, viö- staddur, svo og herráö landsins og hópur fréttamanna. Fabian Ver, yfirhershöfðingi öryggisþjónustu hersins sagði i gær, að með handtökum þess- ara manna heföi NPA verið svo til þurrkaöur út, en hann bætti viö: — Nýir menn koma þó.-i staðinn fyrir þá, — árásargjarn- ari. herskárri, hættulegri og yngri menn. Einn af mönnunum tuttugu var svo meiddur, að hann þurfti aðstoð til þess aö standa uppi fyrir framan myndavélarnar. AUGLÝSIÐ í TÍMANUAA Á leið yfir Bandaríkin: Islenzku hrossin við hestaheilsu — Þolbetri í langferðinni en önnur hestakyn ÍSLENZKU hestarnir 15, sem eru á ferö yfir þver Bandarikin i hópi gæöinga viðs vegar aö úr veröldinni, hafa staðið sig mjög vel og munu nú vera komnir til Nevada, en áfangastaöurinn er Sacramento i Kaliforniu, og er ætlunin að ná þangað um miðj- an næsta mánúð. Hópurinn lagði af staö frá austurströnd Banda- rikjanna 31. mai sl. tvar Guðmundsson, ræðis- maður i New York, hefur fengið fréttir af yfirreiöinni öðru hverju, og sagði hann Timanum að fyrstu vikur ferðarinnar hafi islenzku hestarnir verið i öðru, þriðja og fjórða sæti, það er aö segja þeir sem bezt gekk hjá. Smáálys hafa hent þá öðru hverju. Hestar hafa helzt við að stiga á glerbrot og annaö slikt, — en þolið er gott. Hópurinn er nú að fara yfir heitt og þurrt svæði, en siðast þegar fréttist var allt i góöu gengi, og Gunnar Bjarnason, sem er fyrir hópnum er riður is- lenzku hestunum, er vongóður um að þeir standi sig mjög vel áfram sem hingað til. Mjög margir þeirra hesta af öðrum kynum, sem lögöu upp i feröina, hafa helzt úr lestinni, en is- lenzku hestarnir hafa vakiö mikla athygli hvar sem þeir fara um, sérstaklega fyrir það hve vel þeir eru á sig komnir eftir langt og strangt ferðalag, og hve þolnir og fótvissir þeir eru. Upphaflega var reiðin yfir Bandarikin hugsuð sem keppni, án tillits til hrossakyns, en á miðri leið var þessu breytt. Menn gerðu alltof miklar kröfur til hestanna tíl dæmis, að þeir færu allt að 100 km á dag og þessi hamagangur fór illa með marga hesta og var þvi keppni hætt en yfirreiðin hélt áfram. Þess ber að geta, að þaö voru ekki islenzku hestarnir, sem þóttu fara illa i keppninni, þvi að þeir eru allir við hestaheilsu, og vekur það ekki hvað sizt að- dáun þeirra, sem telja sig hafa vit á hrossum. Margir aðrir hestar eru orðnir horaðir og illa á sig komnir, en með I förinni eru dýralæknar, sem dæma þá úr leik, sem sýn- ast vera orönir veikir og ekki þola að halda áfram. sís SÆNGURFRAMLEIÐSLA HAFIN Á SAUÐARKRÓKI GÓ-Sauðárkróki. Fyrir nokkrum dögum tók til starfa á Sauðár- króki á vegum lönaöardeildar StS saumastofa, sem framleiðir aðal- lega kodda, svefnpoka og sængur i mismunandi stærðum. Gefjun á Akureyri hefur rekiö þessa saumastofu á undanförnum árum en nú hafa vélarnar verið fluttar hingað og settar upp i húsnæði hjá Kaupfélagi Skagfiröinga. 0 Gaullistar breyta eigi efnahagsskipulagi veraldarinnar. Talið er að skipun Guiringauds, sem er ekki stjórnmálamaður, i embætti utanrikisráðherra, muni ekki hafa I för með sér breytingar á utanrikisstefnu Frakka. HUn hefur, hægt og hægt, færzt aftur I áttina til vinsemdar gagnvart Bandarikjunum, þrátt fyrir tregöu Gaullista. 0 Bardagar hafa hertekið land okkar, sagði hann. A fréttamannafundi i Beirút sagði Kamal Junblatt, leiðtogi vinstri manna,aö sameiginlegir herir vinstri mannaog Palestina hefðu sannanir fyrir þvi að hægri menn væru nú að skipuleggja nýja sókn, sem beinast myndi aö þvi að uppræta stöðvar þjóöernis- sinna (vinstri-sinna) á þeim svæöum, sem hægri mennráða að öðru leyti. Junolatt sakaði Sýrlendinga um að vinna meö hægri-sinnum, og endurtók fyrri kröfur sinar um að sýrlenzki herinn hyrfi frá Libanon. Hann bætti þvi viö, aö brottför Sýrlendinga væri lykillinn að lausn deilunnar i Llbanon, sem fram til þessa hefur kostað meira en fjörutiu þúsund mannsllf — eða um áttatiu á dag aö meðal- tali. Taliö er, að Sýrlendingar, sem eru mjög flæktir i borgara- styrjöldina, hafi nú um þrettán þúsund manna herliö i Líbanon og hafi hernumið um þrjá fimmtu hluta landsvæða þar. Ferðamenn, sem komu i gær til Beirút frá Damaskus hafa skýrt frá þrálátum orörómi um að Sýr- lendingar hyggi nú á mikla sókn, til þess aö þvinga fram frið i Libanon fyrir 23. september, þeg- ar Elias Sarkis á að taka við emb- ætti sem forseti landsins, en hann var kjörinn til þess siöastliöiö vor. Niu stúlkur hófu störf á sauma- stofunni strax i byrjun og væntan- lega veröur fieira fólk ráöið þarna til starfa I næsta mánuði. Verkstjóri er Jófriður Björnsdótt- ir. Fjórar stúlknanna vinna fullan vinnudag en fimm þeirra starfa hálfan daginn á saumastofunni. Saumaðar hafa veriö um 70 sæng- ur á dag að undanförnu. Flutningur saumastofunnar hingað til Sauðárkróks er liöur i þeirri stefnu SIS, að dreyfa ýms- um greinum hinnar fjölbreyttu iðnaöarstarfsemi um landið, sem rekin er á vegum Sambandsins. Fram að þessu hefur Gefjun selt framleiðslu sængursaumastof- unnar á innlendum markaði en nú hafa verið send sýni til sölu er- lendis og eru góðar horfur á að hægt verði að selja sængur til Englands. Konur á Héraði Okkur vantar konur á saumastofu nú þegar. Upplýsingar i sima 97-1332. Prjónastofan Dyngja h.f. Egilsstöðum. Skattar í Kópavogi Lögtök hefjast 1. september Kópavogsbúar eru enn á ný minntir á greiðslu þinggjalda 1976. Bæjarfógetinn i Kópavogi Vistheimili Bláa bandsins í Víðinesi á Kjalarnesi óskar eftir að ráða til starfa nú þegar: 1. Matráðskonu. Húsmæðraskólamenntun æskileg. 2. Aðstoðarstúlku i eldhús. Aðeins vanar matreiðslukonur koma til greina. — Húsnæði fyrir einhleypar konur fyrir hendi. — Algör reglusemi skilyrði. Upplýsingar gefur forstöðumaður i sima 66-331 og á kvöldin i sima 66-332.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.