Tíminn - 04.09.1976, Page 15

Tíminn - 04.09.1976, Page 15
Laugardagur 4. september 1976 TÍMINN 15 flokksstarfið Austurríki — Vínarborg r Nú er hver aö verða slöastur aö tryggja sér miöa I eina af okkar stórkostlegu feröum til Vinarborgar 5.-12. sept. n.k. Beint flug. örfá sæti laus. Þeim, sem eiga ósóttar pantanir, er bent á aö hafa samband viö skrifstofuna strax. Skrifstofan á Rauöárstig 18 er opin frá kl. 9-6, simi 24480. Orðsending til framsóknarmanna í Kjósarsýslu Framsóknarfélag Kjósarsýslu hefur nú náð hagstæðum sámn- ingum við Samvinnuferðir, sem gefa félagsmönnum kost á ódýrum feröum til Kanarieyja i vetur, en ferðirnar hefjast i október. Upplýsingar gefur Kristján B. Þórarinsson Arnartanga 42 Mosfelissveit simi 66406 á kvöldin. Vestf jarðakjördæmi Kjördæmisþing Vestfjaröakjördæmis, hefst I Fagrahvammi I örlygshöfn, laugardaginn 4. sept. kl. 13. Happdrætti SUF Vinningsnúmer i skyndihappdrætti SUF er 596. Ályktun Læknafélags íslands: íhugið ábyrgð ykkar hvað reykingar snertir Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuöu þjóöanna birti á siðasta ári álit sérfræöinga- nefndar um skaösemi tóbaks- reykinga. Þar er visaö til margra rannsókna, er sýna að reykingar eru mikilvægur orsakaþáttur lungnakrabba, langvinnra lungnasjúkdóma, kransæðasjúk- dóma og æðaþrengsla, auk þess sem tóbaksreykingar hafa ýmis önnur heilsuspillandi áhrif. Rétt þykir að benda á ráð- leggingar nefndarinnar til heil- brigðisstétta, sem „ættu aö gera ser ljóst mikilvægi þeás aö vinna gegn reykingum meöal annars með þvi aö reykja ekki”. Á aöalfundi Læknafélags Is-! lands 1975 var samþykkt tillaga frá Bjarna Bjarnasyni, lækni, sem nú er látinn, en Bjarni var ötull baráttumaður gegn reyk- ingum, og einn af forystumönnum Krabbameinsfélagsins frá stofnun þess. 1 tillögunni er skorað á ýmsa aðila, sem geta haft áhrif með fordæmi sínu, aö ihuga ábyrgö sina hvaö reykingar varðar. Stjórn L.í. vill meö bréfi þessu koma þessari áskorun á framfæri. Tillagan hljóðar svo: „Vegna hins geigvænlega heilsutjóns, sem tóbaksreykingar valda, skorar aðalfundur Lækna- félags íslands á: — lækna.aö reykja ekki, — stjórnir og starfsmannaráö sjúkrahúsa og annarra heil- brigðisstofnana aö reyna aö draga úr reykingum starfsfólks á vinnustað, — kennara aö reykja ekki i skólum eöa á umráöasvæði þeirra, — foreldraaö ihuga ábyrgðina gagnvart börnum sinum og vernda þau gegn reykingahætt- unni meö þvi aö reykja ekki sjálf. — stjórnendur og starfsfólk sjónvarpsins.að hlutast til um aö þeir, sem þar koma fram reyki ekki meðan á útsendingu stendur. Fréttatilkynning frá Læknafélagi tsiands. Auglýsið í Tímanum Hneykslin hlaðast á prinsinn Reuter, Haag. — Lockheed- hneykslið i Hollandi, sem þegar hefur sett ljótan blett á mannorö Bernhards drottn- ingarmanns þar, þandist enn út i gær þegar athygli manna beindist að afhjúpun þess að prinsinn studdi á sinum tima mjög tilraunir annarrar bandariskrar -flugvélaverk- smiðju i tilraunum hénnar til þess að ná „vopnasölu aldar innar”. Þetta flókna hneykslismál tók nýja stefnu þegar hol- len*ka rikisstjórnin, vegna þrýstins frá þinginu, birti á fimmtudag skjöl sem sýna að Bernhard prins hafði eitt sinn samband við Helmut Schmidt, kanslara Vestur- Þýzkalands, þá varnarmála- ráðherra i rikisstjórninni i Bonn, til þess að ræða sölu Northrop flugvélaverk- smiðjanna á F-17 Cobra orrustuvélum sinum. Snemma á árinu 1970 átti Cobra-vélin i samkeppni við þrjár aðrar flugvélategund- ir, um tveggja billjón dollara samning, sem miðaði að þvi að endurnýja herflugflota hollenzka, belgíska, danska og norska flughersins. Attu þær að koma i stað F-104 Starfighters-vélanna frá Lockheed. Endanlega var ákveðið að kaupa vélar frá bandarisku verksmiðjunum General Dynamics Corporation. Voru keyptar meir en þrjú hundr- uð vélar af gerðinni F-16, en samningur þessi hefur verið kallaður „vopnasala aldar- innar”. Afhjúpanir þess að Bern- hard drottningarmaður hafi staðið i sambandi við aðra bandariska flugvélaverk- smiðju virðist óhjákvæmi- lega leiða til endurnýjaðra krafna frá þingmönnum um að meira af skjölum, varð- andi vopnakaupstefnu Hol- lands undanfarin ár og ára- tugi, verði birt — og hugsan- lega að hafin verði nákvæm rannsókn þingsins i máli þessu. íþróttir O milli leikja, þegar Reynir og Afturelding þurfa að leika tvo daga i röð. Reynir og Afturelding vilja ekki sætta sig við þetta, eins og skiljanlegt er. Þessi vinnubrögð stjórnar K.S.l. eru vægast sagt furðuleg og keppnin um aukasætið I 2. deild öll hin einkennilegasta. Það er greinilega ekki hafður sami hátturinn á keppninni um 10-unda sætið i 2. deild og keppninni um aukasætið i 1. deild. Þar keppa neðsta liðið i 1. deild og annað lið- ið I 2. deild um sætið, en aftur á móti keppa þrjú lið um aukasætið i 2.deild neðsta liðið i 2. deild, og lið nr. 2 og 3 i 3. deild — þannig að það gæti farið svo, að liðið sem keppti úrslitaleikinn — Aftureld- ing — i 3. deild komist ekki upp heldur liðið sem varð I þriðja sæti i 3. deild -r- Furðulegt! Þá er það afar einkennilegt að stjórn K.S.l. skuli velja Eskifjörð, en þar er malarvöllur, en lið Reynis og Aftureldingar hafa leikið og æft á grasvelli i allt sum- ar. Þá er ekki hægt að bjóða leik- mönnum þessara félaga upp á viðunandi dvalarstaö og svefn- pláss — aðeins svefnpokapláss, og ekki er vitað hvort dýnur fyigja. Já, það er ekki nema von, að blossi upp reiðar raddir, sem á- saka K.S.l stjórnina fyrir óeðlileg vinnubrögð, ef öll vinnubrögð stjórnarinnar eru i likingu viö þetta. _ SOS Spíral- hitadunkur óskast, 1,5 ferm. Upp- lýsingar i síma (91)4- 40-94. Frönsk stjórnvöld um Kambódíustjórn: „Neyða þjóðina til órétt- lætanlegra þjóninga..." Reuter, Paris. — Stjórnvöld i Frakklandi hafa sakað stjórn- völd i Kambódiu um að stjórna með hrottalegum og hneykslan- legum aðferðum og neyða þannig kambódisku þjóðina til að lifa við það, sem Frakkar kalla óréttlætanlegar þjáning- ar. 1 skriflegu svari franska utan- rikisráðuneytisins við spurn- ingu, sem borin var fram i franska þinginu, segir: — Um meira en eins árs skeið hefur kambódiska þjóðin orðið að gangast undir grimmdarlegar tilraunir...óréttlætanlegar þján- ingar, sem neytt er upp á ibúa landsins með hrottaiegum og hneykslanlegum stjórnunarað- ferðum rikisstjórnar landsins-. Þessi yfirlýsing er harðasta opinbera fordæming, sem Frakkar hafa beint gegn stjórn- völdum rauðu Khmeranna i Kambódiu, en þeir náðu völdun- um i landinu i sínar hendur I aprilmánuði árið 1975. Eftir að gerðar höfðu verið nokkrar tilraunir til að koma á sambandi milli Frakklands og Kambódiu, án þess að það tækisí, fyrirskipuðu frönsk stjórnvöld sendinefnd dipló- mata frá Kambódiu að hætta störfum sinum i Frakklandi þann 30, júli siðastliðinn. Orðsending til bænda fró Dróttarvélum h.f. Varahlutaverzlun okkar verður opin kl. 10-4 i dag og á morgun. Eingöngu verður hægt að sinna forgangsafgreiðslu vegna dráttarvéla og heyvinnuvéla. Góðfúslega hringið i sima 8-63-20. ^Q/tctféo/u^é/a/i/ A/ VARAHLUTAVERSLUN • SUÐURLANDSBRAUT M • RFYKJAVIK • SIMI 86 3J0 Laus staða Kennarastaða I náttúrufræði við Menntaskólann að Laugarvatni er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 16. september n.k. Menntamálaráðuneytið, 1. september 1976. Hryssa til sölu Til sölu er hryssa 3. vetra gömul af góðu kyni og henni fylgir merfolald af góðum ættum. Skipti á tömdum fola möguieg. Gott verö ef samið er strax. Upplýsingar hjá Guðmundi Sverrissyni Stóra Langadal, Skógarströndum Stykkishólm. Nýkomnir varahlutir í: Singer Vouge 68/70 Toyota 64 Taunus 17M 65 og 69 Benz 219 Peugeot 404 Saab 64 Dodge sendiferðabill BILA- PARTA- SALAN auglýsir Willys 46 og 55 Austin Gipsy Mercedes Benz 50/65 Opel Cadett 67 Plymouth Belvedera 66 Moskvitch 72 Fiat 125 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10. Simi 1-13-97. Sendum um allt land.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.