Tíminn - 14.09.1976, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Þriöjudagur 14. september 1976.
Gróska í starfi Norræna félagsins:
Tvær nýjar félags
deildir stofnaðar
Veruleg gróska hefur veriö i
starfsemi Norræna félagsins á
þessu sumri. Tvær nýjar félags-
deildir hafa veriö stofnaöar, önn-
ur á Fáskrúösfiröi, meö Birgi
Stefánsson skólastjóra sem for-
mann, en hin á Patreksfiröi, meö
Sigurö G. Jónsson lyfsala sem
formann. Þá var blásiö nýju lifi i
félagsdeildina á Seyöisf iröi og tók
Bjarni Þorsteinsson útsölustjóri
þar við formennsku. Þaö eins-
dæmi geröist á Patreksfiröi, aö
næstum 10% ibúa staöarins sátu
stofnfundinn og geröust félagar i
deildinni, en þaö mun algert norö-
urlandamet.
Þá undirbjó skrifstofa félagsins
dvöl 14 tslendinga, sem dvöldust
sem gestir Norræna félagsins i
Norrbotten i Sviþjóð við sænsku-
nám i Framnaslýðháskóla og við
kynnisferðir um Norður-Sviþjóö
og viöar. Einnig sá skrifstofan
um undirbúning fyrir ferð 17 is-
lenzkra kennara er boðnir voru til
náms- og kynnisdvalar i Dan-
mörku i þrjár vikur.
Auk þessa hafa 5 tslendingar
sótt námskeið og ráðstefaur i' Svi-
þjóð á vegum félagsins með styrk
sem er hluti af framlagi sænska
rikisins til islenzk-sænskrar
menningarstarfsem i, en
Norrænu félögin i Sviþjóð og Is-
landi sjá um úthlutun þessa fram-
lags.
A næstunni sækja svo 3 Is-
lendingar ráðstefnur i Finnlandi
og flytja þar erindi um islenzk
málefni.
Framkvæmdastjórafundur nor-
rænu félaganna var hér i
Reykjavik i mai og formanna- og
framkvæmdastjórafundur i Fær-
eyjum i júli. Það var mikil og á-
nægjuleg reynsla að heimsækja
Færeyinga eins og fjölmargir ts-
lendingar þekkja. Þó hafa Fær-
eyjaferðir Norræna félagsins ekki
verið eins vel sóttar og vonir
stóðu til, en þeir sem fóru eru
mjög ánægðir með dvölina á
eyjunum og alla fyrirgreiðslu
þar, og þeir, sem tóku á móti
islenzku gestunum, eru einnig
mjög ánægðir með komu islenzku
gestanna.
Samskipti tslendinga og Féer-
eyinga aukast stöðugt. t sumar
komstá vinabæjarsamband milli
Siglufjarðar og Eiði á Austurey. I
þvi tilefni heimsóttu 24 ibúar á
Eiði Siglufjörð og voru gestir
Norræna félagsins á Siglufirði
ásamt fulltrúa frá skrifstofu
Norræna félagsins og fulltrúum
frá stjórn Norræna félagsins á
Ólafsfirði.
Night at the Opcra — Queen
I’m nearly famous — Cliff Richard
Live Bullett — Bob Seger
Born to Die — Grand Funk Railroad
Slow down World — Donovan
The Promise — Mike Pinder
Greatest Hits 2 — Diana Ross
A.C. goes to Hcll — Alice Cooper
Best of B.T.O. — Backman-Turner Overdrive
15 big Ones — Beach Boys
Born on Friday — Cleo Laine
Night on the Town — Rod Stewart
Verst af öilu — Rió
Meö sinu nefi — Vilhjálmur Vilhjálmsson
Látum sem ekkert C — Halli, Laddi og Gisli
Rúnar
Allar plötur með Beatles og Wings.
VQriiy
Kf F//I
Heildarloðnuaflinn orðinn rúm 67 þús. tonn:
Sigurður RE aflahæstur
— mest af aflanum landað á Siglufirði
gébé Rvik — t gærdag haföi aö-
eins eitt skip tilkynnt loönu-
nefnd um afla, Hilmir SU, sem
var á leiö til Reykjavikur meö
160 tonn. Rannsóknarskipiö
Bjarni Sæmundsson er komiö á
loönumiöin út af Horni og I gær-
morgun fannst eitthvað af loönu
nokkru vestar en skipin hafa
haldið sig fram aö þessu. Hins
vegar dýpkaöi loönan á sér i
gærmorgun en skipin munu hafa
ætlaö aö reyna aö kasta á þessa
loðnu sl. nótt. Heildarloðnuafl-
inn er orðinn rúmlega 67 þúsund
lonn. Sigurður RE er langafla-
hæstur, þrátt fyrir aö hann hafi
misst nokkuð úr, þar sem spil
bilaði i skipinu, og þaö hefur
veriö I viðgerð siðan um miöja
s.l. viku.
Af áðurnefndum heildarafla,
rúmum 67 þúsund tonnum, hef-
ur langmest verið landað á
Siglufiröi, eða alls 37.446 tonn-
um, þá kemur Bolungarvik með
5.926 tonn, Norðfjörður með
5.700 tonn og Raufarhöfn með
2721 tonn. Um 60% loönuaflans
hefur þvi verið landað i rikis-
verksmiöjurnar.
Alls munu um tiu skip stunda
loðnuveiðarnar út af Horni, og
er Sigurður RE aflahæstur með
alls 8.527 tonn, þá kemur Súlan
EA með 4.962 tonn, GIsli Arni
RE með 4.701 tonn, Grindvik-
ingur GK með 4.537 tonn og
Guðmundur RE 3.967 tonn.
Aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi í ógúst:
Óhagstætt tíðarfar
fyrir minni bátana
skuttogararnir öfluðu aftur á móti vel
gébé Rvik. — Tiöarfar I ágúst var
mjög óhagstætt til sjósóknar fyrir
alla minni bátana i Vestfiröinga-
fjóröungi i ágústmánuði, en stöö-
ug vestan- og suðvestanátt var
allan mánuöinn. Komust færa-
bátarnir ekki á sjó langtimum
saman vegna ógæfta, og var afla-
fengur þeirra flestra þvi heldur
rýr. Afli dragnótabátanna var
einnig óvenjulega lélegur af sömu
ástæöum. Togararnir voru aftur á
móti almennt meö góöan afla og
stærri linubátarnir einnig.
Nokkrir bátar voru byrjaöir veiö-
ar meö þorskanetum i Djúpinu i
ágúst og öfluöu sæmilega.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu Fiskifélags tslands á
tsafirði, voru i ágúst gerðir út 143
bátar til bolfiskveiða frá Vest-
fjörðum. 109 bátar stunduðu veið-
ar með handfæri, 12 reru með
linu. 10 með botnvörpu, 9 með
dragnót og 3 með net.
Heildaraflinn i mánuðinum var
5.171 lest, en var 5.508 lestir i
ágústmánuði i fyrra. Er heildar-
aflinn á sumarvertiðinni þá orð-
inn 18.971 lest, en var orðinn
17.298 lestir á sama tima i fyrra.
Af heildaraflanum i ágúst var afli
skuttogaranna 3.333 lestir Er afli
skuttogaranna á sumarvertiðinni
þá orðinn 11.224 lestir eða 59% af
heildaraflanum, sem borizt hefur
á íand.
Aflinn i hverri verstöð i ágúst er
sem hér segir:
- 1976 1975
lestir lestir
Patreksfjörður 262 517
Tálknafjörður 206 0
Bildudalur 0 198
Þingeyri 374 357
Flateyri 593 214
Suðureyri 338 522
Bolungarvik 858 793
Isafjörður 2.008 2.289
Súðavík 353 253
Hólmavik 161 284
Drangsnes 18 81
Samtals 5.171 5.508
veiðihornið
Þá fer að liða að þvi, að lax-
veiðitimabilinu sumarið 1976
ljúki. Þegar hefur veiði veriö hætt
i nokkrum laxveiðiám, I fleiri ám
verður hætt næstu daga og I þeim
siðustu um 20. september. Litið er
þó enn vitað um lokatölur i þeim
ám, sem þegarer hætt að veiöa I,
en vonandi berast Veiðimála-
stofnun skýrslur og veiöibækur
veiöivarða fljótlega, svo aö unnt
sé að greina frá þvi. VEIÐI-
HORNIÐ mun kappkosta að
reyna að skýra frá öllum lokatöl-
um um leið og þær berast.
Sem kunnugt er, fór laxveiðin i
sumar mjög hægt af stað, laxinn
gekk óvenju seint, og hafa verið
uppi margar getgátur um hverju
þar væri um að kenna. Þá var
mikið um vatnavexti i mörgum
ám fyrri hluta veiðitimabilsins,
og hamlaði það einnig mjög veiði.
Hins vegar virðist.aðiflestum, ef
ekki öllum stærri laxveiöiám,
hafi veiðin mjög glæðzt, þegar
liða tók á sumarið, og er heildar-
veiðin yfir allt sumariö þvi ekki
eins slæm og ætlað var i fyrstu.
Hjá Veiðimálastofnun fékk
VEIÐIHORNIÐ . þær upplýsing-
ar, að stangaveiðin væri að visu
nokkuö misjöfn I laxveiðiánum,
en I stórum dráttum virðist það
þó liggja ljóst fyrir, að heildar-
laxveiðin á landinu öllu muni
koma nokkuð vel út. Þegar tekið
er meðaltal veiöi siðastliðinna 10
ára, er ekki ósennilegt, að veiðin I
sumar verði vel yfir þvi meðal-
lagi, og gæti þvi sumariö komið út
sem fimmta bezta laxveiði-
sumarið siðan fariö var að gera
skýrslur um laxveiðina.
Netaveiðin I sumar hefur verið
með lakara móti, sérstaklega á
vatnasvæði Hvitár I Borgarfirði,
sem er eitt mesta netaveiðisvæð-
ið. Þar voru, sem kunnugt er
mjög mikil flóð i ám og veiði mjög
litil viöast hvar, allt að helmingi
minni en i fyrrasumar. Netaveið-
in I Borgarfirði var afbragðsgóð i
fyrra, enda var sumariö 1975
metlaxveiðiár hér á landi, sam-
kvæmt upplýsingum Veiðimála-
stofnunarinnar. Alls veiddust þá
73.500 laxar og var það 11% betri
veiði en árið 1973, sem var mesta
veiðiárið hér á landi til þessa.
Eins og áður segir, lýkur lax-
veiðinni hér á landi n.k. mánu-
dag, 20. september, en silungs-
veiði I vötnum mun vera leyfð allt
til 27. september. VEIÐIHORNIÐ
vill beina þeim tilmælum til veiði-
varða og annarra, sem samband
hefur verið haft við I sumar um
veiðifréttir, að láta ekki dragast
að skila veiðibókum og skýrslum
til Veiðimálastofnunarinnar,
þegar veiði iýkur.
Siðasti veiðidagur
i Viðidalsá
1 dag er siöasti veiöidagurinn i
Viðidalsá, en þessa siðustu daga
hefur veiði verið nokkuð góð, að
sögn Gunnlaugar ráöskonu i
veiöihúsinu, og veður með
afbrigöum gott við ána. Á hádegi I
gær voru samtals 1180 laxar
komnir á land úr Viðidalsá, og er
þaö meira en heildarveiöin s.l.
sumar, sem var 1140 laxar. Þvi er
ekki útilokað, að siðasta daginn
hafi veiðimönnum tekizt að ná
heildartölunni upp I 1200. Laxinn
sem fengizt hefur úr ánni i sumar
hefur yfirleitt veriö vænn og
reyndist sá þyngsti 26 pund. Veitt
var á átta stangir.
Stangaveiðifélag
Reykjavikur
Laxveiðinni lauk I Elliðaánum
þann 10. september s.l. og varð
heildarveiðin alls 1692 laxar,
samkvæmt upplýsingum frá
Stangaveiðifélagi Reykjavikur.
Það er nokkuð minni veiði en I
fyrrasumar, en þá varð hún 2.071
lax. Metlaxveiðiárið i Elliðaánum
var hins vegar sumarið 1973, en
bá veiddust alls 2276 laxar.
Hjá Stangaveiðifélagmu fékk
VEIÐIHORNIÐ einnig þær
upplýsingar, að veiði væri lokið i
Norðurá, en þvi miður liggja
endanlegar tölur enn ekki fyrir.
Þá lýkur veiði I Grimsá þann 15.
sept., og i Leirvogsá og Stóru
Laxá i Hreppum þann 20. sept., en
þessar ár hefur félagið á leigu,
svo sem kunnugt er. —gébé—