Tíminn - 14.09.1976, Page 3

Tíminn - 14.09.1976, Page 3
Þriðjudagur 14. september 1976. TÍMINN 3 REYKJAVÍKUR-SKÁKMÓTIÐ TIMMAN EINN í EFSTA SÆTI l\Aatera getur orðið alþjóðlegur meistari MÓL-Reykjavik. í gærmorgun voru tefldar biðskákir á Reykjavikur-skákmótinu og urðu úrslit, sem hér segir: Björn-Margeir 1/2-1/2 Guðmundur-Gunnar 1-0 Friðrik-Helgi 1-0 Haukur-Tukmakov 0-1 Helgi Najdorf • 1/2-1/2 Margeir-Timman 0-1 Vukcevich-Björn 0-1 Westerinen-Antoshin 1/2-1/2 Staðan eftir 14 umferðir er þá þannig: 1. Timman 10.5, 2-3. Friðrik og Tukmakov 10, 4. Najdorf 9.5, 5. Antoshin 8.5, 6-9 Ingi, Guð- mundur, Keen og Westerinen 8, 10. Matera 6.5 11. Vukcevich 5.5., 12. Margeir 5, 13. Haukur 4.5,14-15. Björn og Helgi 4 og 16. Gunnar 2 vinningar. Siðasta umferð mótsins verður tefld I kvöld. Þá tefla saman: Tukmakov-Helgi, Najdorf- Gunnar, Friðrik-Ingi, Guð- mundur-Margeir, Timman- Vukcevich, Björn-Westerinen, Antoshin-Keen og Matera- Haukur. Eins og menn sjá, verður Friðrik að vinna Inga og Vukce- vich að taka vinning af Timman, svo að Friðrik eigi von um 1. sætið, en hann er eini íslendingurinn, sem á mögu- leika I það. Aðeins einn maður i mótinu hefur einhverja möguleika á titli, en það er Bandarikja- maðurinn Salvatore Matera. Vinni hann Hauk Angantýsson íslandsmeistara hlýtur hann 7.5 vinninga, sen það nægir honum I foukiurik Í9 7-Iq / l 3 Y 6 / $ 9 /<? (f U n /9 /3 1 Helgi olafsson X 'k % ’h 0 0 'k ö ’/í .0 0 o '4 t 2 Gunnar Gunnarsson ‘U X o 0 O o I o o o o o 0 0 3L Ingi R Jóhannsson 'lx 1 X l 0 Vi ‘4 /x 'h ( o 1 1 Margeir Pétursson 'h 1 ö X o o Ö & I Vx O h o 0 vh f Milan Vukcevich 'h 1 1 1 X ’/z O 0 o O 'k V* o Va & Heikki Westerinen I 1 i k X 4 'A 0 h 0 'h ’tl I JL Raymond Keen 1 0 Vi i 1 4 X i 0 Íx o 'h Salvatore Matera l Vx Á i X 'k 1 o 'h o c 0 9 Vladimir Antoshin i I 'A ó 'h X % •h % V% '/a k 1 /ó Björn Þorsteinsson ‘/d ! 0 Á 1 0 O ’h X K 0 o 'A 0 O f/ Jan Timman I t 1 1 1 i % & X i •k o 0 1 /2 Guðmundur Sigurjónsson l I i ’ll 'k 'h V* 1 0 X !k 0 ’/a '4 Æ Friðrik ólafsson l % 'h i i I 'A % 'k X i /a Vz m Miguel Najdorf Á. 1 1 'k % 'h \ 'A 1 I u X 1 ts Vladimir Tukmakov 1 O 1 1 h Vz i A l 1 Í4 & X ÍL Haukur Angantýsson y* i o ‘A k o 1 Ö j2l lh J2. d X titilinn, þar sem hann hefur þegar unnið sér inn fyrri hlut- ann. Það gerði hann á allsterku móti i Birmingham I fyrra. Umferðin hefst klukkan hálf sex. Fjðgurra ára telpa drukknar gébé Rvik. — Það hörmulega slys varð á sunnudaginn, að fjögurra ára telpa drukknaði i frárennslisþró að Teigi I Mos- fellssveit. Hún hét Jóna Sig- urðardóttir, fædd 2. marz 1972, frá Ásmundarstöðum II, Ása- hreppi, Rangárvaliasýslu. Litla telpan var að leik á- samt systkini sinu á hlaðinu við Teig, meðan foréldrarnir brugðu sér frá stutta stund til að sinna erindum sinum á bænum: Þegar þau hugðust fara, var litla stúlkan horfin, en fannst skömmu slðar i frá- rennslisþró, sem liggur frá hænsnahúsunum á staðnum. Kallað var á sjúkrabifreið og lækni, en litla telpan reyndist látin, þegar hann kom. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar I Hafnarfirði, sem kölluð var á staðinn, mun slysið hafa átt sér stað á milli klukkan 18:30 og 19:00 á sunnudagskvöldið. Frá- rennslisþróin frá hænsnahús- unum er steypt, en veggir hennar eru jafnháir jarðvegi, og var þróin alls óvarin. MIKILL AHUGI Á MJÓLKURSÖLU hjá kaupmönnum Gsal-Reykjavik — Það má segja, að verulegur skriður sé nú komin' á þetta mál, og 6-7 umsóknir hafa þegar borizt, en enn ber þó mest á Flutningar á gömlum lýsisgeymi fró Siglufirði til Reykjavíkur: Geymirinn sökk í r r r Gsal-Reykjavik. - OHufélagið Skeljungur festi fyrir nokkru kaup á gömlum lýsisgeymi, sem var i eigu sildarverksmiðju á Siglufirði, en hafði ekki verið notaður um langan tima. Drátt- arskipið Goðinn var siöan fengið til þess að draga geyminn frá Siglufirði til Reykjavikur, en svo óheppilega vildi til, þegar geymirinn var svo að segja kominn á áfangastað, að hann sökk I djúpið. Aö sögn Guðmundar Þor- steinssonar hjá Oiiufélaginu Skeljungi átti aö koma þessum geymi upp i örfirisey og nota hann undir oliu. Guðmundur kvað félagið þurfa á auknu geymslurými að halda fyrir oliu, og þvi hefði verið ákveðið að kaupa lýsisgeyminn á Siglu- firði. Geymirinn var 5000 kúbik- metrar að stærð og var dráttar- skipið goðinn komiö með hann I togi inn á Faxaflóa, þegar hann sökk skyndilega i djúpið. Ekki kvaðst Guðmundur vita ástæð- una til þess, aö geymirinn sökk, en sagöi, að ekki myndi verða reynt að ná honum á flot, enda geymirinn á miklu dýpi. — Þaðvarleittaðmissa hann i djúpið, rétt þegar hann var kominn heim að bæjardyrunum, sagði Guðmundur. Skeljungur mun ekki verða fyrír fjárhagstjóni vegna þessa óhapps, þvi geymirinn var tryggöur. pví, að kaupmenn spyrjist fyrir um það, hvaða kröfur við gerum, o.s.frv., sagði Jóhannes Long heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigð- iseftirliti Reykjavikur, en hann hefur með höndum eftirliti vegna mjólkursölu. Eins og alkunna er hefur verið ákveðið að leggja niður brauð- og mjólkurbúðir Mjólkursamsölunn- ar i Reykjavik þann 1. febrúar á næsta ári — og flytja alla mjólkurvöruverzlun yfir I ný- lenduvöruverzlanir. • Þegar hafa margir kaupmenn I nýlenduvöru- verzlunum mjólkúrvörur á boð- stólum, en þó eru margir einkum kaupmenn i smærri verzlunum, sem ekki selja mjólk. Jóhannes sagði að nú væru að berast inn umsóknir um leyfi til sölu á mjólkurvörum frá kaup- mönnum, sem fram að þessu hafa ekki selt mjólkurvörur, og hafa 6- 7 umsóknir borizt eins og áður er sagt. — Aðstæðurnar hjá þessum kaupmönnum eru mjög mis- munandi sumir þurfa ekki annað en að brjóta niður einn vegg, og þá er verzlunin orðin mun stærri en aðrir hafa ekki upp á neitt við- bótarhúsnæði að hlaupa, og þegar þeir taka mjólkina inn, minnkar plassið fyrir aðrar vörur sagði Jóhannes. Heilbrigðiseftirlitið gerir ýms- ar kröfur til þeirra verzlana sem ætla séf að selja mjólkurvörur s.s. um stærð kælis, söluop hans aðstöðu til að pakka skyri og ýmislegt fleira. Jóhannes kvað mikinn áhuga hjá kaupmönnum á mjólkúrsölu. Olympíuskákmótið: Búið að ákveða íslenzka liðið Gsal-Reykjavik. — Það er búið að ákveða, hvaða islenzkir skákmenn fara til Israels á óiympíuskákmótið, og það eru allsterkir skákmenn, sagði Ein- ar S. Einarsson forseti Skák- sambandsins í samtali við Tim- ann i gær. Ekki er þó hægt að birta nöfn skákmannanna, sem halda til ísrael, þvi að Skáksambandið á eftir að ganga frá ýmsum atrið- um I sambandi við þessa ferð, en að sögn Einars munu nöfnin væntanlega verða birt um miðja vikuna. Skáksambandið ákvað sem kunnugt er að senda sveit á Olympiumótið i ísrael eftir að rikisstjórnin hafði ákveðið að styrkja sambandið til fararinn- ar, en áður hafði Skáksamband- iðsent ísraelsmönnum bréf, þar sem það tilkynnti að íslendingar gætu ekki tekið þátt I mótinu að þessu sinni sökum fjárskorts. ' Olympíuskákmótið hefst i næsta mánuði. Styrkir til Skáksambandsins Frádráttarbærir til skatts Gsal-Reykjavik. — Skáksam- band tslands hefur fengið stað- festingu á þvi, með bréfi rikis- skattstjóra, að gjafir og styrkir til þess á árinu 1976 megi nota til frádráttar við skattauppgjör, og segir I frétt frá skáksamband- inu, að ætla megi, að svo verði framvegis. Skilyrði fyrir frádrætti er. að viðkomandi láti fylgja framtali sinu til skattyfirvalda sérstaka móttökukvittun frá Skáksam- bandinu fyrir styrkveitingunni. — Stjórn Skáksambands Is- lands leyfir sér að vænta þess, að þessi heimild verði til þess, að velunnarar -skáklistarinnar veiti þvi aukinn stuðning, segir I frétt Skáksambandsins. Hlaup í Skeiðará? — margir dagar geta liðið þangað til hlaupið nær hámarki —hs-Rvik. Sterkar likur eru nú taldar á þvi, að hlaup sé að hefj- ast i Skeiðará, en vöxtur vatnsins I ánni hefur þó verið nokkuð hæg- fara, þannig að margir dagar geta liðið áður en hlaupið nær há- marki. Fyrir tiu dögum fannst allmikil jökulfýla I grennd við Skeiðará og Skaftá, en það hefur jafnan veriö talinn fyrirboði hlaupa i ánum. Við nánari athugun kom i ljós, að fýlan var i grennd við Skeiðará. Ekkert frekar benti þó til þess, að hlaup væri i aðsigi, þvi að allt fram til 8. september minnkaði I ánni, en vatnið var þá I dekkra lagi. I lok siðustu viku varð svo vart vatnavaxta i ánni og á sunnu- dagsnótt jókst þaö þó nokkuð og ennfremur i gær. Samkvæmt reynslu fyrri ára geta liðið marg- ir dagar, frá þvi að vatn fer að aukast, þangað til hlaup nær há- marki. Siðasta hlaup I Skeiðará var i marz 1972.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.