Tíminn - 14.09.1976, Side 6

Tíminn - 14.09.1976, Side 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 14. september 1976. Króatarnir gófust upp í París Gsal-Reykjavik — Um fátt hefur verið meira rætt hér á landi um helgina, en króatisku flugvélar- ræningjana fimm, sem höfðu við- dvöl á Keflavikurflugvelli i ráns- feng sinum á laugardaginn, enda er það í fyrsta sinn, sem flugvél- arræningjar koma við á Islandi. Flugvélarræningjarnir eru nú I Bandarlkjunum, þar sem þeir verða formlega ákæröir fyrir ránið og morö á bandariskum lögreglumanni, sem lézt af völd- um sprengju, sem ræningjarnir höfðu komið fyrir á aðaljárn- brautarstöðinni I New York. Ræningjarnir gáfust upp á O- harles de Gaulleflugvellinum I Paris eftir aö frönsk yfirvöld höfðu sett þeim þá úrslitakosti, að annað hvort gæfust þeir upp eða dræpust, ef þeir gerðu farþegun- um mein. Eftir að einn ræningjanna, kon- an i hópnum, hafði hringt til New York og fengið staðfestingu á þvi, að kröfum þeirra um birtingu yf- irlýsingar Króatisku frelsissam- takanna i dagblöðum hefði veriö sinnt, féllst hún á að ráðleggja fé- lögum sinum aö gefast upp — sem og þeir gerðu. Flugvélarræningjarnir voru siöan fluttir til Bandarikjanna meö fiugvél franska flughersins, og þar verður mál þeirra tekið fyrir. Þeir eiga yfir höfðii sér allt að 20 ára fangelsi fyrir flugvélar- ránið, en verði þeir fundnir sekir um moröið á bandariska lög- reglumanninum, mega þeir búast við dauðadómi. Engin vopn voru I ræningja- flugvélinni, heldur reyndust sprengjur þær, sem þeir höfðu bundiö um sig miðja, vera úr leir. En þetta vissi enginn fyrr en ræn- ingjarnir gáfust upp. Myndirnar hér til hliðar tók Róbert ljósmyndari Timanis á Keflavikurflugvelli á laugardag- inn. Efsta myndin sýnir ræn- ingjaflugvélina, þar sem hún stendur úti á flugbrautarsvæðinu, sem sérstaklega er gert fyrir til- vik sem þessi. Vinstra megin sjást slökkvi- og sjúkrabilar. A næstu mynd sést I enda fylgd- arflugvélarinnar, en i hana voru fluttar tvær feröatöskur meö áróöurspésum, ogsjást þær á litlu myndinni viö Volkswagensendi- ferðabilinn, en á stóru myndinni er veriö að gegnumlýsa þær i sendiferöabilnum. Næsta mynd sýnir hvar gengiö er með töskurnar um borð i fylgd- arvélina. Bandariskir varnarliðsmenn gættu þess á laugardagsmorgun- inn, aö enginn óviðkomandi kæm- ist inn á flugbrautina, og sjást nokkrir bandarikjamannanna á þriðju neðstu myndinni. Næst neösta myndin sýnir hvar flugvélarnar eru að leggja af stað frá Keflavikurflugvelli. Fylgdar- vélin er til vinstri, en ræningja- vélin er á brautarenda albúin til brottferðar. Neðsta myndin er af ræningja- vélinni þar sem hún þýtur eftir flugbrautinni og litla myndin hér fyrir neöan sýnir, hvar hún fer 1 loftið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.