Tíminn - 14.09.1976, Síða 11

Tíminn - 14.09.1976, Síða 11
10 TÍMINN Þriðjudagur 14. september 1976. Þriðjudagur 14. september 1976. TÍMINN 11 Hann er enn svo lágur i loftinu, að ef hann stendur á bak við varnarveggina, verður hann aö tylla sér á tær til aö sjá inn i hringinn. En er hann stendur sjálfsöruggurandspænis másandi nautinu i sandinum, egnir það og þeytir þvi i kringum sig meö þokkafullri nákvæmni, er hann hreint ekki svo litill I augum áhorfenda, og ef til vili sú upprennandi stjarna, sem blásið gæti nýju lifi I nautaötin, en þeim hefur farið hnignandi aö undan- förnu: Þetta er Emilio Munoz frá Sevilla, fjórtán ára drengur, sem aöeins er 157 cm á hæð og vegur rúm 40 kiló. Astúðlega strýkur hann kanari- fugli slnum, en yfirvegaður og djarfmannlegur er hann gengur frá nautinu. Hæfni hans sem nautabani hefur vakið fádæma athygli og veriö lýst sem sérgáfu eða fyrirbæri og á auglýsinga- spjöldunum er hann kallaður — Mozart nautaatanna —. Og eins og Leopold Mozart kom sex ára syni sinum á framfæri, hefur faðir Emilios, þekktur umboðs- maður nautabana, komið honum fram á sjónarsviðið frammi fyrir gagnrýnum og kröfuhörðum áhorfendum nautaatanna. Hann fer ekki i launkofa með það, að þetta sé konu hans gjörsamlega á móti skapi, en strákurinn sé vit- laus I þetta og hvað geti hann þá gert. Eins og marga aðra stráka I Andalúslu, dreymdi Emilio um að verða frækinn nautabani og ætlaði sér að byrja feril sinn sem slikur með þvl að sanna dirfsku sina og þor. 1 þvl augnamiðí laumaðist hann óséður inn I nautaatshringinn, er hann var nlu ára gamall, og tókst að egna nautið, þannig að það tók á rás á eftir honum. Hann var heppinn og lenti ekki, eins og flestir, sem þetta reyndu, á sjúkrahúsi. Eftir þetta lét faðir hans hann æfa sig regluiega, — fyrst 1 stað á kúm. Þegar hann var tólf ára, fékk hann að drepa sitt fyrsta naut og þaðan I frá leiddi faðir hans hann frá einu byrjendaatinu á annað, — en á þeim er ekki leyfilegt að berjast við eldri naut en tveggja ára og þau mega I hæsta lagi vega 150 kg. A Spáni verður hann enn að láta sér nægja að berjast á áhugamannasýningum á hátlöum úti á landsbyggðinni, þvl að sam- kvæmt lögum mega börn undir sextán ára aldri ekki berjast á stóru atvinnumannaötunum, þar sem gróðavonin er mest. Faðir hans kvartar sáran yfir þessu. Hann hefur fjárfest hundruð þús- unda I drengnum en hingaö til varla grætt nokkuð á honum. Ef hann vill koma Emilio á framfæri á nautaötum, sem gefa meira af sér, verður hann að fara meö hann til Suður-Frakklands og er Emilio þvl þekktari I Frakklandi en heimalandi slnu. En það voru Hka aðrir frægir fyrirrennarar hans, sem hófu ekki feril sinn I hinu sigilda landi nautaatanna, Spáni, heldur erlendis. Þannig var meö hinn goðsögukennda Joselito, sem I byrjun aldarinnar kom fyrst fram á nautaati I Portúgal, þá aðeins tiu ára að Yngsij nautabani Spánar, Emilio Munoz 14 ára gamall. Hann hefur til þessa banað 42 nautum og sloppiö ómeiddur. Faðir hans sem jafnframt er umboðsmaöur hans, lýsti Emilio sem undrabarni og ætlar sér aö græöa á honum stórfé. Faöir Emilios er viöstaddur I hvert sinn, sem Emilio berst, og er tilbúinn aö færa honum sigurtákniö afskorin eyru dýrsins. aldri, og lézt i hringnum 25 ára. — Ef til vill lánast Emilio Munoz að verða annar Joselito segir Rafael Campos, nautaatasérfræðingur spánska hljóðvarpsins, — en ég trúi ekki á undrabörn. Það hefur allt of oft gerzt, að þegar hæti- leikaríkir unglingar ná of skjót- um frama, leiðir það til stöðn- unar, eða það sem verra er, til kæruleysis. Emilio fullyrðir, að hann geri sér fullkomlega grein fyrir hættunni. Ég veit, að I hvert sinn, sem ég fer inn I hringinn, legg ég llf mitt I hættu, — en bætir siðan við — Eitt sinn mun hver deyja og hvað er sæmra nauta- bana en að láta llfið I hringn- um? Fram til þessa hefur Emilii komizt ósærður frá öllum ötum slnum. Hin heilaga jómfrú virðist hafa heyrt bænir hans, en til hennar biður hann I hvert sinn áður en hann berst. Aftur á móti hefur hún látið hjá líða að upp- fylla aðra ósk hans, en það er að eignast skellinöðru. Faöir hans er þvi mótfallinn. — Skellinöðrur eru of hættulegar —, segir hann. Dr. Hallgrímur Helgason: Ávöxtun meðfædd ra hæfileika Carl Maria von Weber — 150 ára minning stemmduákalli Matthiasar, þar sem fjöllin eiga að bergmála raust hans til himinhæða. Weber var bæði bráðþroska og afkastamikill þau tæp 40 ár sem hann lifði. Tólf ára gamall semur hann fyrstu óperu sina, en þær urðu alls ellefu. Annars var hann jafnvigur á öll múslk- form. Til gamans má geta þess, að hann var ekki aðeins afburða pianisti, heldur einnig ágætur söngvari og gitarleikari, enda samdi hann fjölda sönglaga með gitarundirleik, sömuleiðis tón- smið fyrir gitar og pianó. ÆVI Webers spannaði aðeins tæp 40 ár. Hann dó þegar önnur tónskáld brynja sig til mestu og beztu verka. Samt lét hann eftir sig mikið af óforgengilegri list, sem unun er að kynnast. Þessi list er dregin I dilk rómantískr- ar stefnu. Þó gaf sig Weber aldrei á vald þvi taumleysi sem gjarna var helztur veikleiki rómantiskunnar.Tilþessvar al- þýðleg hneigð hans of sterk. Hann kunni að hlusta á sin eigin verk með eyrum fjöldans. Svo sem háttað var uppvexti Webers, á sifelldum þeytingi með föður sinum sem fyrirliða ferðaleikflokks, má það undrun sæta hve góða menntun hann fékk, ekki sizt hjá Abbé Vogler, sem frægur var fyrir þrumu- veðurs-snarstefjanir sinar á orgel. A Norðurlöndum var hann þó enn þekktari fyrir framlag til rómantiskrar óperu i Sviþjóð og Danmörku. Þannig samdi hann söngleikina Gustav Adolf og Hermann von Unna, sem frumfluttir voru i Stokkhólmi og Kaupmannahöfn árin 1792 og 1800. Hér eru hag- lega felld inn þjóðlög þessara landa, sem þá var algjör ný- lunda. Þessa nýbreytni tekur Webér siðar upp og samlagar sig anda þýzkra þjóðlaga i tón- verkum sinum. Arið 1820 heldur Weber til Kaupmannahafnar og leikur fyrir konungsfjölskylduna. Hann er hrifinn af fáguðum um- gengnisvenjum Dana og hél- brigðum tónmenntaþroska þeirra, eftir að hafa haldið kon- sert i konunglega leikhúsinu 8. október. En hér er leikinn af hljómsveitinni forleikur Webers að óperu hans „Töfraskyttan” i fyrsta sinn. Ennfremur leikur hann pianókonsert sinn I es-dúr. Óperan Töfraskyttan (Der Freischútz) er það verk Web- ers, sem unnið hefur honum mestra vinsælda, Hún sýnir al- þýðleik hans og náttúrunánd i hófsamlegum rómantískum búningi. Hér tekst Webér að stemma stigu fyrir ofurveldi italskrar óperu og skapa nýja, þjóölega list á óperusviði. Uppi- staða óperunnar er sveitalifs- lýsing og lifnaðarhættir raup- samra veiðimanna, sem i frum- stæðileik sinum njóta lifsins i þjónustu alvoldugs fursta. En frægurkór þeirra hefur komizt I verkefnaskrá isíenzkra karla- kóra. Aðalkvenpersóna sögunnar er Agata, sem eftir miklar hrell- ingar hlýtur veiðimanninn Max að lifsförunaut. Bæn hennar i 2. þætti, „Hljóður berst minn bæn- arsöngur”, hefir komizt inn i is- lenzka heimilismúsik við texta Matthiasar Jochumssonar, „Hátt eg kalla”, og er prentuð i Islenzku söngvasafni (2. hefti. nr. 40). Þrátt fyrir ágæti lags hefir það aldrei náð verulegum itökum hér á landi. Má þar mestu um valda allgróft mis- ræmi milli frumtexta og is- lenzks texta. Svo sem ljóð Kinds, höfundar óperutexta, er lagið innhverft eintal sálar, með óbrotnu sniði þjóðlags i fjölvisu- formi. Það hæfir þvi ekki há- Af öðrum hljóðfærum var klarinettan eftirlæti hans, en þrir konsertar tileinkuðust þvi hljóðfæri, ennfremur verk fyrir klarinettu og planó. Sem dæmi um hugkvæmni Webers og nota- virkni má telja Adagio og Rondó, er hann samdi fyrir stofuorgel (harmonium) og hljómsveit. Mikið af pianó- múslk hans er listilega gerð og þess virði að vera meira á- stunduð en nú er. Þrátt fyrir timafreka starf- semi sem hljómsveitarstjóri i Prag og Dresden auðnaðist Webér á stuttri ævi (1786-1826) að afkasta meira en trúanlegt þykir. Slikt er aðeins á valdi af- burðamanna. Hæfileikar og kunnátta eru ekki einhlit. Vönduð skapgerð og staðfesta verða að vera með i för. Um-- mæli hans sjálfs tala hér skýru máli: „Að vilja sjálfur meta þá gáfu, sem guð máske léði mér, það væri glæpur gegn útdeilingu gjafara alls góðs. Heimurinn mun visa henni það sæti, sem tilhlýðilegt er. Min skylda var aðeins fólgin i þvi að sýna iðni, vilja og óþrotlegt kapp, til þess að þroska svo vel sem vert er það, sem mér hafði verið trúað fyrir”. Þessi orð lýsa manninum bet- ur en hvers kyns útlistun getur. Þau sýna ábyrgðartilfinningu gagnvart upplagi og ávöxtun þess. Þannig má fordæmi Web- ers enn lýsa upp þann þoku- kennda listheim nútimans, sem seðja á með óhóflegri nýjunga- girni, án vitneskjuum eða tillits til óumflýjanlegra þróunarlög- mála. Weber reisti nýja bygg- ingu á gömlum grunni. Og þannig verður nýtt haldbezt, að það taki mið af þvi bezta, sem fortið fram bar. Þá verður rat- ljóst um framtiðar lönd. (------------- Rétt að verða fokhelt tslendingar eru bygginga- glöð þjóð og sýnist sem seint verði fuiibyggt yfir fólk og fyrirtæki. Að vonum draga börnin dám af þeim eldri og byggja iika. Viða fá krakk- arnir útrás fyrir athafnaþrá sina, þar sem þau fá að reisa heil þorp af spýtnahúsum á þar til gerðum svæðum, en annars staðar verða krakkarnir að reisa kofa sina á óskipulögð- um svæöum i óþökk allra yfir- valda og fer sá arkitektúr oft fyrir litið þegar hreinsunar- deiidir sveitarfélaga hirða heilu húsin og aka þeim á haug. Ungi maðurinn á mynd- inni var að keppast við að gera fokhelt hjá sér, eins og fleiri, þegar Gunnar ljósmyndara bar að og er einbeittnin i svipnum slik að strákur er áreiðanlega búinn aö gera til- búið undir tréverk og máln- ingu núna, ef höliin stendur enn. V______________

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.