Tíminn - 14.09.1976, Qupperneq 15
Þriðjudagur 14. september 1976.
TÍMINN
15
Valsmenn tóku einnig bikarinn til Hlíðarenda!
„Ég er mjög
ónægður með
strákana"
— sagði Youri llytshev, þjálfari Valsmanna. —
,,Þeir hafa lagt hart að sér til að ná þessum áfanga"
— ÉG ER mjög ánægður með strákana. Þetta er
stór stund hjá okkur — fyrst var það meistaratitill-
inn og nú er það bikarinn, sagði Youri Ilytshev, sem
hefur leitt Valsmenn til sigurs bæði i deildar- og bik-
arkeppninni. Valsmenn hafa þar með leikið eftir af-
rek KR-inga sem unnu tvöfalt 1961 og 1963. — Það er
stórkostlegt að vinna með strákunum, sem hafa
lagt mjög hart að sér til að ná þessum áfanga. Þeir
ætluðu sér að vinna bæði deildina og bikarinn — og
með ódrepandi baráttuvilja tókst þeim það. Þeir
eiga eftir að verða miklu betri, sagði Ilytshev, sem
mun verða áfram með Vals-liðið næsta keppnis-
timabil.
Það voru glaðir Valsmenn, sem
tóku á móti bikarnum, en aftur á
móti niðurbrotnir Skagamenn,
Akureyrarliðið
tryggði sér 1.
deildarsæti á
laugardaginn
AKUREYRINGAR eru nú
búnir aö cndurheimta sætiö
sitt i t. deitdarkeppninni i
knattspyrnu. Þórsarar unnu
góöan sigur (2:0) yfir
Þrótturum i aukaleiknum
um 1. deildarsætiö. Akureyr-
ingarnir voru allan timann
betri aöilinn, og áttu ekki i
vandræöum meö áhugalausa
Þróttara. Arni Gunnarsson
og Siguröur Lárusson skor-
uðu mörk Þórs i fyrri hálf-
leik leiksins, sem fór fram I
Kópavogi. Arangur Þórsliös-
ins er afar glæsilegur, þvi að
aöeins eru tvö ár siöan Þór
byrjaði aö leika i deildar-
keppninni. Þórsarar léku i 3.
deiid 1975, siðan léku þeir i 2.
deiid l ár og næsta sumar
mun féiagiö leika I 1.
deildarkeppninni.
★ ★
Þróttur N.
og Reynir í
2. deild
ÞRÓTTUR frá Neskaupstaö
endurheimti 2. deildarsætiö
sitt á Eskiíiröi um helgina,
þegar Þróttarar unnu sigur
yfir Reyni frá Arskógsströnd
— 2:0 og siðan Aftureldingu
frá Mosfeilssvcit — 4:0.
Reynir heldur sæti sinu í 2.
dcild, þar sein félagiö lagði
Aftureldingu aö velli — 2:0.
sem máttu sætta sig við enn eitt
tapið i bikarúrslitaleik. Þeir
hata leikið 8 sinnum til Urslita —
og alltaf mátt þola tap.
Skagamenn óákveðnir
Skagamenn náðu góðum tökum
á leiknum i byrjun og þeir Arni
Syeinsson, Þröstur Stefánsson,
Jón Alfreðsson og Karl Þórðarson
náðu tökunum á miðjunni og þar
með réðu þeir gangi leiksins.
Skagamenr. léku mjög skemmti-
lega úti á v ellinum — knötturinn
var látinn ganga manna á milli,
og sóttu þeir án afláts að marki
Valsmanna, sem léku sterkan
varnarleik. Skagamenn fengu
gullið tækifæri til að opna leikinn,
þegar Arni Sveinsson tók auka-
spyrnu fyrir utan vítateig Vals-
manna á 10. minútu. Arni skaut
þá góðu skoti, sem Sigurður varði
— en hann missti knöttinn frá sér
fyrir fæturna á Pétri Péturssyni.
Pétur rann til I svaðinu fyrir
framan Valsmarkið og náði ekki
að spyrna knettinum I mark Vals-
manna, sem sluppu með
„skrekkinn”.
Valsmenn greiða
Skagamönnum rothögg
Þrátt fyrir mikla pressu að
Valsmarkinu, náðu Skagamenn
PSigmundur Ó
Steinarsson
Valur —
Akranes
ekki að skora. Valsmenn, sem
notuðu mikið af langspyrnum
fram völlinn og beittu skyndi-
sóknum, voru alltaf hættulegir.
Þeir náðu að greiða Skagamönn-
um rothögg, þegar Hermann
Gunnarsson skoraði 2 mörk með
aðeins 7 minútna millibili — á 34.
og 41. minútu. Bæði mörkin
komu eftir hornspyrnu — og áttu
sér þá stað varnarmistök hjá
Skagamönnum. Hermann, sem
fékk knöttinn i bæði skiptin i
þröngri aðstöðu, sýndi þá hvaö
hann er hættulegur, þegar hann
fær að athafna sig inni i vitateig
— þrumuskot hans höfnuðu i
marki Skagamanna, án þess að
þeir kæmu vörnum við.
Valsmenn taka völdin
i sinar hendur
Valsmenn mættu ákveðnir til
leiks i siðari hálfleiknum, og tóku
þeir þá leikinn algjörlega I sinar
hendur. Skagamenn voru þá ó-
þekkjanlegir frá fyrri hálfleikn-
um og hafði maður það á tilfinn-
ingunni, að þeir væru bUnir að
sætta sig við tap. Þeir léku langt
undir getu, og það var aldrei
spurning um, hverjir myndu
tryggja sér bikarinn — heldur
hvað Valsmenn myndu skora
mörg mörk til viðbótar. Vals-
menn náðu ekki að skora nema
eitt mark til viðbótar — það var
Kristinn Björnsson, sem gull-
tryggði Valsmönnum sigurinn,
þegar hann skoraði af 20 m færi,
rétt fyrir leikslok, og þar meö
voru Valsmenn bUnir að tryggja
JÓN ÓLAFUR ... sést hér IEvrópuleik gegn Dundee United.
INGI BJÖRN ALBERTSSON.... fyrirliði Valsmanna sést hér hampa
bikarnum. (Timamynd Róbert)
sér tvöfaldan sigur, bæði bikarinn
og Islandsmeistaratitilinn.
Dýri eins og klettur
Dýri Guðmundsson, hinn sterki
miðvörður Valsmanna, lék einn
sinn bezta leik með Valsliðinu —
hann var alltaf á ferðinni og
stöðvaði hverja sóknarlotu
Skagamanna á fætur annarri. Þá
var Vilhjálmur Kjartansson
sterkur i vörninni. Albert Guö-
mundsson, Hermann Gunnarsson
og Kristinn Björnsson áttu marga
góða spretti á miðjunni i síðari
hálfleik, og einnig þeir Ingi Björn
Albertsson og Guðmundur Þor-
björnsson, sem eru alltaf hættu-
legir uppi við markið.
Arni Sveinsson, Pétur Péturs-
son, Karl Þórðarson, Jón Alfreðs-
son, Björn Lárusson og Þröstur
Stefánsson léku mjög vel fyrir
Skagamenn i fyrri hálfleik, þegar
þeirnáðu öllum tökum á leiknum,
Það fór aftur á móti litið fyrir
þeim i siðari hálfleiknum, en þá
léku Skagamenn langt frá getu.
—SOS
„Við leikum
varnarleik"
— segir Jón Ólafur Jónsson. Keflvíkingar
farnir til Hamborgar
— Við munum leika varnarleik
gegn Hamburger SV og að sjálf-
sögðu reyna að fá sem fæst mörk
á okkur, sagði Jón ólafur Jónsson
hinn gamalkunni ieikmaður Kefl-
vikinga, sem leika gegn Ham-
burger SV á Volksparkstadion i
Hamborg annað kvöld. — Við höf-
um undirbúið okkur vel fyrir leik-
inn og munum fara með alla okk-
ar sterkustu leikmenn til Ham-
borgar.
— Þorsteinn Ólafsson, sem er
byrjaður að stunda nám i Lundi
I Sviþjóð, mun koma til móts við
okkur i Kaupmannahöfn, sagði
Jónólafur. Keflvikingar halda til
Spánar eftir leikinn, þar sem þeir
munu sóla sig og slaka á fyrir
siðari leikinn, sem fer fram á
Laugardalsvellinum 29. septem-
ber.
Það er óneitanlega djarft teflt
hjá Keflvikingum, að dveljast á
Spáni og koma ekki heim fyrr en
þremur dögum fyrir siðari leik-
inn. — Við munum reyna að æfa á
Spáni, eins og við gerðum 1972,
þegar við lékum gegn Real Madr-
id. Það gaf góða raun, þvi að við
áttum mjög góðan leik á Laugar-
dalsvellinum gegn Real Madrid
sem náði að skora sigurmarkið
(1:0) stuttu fyrir ieikslok, sagði
Jón ólafur.
— SOS