Tíminn - 29.09.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.09.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miövikudagur 29. september 1976 Miövikudagur 29. september 1976 TÍMINN J± Ketill A. Hannesson, búnaðarhagfræðingur: Hagkvæmni f búvörufram- leiðslu og búskaparhættir Erindi flutt á landbún- aðarráðstefnu á Blönduósi 21.—22. júní sl. Inngangur Umræöur um bústærö, vinnu og afuröamagn hafa aukizt siöustu ár. Sennilega er bústærö sú stæröareining i landbúnaöi, sem mest hefur veriö rannsökuö og mest skrifaö um, án þess aö niöurstaöa hafi fengizt, þó er Is- land þar undanskiliö. Sé þetta skoöaö nánar má segja, aö veriö sé aö leita aö stærö, sem sé ekki til. Reynt hafi veriö aö gera flókiö kerfi aö ein- földu meö misjöfnum árangri. Smábýli i Vestur-Evrópu (i Gamla heiminum) eru mörg og mikiö hefur veriö rætt og ritaö um leiöir til fækkunar þeirra og sam- einingu jaröa. Eru þetta býli meö nokkra hektara og stæröir, sem ekki eru til hér á landi. Vandamál bænda á þessum býlum skapast af landþrengslum og sameining jaröa er óhjákvæmileg. Stærö jaröa er tengd langri þróun siöustu alda. 1 Vestur-Evrópu hafa búin smátt og smátt smækkaö á sfö- ustu öld, nema i Bretlandi, þar mynduöust nokkuö stór bú, þar sem land gekk i erföir óskipt til elzta sonar, og iönaöarþróunin byrjaöi þar snemma aö draga til sln vinnuafl. 1 Noröur-Ameriku — Astraliu og Nýja-Sjálandi eöa I Nýja heim- inum eru bú yfirleitt stór. Fjöldi bænda I Vestur-Evrópu er talinn ná hámarki eftir striö, en siöan hefur þeim, sem vinna aö land- búnaöi, fækkaö stööugt. f löndum eins og Bandarikjun- um er erfitt aö finna bein opinber afskipti, er marka stefnu aö á- kveöinni bústærö eöa bústækkun og sama er að segja um Kanada, þó er stefnt að bústækkun I Aust- ur-Kanada. Mörg lönd hafa stefnt aö þvl aö viöhalda smáum búum, en önnur sett takmörk á stærö, hámark og lágmark. Hámarksstærðir hafa verið i gildi i Grikklandi, Júgó- slaviu, Japan (nýlega fellt úr gildi) og aö nokkru leyti I Dan- mörku. 1 Frakklandi gilda mismunandi reglur um hámark og lágmark. Mörg lönd hafa ekki sett nein tak- mörk, en stefna aö vel reknum fjölskyldubúum. í Sviss, Noregi og trlandi er „part time” búskap- ur viöurkenndur og talinn nauö- synlegurá vissum stööum. Dæmi um lönd, þar sem viöurkennd er stefna er hvetja mun bændur til bússtækkunar eru: Sviþjóö, Hol- land, Belgia. Frakklandi, þþe.a.s. settar eru reglur um lág- marksstærö. Nýjustu tækni má auöveldar beita á stærri búum og lægra framleiðsluverö á landbúnaöar- vörum I Nýja-heiminum er að einhverju leyti afleiöing stæröar og tæknimunar. Viöhorf manna til mannlifs og búskapar hefur hins vegar breytzt nokkuö siöustu ár og tekjuhámark ekki sett eins á oddinn og áöur. Nokkur Evrópulönd hafa aldrei haft landbúnaöarverkamenn, en I Bandarikjunum og Bretlandi, þar sem þeir voru hlutfallslega flestir hefur þeim fækkað mikiö. Sumir állta aö f jölgun smábýla, þar sem aöaltekjur eru af ööru en land- búnaöi, kunni aö hafa neikvæð á- hrif á hreyfanleika og stæröar- breytingu i ýmsum löndum. Fækkun býla hefur skapaö vandamál félagslega og um- hverfisvandamál hafa einnig lát- iö á sér bera t.d. i Svlþjóð. Nokkuö hefur verið rætt um bú- stærö hér á landi og óskir hafa verið uppi um þaö aö skilgreina „heppilega stærö” fyrir fjöl- skyldu. Eins og aö framan grein- ir, viröist þaö reynast erfitt I flestum nálægum löndum aö hampa slikri stærö. Þaö viröist sameiginlegt meö flestum lönd- um nálægt okkur, aö vel rekin f jölskyldubú sé sú eining er standi sig einna bezt. Verður nú reynt aö lita á búreikninga og sjá hvort þeir sýna aö ákveöin stærö komi bezt út, og rætt veröur stuttlega um ýmsa aöra þætti, er áhrif hafa á tekjur bænda. Þaö sem að framan hefur veriö sagt um nágrannaþjóöir okkar er að sjálfsögöu gróf einföldun, þvi annaö er ekki hægt, þegar efni er þaö saman þjappað. Kúabú Vinna viö mjólkurframleiðslu Margir þættir hafa áhrif á vinnu viö mjólkurframleiöslu. Tækni viö mjaltir, fóörun og hreinsun eykst hrööum skrefum. Nýjustu teikningar af fjósum miöa nú meir aö vinnuhagræö- ingu en áöur, þar sem mjólkur- tankar eru nú aö yfirtaka geymslu m jólkur. Nær alls staöar á landinu hefur rörmjaltakerfiö veriö sú fjárfesting, er kúabænd- ur hafa lagt mikla áherzlu á, ekki sizt eftir að farið var að lána út á þau úr Stofnlánadeild. Mikil vinnusparnaöur hefur einnig orö- iö viö þaö, aö mjólkurflutningar af brúsapalli falla niöur. Mjalta- básar munu án efa ryðja sér meira til rúms meö stækkandi kúabúum. Vinnuskýrslur sýna, aö vinnu- magn er mismunandi á einstök- um búum. Ahrif stærðar koma skýrar fram á kúabúunum. Súlu- rit yfir vinnu á kúgildi nautgripa siöustu ára sýnir, að vinna á ein- ingu er mun minni á stærri búun- um, heldur en á þeim minni. Bústærð og laun á klst. Stærðarflokkar árskýr + kúgildi sauðfiár 15-20 20-25 25-30 30-35 35-40 40-45 Félagsbú Fjöldi býla 6 11 10 6 3 2 7 Arskýr + kúgildi sauðfjár 16 ,5 23,5 28,3 33,0 37,9 40,8 55,9 Arskýr 13,8 17,7 21,7 24,4 26,3 36,6 43,6 Tekjur búsins í þús.kr. 800 1.083 1.320 1.355 1.411 2.418 3.222 Vinna í klst. 4.378 4.752 5.204 5.928 4.484 6.612 9.060 Laun á klst. 183 228 254 229 315 366 356 Kjarnfóöurnotkun Kjarnfóöurnotkun til fram- leiöslu á 1 litra af mjólk er aö jafnaöi sú sama, hvort sem meö- alnyt (búsmeöaltal) er há eöa lág samkvæmtbúreikningum.Er þaö nálægt þvi aö vera 290-300 grömm á litra mjólkur aö meöaltali. Samanburöur á íæöilegri notk- un á kjarnfóöri og raunverulegri notkun sýnir, aö þar sem meðal- nyt er undir meöaltali, er kjarn- fóður notað i of rikum mæli. Þessar niðurstööur benda til þess aö draga megi úr kjarnfóö- urnotkun til láamiólka kúa. Búreikningár sýna ekki eins já- kvætt samhengi á milli kjarnfóö- urnotkunar og nythæöar eins og búast mætti við, en rannsóknir á Rannsóknarstofu Noröurlands hafa sýnt að jákvætt samhengi er á milli kjarnfóðurnotkunar og lé- legra heyja. Bætt heyverkun er ein leiö til Meöalfjöldi árskúa 21,85 Kúgildi 28,31 Vinna á kúgildi 107 klst. Fl.e.meðalnýt 2 .749 li 2.750- 3.000- 3.250- 3.500- 3.750- 4.000 og lægri 2.999 3.249 3.499 3.749 3.999 og hærri Breytil.kostn. Hey 13.187 14.081 12.494 14.671 13.643 13.531 14.782 Grænfóöur 1.093 135 1.198 916 929 292 1.698 Heykaup 82 661 107 53 433 1.518 Kjarnfóður 18.723 18.244 22.570 25.917 25.658 28.182 27.649 Mjaltav.o.fl. 809 883 1.018 1.758 854 1.709 2.234 Hreinlætisv. 469 487 630 715 926 427 674 Meöul 979 1.272 1.116 1.056 1.525 1.029 1.695 Mjólkurflutn. 4.623 5.441 5.254 5.929 5.884 5.532 5.379 Annað 2.883 3.581 3.108 4.160 2.841 2.260 3.809 Alls: .i 42.848 44.785 47.495 55.175 52.693 54.480 57.920 Tekjur + 94.133 99.030 110.491 121.466 124.558 129.738 136.203 Framlegð - 51.285 54.245 62.996 66.291 71.865 75.258 78.283 Framlegö á klst. 266 290 343 293 382 452 344 Meðalnyt 2.429 2.865 3.130 3.384 3.580 3.883 4.351 Kjarnfóöur kg 679 ,—707 852 972 1.017 1.165 1.082 Hey F.E. 1.709 1.920 1.774 1.603 1.891 2.044 1.882 F.E. alls á árskú 2.388 2.627 2.626 2.575 2.908 3.209 2.964 F.E. á 1 ,li af mjólk Kjarnfóður 0,28 0,25 0,27 0,29 0,28 0,30 0,25 Hey 0,70 0,67 0 ,57 0 ,47 0,53 0,53 0,43 F.E. Alls 0,98 0,92 0,84 0,76 0,81 0,83 0,68 Áhrif nythæðar á framiegð. Teknir eru 146 framlegðarreikningar nautgripa I þessa úrvinnslu. Eru það nær þvi allir, sem höfðu fleiri en 5 árskýr árið 1974. Reikningunum var raðað í 7 flokka eftir meðalnyt eins og tafla k.5 segir til um og reiknað meöaltal á árskú fyrir hvern flokk. t flokki 1, þar sem meðalnyt á árskú er minni en 2.749 li, eru framleiðslutekjur á árskú 94.133 kr„ en breytilegur kostnaður 42.848 kr. Þegar breytilegur kostnaöur er dreginn frá framieiðslutekjum eru 51.285 kr. eftir sem er framlegö á árskú. t aftasta dálki er að finna meðaltai frá afurðamestu búunum. t þeim flokki er framlegð á árskú 78.283 kr. eða u.þ.b. 27 þúsund kr. hærri, en I flokki nr. 1. Samanburður á flokki 2 og 6 sýnir að framiegð á árskú er u.þ.b. 21 þús. kr. hærri, þar sem meðalnytir. er u.þ.b. 1.000 li hærri. Þessar tölur sýna aðafurðamagnið hefur mikil áhrif á tekjur bænda. Ekki má þó miða allt við afuröamagn, þvi kjarnfóðurnotkun við mjólkurframleiðslu er nokkuð mikil á afurðaminni búunum. Sauðfjárrækt f£B MMz /tpfiu. rtm juMi j&ií hGúif j£PT' oxr MfO\C 0£5. Þetta súlurit sýnir vinnu á dag á kúabúum viðmjaltir og hirðingu nautgripa. 1 janúar er vinnan 8,2 klst. á dag að mcöaltali eða 17,3 min. á kú. Fyrstu þrjá mánuði ársins er vinnan 8,4 klst. á dag, eöa 17,8 min/kúgildi/dag. t aprll eykst vinnan um meira en háifa klst., en þá bera um 45% af kúnum. Vinna við kýrnar er minnst I ágúst um þaðbil6,9 klst.á dageða 14,7 mln. á kúgildi. Mismunur á vinnu yfir sumarmánuðina óg vetrarmánuðina gefur ekki nákvæmar upplýsingar um vinnu við gjafir að vetrinum, vegna mismunar I mjólkurframleiöslu eftir árstíðum. Yfir sumar- mánuðina er mjólkurframleiðsian u.þ.b. helmingi meiri en yfir vetrarmánuðina, og vinna við mjaltir þvl meiri yfir sumartimann. Vinnuskýrslur bænda sýna, að vinnumagn er mjög mismunandi á einstökum búum. Mjög margar ástæður liggja þar aö baki. Má nefna aöstööu viö sauðburö og tiö- arfar, skipulag fjárhúsa, fjöldi þeirra og lega, fóörunaraöferö og tegund fóöurs, aöstaöa til sumar- beitar, smölunar, rúningur og fleira, aldur bænda og aöstoðar- manna eöa unglinga. Ahrif fjárfjölda á vinnuþörf er sá þáttur, sem einna helzt er litið til, þegar fariö er að ræöa um vinnu viö sauöfé. Búreikningar sýna, aö laun á klst. og heildar launatekjur eru nokkuö breytiiegar hjá þeim bændum, sem leggja aöallega stund á mjólkurframleiöslu. Ef gera ætti nákvæma útreikn- inga á áhrifum bústæröar eöa fjölda árskúa á laun á klst., þyrftu reikningar að vera mun fleiri, en þeir sem hér veröa not- aðir. Niðurstööur ber þvi aö taka meö fyrirvara i ljósi þess, hve reikningar eru fáir og sundurleit- ir á margan hátt. Þeir 45 búreikningar, sem hér eru flokkaðir I 7 flokka, þ.e.a.s. 6 stæröarflokka og félagsbú, gefa visbendingu um að stæröar- áhrifin séu töluverð. Þau tvö bú, sem hafa 40-45 árs- kýr eöa sem samsvarar þeirri stærö, þegar sauöfé hefur veriö umreiknaö i árskýr, sýna hæst laun á klst. kr. 366. Bæði búin hafa góöar afuröir. Þau þrjú bú, sem lenda I næsta stærðarflokki fyrir neöan eru rek- in af ungum bændum og aðkeypt vinna mjög litil miöaö viö bú- stærö. Hér er sýnt sex ára meðaltal samkvæmt búreikningum á vinnu á vetrarfóðraða kind. Samhengifjárfjöida og vinnu er ekki mikið. Á hinn bóginn hefur komið i Ijós, að nánara samhengi er á milli afurðamagns búsins og vinnu, heldur en á milli vinnu og fjárf jölda. Kisr ,* » ( étq. o zz zt■ 2o- /9 • /<?' /7 4 & ' * ‘ VINNA VIÐ SAUÐFJARRÆKT EFTIR mAnuðum A sauðfjArböunum Fjöldi býla 38 Meðalfjöldi sauöfjár 355 Vinna á kind 7 klst. # /3 /Z //\ /ö (? f y ð z —Jv. *“““ t* F * * . / • V * V , * * * i \ • ■ / - ' 1 1 i K * * - ' v • v . - * ' «. ftJj, rfMi. Jprói /tcú. JímaZi féUl óefií ötU A/nJ 0&6. Vinna við sauðfé er mjög mismunandi eftir árstlðum. Súluritið sýnir mjög vel, hve vinnan er sveiflu- kennd og takmarkandi þáttur er vinnan á sauðburði, þ.e. mal-júnl. Sé vinnu við heyöflun, viðhaid og stjórn bætt viö, kemur mynd, sem ekkier frábrugðin þeirri, sem hér er sett fram. Vinnuálag er óneitan- lega mikið I maimánuði. Bústærð og laun á klst. Búreikningar sýna, aö tekjur bænda, sem stunda sauðfjárrækt, eru misjafnar, bæöi á vinnustund og heildartekjur. Búreikningar sýna einnig, aö sá þáttur, sem mestu ræöur um af- komu sauðfjárbænda er þekking þeirra og hæfileikar til þess aö reka bú sitt vel. Áhugi bænda og ráöunauta fyrir sauöfjárrækt er óneitanlega mikill. Skýrsluhald i sauðf járrækt er útbrejtt og hefur haft mikil áhrif á afkomu bænda. Þeir bændur, sem færa búreikn- inga og sauöfjárræktarskýrslur eru i miklum meirihluta þeirra, sem skipa efstu sætin i framlegð á kind. Þvi miður eru aöeins 38 bú- reikningar frá sauöfjárbúum, og sá efniviður er of litill og dreiföur til þess aö hægt sé aö sanna eöa afsanna ýmsar kenningar og hug- myndir. Hér veröur þó gerö til- raun til þess að sýna fram á ýmsa þætti, sem einkenna þau bú, sem hér um ræöir. Verður nú fyrst gerö flokkun á búunum eftir stærð. Sá stæröar mælikvaröi, sem mest hefur veriö notaöur, er ærgildi og þá eru nautgripir um- reiknaöir i ærgildi og bætt viö tölu sauðfjár. Þaö skal tekiö fram, aö ekki má lita á þessar niöurstöður sem al- giída reglu, vegna þess, að fjöldi býla i hverjum flokki er of litill og búskaparlag æöi mismunandi. Stærri búin eru oft bú, þar sem fjármagnskostnaður er hærri, vegna nýrri byggingu, véla og tækja. Stærstu búin sýna þess vegna oft lakari afkomu heldur en þau myndu gera, ef leiörétt væri fyrir þessari skekkju. Hjaröbúskapur, fóöursparnaö- arstefnan, sem stundum er nefndur svo, hefur i einstaka til- felli vissa kosti fram yfir há- marksafuröabúskap og sumum bændum hentar hann ef til vill betur. Bændur eru misjafnir eins og aðrir og öllum hentar ekki sama búskaparaöferð. Bústærö, mæld í ærgildum og laun á klst. (Sauöfjárbú) Stæröarflokkur í ærgildum Undir 299 300 349 350 399 400 449 450 499 500 549 Yfir 550 Fjöldi býla 2 5 13 5 4 5 3 Ærgildi 219 326 376 413 475 519 783 Vetrarf. kindur 165 262 323 355 312 445 690 Framlegö á kind, kr. 3.256 4.079 4.411 4.595 3.868 3.688 4.080 Tekjur búsins, þús.kr. 471 852 1.270 1.567 1.0 44 1.384 1.866 Vinna í klst. 3.155 3.703 3.926 4.459 3.390 4.970 5.502 Laun á klst. 149 230 324 351 308 278 340 Hér eru sauðfjárbúin flokkuð I 7 stærðarflokka. Bústærðin er mæld I ærgildum nautgripa og sauðfjár. Bústærðin 400-500 ærgildi sýnir hæst laun á klst. 351 kr. Eins og taflan sýnir, er framlegð hæst á kind að meðaltali á þessum búum og er augljóst að það er sá þáttur, sem orsakar þaö að þessi bústærð kemur bezt út. Ekki má þó draga þá ályktun, að þaö sé bústærðinni að þakka, þó að hún kunni að hafa þar áhrif á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.