Tíminn - 29.09.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.09.1976, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 29. september 1976 TtMINN 15 aði, en telja má öruggt að slysa- tryggðar vinnuvikur séu ekki góð heimild, eins og oft er undirstrik- að i Hagtiðindum, en þvi er oft gleymt, þegar þessar tölur eru notaðar. 1 Hagtiðindum stendur „Auk þess ágalla, að eiginkonur eru sjálfkrafa slysatryggðar meö 52 vikum i landbúnaði, hvort sem þær vinna i honum eða ekki, er hér um að ræða annan verulegan vankant. Hann er sá, að atvinnu- rekendur i landbúnaði eru teknir i slysatryggingu með 52 vinnuvik- ur á ári, án tillits til þess hvort þeir hafa verið við störf i öðrum atvinnugreinum á vinnuárinu eða ekki. Hér kemur einnig til t.d. vinna við eigin húsbyggingu o.þ.h. Vinnutimi við öll slik störf utan landbúnaðar ætti að sjálfsögðu að koma til frádráttar vinnutima við búrekstur, en grundvöllur er ekki fyrir hendi til að framkvæma þá aðgreiningu, Af þessum sökum eru slysatryggðar vinnuvikur i heild, oftaldar sem svarar þess- ari tvitalningu og slysatryggðar vinnuvikur i landbúnaði eru þá oftaldar að sama skapi. Ljóst er af framansögðu að notagildi talna um slysatryggðar vinnuvikur i Kaupið tízku- fatnaðinn PILS Stærðir 36-46. Blá, hvít, rauð. Verð kr. 2300. \ BUXUR: Stærðir 34-48. Flauel: Brúnt, beige, grátt, gráblátt. Terylene: Hvitt, blátt, rautt, grænt, svart, brúnt. Verð kr. 1980-2480. Vesturgötu 4 — Pósthólf 391 Sérverzlun með sniðin tizkuföt , Sendið gegn póstkröfu 0£ c ....______, . (/> -1 => X 3 aei|io merKi vio stærð og lit: Q. ca Nr.: AAitti: Mj.: □ □ 34 63 86 □ □ 36 65 90 □ □ 38 67 94 □ □ 40 70 98 □ □ 42 74 102 □ □ 44 78 106 □ □ 46 82 110 □ □ 48 89 114 Litir: □ Flauel; □ Brúnt □ Beige □ Grátt Terylene: □ Hvítt □ Blátt □ Rautt □ Grænt □ Gráblátt □ Svart □ Brúnt landbúnaði er takmarkað, eink- um að þvi er varðar hlutdeild landbúnaðar i mannaflanum i heild”. Niðurlag Tækniþróun i landbúnaði er ör ogi sumum búgreinum byltingar- kennd. Tækniþróun i mjólkur- framleiðslu hefur verið nokkuð mikil á siðustu árum og öllu meiri en i sauðfjárrækt. Við heyöflun hefur i raun átt sér stað tækni- bylting undanf. ár með tilkomu dragtengdra heyvinnutækja eins og heyþyrlunnar, sláttuþyrlunn- ar, heyhleðsluvagnsins, bindivél- arinnar auk fleiri véla. Nokkuð hefur borið á þvi, að heygæði hafi minnkað með aukinni tækni og mun það að öllum likindum stafa af reynsluleysi, þvi að alltaf tekur tima að breyta um starfs- aðferð. Ungir menn, er nú hef ja búskap eru hlynntir sérhæfingu, bæði vegna aukinnar vinnuhagræðing- ar og minni fjármagnsþörf við uppbyggingu á sérhæfðu búi fremur en blönduðu búi. Sérhæfðum búum mun þvi fjölga i aðalbúgreinum landbún- aðarins á næstu árum. Að óbreyttri stefnu mun sérhæfing i aukabúgreinum einnig aukast verulega. Full ástæða er til þess að marka stefnu i þeim málum áður en i óefni er komið. Vissu- lega geta afskipti hins opinbera haft neikvæð áhrif á einstaklings- framtakið og hindrað að duglegir og framtakssamir menn hasli sér völl i landbúnaði. Markaður á landbúnaðarvörum er takmarkaður og tæknivæðing i aukabúgreinum er i raun meiri erlendis heldur en i okkar hefð- bundnu búgreinum. Sé fjármagn, hugrekki og dugnaður fyrir hendi, er tiltölulega auövelt að koma á fóteins konar verksmiðjurekstri i þessum greinum. Það er hins vegár óhjáRvæmi- legt fyrir unga bændur að stefna að stærri búum, en nú eru algeng- ust, vegna þeirra fjárhagsskuld- bindinga, sem þeir verða að stofna til við uppbyggingu á búi. Vaxtabyrði nýrrar fjárfestingar er mikil i dag, og staða lausa- skulda að lokinni fjárfestingu má ekki vera slæm til þess að mögu- legt sé að kljúfa þá skuldabyrði. Bústærðina verður þvi að miða við það fjármagn, sem viðkom- andi bóndi hefur yfir að ráða eða getur fengið. í töflum og súluritum hér að framan frá kúabúum og sauðf jár- búum kemur ýmislegt fram, sem vert er að ihuga og rannsaka nán- ar, en ekki má nota þessar tölur sem neina visindalega sönnun, heldur aðeins sem visbendingu. Ég vil þó leyfa mér að setja fram hugmynd, sem ég hef reyndar gert áður. Sú hugmynd er á þá leið að ung- ir menn, sem eru að byggja fyrir sig og fjölskyldu sina, að þeir ættu að miða sauðfjárbú við 8-9 tonna framleiðslu á ári, en kúabú við 100-120 þúsund litra af mjólk, stefni þeir að sérhæfingu. Að sjálfsögðu er þetta of mikil einföldun og ekki rétt að steypa öll býli i sama mót. Almennt séð er heppileg bústærð fyrir fjöl- skyldu ekki ein stærö heldur margar. Það er einnig álit margra bænda. Einn ágætur bóndi hefur bent á eftirfarandi atriði: „Lega og stærð jarðar ræður miklu um heppilega bústærð, ennfremur nýting þess húsakosts sem fyrir er, framtak og dugnað- ur, fjármagn og fjólksfjöldi, góð heilsa og hreysti, kappið við sjálf- an sig, nágrannann og dýrtíðina. Það er ótal margt fleira, sem hefur áhrif á bústærðina og sem er aðeins á valdi hvers og eins bónda fyrir sig að gera upp við sig. Bændur eru misjafnir að ytri og innri gerð, eins og aðrir og ef vel er að gáð má sjá það i búskap þeirra. Min skoðun er sú, að bóndinn og þróunin hverju sinni verði að skapa bústærðina”. Fækkun býla hér á landi má heita óumflýjanleg, nema þvi að- eins að útflutningsverð hækki verulega eða nýjar búgreinar komi til. Bú munu stækka smátt og smátt og ekki ber að hamla gegn þvi, nema innan vissra marka. Stefna ber að jöfnun á bú- stærð og afkomu. Frá byggðarsjónarmiði er þörf á aðgerðum til þess að stöðva grisjun byggðar, þar sem byggð er i hættu. Jafnframt er full á- ' stæða til þess að bæta hag bænda á þeim landsvæðum, þar sem bændur eru mun tekjulægri en bændur almennt. Leiðir til lausn- ar þessu vandamáli verða þó að miðast við markaðsmöguleika og áhrif aðgerða á heildarstefnu i landbúnaði. Ekki er ástæða til þess að hafa verulegar áhyggjur af bústærð framtiðarinnar hér á landi, þar sem stærð óræktaðs lands, sem fylgir hverri jörð, er i flestum til- fellum það mikið, að fjölskyldubú framtiðarinnar ætti að hafa vaxt- arrými, þó að tækniþróunin verði nokkuð ör. Taka þarf til endurskoðunar bústærðarmælikvarðann ærgildi, sem mest hefur verið notaður. Framleiðslumagn virðist, eins og fram kemur hér að framan, mun nær þvi að geta sagt til um afkomu búsins heldur en gripa- talan. í sauðfjárrækt virðist framleiðsla búsins segja nokkuð til um afkomuna og þvi réttari stærðarmælikvarði, en tungu- tamt er það ekki. í mjólkurfram- leiðslu er innlegg mjólkur nokkuð algengur stærðarmælikvarði. Ein leið til þess að draga úr framleiðslukostnaði er aukin framleiðsla á grip. Ef sauðfjár- bóndi þarf að framleiða 8-9 tonn af dilkakjöti, þá er framleiðslu- kostnaður þvi lægri, sem gripa- fjöldi er færri sem þarf til að framleiða þettamagn, Einkum er það fjármagnskostnaðurinn, sem er lægri á kjöt kg. A hinn bóginn krefst það vis- indalegri búskapar og nákvæm skýrslugerð er nauðsynleg til þess að ná afurðum. Einungis afurðamikil bú geta staðið undir nýrri fjárfestingu, þó að byggingar og aðrir fram- leiðsluþættir séu nýttir til fulln- ustu. Þeim, sem ekki tekst að ná afurðum, mega ekki leggja út i mikla fjárfestingu og mikil lausa- skuldasöfnun skapar verulega hættu á gjaldþroti vegna þess hve vaxtagreiðslur eru nú miklar. I mjólkurframleiðslu er há- marksafúrðastefnan ekki eins af- gerandi og i sauðfjárrækt, að þvi leyti að tilkostnaður er meiri og hlutfallslega minna er eftir til greiðslu launa, en við framleiðslu á dilkakjöti. Kjarnfóðurnotkun er nokkuö mikil i mjólkurframleiðslu og of mikið er framleitt af mjólk á er- lendu kjarnfóðri. Þó að innflutn- ingur kjarnfóðurs hafi ekki aukizt á undanförnum árum, er full á- stæða til þess að stefna að aukinni landbúnaðarframleiðslu úr Is- lenzku fóðri. Leggja þarf rika á- herzlu á bætta heyverkun bæði við þurrheys- og votheysgerð og aukningu á framleiðslu á inn- lendu kjarnfóðri úr islenzku grasi. Þó að uppbygging grasköggla- verksmiðja sé ekki beint hags- munamál bænda, þá er það hags- munamál þjóöarinnar. Hér hefur einungis verið rætt um þá hlið, sem snýr að búskapn- um, en bæta má stöðu landbúnað- arins á annan hátt. Kostnaður við að koma afurðum bænda á borð neytenda hefur aukizt hröðum skrefum. Rannsóknir á þeim þáttum eru takmarkaðir og ekki er óliklegt að þar sé mögulegt að vinna árangursrikt starf. Sama er að segja um þá framleiðslu, sem fer á erlendan markað, en rætter um þessa þætti i öðrum er- indum. Að siðustu vil ég leggja áherzlu á þá skoðun mina að nokkurs kon- ar verksmiðjurekstur i landbún- aði sé óheppilegur, en fjölskyldu- bú myndi aðalkjarna landbúnað- ar. Aukin þátttaka búnaðarsam- bandanna I skipulagningu og mótun landbúnaðarins, hvert á sinu svæði er skipulagsatriði, sem þörf er á að gefa meiri gaum en til þessa hefur verið gert. Hjartagarn Eigum enn marga liti af ódýra Hjartagarn- inu. Sendum í póstkröfu. Þingholtsstræti 1 sími 16776. Sinfóniuhljómsveit íslands Starfsár 1976/77 Sala áskriftarskirteina er hafin á skrif-’ stofunni Laugaveg 120 (Búnaðarbanka- húsinu við Hlemmtorg) 2. hæð. Fyrstu tónleikarnir verða 7. okt., og er endurnýjunarfrestur til mánudagsins 4. okt. Vegna nýrra áskrifenda er til þess mælst að þeir, sem ætla ekki að endur- nýja, tilkynni það i sima 22260 eða 22310. Hjúkrunarfræðingur — Ljósmóðir Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir óskast að Sjúkrahúsinu á Blönduósi nú þegar. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona eða yfirlæknir kl. 9-16 i simum 4206 eða 4207. Kennslugreinar veturinn 1976-1977 Almennir flokkar: Gltarleikur, flautuleikur, tónlistarsaga, megrun, teiknun, jarðfræði, skák, ensk hraðritun, skattaframtal (hefst I nóv.) lestur f. lesblinda, esperanto 2. fl., latfna f. byrjendur, færeyska, danska 4 fl. sænska 3. fl., norska 2 fl., þýska 4. fl. enska 7 fl., franska 2 fl., ítalska 4fl.,spænska 4fl. & 2 sérstakir talflokkar vélritun, bókfærsla, verslunarenska, stæröfræði, hjálparfl. í stærðfr. á framhaldsskólastigi barnafatasaumur, smlðar, kjólasaumur, málmsmlði og smelti, bifreiðaviðhald, postulinsmálning Prófdeildir: Grunnskóladeild 3 bekkjar, gagnfræðanám, forskóli I og II fyrir sjúkraliðanám- Innritun I áðurtaldar 4 deildir hefur farið fram. Hagnýt verslunar- og skrifstofu- starfadeild: Kennslugreinar: bókfærsla, vélritun, vélreikningur, útreikningur tollskjala, ensk verslunarbréf, ensk hraðritun, islenska. Einnig þýska, spænska eöa enska eftir vali. Kennsla til prófs i norsku fer fram i Miðbæjarskóla. Nemendur mæti allir 30. sept., kl. 18 I stofu 11. Kennsla til prófs I sænsku fer fram I Hliðarskóla og Laugalækjarskóla (fram- haldsskólastig). Kennsla til stúdentsprófs I spænsku fer fram I Miðbæjarskóla. Kennslugreinar 1: Laugalækjarskóla sænska, vélritun, bókfærsla, enska ■ Laugarnesskóla enska, þýska, barnafatasaumur. t þessum þremur skólum fer kennsla fram á þriðju- dögum. Breiðholtsskóli: Mánudaga og fimmtudaga enska, þýska, bókfærsla og barnafatasaumur. Fellahellir: Dagkennsla mánudaga og miðvikudaga. Enska, myndvefnaður, spænska, leikfimi, leirmuna- gerð, . ljósmyndaiðja (kvöldkennsla). Aðalkennslustaður Námsflokka Reykjavikur er Miðbæjarskóli simi 14106. Kennslugjald: Kr. 4.000.00 fyrir 22 kennslustundir Kr. 6.000.00 fyrir 33 kennslustundir Kr. 8.000.00 fyrir 44 kennslustundir Kr. 11.000.00 forskóli I Kr. 15.000.00 gagnfræðadeiid og grunnskóli 3. bekkur. Kr. 18.000.00 forskóli II . Kr. 21.000.00 hagnýt skrifstofu- starfadeild Innritun fer fram i Miðbæjarskóla 30. sept. og 1. okt. kl. 7.30-10. Inngangur úr portinu. Innritun i Arbæjarskóla, Breiðholtsskóla og Fellahellir nánar auglýst slðar. Kennslugjald greiðist við innritun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.