Tíminn - 01.10.1976, Side 3

Tíminn - 01.10.1976, Side 3
Föstudagur 1. október 1976 TÍMINN 3 Þessi loftmynd var tekin af Drangsnesi fyrir stuttu og sést fremst á henni, þar sem örin bendir, hvar nýja frystihúsiö verður staðsett. Nvtt frvsti- hús á Dranqs- nesi tilbúið næsta sumar gébé Rvik. — Lokið hefur verið við kartöfluupptöku á landinu og eftir lauslegt yfirlit, bæði það sem við höfum heyrt og séð, er óhætt að segja að kartöfluuppskeran er á- lfka léleg og i fyrra, sagði Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins. — Viö erum að sjálfsögðu alltaf að at- huga möguleika á innkaupum á kartöflum erlendis frá, allt frá Kanada og austur til Póllands, sagði hann. — t siðustu viku feng- um við t.d. góð tilboð frá Hol- landi, þannig að við gátum lækk- að innfluttu kartöflurnar niður I sama verð og er á þeim íslenzku eða kr. 99.80 i smásölu. — Við höfum aldrei flutt neitt inn nema I. flokks kartöflur, enda er innflutningur þeirra bundinn þeim ákvæðum, að með hverri sendingu fylgi ótviræð vottorð, sem sanni að um I. flokks vöru sé að ræða, annars myndu tollayfir- völd gripa i taumana og stöðva innflutninginn, sagði Jóhann, en þessi ákvæði eru mun strangari hér, en á hinum Norðurlöndun- um. Þegar Jóhann var spurður hvers vegna þaö hefði þá komið fyrir að kartöflur frá Mexikó, sem voru á boðstólum fyrr á ár- inu, hafi verið svo lélegar sem raun bar vitni, svaraði hann: — Vegna kartöfluskorts i Hollandi, fluttu Hollendingar kartöflur þessar inn frá Mexikó, og leyfðu sölu á þeim hjá sér sem fyrsta flokks kartöflum. Við áttum einskis annars úrkosti en að kaupa þessar kartöflur, sem voru þær einu sem við gátum fengið. Við tókum Hollendinga trúan- lega, þar sem þeir sögðúst sjálfir selja mexikönsku kartöflurnar, og greiddum fyrír þær eins og I. flokks vöru eða fullt verð, en við höfum aldrei fengið annan eins ó- þverra. — Mikill skortur var á kartöfl- um iEvrópu I fyrra vegna mikilla þurrka, og Hollendingar brutu á okkur gerða samninga þá, vegna ákvarðana Evrópuráðsins I Brussel. Hins vegar eru þær erlendu kartöflur sem hafa verið á boðstólum hér s.l. tvær vikur, hollenzkar, og ennþá hefur hol- lenzka stjórnin ekki bannað út- flutning á kartöflum, hvað sem siðar verður, sagði Jóhann Jónas- son að lokum. Þýzkaland: 2 skip seldu í gær gébé Rvik. — 1 gær seldu tvö skip i Þýzkalandi, Faxi GK I Cuxhaven og Hamrasvanur SH I Bremerhaven. Meöalverð afla beggja skipanna náði aö- eins rétt rúmlega kr. 110.-, en meirihluti afla þeirra var stór ufsi. Faxi GK seldi 46 1/2 lest fyr- ir 5,15 milljónir króna, meöal- verðpr. kg. kr. 110.50. Hamra- svanúr seldi 64 lestir fyrir rúmar sjö milljónir króna og var meðalverð aflans pr. kg. kr. 110.-. gébé Rvik — Nokkur sveitarfélög á landinu hafa fært sér tæknina i nyt við eftirleit á haustin, og fá þyrlur til að leita. t þyrlu er hægt að fara vegalengd á fimm minút- um, sem tekur hins vegar mann á hesti 3 klst. Þaö er Jón Heiðberg sem býður bændum þessa þjón- ustu, og fer hann t.d. i vikunni i eftirleit i Miðfellshreppi. — Það eru þrjú ár siðan fyrst var farið i eftirleit i þyrlu og hafa þau sveit- arfélög sem notfærðu sér þetta fyrst, siðan notað þyrlu við eftir- leit, sagði Jón. Leitinni er þannig háttað, að 1-2 menn úr viðkomandi sveit, sem eru gjörkunnugir umhverfi öllu, eru með i þyrlunni, auk góðs smalahunds. Þyrlan getur alls staðar lent, og er þvi hægt að smala saman og ná þeim rollum sem finnast, og siðan flytja þær I þyrlunni heim á hlað. Þyrlan getur tekið 5 rollur i ferð. Það tæki þyrlu aöeins tvær vik- ur að leita allt landið og aðeins rúman hálfan dag að leita nákvæmlega stærstu hólf, að sögn Jóns. ^ Þyrlan getur flogiö mjög lágt, svo sem sjá má á þess- ari Timamynd Róberts og hraði hennar i lofti getur verið allt frá 0 upp i 200 km á Lklst — byrjað verður að steypa sökklana í dag gébé Rvik. — Það er fyrirhugað að byrja að steypa sökkla nýja frystihússins á Drangsnesi á föstudag, sagði Jón Alfreðsson, kaupfélagstjóri Kaupfélags Steingrims- f jarðar á Hólmavík. — Við fengum skýr svör bæði hjá Framkvæmdastofnun og Fiskveiðasjóði um að þar væri engar peningafyrirgreiðslur að fá fyrir áramót, sagði Jón, — hins vegar mun hlutaféð nægja okkur fram að áramótum, en þá er vonazt til að húsið verði orðið fok- helt. — Hlutaféð, sem er mest tryggingabæturnar, er um fjöru- tiu milljónir króna, og á það að duga okkur til framkvæmda fram að áramótum, sagði Jón Alfreðs- son. 1 áætlunargerð um uppbygg- ingu frystihússins á Drangsnesi i stað þess sem brann i sumar, er fyrst og fremst lögð áherzla á að gera húsiö fokhelt fyrir áramót og að sögn Jóns veltur á- ætlunargerðin i rauninni öll á næstu tveim mánuðum. — Þetta er allt undir veður- lagi komið, hvernig verkinu miðar áfram, sagði hann. — Ef áætlunargerðin stenzt, mun verða unnið að innréttingum hússins seinni hluta vetrar og veröur þá hægt að taka það I notkun i júni næsta sumar. — Flestir þeir karlmenn sem unnu við frystihúsið, fá vinnu við uppbygginguna, en auk þess vinna sex trésmiðir þar, sagði Jón, —hins vegar fá þær fimmtán konur sem unnu I frystihúsinu, enga vinnu. Nýja frystihúsið verður um 150 fermetrum stærra en hið gamla, og verður alls tæplega 800 fer- metra. ávíðavangi Raunir Kjartans og Svavars Þrátt fyrir tilraunir þeirra Svavars og Kjartans Þjóð- viljaritstjóra aö fá einhvern botn i skattamál Lúðviks Jósepssonar gengur hvorki né rekur fyrir þá að komast að neinni skynsamlegri niður- stöðu. Og þvi meira sem þeir félagar reikna, þvf meira flækjast þeir i þessu furöulega máli. Og ef taka ætti mark á leiðara þeim, sem Kjartan Ólafsson ritaði i gær, mætti halda, aö Lúðvik Jósepsson væri skattsvikari. Þvi hefur Timinn aidrei haldið fram, en hefur hins vegar óskaö eftir skýringum á þvi hvernig standíá þvi, að jafnefnaður og tekjuhár maður og Lúðvik er, komisthjá þviað greiða tekju- skatt. Gefa sér ranga forsendu t leiðara Þjóðviljans I gær er enn einu sinni gengið út frá þvi, að Lúðvik hafi ekki haft aðrar tekjur en alþingislaun- in, þ.e. 1,5 millj. króna, þrátt fyrir, að bcnt hafi verið á, aö honum beri að greiöa 210 þús- und.krónur 1 útsvar, sem þýð- ir, að tekjurhans hafa veriö yfir 2 milljónir, sennilega 2,2- 2,3 millj. kr. Þjóðviljinn kemst að þeirri niðurstöðu, að með því að Lúð- vik greiddi 650 þús. kr. I vexti, þá sé ekki óeölilegt að hann sleppi við að greiða tekju- skatt. Siöan segir Þjóðviljinn: „Hérer að sjálfsögðu ekkert óeðlilegt á ferðinni, og enga sérfræöiþekkingu þarf til að sjá það sem augljóst er að slikur einstaklingur hann þarf að hafa allmikið hærri tekjur en svarar til þingmannslaun- um, eigi hann að ná þvi að borga tekjuskatt, samkvæmt þeim lögum, sem hér eru I gildi”. Eru þeir að væna Lúðvík um skattsvík Með þessu bendir Þjóövilj- inn sjálfur á misræmið i skattadæmi Lúðviks. Lúðvlk er nefnilega einstaklingur með hærri tekjur en alþingis- launin, samkvæmt útsvarinu, sem lagterá hann, og ætti þar af leiöandi að greiða tekju- skatt, sem hann gerir ekki. Með þvi að setja dæmið upp með þeim hætti, sem Þjóðvilj- inn gerir i leiöaranum i gær, er blaðið beinlinis aö gefa i skyn, aö Lúðvik sé aö svikja undan skatti. Svo langt hefur Timinn ekki gengiö, og trúir þvi ekki að óreyndu, að skattasérfræöingur Aiþýðu- bandalagsins fari út á svo var- hugaverða braut. Skýring- anna hlýtur miklu fremur aö vera aö leita i þvi, að Lúðvik hafi oröið sér úti um mikil og há lán og greiði miklu hærri vexti en 650 þúsund, eins og Þjóðviljinn segir i gær. Annars hlýtur þetta aö koma fram, þegar Lúövik leyfir Þjóðviljanum að taka einkaviðtal við sig. Eftir þvi viðtali biða margir óþreyju- fullir, ekki sizt Alþýöubanda- lagsmenn, uin land ailt. —a.þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.