Tíminn - 01.10.1976, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Föstudagur 1. október 1976
Síldarútvegsnefnd:
Erlendir síldarsölusamningar í ár
— söluverð allt ab 22% hærra en í fyrra
gébé Rvík. — Þar sem sfldarver-
tl&in er nú I fullum gangi — og
gengur vel — er ekki úr vegi að
gera nokkra úttekt á þeim sfldar-
sölusamningum, sem geröir hafa
veriö viö erlenda kaupendur,
jafnvel þó svo aö frá þessu hafi aö
mestu verið skýrt áöur i smá-
skömmtum f Tfmanum. Þegar
hafa veriö geröir fyrirframsamn-
ingar um sölu tæplega 120 þúsund
tunnum af saltaöri Suöurlands-
sild. Langmest er selt til Sovét-
rikjanna, eöa 60 þúsund tunnur,
en 43 þúsund tunnur til Sviþjóöar
og rúmlega 8 þúsund tunnur til
Finnlands. 1 upplýsingabréfi Sild-
arútvegsnefndar segir aö veriö sé
aö ganga formlega frá samning-
um um mismuninn viö aöra kaup-
endur.
20% verðhækkun
Eins og kunnugt er, gengu
samningaviöræöur við Svia mjög
erfiðlega á siðastliðnu ári og
slitnaði þá tvivegis upp úr samn-
ingaviðræðum við þá vegna á-
greinings um verð og stærð. Var
þó aö lokum samið við Svia um
aöeins 15 þús. tunnur af stór-
sild. Sölumagnið til Sviþjóðar I ár
er þvi næstum þrefalt miðað við
fyrra árs samningsmagn. All-
mikil veröhækkun náðist nú i Svl-
þjóð frá fyrra árs verði, eða um
20%.
Finnar kaupa minna
magn nú
Búizt hafði verið viö þvl að
Finnar myndu auka kaup sln frá
A sl. ári voru gerðir fyrirfram
samningar við Sovétmenn I sept-
ember, um sölu á 20 þúsund tunn-
um af heilsaltaðri sfld, en þar
sem heildarsöltunin I fyrra fór
langt fram úr þvl, sem gert hafði
verið ráð fyrir áöur en vertið
hófst, var hluti umframsöltunar-
innar heilsaltaður I trausti þess
að Sovétmenn myndu fást til að
auka kaup sin siðar á vertiðinni
eða eftir að nýr viðskiptasamn-
ingur rnilli landanna lægi fyrir.
Þetta reyndist þó miklum erfið-
leikum bundið, þar sem hinir sov-
ézku kaupendur kröfðust mikillar
lækkunar á söluverði umfram-
magnsins og tók það um 2 mánuði
að ná endanlegu samkomulagi
um viðbótarsölu þangað. Ekki
fengust þó Sovétmenn til að
semja um kaup á nema 2/3 hlut-
um viðbótarmagnsins eða 10 þús-
und tunnum. Með tilliti til þessar-
ar reynslu siðastliðinnar vertiðar
svo og þess, að mikil óvissa rikir
um það hvaða stærðarflokkar
verði uppistaöan i veiðinni i ár,
var þegar I sumar óskað eftir þvi,
að reynt yrði að tryggja sölu á
sextiu þúsund tunnum til Sovét-
rikjanna með fyrirframsamning-
um.
Eins og áður er greint frá,
hefur þetta tekizt og er hið nýja
söluverð til Sovétrikjanna 8%
hærra en verð það, sem samiö var
um með fyrirframsamningnum á
siðasta ári og 22% hærra en verð
það, sem samið var um með
áðurnefndum viöbótarsamningi
siðastliðinn vetur.
Á sl. ári voru saltaöar samtals
um 95 þúsund tunnur af Suöur-
iandssild og er þvi fyrirframsalan
i ár um þaö bil 25% meiri en sölt-
unin nam á s.l. ári.
Þetta er failegt sýnishorn af Suöurlandssild, sem veiddist á fyrsta sólarhringnum eftir aö herpinóta-
vei&arnar hófust þann 25. september sl. Þetta er svokölluð demantssild og öll I fyrsta veröflokki eöa 33
cm og stærri. Timamynd: G.E.
Islandi á þessu ári, en sú varö
ekki raunin, þvi sölumagnið
þangað minnkaði um 20%. Ástæð-
an er sú, að Finnar fá síld frá öðr-
um löndum á allt að 30-40% lægra
veröien frá íslandi. Mest af þeirri
sild sem Finnar nota, er sykur-
söltuð, en einnig nota þeir tak-
markað magn af kryddsaltaðri
sild. Verð þaö, sem nú hefur verið
samiö um við Finna, á sykursalt-
aöri Suðurlandssild, er 5% hærra
en veröiö á sl. ári.
Gott söluverð til
Sovétríkjanna
1 upphafi viöræðnanna við
Sovétmenn skýröu þeir frá þvi, að
þeir hefðu I höndunum tilboð frá
fjórum framleiðslulöndum salt-
sildar um sölu á heilsaltaðri sild
af sömu stæröum og með svipuöu
fitumagni og Islendingar byðu, á
36-43% lægra verði en endanlega
var samið um I Moskvu um heil-
saltaöa Suðurlandssild. Gert
WB /
hafði verið ráð fyrir að semja við
Sovétmenn um að afgreiöa mætti
hluta hins umrædda sölumagns
með sykur- og kryddsild, en þar
sem Sovétmenn treystu sér ekki
til að greiða neitt svipað verð
fyrir þessar tegundir og samið
hafði veriö um við Svia og Finna,
var eingöngu samið við þá um
sölu á heilsaltaðri sfld. Alla heil-
söltuðu sildina selja Sovétmenn
til neytenda eins og hún kemur
upp úr tunnunum.
Verkakonur á Akranesi mótmæla mjólkursölubreytingum
Fundur var haldinn i kvenna-
deild Verkalýðsfélags Akraness
22/9. Þar var meðal annars fjall-
að um mjólkursölumálin og var
samþykkt samhljóða eftirfarandi
ályktun, segir i frétt frá félaginu:
Kvennadeild V.L.F. Akraness,
lýsir andstööu sinni við þær
breytingar á lögum um mjólkur-
sölumál, sem samþykkt voru á
Alþingi á siðastliðnu vori.
Fundurinn telur, að þjónusta
Mjólkursamsölunnar við neyt-
endur hafi veriö með þeim ágæt-
um, að ekki hafi verið þörf á
breytingum. Hér á Akranesi hef-
ur Mjólkursamsalan t.d. haft
búðir sinar opnar 1/2 klst. lengur
dag hvern en matvöruverzlanir.
Alls er óvist, aö matvöruverzl-
anirnar á Akranesi vilji eða geti
ábyrgst alla mjólkursölu til
bæjarbúa nema með auknum til-
kostnaði, sem trúlega myndi þýöa
meiri dreifingarkostnað og þar
með hækkað mjólkurverð.
Auk þess standa þær konur,
sem flestar eru orönar fullorönar,
andspænis atvinnumissi, ásamt
þvi aö missa þau félagslegu rétt-
indi, sem þær hafa áunnið sér á
löngum starfsaldri. Félagið telur,
aö Mjólkursamsalan hafi þvi
miklum skyldum aö gegna við
þær konur, sem hafa unnið hjá
fyrirtækinu um langt árabil, og
þurfi þvi
1. að tryggja þeim konum, sem
þess óska, atvinnu,
2. að greiða þeim konum lifeyri,
sem orðnar eru 60 ára eða eldri,
og hafa unnið hjá fyrirtækinu
um árabil.
3. að ábyrgjast Sjúkra- og Orlofs-
sjóði A.S.B. til þess að félags-
konur geti notið áunninna rétt-
inda.
Kvennadeild V.L.F. Akraness
lýsir samstöðu sinni með 'baráttu
A.S.B. fyrir hagsmunum og rétt-
indum félagskvenna sinna, svo og
þeim hópum neytenda, sem hafa
beitt sér fyrir þvi, að mjólkurbúð-
unum verði ekki lokað.
Félagið heitir þeim konum,
sem vinna i mjólkurbúðunum á
Akranesi, öllum þeim stuðningi,
sem það getur i té látið, til að
gæta hagsmuna og réttinda
þeirra.
7. ÁRSFUNDUR HAFNA-
SAMBANDS SVEITARFÉLAGA
7. ársfundur Hafnasam-
bands sveitarfélaga á
Höfn i Hornafirði 24.
september.
ASJÖUNDA ársfundi Hafnasam-
bands sveitarfélaga, sem haldinn
var á Höfn I Hornafirði sl. föstu-
dag, 24. september,sátu 46 fulltrú-
ar frá rúmlega 30 höfnum á land-
inu, auk nokkurra gesta. Fjórar
hafnir óskuðu inngöngu I sam-
bandið, og eru aðildarhafnir þess
nú samtals 51.
1 stjórn Hafnasambandsins til
eins árs voru kosnir Gunnar B.
Guðmundsson, hafnarstjóri I
Reykjavik, Bolli Kjartansson,
bæjarstjóri á Isafirði, Sigurður
Hjaltason, sveitarstjóri á Höfn I
Hornafirði, Haukur Harðarson,
bæjarstjóri á Húsavik og Alex-
ander Stefánsson, oddviti i ólafs-
vik.
I fundarbyrjun minntist for-
maður Hafnasambandsins,
Gunnar B. Guðmundsson, Péturs
Bjarnasonar, hafnarstjóra á
Akureyri, sem átti sæti i stjórn
sambandsins frá stofnun þess
fyrir 7 árum.
I setningarræðu sinni ræddi for-
maður sambandsins nauðsyn
þess að bæta hafnaraðstöðu fiski-
skipastólsins. Slikt sé ein af for-
sendum þess, að það fjármagn,
sem variö hefur veriö til kaupa á
fiskiskipum á siðari árum, nýtist
á hagkvæman hátt. Beint framlag
rikissjóös til hafnargeröa á öllu
landinu er nú á við andvirði eins
skuttogara, og gengur þvi upp-
hygging hafnanna seint og erfið-
lega. Hin slæma aðstaða hefur og
valdið stórtjóni á mörgum skip-
um. Þá var bent á, að nú horfði til
vandræða, ef ekki yröi gert stór-
átak i að bæta viögerðaraðstöðu
flotans innanlands, auk þess sem
miklum gjaldeyri væri varið til
skipaviögerða erlendis, sem is-
lenzkir iðnaðarmenn væru full-
færir um að annast.
Ólafur Steinar Valdimarsson,
skrifstofustjóri I samgönguráöu-
neytinu, flutti á fundinum ávarp
og gerði m.a. grein fyrir hafnar-
framkvæmdum i ár. Kom fram,
að samtals myndi i ár veröa unniö
fyrir 1500 milljónir króna aö hafn-
argeröum. Þar af væri unnið fyrir
800 millj. króna á 30 stööum I al-
mennum höfnum, I landshöfnum
væri unnið fyrir 630 millj. króna,
25 millj. króna væri varið til sjó-
varnargarða og 15 millj. króna I
ferjubryggjur. Af almennum
höfnum væri mest unnið á einum
■ stað á Akureyri, fyrir 100 millj.
króna.
Einnig skýrði hann frá þvi, að
fest hefði verið kaup á nýrri
bylgjuvél til þess að efla módeltil-
raunir með hafnarmannvirki.
Aðalmál fundarins voru gjald-
skrár hafna og fjármál. Gylfi
tsaksson, verkfræðingur, lagði
fram á fundinum niðurstööur
könnunar, sem hann hefur gert að
beiðni stjórnar Hafnasambands-
ins um fjárhagsafkomu hafn-
anna. Kom þar m.a. fram, að 17
hafnir, sem könnun hans náði til,
hefðu á sl. ári veriö reknar með
tapi, sem næmi um 7 milljónum
króna. Meira en helmingur al-
mennra rekstrarútgjalda þessara
hafna væri afborganir og vextir
af föstum lánum, eða um 120 mill-
jónir króna. Framlög úr sveitar-
sjóöum til þessara hafna nam 27
milljónum króna, en fram kom á
fundinum það sjónarmið, að kom-
ast yrði hjá þvi, að sveitarsjóðir
greiddu með rekstri hafnarsjóö-
anna. Upplýst var, að frestun á
hækkun hafnargjaldskráa fyrr á
þessu ári hafi valdiö hafnarsjóð-
unum verulegu rekstrartapi. Til
þess að tekjur hafnanna geti fylgt
verölagsbreytingum var á fund-
inum talið nauðsynlegt að hækka
gjaldskrár hafna um 25% frá
næstu áramótum. Einnig var lögö
áherzla á, að aflagjald, sem var
lækkað úr 1% f 0,95% aflaverð-
mæta, er seinasta gjaldskrá var
staðfest yrði á ný hækkaö I 1%.
Ennfremur að efla hafnabóta-
sjóð.
Aðalsteinn Júliusson, hafna-
málastjóri og Bergsteinn Gizur-
arson, verkfræðingur, geröu á
fundinum grein fyrir þeim frum-
drögum að 4 ára framkvæmda-
áætlun, sem Hafnamálastofnun
rikisins hefur nýlega kynnt sveit-
arstjórnum. Fram kom á fundin-
um, að gert væri ráð fyrir hafnar-
framkvæmdum fyrir samtals 5,1
milljarð króna á næstu 4 árum.
Samþykkt var tillaga um nauðsyn
þess að efla tæknilegar rannsókn-
ir Hafnamálastofnunar, svo unnt
verði að ljúka yfirlitsrannsóknum
á hafnarstæðum, svo i ljós komi
valkostir um gerð hafnarmann-
virkja. Skorað var á fjárveitinga-
valdið að verja nægilegu fjár-
magni til þessa undirstöðuverk-
efnis.
Hannes Valdimarsson, verk-
fræðingur, flutti á fundinum er-
indi, er fjallaði um nýjungar I
flutningatækni, þar sem hann
gerði grein fyrir þróun vöruflutn-
inga hér á landi og erlendis á
seinustu árum. I framhaldi af er-
indi Hannesar samþykkti fundur-
inn ályktun, þar sem lagt var til
við samgönguráðherra, að skipuð
verði nefnd með aðild rikisvalds,
hafna, skipafélaga og e.t.v. fleiri
aðila, til þess að gera tillögur um
fyrirkomulag strandflutninga.
Nefndin leiti leiða, er veitt geti
landsbyggðinni nauðsynlega, ör-
ugga og hagkvæma flutninga-
þjónustu.
Að loknum þessum ársfundi
Hafnasambandsins bauö Hafnar-
hreppur þátttakendum i sjóferð,
þar sem m.a. var skoöuð innsigl-
ingin i Hornafjarðarós.