Tíminn - 01.10.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.10.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 1. október 1976 TÍMlíNN. 9 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur' t Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Askriftaf- » gjaldkr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.L „Óskylt smámál" Loksins hefur Þjóðviljinn fengizt til að rjúfa þögnina um skattamál Lúðviks Jósepssonar. En það er siður en svo gert með gleði, þvi að það er falið inni i óvenjulega ofsafullum skrifum, þar sem reynt er að saka annan ritstjóra Timans um þátttöku i ávisanakeðjumálinu, og Geir Háll- grfmsson er krafinn um að reka Halldór E. Sigurðsson úr ráðherraembætti! Siðan er vikið að skattamáli Lúðviks og sagt, að það sé furðulegt að ætla að reyna að draga „óskylt smámál”, eins og skattamál Lúðviks, inn i þessar umræður. Hér fá menn vissulega glögga mynd af afstöðu þeirra Þjóðviljamanna, þegar forustumenn Al- þýðubandalagsins eru annars vegar. Um alllangt undanfarið skeið hefur Þjóðviljinn, ásamt Tim- anum og öðrum blöðum, deilt réttilega á þá lög- fræðinga, sem hafa notað sér undanþáguákvæði skattalaganna til þess að verða tekjuskattslausir. Þannig hefur Þjóðviljinn farið óþvegnum orðum um Guðjón Styrkársson i þessu sambandi, og er það ekki að lasta. Þegar það verður uppvist, að einn aðalleiðtogi Alþýðubandalagsins og helzti talsmaður þess i skattamálum, Lúðvik Jóseps- son, er tekjuskattslaus eins og Guðjón, er það orð ið „óskylt smámál”. Þannig ætlast Þjóðviljinn bersýnilega til, að foringjar Alþýðubandalagsins séu undanþegnir gagnrýni, sem er sjálfsagt og skylt að nái til annarra. Slik er siðgæðishugsjón- in, sem rikir i herbúðum Alþýðubandalagsins. Þjóðviljinn mun hins vegar ekki fá almenning til þess að lita á skattleysi Lúðviks sem eitthvert „smámál”. Hvernig má það ske, að maður, sem hefur samkvæmt útsvarsálagningu yfir tvær milljónir króna i tekjur, og hefur aðeins fyrir tveggja manna fjölskyldu að sjá, greiðir aðeins 575 krónur i tekjuskatt? Engin skýring er til á þessu önnur en sú, að hann hefur eins og Guðjón Styrkársson, notað sér einhver undanþáguákvæði skattalaganna. Hvaða undanþáguákvæði notaði Lúðvik? Hvers vegna skýrir Þjóðviljinn ekki opinberlega frá þvi? Hvers vegna birtir hann ekki einkaviðtal við Lúðvik um málið? Hvers vegna er verið með alls konar ágizkanir um, að framtal Lúðviks kunni að vera svona og svona, en ekki gengið hreint til verks og skýrt frá stað- reyndunum, eins og þær eru? Þessi furðulegi skripaleikur Þjóðviljans herðir þá kröfu, að Þjóðviljinn dragi ekki að birta einka- viðtal við Lúðvik um skattamál hans. Það áréttir það jafnframt, að hér er ekkert smámál á ferð. Það er ekkert smámál, að maður, sem hefur haft sömu tekjur og Lúðvik, kann að greiða himdruð þúsunda króna i tekjuskatt, meðan Lúðvik greiðir 575 krónur. Það gerir skattamál Lúðviks aðeins totryggi- legra, þegar Þjóðviljinn reynir að draga húsa- kaup Halldórs E. Sigurðssonar inn i skattamál Lúðviks, þótt það mál væri þrautrætt fyrir sið- ustu kosningar og Þjóðviljinn hafi aldrei minnzt á það fyrr eða siðar, unz skattamál Lúðviks kom á dagskrá. Hvað þeirri ásökun viðvikur, að undir- ritaður sé flæktur i ávisanakeðjumálið, þá er Þjóðviljanum hér með heimilað að kynna sér ávisanareikninga hans. Undirrituðum væri ekki annað en ánægja að aðstoða Þjóðviljann við slika rannsókn. ERLENT YFIRLIT Tekst Ertl að ná fylgi bændanna? Úrslit kosninganna geta oltið á því Josef Ertl ORSLIT þingkosninganna, sem fara fram I Vestur- Þýzkalandi á sunnudaginn kemur, ráöast ef til vill mest af þvi, hvert fylgi Frjálslynda flokksins veröur. Flestar spár benda til þess, að Sósialdemó- kratar muni heldur tapa fylgi, en Frjálslyndi flokkurinn vinni þaö upp aö einhverju leyti og meirihluti stjórnar- flokkanna haldist þvi I þing- inu, þótt hann veröi eitthvað minni en hann er nú. Sam- kvæmt siöustu skoöanakönn- unum, ættu Sósialdemókratar aö fá 209 þingmenn I staö 230 nú, en Frjálslyndi flokkurinn 48 i staö 41 nú. Þeir heföu þá samanlagt 257 þingmenn. Kristilegir demókratar myndu samkvæmt þessu fá 239 þingmenn kjörna i staö 225 nú. Þeir bættu þannig viö sig 14 þingmönnum, en þaö nægöi þeim ekki til aö fella stjórnina. Þótt kosningabaráttan i Vestur-Þýzkalandi hafi boriö þess mjög svip aö vera eins konar einvigi milli stóru flokk- anna tveggja, Sósíaldem- okrata og Kristilegra demó- krata, hefur Frjálslyndi flokk- urinn ekki komizt hjá þvi aö verða fyrir allhöröum árásum af hálfu Kristilegra demó- krata. Þeir hafa sakað hann um aö bera ábyrgð á stjórn- inni og jafnframt reynt að gera litiö úr áhrifum hans á stjórnarstefnuna. Frjálslyndr flokkurinn hefur svarað meö þvi, aö hann gegni þvi mikil- væga hlutverki að koma i veg fyrir, aö þjóöin skiptist ein- göngu I tvær andstæöar fylkingar, sem kynnu aö beita hvor aöra bolabrögöum, ef ekki væri um neitt þriöja afl aö ræöa. Þá hafi hann meö stjórnarþátttöku sinni komið I veg fyrir, aö Sóslaldemókrat- ar hafi gripiö til sósialiskra úrræöa, sem þeir kynnu að hafa gert ella. Meöan Sósíal- demókratar vinna þannig, myndu þeir halda áfram stjórnarsamstarfi viö þá, en hins vegar myndu þeir slita þvi, ef Sósialdemókratar vildu taka upp sósialiska st jórnar- hætti. Samvinna við Kristilega demókrata gæti þá komið til greina, en þó þvi aöeins aö áfram yrði fylgt frjálslyndri umbótastefnu. STJÓRNARSAMSTARF Sósialdemókrata og Frjáls- lynda flokksins hófst eftir þingkosningarnar 1969 og hefur haldizt siðan. Þá höföu stóru flokkarnir tveir haft stjórnarsamstarf um þriggja ára skeiö, en Frjálslyndi flokkurinn veriö I stjórnar- andstöðu. Aöur höföu Frjáls- lyndi flokkurinn og Kristilegi flokkurinn verið I stjórnar- samvinnu, en komiö svo illa saman, að samstarf þeirra rofnaði og Kristilegir demó- kratar kosið heidur aö leita samstarfs viö Sósialdemó- krata. Meöan Frjálslyndi flokkurinn var I stjórnarand- stööu, haföi Walter Scheel, sem nú er forseti Vestur- Þýzkalands, beint flokknum inn á þá braut, aö samstarf hans viö Sósialdemókrata væri eðlilegra en samstarf viö Kristilega demókrata, og mynduöu þeir Brandt og Scheel þvi stjórn saman eftir kosningarnar 1969, eins og áö- ur segir. Þessari stefnu hefur flokkurinn fylgt siöan, en jafn- framt gætt þess aö láta koma skýrt i ljós, aö hann væri ekki neinn taglhnýtingur Sósial- demókrata og þeiryrðu þvi aö taka fullt tillit til hans. Þetta hefur honum tekizt og stjórnarþátttakan þvi orðið til þess aö styrkja stööu hans. Hann bætti þvi viö sig fylgi i þingkosningunum 1972, og skoöanakannanir benda til þess, að hann muni einnig gera þaö nú. ÞVI var spáö, aö það gæti orðið Fjálsiynda flokknum til hnekkis, er Scheel lét af for- ustu hans og var kosinn for- seti. Þá tók Hans Dietrich Genscher við flokksforust- unni, en hann hafði veriö ná- inn samverkamaður Scheels. Hann tók einnig við embætti utanrikisráöherra, en þvi hafði Scheel gegnt áöur. Genscher virðist hafa tekizt aö vinna sér vaxandi traust og þaö oröið flokki hans til ávinn- ings. Hann hefur tekið mikinn þátt I kosningabaráttunni nú, en orðið heldur að draga úr þvi siöustu dagana, þvl aö hann varð fyrir þvi óhappi á einum fundinum, aö fá aösvif sökum ofþreytu. Annar foringi flokksins, sem hefur látiö verulega til sin taka i kosningabaráttunni, er Josef Ertl landbúnaöarráö- herra. Hann var á sinum tima sagður i hópi þeirra þing- manna Frjálslynda flokksins, sem voru andvigir samvinnu við Kristilega demókrata, og greip þá Scheel til þess ráös aö gera hann aö landbúnaöarráö- herra. Hann hefur nú gegnt þvi starfi um skeið við góöan oröstir. Jafnframt þvi aö vera landbúnaöarráöherra, hefur hann verið forustumaöur flokks sins i Bæjaralandi, þar sem hann hefur þurft aö glima viö Frans Josef Strauss, sem hefur haft mjög horn I siðu Frjálslynda flokksins. Þeir hafa þvi oft eldað grátt silfur saman. Ertl segir réttilega, aö það sé enginn lambaleikur, þvi að Strauss þykist vita allt, en það hafi raunar annar þýzkur maöur þótzt gera áöur. Erti þarf ekki að nefna, hvaöa Þjóðverji það var. Þaö er taliö styrkja stjórn- arflokkana verulega nú, að Ertl hefur verið sæmilega látinn sem landbúnaöarráö- herra, þvi aö bændaatkvæöin geta hæglega ráöiö úrslitum. Ertl segir, aö það sé lika hlut- verk sitt að tryggja stjórninni þau 1-2% af atkvæöamagninu, sem geti ráðið úrslitum. Ertl, sem er 51 árs gamall, er bóndi að starfi og hefur góöa mennt- un á sviöi landbúnaöarmála. Hann er allvel máli farinn og getur verið orðheppinn, en á þvi þarf hann lika oft aö halda i viðureigninni við Strauss. Þ.Þ. Genscher

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.