Tíminn - 01.10.1976, Qupperneq 20
Föstudagur 1. október 1976
Auglýsingasími
Tímans er
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólavörðustig 10 - Sími 1-48-06
Brúöuhús
Skólar
Benzínstöðvar
Sumarhús
I
Flugstöðvar
Bilar
Póstsendum'
Útlit fyrir verulegan
bata á viðskiptajöfnuði
FJ-Reykjavik. Otlit er fyrir verulegan bata á viöskiptajöfnuöi 1976 frá
fyrra ári, segir I yfirliti um þróun peningamála I septemberhefti ritsins
Hagtölur mánaöarins, sem Seölabanki tsiands gefur út. Enn er samt
útlit fyrir 12 milijaröa króna viöskiptahalla á árinu og auk þess munu
afborganir af erlendum iánum nema röskum 8 milljöröum.
I Hagtölum segir:
Greinilegt er, aö á fyrstu sjö
mánuðum þessa árs hefur tekið
að rofa til I efnahagsmálum ts-
lendinga eftir nær tveggja ára
erfiðleika. Utanrlkisviðskiptin
hafa snúizt til hins betra með
hækkandi verölagi útflutningsaf-
urða, en á móti hefur tekizt aö
halda innflutningi nokkuð i skefj-
um, þannig aö útlit er fyrir veru-
legan bata á viöskiptajöfnuöi 1976
frá fyrra ári. Bati utanrlkis-
viðákipta hefur haft þau áhrif á
þróun peningamála, að gjaldeyr-
iskaup Seðlabankans hafa oröið
meiri en gjaldeyrissala, gagn-
stætt þvl sem rlkt hefur frá þvl
snemma á árinu 1974. Hefur það
aftur þýtt, að andvirði nettógjald-
eyriskaupanna hefur farið inn I
veltu peningakerfisins og valdið
þar meiri þenslu en áöur var gert
ráö fyrir.
A móti hefur komið, að staða
rlkisins gagnvart Seðlabankan-
um hefur I heild batnað mjög
mikið, sem aftur hefur endur-
speglast I mjög minnkandi aukn-
ingu peningamyndunar Seðla-
bankans vegna rikisviðskipta,
miðað við árið áöur.
Hrein gjaldeyriskaup Seðla-
bankans hafa numið nær 4 mill-
jöröum króna á fyrstu sjö mánuö-
um ársins 1976 boriö saman við
rúmlega 3400 millj. kr. hreina
gjaldeyrissölu á sama tíma I
fyrra. Kröfur Seðlabankanas á
ríkið jukust ekki nema um 774
millj. kr. fyrstu sjö mánuði þessa
árs á móti nær 3400 millj. kr.
aukningu á sama tima 1975.
Segir I Hagtlðindum að áhrif
þessara miklu breytinga í reikn-
ingum Seölabankans hafi orðið
þær, að peningamyndun hefur
orðið nær tvöfalt meiri I ár en var
I fyrra. Þetta hefur svo ýtt undir
útlán banka og sparisjóða, sem
hafa aukizt mun meir, en gert var
ráð fyrir, I septemberbyrjun hélt
Seölabankinn fund með við-
skiptabönkunum og sparisjóðum '
þar sem samþykkt var að spoma
við áðurlýstri þróun og tryggja að
útlán verði I árslok innan þess
ramma, sem markaður er I láns-
fjáráætlunum og með samkomu-
lagi við Seðlabankann.
A fundum Seðlabankans og við-
skiptabankanna voru menn sam-
dóma um það, að áframhaldandi
aðhald f útlánum innlánastofnana
sé nauðsynleg forsenda þess, aö
unnt veröi að ná þeim bata í viö-
skiptajöfnuöi, sem að hefur verið
stefnt á þessu ári. Þótt bætt við-
skiptakjör hafi þegar létt nokkuð
róðurinn í þessu efni, er enn útlit
fyrir nálægt 12 milljarða króna
viðskiptahalla á árinu. Auk þess
munu afborganir á erlendum lán-
um nema rúmum 8 milljörðum
króna á árinu. Þetta hvort
tveggja verður aö jafna með nýj-
um erlendum lántökum aö ó-
breyttri gjaldeyrisstöðu. Enn
frekari bati I viöskiptajöfnuði er
þvl nauðsynlegur, ef stööva á sl-
vaxandi skuldasöfnun við útlönd.
Að þessu marki hefur verið reynt
aö stefna á þessu ári með sam-
Brýning tekur a&eins
1—2 mínútur.
Stærð a&eins
• 25x20x15 sm.
EINNIG: 30 tegundir Victorinox
hnlfa — ryöfritt stál með
‘ Nylon sköftum.
> 40088 S 40098.
ræmdum aðgerðum I rlkisfjár-
málum og peningamálum innan
lánsfjáráætlunar. tJtlit er nú sem
betur fer fyrir stórbættan hag
ríkissjóðs á árinu eftir mjög mik-
inn hallarekstur undanfarin tvö
ár. Til þess að sá bati skili ár
angri verður stefnan I útlánum
bankanna og annarra lánastofn-
ana að miða að sama marki.
Góðar
torfur
gébé Rvik - Tvö skip til-
kynntu Loðnunefnd um afla I
gærdag, Siguröur RE, sem
vará ieið til Reykjavikur með
sjö hundruð tonn, cn aflinn var
fjögurra nátta veiði, og Arsæil
Sigurðsson á leið til Boiungar-
vfkur meö 180 tonn, sem var
tveggja nátta veiði. Guð-
mundur RE var á leiö á loðnu-
miðin og var þvi Börkur NK
eina skipið sem var á miðun-
um I gær.
Rannsóknaskipið Arni
Friðriksson hefur viöa leitað
loönu undanfariö, eins og áður
hefur komið fram I Tlmanum,
en i fyrrinótt fann skipið góðar
loðnutorfur um 80-90 mflur
norður af Straumnesi, sem er
um fjörutiu mflum noröar en
svæðið, sem skipin hafa verið
ká undanfarið.
Alvarlegum umferðar-
slysum hefur ekki
faekkað
miðað við sama tíma í fyrra,
segir Umferðarráð
Frá blaðamannafundinum sem jafnréttisráö hélt I gær: talið frá vinstri: Bergþóra Sigmundsdóttir,
framkvæmdastjóri, Guðrún Erlendsdóttir, formaöur ráðsins, Aslaug Thorlacius, Aðalheiður Bjarn-
freösdóttir og ólafur Jónsson. Þá koma varamennirnir: Barði Friöriksson, Björg Einarsdóttir og Auöur
Torfadóttir. Timamynd: G.E.
Jafnréttisróð:
Bannar kyngreiningu
í auglýsingum
telur að auglýsendur og dagblöðin beri ábyrgð og sæti
skaðabótum ef lögin eru brotin
gébé Rvlk. — Jafnréttisráð er um
þessar mundir að taka til starfa
af fuilum krafti og hefur nýlega
opnað skrifstofu og ráðið fram-
kvæmdastjóra. Þegar hafa skrif-
stofunni borizt mörg mál en ein-
göngu frá kvenfóiki utan eins frá
karlmanni, sem reyndar barst
ráðinu I gær.
Eitt af þeim málum sem jafn-
réttisráð leggur mikla áherzlu á
og er ákvæöi um I lögum þess, eru
auglýsfngar fjölmiðla, þar sem
segir aö óheimilt sé aö gefa til
kynna aö fremur sé óskað sf.arfs-
manns af öðru kyninu en hinu. Ab
undanförnu hefúr framkvæmda-
stjórinn veriöi að rannsaka aug-
lýsingar af þessu tagi og verður
tekið mjög strangt á þessu ákvæbi
I lögunum. Guörún Erlendsdóttir,
formaðui/jafnréttisráðs, sagði i
gær, að sin skoðun væri að við
brot á lögum þessum ættu bæöi
dagblöðin og auglýsandi að bera
ábyrgð gagnvart jafnréttislögun-
um. Skýr ákvæði eru í jafnréttis-
lögunum um að hver sá sem
brýtur gegn lögunum skuli vera
skaðabótaskyldur skv. almenn-
um reglum og að sllk brot skuli
varða fésektum, nema þyngri
refsing liggi við aö lögum.
A blaðamannafundinum kom
fram, aö ýmsar rannsóknir eru I
gangi á vegum ráðsins, t.d. á við-
horfi fólks til útivinnu kvenna og
væntanlegs samstarfs við skóla-
rannsóknanefnd og menntamála-
ráðuúeyti, með tilliti til samræm-
ingu kennslu drengja og stúlkna
og margt fleira.
Jafnréttisráö væntir þess, aö
almenningur snúi sér til þess með
ábendingar og tillögur um þaö,
sem betur mætti fara og vonast til
að það geti oröið sameiningar-
aðili fyrir þá sem starfa aö jafn-
réttismálum. Skrifstofa ráösins
verður fyrst um sinn að Lauga-
vegi 29, og verður opin daglega
frá kl. 9-12 og síminn er: 27420.
Gsal-Reykjavik. — Alvarlegum
umferðarslysum hefur ekki fækk-
að miðað við sama tima i fyrra,
segir i frétt frá Umferðarráði.
Þar kemur fram, að 156 manns
hlutu meiriháttar meiðsl i um-
ferðinni fyrstu átta mánuði þessa
árs og 12 létust.
Samkvæmt bráðabirgðaskrán-
ingu Umferðarráðs um
umferðarslys 1976 var nokkur
fækkun umferðarslysa frá árs-
byrjun til ágústloka miðað við
sama tima árið 1975. I ár uröu
samtals 254 slys með meiðslum
eða dauða. 1 þeim slösuðust 327
manns og 12 létust. A sama tima-
bili árið 1975 urðu 330 slys með
meiðslum eða dauða, þar sem 317
manns slösuðust og 13 létust. Árið
1975hlutu 157 meiriháttar meiösli
fyrstu 8 mánuðina og 156 á sama
tima I ár. Hins vegar hefur þeim
fækkað verulega, sem hlutu
minni háttar meiðsl eöa úr 295 ár-
iö 1975 I 171 I ár.
1 þéttbýli urðu samtals 193 um-
ferðarslys og i dreifbýli 61. Sam-
svarandi tölur árið 1975 eru 261
slys á móti 69. Flest slysanna
urðu við árekstur bifreiða sam-
tals 110, I 67 tilfellum var ekið á
gangandi og I 67 tilfellum ekið út
af vegi. 268 ökumenn og farþegar
slösuðust i umferðarslysum til
ágústloka I ár, þar af 105 öku-
menn bifíeiöa, aðrir ökumenn 43
og farþegar 120. Samtals gerir
þetta 79% allra siasaðra. Fót-
gangandi sem slösuðust I umferð-
inni urðu 71.
Umferðarráð vill vekja athygli
á þeirri staðreynd að þrátt fyrir
verulega fækkun þeirra sem slas-
azt hafa I umferðarslysum á
þessu ári miðað við siðasta ár
hefur ekki fækkað þeim slysum
sem að hafa I för með sér alvarleg
meiðsl. Vert er að hafa þetta i
huga einmitt nú þegar framundan
er skammdegið með breyttum
akstursskilyrðum og aukinni
slysahættu.
PALLI OG PESI
— Þetta er leyndardóms-
. fullt með skattana hans
Lúðvlks.
—■ Nú hvernig þá? —
— Meiraðsegja ritstjórar
Þjóðviijans verða bara að
spá I það hvernig þetta
„gæti” verið. —
'7(p