Tíminn - 06.10.1976, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Miðvikudagur 6. október 1976
MEÐ
MORGUN
l
KAFFINU
— I»ú segir bara til ef þór finnst hraðinn ekki
nógu inikili.
— Jæja, þá fær hann að kenna á þvf, hvernig
hun byltir sér i rúmínu og hrýtur ofboðslega á
næturnar!
— l»ú veröur nú að fara aö koma bonum I
skilning um það, aö það er nú Ifka hægt að
slökkva á tækinu, ef mann iangar ekki til að
horfa á einhvern þátt.
— Hann er nú kannski ckki alfullkominn i
sambúð, en þaö veröur aðscgja eins og er, að
hann sér vel fyrir heimilinu.
Hinn kitlandi
hryllingur...
Eitt hið alræmdasta fangelsi I
Bandarikjunum, sem áður
var, Alcatraz, er nú orðið að-
dráttarafl fyrir feröamenn.
Fangelsiö er á klettaeyju fyrir
utan San Francisco. Þaðan
var ekki auövelt að flýja. Fólk
fær hroll I sig, þegar leiðsögu-
mennirnir segja frá
hegningaraðferöum fyrri
tima. Þá hryliir við — og taka
myndir I allar áttir. Hér er
mynd af einum klefanna að
innan og utan.
Sáttagjöfin kostaði
hálfa milljón
króna
Allir þekkja Kirk
Dougias, kvikmynda-
hetjuna frægu, en
færri kannast liklega
við Michael Douglas,
son hans. Michael er
myndarlegur ungur
maður, sem einnig
vinnur við kvik-
myndir, eins og faðir
hans. Hann hefur bæði
leikið, og eins stjórnaö
töku kvikmynda, og
fær góða dóma
fyrir hvort tveggja.
Hann býr með leik-
konu, sem heitir
Brenda Vaccaro, og
gengur á ýmsu hjá
leikaraparinu. Þessi
mynd, sem hér birtist,
var tekin er þau voru
að halda það hátiðlegt,
að þau höfðu sætzt
eftir mikla misklið og
skiinað — sem
reyndar stóð ekki
nema nokkra klukku-
tima, en þá kom
Michael Dougias meö
sáttagjöf handa elsk-
unni sinni, —
demantshring, sem
kostaöi sem svarar
hálfri milljón isl. kr.
Dvr ölkassi
f febrúarm ánuöi
siðastliönum gerðist
það, að norskur sjó-
maður sendi út
neyðarkall I ölæði.
Hafði hann þá drukkiö
upp úr heilum öl-
kassa, er báturinn,
sem hann var á, kom
til hafnar i Úlsteins-
vik. Bjó hann tii nafn á
skipið, sem hann sagði
vera i háska, og til-
greindi nokkurn veg-
inn, hvar það átti að
vera statt. Skipverja
sagði hann vera tólf,
og vélina bilaöa, enda
eldur I vélarrúminu.
Björgunarskip var
sent af stað i snatri, en
maðurinn hélt áfram
tilkynningum sfnum,
og þar kom, að hann
fór að syngja I talstöð-
ina. Þótti þá ekki allt
meö felldu, og var
hann handtekinn um
nóttina.
Nú hefur dómstóll á
Norður-Hörðalandi
dæmt náunga þennan i
t.vieggja mánaða
fangelsi, auk þess sem
hann skal greiða þann
kostnað, sem hlauzt af
tiltæki hans. Þessi
dómur var rökstuddur
á þann veg að hér
hefði verið aö verki
fullorðinn maður og
þar á ofan vanur sjó-
maöur, sem hefði átt
að gera sér fulla grein
fyrir þvi, hvaöa dilk
gerðir hans drógu á
eftir sér. öldrykkja
gæti á engan hátt
dregiö úr þeirri
ábyrgð, sem á honum
hvildi. Honum hafi
verið mætavei
kunnugt um, að ölið
var áfengt, og honum
boriö aö gera sér grein
fyrir þvf, aö hverju öl-
drykkjan stefndi og I
hvaða ástandi hann
var.