Tíminn - 06.10.1976, Qupperneq 6
6
TÍMINN
Miðvikudagur 6. október 1976
Um þessar mundir er verið aö
leggja siðustu hönd á smiði
tveggja tankskipa i skipasmiða-
stöð i Kil i Vestur-Þýzkalandi,
og verða þau væntanlega komin
i gagnið innan árs. Skip þessi
skjóta öllum fyrirrennurum sin-
um ref fyrir rass hvað varðar
stærð og flutningsgetu. Þau eru
tvö hundruð áttatiu og átta
metrar á lengd og eiga að geta
flutt eitt hundrað tuttugu og
fimm kúbikmetra, eða sextiu og
tvö þúsund tonn, af fljótandi
jarögasi. Til samanburðar má
nefna, að flutningsgeta stærstu
tankskipa, sem fram til þessa
hafa verið smiðuð, hefur i hæsta
lagi verið þrjátiu þúsund tonn.
Á dekki hvors skips um sig
eru fimm griðarstórir kúlulaga
tankar, sem eru hannaðir meö
það fyrir augum að flytja jarð-
gas i þunnfljótandi ástandi. Við
eölilegar aðstæður er jarðgas i
loftkenndu ástandi, en til þess
aö hægt sé aö flytja það, verður
að breyta þvi i vökva, og er þaö
gert meö þvi að kæla það niöur i
minus 162 gráður C. En gasið
tekur sex hundruð sinnum
minna rúm i vökvakenndu
ástandi en i loftkenndu ástandi.
Jarðgas finnst likt og jarðolia
sjaldan þar sem helzt þarf á þvi
að halda, s.s. i iðnrikjum Vest-
ur-Evrópu, og verður þvi að
flytja það til notendanna frá
uppsprettum sinum i Alaska,
Alsír eða Libýu. Skipin, sem
notuð eru til þessara flutninga,
eru sem fljótandi kæliskápar. A
meðan á ferðinni stendur má
hitastig þessa vökvakennda
farms ekki fara upp fyrir 162
gráður Hann er með afbrigðum
eldfimur og ekki má mikið út af
bregða til að hættuástand skap-
ist. Hækki hitastigiö þó ekki sé
nema um eina gráðu, byrjar
RISATANKSKIP
TIL FLUTNINGS
A JARDGASI
vökvinn að sjóða og gufa upp:
Og.ef þrýstingurinn i tankinum
á ekki að verða hættulegur,
verður að hleypa loftkennda
gasinu út, en i þeim tilgangi er
útblástursloki á hverjum tanki.
Hér er lika komin skýringin á
þvi hvers vegna tankarnir eru
hafðir kúlulaga en þannig eiga
þeir að þola gufuþrýstinginn
betur. Til að farmurinn haldist
kaldur á leiðinni eru tankarnir
klæddir með tuttugu og fimm
sentimetra þykku einangrunar-
lagi. Ráð er gert fyrir þvi, að á
hverjum klukkutima gufi upp
um fimm og hálft tonn af gas-
inu, — magn, sem nægir til aö
sjá litilli borg fyrir orku.
Sá möguleiki er ekki fyrir
hendi að breyta gasinu, sem
gufar upp i tönkunum, aftur i
fljótandi form, þvi að ófært var
að koma þeim flókna kæliútbún-
að'i, sem til þess þarf, fyrir um
borð. Verkfræðingarnir gerðu
sig ekki ánægða með að þurfa að
blása þvi út i andrúmsloftið sök-
um þeirrar áhættu, sem þvi er
samfara: Þegar gasið kemst i
snertingu við andrúmsloftið,
myndast afar eldfimt ský, sem
ekki þarf nema smá neista til að
kveikja i. Þeir duttu niður á
hagkvæma lausn, en hún er i þvi
fólgin að safna loftkennda gas-
inu saman, leiða það i ketil og
láta það reka fjörutiu þúsund
hestafla gastúrbinu skipsins.
I umræddum skipum er, eins
og í öllum nýtizku skipum, allar
tiltækar varúðarráðstafanir
gerðar til að varna þvi, að
tankarnir leki, árekstur verði
eða að eldur brjótist út. Samt
sem áður er ekki algjörlega
hægt að fyrirbyggja, að siikt
geti átt sér stað, sér i lagi þegar
um svo eldfiman farm sem
þennan ræðir. Rannsóknir hafa
verið gerðará þvi hvaða hættur
það hefur iför með sér að flytja
áðurgreindan farm. Þar kemur
i ljós, að i Bandarikjunum og
Þýzkalandi áttu sér stað eitt
hundrað og átta óhöpp af
völdum sprenginga i gas-
skýjum. Þar kemur einnig
fram, að yfirvöld lita þaö
mjög alvarlegum augum, að
jarðgasi sé hleypt út i
andrúmsloftið. Þetta kom m.a.
skýrt i ljós, þegar það gerðist i
marz 1972, að skyndileg
þrýstingsaukning i tanki, sem
hafði að geyma fljótandi gas,
olli þvi, að gas fór að streyma
út. Jafnskjótt og þessa varð
vart, var lögreglulið, slökkvilið
auk hafnaryfirvalda kvatt út.
Allt fólk var flutt af svæðinu, þvi
lokað og skip, sem höfðu legið
við bryggju, lögðu frá. Niður-
staða mælingar, sem gerð var á
svæðinu leiddi i ljós, að tvö þús-
und kiló af jarðgasi höfðu slopp-
ið út i andrúmsloftið. Það var
mildi, að ekki skyldi stórslys
hljótast af, en það var þvi að
þakka, að vindurinn bar skýið
með sér út á Miðjarðarhafið. Þá
gerðist það ári siðar á eynni
Staten Island i New York, að
þar sprakk i loft upp tankur,
sem var fullur af gasi. Við það
létu f jörutiu og þrir verkamenn
lifið. Þegar svo fyrsta gasskipið
lagðist við bryggju i New York
til að losa farm sinn, voru ame-
risk blöð uppfull af mótmælum
og visuðu þá til fyrrgreinds at-
burðar. Þau vöruðu við þvi, að á