Tíminn - 06.10.1976, Page 7
Miðvikudagur 6. október 1976
TÍMINN
2
hverri minútu gæti óhapp hent,
sem kostað gæti þúsundir
manns i borginni lifið.
Þrátt fyrir þetta sér Hans
Meyer, sá sem hefur haft yfir-
umsjón með smiði skipanna,
ekki ástæðu til að vera með
svartsýni. Hann fullyrðir, að
þessi tegund tankskipa sé engu
hættulegri en venjuleg oliuflutn-
ingaskip. Starfsfélagar hans
hika ekki við að taka undir orð
hans og segja, að ekki hafi nein
alvarleg slys hlotizt af völdum
þessara skipa. Þeim yfirsést þá
atburður, sem átti sér stað i
nóvember 1974, er japanskt og
liberanskt oliuskip rákust sam-
an i flóanum úti fyrir Tókio. 1
þrjár vikur samfleytt velktust
brennandi skipin um i sjónum,
en þá sökktu japönsk herskip
þeim, til að forða Tókio frá stór-
slysi.
Skipafélögin halda þvi til
streitu, að það hafi aðeins verið
bensinið i hliðartönkunum, sem
brann en ekki fljótandi jarðgas-
ið, sem verið var að flytja i
aðaltönkum skipsins.En i raun-
inni kom upp eldur i tveim af
fjórum tönkum, sem höfðu að
geyma jarðgasið og ef japanski
herinn hefði ekki gripið i taum-
ana og sökkt skipunum, hefði
gasið haldið áfram að brenna
mánuðum saman. En til að
sökkva skipunum, þurfti tólf
eldflaugar, fjögur tundurskeyti
og átta hundruð og fimmtiu
handsprengjur.
Þetta risaskip er annað af
tveim, sem verið er að smiða i
skipasmiðastöð i Kil, en þau
eru hönnuð með það fyrir aug-
um að flytja fijótandi jarðgas.
• * * »
;.. n%.. ..-v^,:.. . ..
-
Nýstárleg sýning
á Kjarvalsstöðum
Siðastliðinn laugardag opnaði
Hörður Ágústsson, listmálari
myndlistarsýningu að Kjarvals-
stöðum, en þar sýnir hann tæp-
lega 60 myndir, sem eru iimdar
upp úr borðum, en auk þess all-
margar svarthvitar myndir,
sem eru eldri en þær sem fyrst
voru taldar.
Listamaðurinn sýnir verk ,,úr
lit- og formsmiðju 1953-1976”,
sem hann nefnir svo, ef til vill til
aðgreiningar frá öðrum verk-
um, t.d. málverkum, þvi hann
stundar tilraunir með form og
liti, og er sýning þessi þvi ef til
vill nær visindum en listum,
a.m.k. frá vissum sjónarhorn-
um.
Hörður Agústsson fer þarna
nýjar leiðir. Hann notar lim-
bönd og verkfæri úr farangri
bókagerðarmanna, klippir þau
niður, eða sker og limir á plötur
úr harðplasti. Eru plastplöturn-
ar hvitar beggja megin og þvi
liklegar til þess að geta enzt
lengi. Limböndin eru með „ind-
pregneruðu” limi, sem er svo
gott að það má þvo myndirnar
upp úr terpentinu að sögn mál-
arans.
Ef til vill má segja sem svo,
að þessar myndir séu tilraunir,
ekki „fullunnin vara”, séu ekki
fremur konsertefni en fingraæf-
ingar, pianósnillinga, eða
morgunteygjur listdansara, en
eigi að siður verður ekki annað
sagt en að sýningin eigi á sér
fullan rétt, vegna þeirra miklu
lærdóma, sem áhorfendur geta
af henni dregið — og sum verkin
eru svo sannarlega meira en
fingraæfing, og vil ég þar sér-
staklega nefna Glugga no 9, Þri-
skeyturöð no 26 og Strengi II no
4i,sem eru hvað sem öllum til-
raunum liður, ákaflega heill-
andi myndlistarverk.
Þá vil ég einnig benda á að
sumar hinna smærri mynda,
spila saman meira en venja er
um myndlistarverk, og þar
mynda tvær eða þrjár myndir
tvimælalaust eitt verk, ef þær
hanga saman á vegg.
Hörður Agústsson, listmálari.
Form og litur
Það verður ekki annað sagt en
að Hörður Ágústsson kemur
mjög á óvart með þessari sýn-
ingu. Flestir hefðu talið það
eðlilegast að þessi sýning yrði
eins konar framhald af sýningu
hans i Norræna húsinu i fyrra.
Þessi sýning virðist frekar unn-
in I framhaldi af sýningu i
Galleri Súm, þar sem listamað-
urinn sýndi svart-hvitar myndir
sömu ættar (1972) en nú hefur
liturinn bætzt við, og við spyrj-
um okkur sjálf hvað eru tilraun-
ir með einföld form, ferhyrn-
inga, þrihyrninga, hringi og lin-
ur? Þessu reynir Einar Bragi að
svara i annars ágætri ritgerð í
sýningarskrá, sem þó ersvolitið
spillt af barnalegu oflofi, en þar
segir m.a. á þessa leið:
,,Er ekki viðtekin kiausa, að
afstraktlist sé andstæða natúr-
alisma? Ekki nenni ég að elta
ólar viðhana. Þó er eins vist það
vitnist, að myndirnar þær arna
séu hreinræktaður natúralisini,
Allt fer eftir þvi, hvernig á mál-
in er litið. Hér sést að visu
hvorki fjall né maður. En væri
arða úr Esjúnni eða flipi úr
hægri nasavæng páfans skoðuð i
sterkri smásjá, kæmi liklega á
daginn að þau væru hugvitsam-
lega samansett úr aragrúa af
örsmáum ferningum, hringjum
eða þrihyrningum, ýmislega lit-
um. Geti skaparinn notazt við
svo óbrotnar einingar jafnvel
þegar hann býr til staðgengil
sinn á jörðunni er forvitnum
lærisveiniekki láandi, þótthann
langi til að kanna sem rækileg-
ast gildi þeirra i myndlist. Það
er þetta sem Hörður Ágústsson
hefur veriö að kljást við i lita- og
formsmiðju sinni. Úr grunn-
formum — punkti, linu, fern-
ingi, þrihyrningi, hring —
byggir listamaðurinn heilan
myndheim. I samröðun þeirra
hefur hann á ekkert að treysta
nema tilfinningu sina fyrir
formspili, hrynjandi. En þetta
er arkitektúr, kann einhver að
segja. Það má til sanns vegar
færa að vissu marki enda arki-
tektúr I aðra röndina myndlist,
sé eitthvað i hann spunnið. En
þetta er meira en arkitektúr.
Myndlistarmaðurinn hefur
óbundnar hendur, þar sem arki-
tektinner jafnaðarlega bundinn
af hugsun um notagildi
verksins, sem mannvirkis, hús-
næöis.”
Lærdómur og myndlist
Einar Bragi leitast við að
sanna, að list sé einnar ættar
þrátt fyrir allt og það er auðvelt
að vera honum sammáia um
þau mál. Á hinn bóginn getur
margt annað hjálpaö en að setj-
ast á skólabekk. Lærðasti söng-
maðurinn syngur ekki alltaf
bezt, og við vitum ekki hvort
Bólu-Hjálmar hefði ort betur ef
hann hefði oröið stúdent.
A hinn bóginn er okkur það
öllum ljóst, að viss reynsla er
undirstaða allrar listsköpunar.
T.d. kom mér i hug þegar við
vorum að brjótast gegnum
hafisinn norður i Diskóbugt á
Framhald á bls. 19.