Tíminn - 06.10.1976, Síða 11
10
Tvær sýningar á ínúk á
Stóra sviðinu
Hér kemur rétta myndin
Sunnudaginn 12. sept. siðast
liðinn birtist hér I blaðinu viö-
tal við Aage Nielsen-Edwin
myndhöggvara, og um leið
voru birtar myndir af nokkr-
um listaverka hans. Þá urðu
þau mistök, að með einum
myndatextanum birtist röng
mynd. Það sem var sagt vera
Skálholtssveinninn, var ekki
hann, heldur mynd af allt öðru
verki eftir Aage.
Hér birtist nú mynd af Skál-
holtssveininum, og um leið er
listamaðurinn beöinn velvirö-
ingar á þessum mistökum.
Sýning Þjöðleikhússins á ÍNÚK
heldur enn áfram aö vekja
athygli leikhúsfólks um viða
veröld. Um helgina kom leikhóp-
urinn heim frá Belgrad I Júgó-
slaviu, þar sem INÚK var sýnt
þrisvar sinnum á alþjóölegri leik-
listarhátiö, en á hátið þessari
sýndu margir helztu leikflokkar
og leikhús veraldar verk sin. Hér
er um aö ræða sameiningu
tveggja leiklistarhátiða, júgó-
slavneskrar hátiðar, BITEF, sem
haldin hefur verið árlega og Leik-
húss þjóöanna, sem upphaflega
var haldiö i Paris, en er nú haldin
i ýmsum löndum til skiptis. A há-
tlöinni i Belgrad voru sýndar sýn-
ingar frá mörgum þeim leikhús-
um, sem nú ber hæst I leiklistar-
heiminum, og má þar nefna sýn-
ingar eins og sýningu Peter
Brooks á leikritinu IK, þýzka sýn-
ingu frá Berlin á leikriti Becketts,
Beðiö eftir Godot i leikstjórn höf-
undar, sýningar á Hamlet og
fleiri verkum frá Taganka leik-
húsinu i Moskvu undir stjórn
Ljubimovs, sýningar frá Óöin-
leikhúsinu i Holstebro undir
stjórn Eugeno Barba og svo
mætti lengi telja. Alls sýndu milli
20 og 30 leikflokkar á hátiðinni.
Hátiðin hófst 10. september, en
frumsýningin á INÚK var 23.
sept. og var uppselt á allar þrjár
sýningar Þjóðleikhússins strax
áður en hátiðin hófst. Var sýning-
unum sem endranær afbragösvel
tekið og hlaut góða dóma. Júgó-
slavneska sjónvarpið tók sýning-
una upp og var ÍNÚKsýnt iheild I
sjónvarpi um alla Júgóslaviu.
Að lokinni hátiðinni I Belgrad
fór hópurinn til þriggja annarra
staða meö sýninguna og var leik-
ritið sýnt einu sinni á hverjum
eftirtaldra staða: i Titógrad I
Montenegro, i Cacek og I Nis.
Vegna þrálátra eftirspurna
hefur veriö ákveðið að hafa tvær
sýningar á INÚK á Stóra sviði
Þjóðleikhússins, á laugardaginn
og á þriðjudagskvöld. Alls hefur
INÚK nú veriö sýnt 217 sinnum I
19 löndum. Leikstjóri INÚKS er
Brynja Benediktsdóttir en aðrir i
hópnum eru Ketill Larsen, Krist-
björg Kield, Helga Jónsdóttir og
Þórhallur Sigurösson. Sýningar-
stjóri er Þorlákur Þórðarson en
höfundar ásamt hópnum er
Haraldur ólafsson.
Miðvikudagur 6. október 1976
Miðvikudagur 6. október 1976
11
MER HEFUR
ALLTAF ÞÓTT
VÆNT UM fyM
BENEDIKT GRÖNDAL
1D AG er hálf önnur öld liðin sið-
an Benedikt Gröndal skáld
fæddist. Af þvi tilefni sneri Tim-
inn sér til Gisla Björnssonar
smiðs I Reykjavík, en hann er
að öllum likindum eini núlifandi
Islendingurinn, sem man Grön-
dal og kann frá honum að segja
af eigin sjón og heyrn.
GIsli Björnsson varð hundrað
ára á siðast liðnum vetri, en ber
aldur sinn frábærlega vel. Hann
segist samt hafa hætt að vinna
fyrir tuttugu árum, — þegar
hann stóð á áttræðu, — og nú
segist hann eiginlega ekki gera
neitt, nema ab stauta ofurlitið
fyrir sjálfan sig, eins og hann
komst að oröi, þegar talið barst
aö honum sjálfum, en annars
var erindið á fund hans ekki að
rekja ævisögu hans, heldur aö
spyrja hann um Benedikt Grön-
dal.
— Já, kynni okkar Gröndals
hófust með dálltið sérstökum
hætti, segir öldungurinn og
brosir I kampinn, — en við skul-
um ekki tala mikið um það, og
alls ekki skrifa um það I blöð.
Ég hafði alltaf mætur á Grön-
dal, þótt f yrsti fundur okkar hafi
kannski verið dálitiö svona og
svona.
Eftir aö við höfðum kynnzt,
kom ég mjög oft I Náttúrugripa-
safnið til hans, en þar var hann
það sem viö kölluðum safn-
stjóra á þeim árum, Safnið var I
Doktorshúsinu, sem svo var
kallað, en ég átti heima á Vest-
urgötu 24, og það var þar rétt
hjá.
— Spjölluðuð þið þá um nátt-
úrufræði?
— Nei, við töluðum ósköp litið
saman, en hann var ákaflega
viljugur að sýna mér það, sem
á safninu var, og lýsa þvi fyrir
mér. Mér fannst Benedifct Grön-
dal frábærlega skemmtilegur
maður, og flestum held ég að
hafi lifcað vel við hann. Hann
var áreiðanlega fróðari um
náttúrufræði en nokkur annar
maður, sem þá var uppi á Is-
landi.
— Á hvaða árum var það,
sem þú umgekkst Gröndal
mest?
— Þetta var rétt um siöustu
aldamót. Oft sáum við Gröndal
ganga fram og aftur um flæðar-
málið, þegar mikil fjara var, og
virða fyrir sér skeljar og steina.
Vel má vera, að stundum hafi
hann þá stungið fallegri skel I
vasa sinn, þótt ég viti það ekki,
en varla held ég, að hann hafi
fundið verulega sjaldgæfa hluti,
það var ekki mikið um þá.
— En hvað um bókmenntirn-
ar? Rædduð þið Gröndal nokk-
urn tima um slika hluti?
— Nei, blessaöur
vertu. Ég var ekki neinn
fræðimaður i þeim efnum, en
Gröndal aftur á móti alls staðar
heima. Auðvitað kannaöist ég
við Heljarslóðarorustu, hana
höfðu vist flestir lesið, og ég
vissi bæði af lestri hennar og
teiknari. Ég kynntist ýmsum
nemendum hans, og ég gat ekki
fundiö annaö en að þeir dýrkuðu
hann sem kennara, þótt auðvit-
að væri hann ekki fullkominn
maður fremur en við hin. Til
dæmis þótti hann nokkuð ölkær
á þeim árum, sem ég þekkti til
hans.
— Fannst þér, þegar þú
komst I safnið til hans, að hann
hefði sérstakar mætur á ein-
hverri einni grein náttúruvis-
inda umfram aðrar?
— Ekki varö þess vart i um-
gengni hans við gesti safnsins.
Hann leysti vel og greiðlega úr
öllum spurningum og útskýrði
fyrir mönnum það, sem þeir
vissu ekki. Ég man vel eftir þvi,
aö einu sinni, þegar ég var
staddur I safninu, þá var þar
unglingspiltur noröan úr landi,
og haföi sá aldrei komiö I safniö
fyrr. Hann vaö að skoða fugla og
nefndi þá öðrum nöfnum en
Benedikt. En Gröndal sagðist
hafa vanizt öðrum nöfnum og
bætti viö: Ég held viö förum
ekkert að skýra þá upp, fugla-
greyin.
— Manstu.hvaða fuglar þetta
voru, eða hver munur var á
nöfnum þeirra hjá þeim Grön-
dal og piltinum?
— Nei, ég er búinn aö gleyma
þessu, þaö er svo langt siðan, en
ég man, að fuglarnir voru litlir
— allt smáfuglar.
Benedikt Gröndal bjó I litlu
húsi, ekki fallegu, fyrir neðan
Vesturgötuna, og kallaði það
Skrinu. Það var hálfgert bak-
hús, með „brotnu” þaki, sem
kallað var, og llktist verfcfæra-
skrinu I laginu. Þannig stóð á
nafngiftinni.
Allir þekktu Benedikt Grön-
dal, og reyndar þekktust flestir
Reykvikingar fyrir svona sjötiu
til áttatiu árum, bærinn var svo
litill og fámennur miðað við þaö
sem seinna varö.
— Þykir þér ekki gaman að
hafa fengið að kynnast þessum
sérke'nnilega manni?
— Jú, þaö þykir mér, og mér
hefur alltaf þótt vænt um Bene-
dikt Gröndal, þetta yar svo
mikilhæfur maður og haföi
marga góða kosti. Mér fannst
lika mjög gaman að koma i
safnið, og var orðinn vel kunn-
ugur þvi. Ég hætti ekki að koma
á safnið, heldur var tiður gestur
þar, eftir daga Gröndals, og
eiginlega alltaf, svo að segja
fram á siðustu ár.
— Þú hefur þá öðlazt áhuga á
náttúruvisindum ?
— Ekki öðru visi en sem tóm-
stundagaman. Ég var bundinn
við starf mitt og heimili og átti
ekki neinn kost á þvi aö stunda
náttúrufræöinám I eiginlegum
skilningi, þau voru færri tæki-
færin þá en nú, En ég hafði
mikla ánægju af þessu grúski á
safninu, — og menn verða nú
lika aö gera eitthvað sér til
gamans.
—VS.
— segir hundrað ára
gamali maður í
Reykjavík, sem
kynntist Gröndal og
man vel eftir honum
Gisli Björnsson.
kynnum við höfundinn, að Grön-
dal var einhver fyndnasti
maður sinnar samtiðar á Is-
landi. Hann var hnyttinn I til-
svörum, orðheppinn og
skemmtilegur, þótt sjálfur ætti
hann á ýmsan hátt erfitt. Þegar
ég þekkti til, var kona hans lát-
in, og hann bjó með dóttur sinni,
sem Helga hét. Hún varð seinna
læknisfrú I Hafnarfiröi, eins og
kunnugt er. Hún hafði orð á sér
fyrir fegurð. Aftur á móti fannst
mér Benedikt ekki vera friður
maður.
— Er hún lik Gröndal, þessi
mynd, sem viða er til af honum?
— Já, hún er mjög lik honum.
Benedikt var i lægra lagi á vöxt,
en fremur þrekinn, þó varð
hann aldrei feitur.
Ég leit svo á, að Benedikt
Gröndal væri listamaöur á öll-
um sviðum, hvar sem hann tók
til hendi. Hann var ekki aðeins
náttúrufræðingur, skáld og
húmoristi með afbrigöum,
heldur var hann lfka snilldar
en það var hinn 25. nóvember 1966, sem við
gáfum út fyrstu bókina, LANDIÐ ÞITT,
eftir Þorstein Jósepsson.
Við minnumst afmœlisins með þeim hœtti
að gefa a/menningi kost á að eignast „feg-
ursta og dýrasta prentgrip á íslandi“
eftir Benedikt Gröndal
með sérstaklega hagstœðum kjörum.
Bók þessa gáfum við út til þess að minnast
150 ára afmœlis Gröndals, 6. október 1976.
Bókin er með eftirmála á íslensku og ensku
um Gröndal sem náttúrufrœðing, eftir
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Greiðslukjör: Bókin kostar 60 þúsund
krónur, en hin hagstœðu greiðslukjör eru
þannig að kaupandinn þarf aðeins að
greiða 20 þúsund krónur við móttöku og
siðan 10þúsund annan hvern mánuð eða 5
þúsund mánaðarlega. Tilboð þetta stendur
til afmœlisdags 'ns 25. nóvember n.k., nema
að bœkurnar seljist fyrr upp.
Bókin fœst aðeins í forlagi okkar Vestur-
götu 42, sími 25722 og ípóstkröfu.