Fréttablaðið - 11.12.2005, Page 36

Fréttablaðið - 11.12.2005, Page 36
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Áhugaverð störf í boði SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Verkfræðingur / tæknifræðingur Auglýst er eftir verk- eða tæknifræðingi til starfa hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík sem tilheyrir Skipu- lags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Helstu verkefni og ábyrgð: Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf sem m.a. felst í því að hafa eftirlit og umsjón með því að skipulagsskil- málum og ákvæðum byggingarreglugerðar sé framfylgt í lögsögu Reykjavíkur. Hæfniskröfur: Víðtæk sérþekking á byggingarmálum er æskileg. Enn- fremur þarf viðkomandi að eiga gott með að tjá sig bæði í orði og riti ásamt því að hafa á að skipa lipurð í mann- legum samskiptum og hæfni til að starfa sjálfstætt. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborg- ar og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Skriflegri umsókn, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til starfsmannahalds Skipulags- og byggingarsviðs, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, fyrir 22. des- ember 2005. Arkitekt Auglýst er eftir arkitekt til starfa hjá byggingarfulltrú- anum í Reykjavík sem tilheyrir Skipulags- og bygging- arsviði Reykjavíkurborgar. Helstu verkefni og ábyrgð: Yfirferð aðaluppdrátta og undirbúningur mála fyrir af- greiðslufundi byggingarfulltrúa og fundi skipulagsráðs ásamt samskiptum við umsækjendur og hönnuði vegna þeirra. Hæfniskröfur: Viðkomandi skal hafa réttindi til að gera aðaluppdrætti og hafa starfsreynslu á því sviði. Ennfremur þarf viðkom- andi að eiga gott með að tjá sig bæði í orði og riti ásamt því að hafa á að skipa lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa sjálfstætt. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Skriflegri umsókn, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til starfsmannahalds skipulags- og byggingarsviðs, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, fyrir 22. desember 2005. Hlutverk skipulags- og byggingarsviðs er m.a. að veita borgarbúum, borgarfulltrúum, ráðgjöfum, hönnuðum, byggendum og öðrum þeim sem á þurfa að halda góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipu- lags- og byggingarmál auk þess að vera skipulagsráði til ráðgjafar við stefnumótun í skipulags- og byggingarmálum borgarinnar Frekari upplýsingar um sviðið má finna á heimasíðu þess www.skipbygg.is. Undrabörn og annað hæfileikafólk Scope Communications ehf. er í leit að hæfileikaríku fólki sem klæjar í fingurnar að takast á við krefjandi verkefni á sviði almannatengsla, auglýsingagerðar og netlausna. Við erum helst að leita að fólki á eftirfarandi sviðum: Grafísk hönnun Vefhönnun Forritun Textagerð Þýðingar Um er að ræða tímabundin verkefni og lausamennsku. Ekki er boðið upp á fastráðningar að svo stöddu en möguleiki er á þeim síðar meir. Ef þú telur þig hafa hæfileika á ofantöldum eða skyldum sviðum og hefur áhuga á að vinna að ákveðnum verkefnum í lausamennsku, sendu þá umsókn ásamt ferilskrá (CV) á netfangið atvinna@scope.is. Öllum umsóknum verður svarað. Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu Auglýst er laus til umsóknar staða skipulagsfulltrúa upp- sveita Árnessýslu. Skipulagsfulltrúi fer með skipulagsmál sveitarfélaganna og starfar í nánum tengslum við Bygg- ingarfulltrúa uppsveitanna. Aðsetur skipulagsfulltrúa er á Laugarvatni og starfssvæði hans er Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Skipulagsfulltrúi mun starfa að skipulagsmálum fyrir of- angreind sveitarfélög í samræmi við skipulagslög og á grundvelli erindisbréfs sem honum verður sett. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af skipulagsmálum og starfsemi sveitarfélaga. Æskilegt er að viðkomandi hafi fasta búsetu á starfs- svæðinu. Um menntun og starfsreynslu vísast til gr. 2.7 í Skipulagsreglugerð. Frekari upplýsingar veita Margrét Sigurðardóttir sveitar- stjóri Grímsnes-og Grafningshrepps og Gunnar Þorgeirs- son oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps í síma 486- 4400 milli kl. 9.00 og 14.00. Skriflegum umsóknum skal skilað til skrifstofu Gríms- nes-og Grafningshrepps, Borg, 801 Selfoss í síðasta lagi 19. desember n.k. merkt “Skipulagsfulltrúi.” 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ATVINNA 10 11. desember 2005 SUNNUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.