Tíminn - 13.11.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. nóvember 1976
TÍMINN
3
á víðavangi
Erjur meðal
sjálfstæðiskvenna
ööru hverju brjótast út i
Sjálfstæöisflokknum erjur
milli andstæöra hópa, sem i
sjálfu sér er ekki ócðlilegt,
þegar á það er litiö hversu
nvargir hagsmunahópar með
ólikar skoðanir rúmast i
flokki, sem kennir sig við allar
stéttir.. Kvenfóikið i Sjálf-
stæðisflokknum hcfur hins_
vegar aö mestu leitt hjá sér
hin venjubundnu átök, a.m.k.
hafa þau ekki brotizt út í sjáif-
stæöiskvennafélögunum hing-
aö til. Þar hefur yfirleitt verið
ró og spekt eins og á lands-
fundum Siysavarnafélagsms.
En svo bregöast krosstré sem
önnur tré. t fyrrakvöld var
haldinn aöaifundur i Sjólf-
stæöiskvcnnafélaginu llvöt,
sem varð allsögulegur. óspart
var smalað á fun'dinn og
mættu milli 250 og 270 koiuir á
fundinn, sem er alger metaö-
sókn, þvi að venjulegast mæta
aðeins 40-60 konur á þessa
aöalfundi. Astæðan fyrir þess-
ari miklu fundarsókn var sú,
að kjósa ótti nýjan formann i
félaginu, en i framboöi voru
fulltrúar fró þeim örmum
flokksins, sem kcnndir eru við
formann og varaformann
hans.
r
Agreiningur í
uppstillingarnefnd
Ólöf Bcnediktsdóttir, sem
verið hcfur formaður i félag-
inu uni nokkurt skeið, var ekki
kjörgeng iengur vegna laga
félagsins, sem gera ráð fvrir,
aö sami formaöur geti ekki
sctið lengur en fjögur ár. Var
kosin sérstök uppstillingar-
nefnd til að gera tillögu um
Bessi og Jónina — bitust um
formannssætið.
nýjan formann. 1 þessari
ncfnd áttu sæti Auöur Auðuns,
fyrrverandi alþingismaöur,
Sigurlaug Bjarnadóttir, al-
þingismaöur og Kristfn Magn-
úsdóttir.
Fljótiega kom upp ágrein-
ingur i nefndinni. Vildi meiri-
hlutinn, þ.e. Sigurlaug og Auö-
ur Auöuns styðja Bessi Jó-
hannsdóttur varaborgarfull-
trúa, en Kristln Magnúsdóttir
vildi styöja Jónínu Þorfinns-
dóttur kennara, formann
kvennadeildar styrktarfélags
lamaðra og fatlaöra. Var hart
barizt f uppstillingarncfndinni
og litill vilji til samkomulags.
Varð þvi oían á, að frani yrðu
bornar tvær tillögur, þ.e. til-
laga meirihluta og niinni-
hluta.
Gunnars-armurínn
varð ofan á
Hófst mí einhver mesta
smölun i manna minnum i
Sjálfstæðiskvennafélaginu
Hvöt, þcssu annars friöarins
félagi. Og þegar á aðalfund
koin, voru þar mættar 250-270
konur, eins og tyrr segir. Var
Kagnhildur Helgadóttir al-
þingismaður kosinn fundar-
stjóri. Að aöalfundarstörfum
loknum fór fram kosníng for-
manns. Reyndist liöiö á fund-
inuin skipt nokkurn veginn i
tvo jafna hclminga, sem sést á
þvi, að Jónina Þorfinnsdóttir
var kjörinn formaður meö 137
atkvæðum, cn Bessl Jóhanns-
dóttir hlaut 119 atkvæöi.
Ilrósaði Gunnars-armurínn
Framhald á bls. 19.
Fá Akureyringar
rækju frá Axarfirði?
gébé Rvík. — Rækjuvinnslan K.
Jónsson & Co.á Akureyri hefur átt
við hráefnisskort að striöa, og I
þvi sambandi hefur Sölustofnun
lagmetis, farið þess á leit við
sjávarútvegsráöuneytiö, aö þaö
heimili rækjuvinnslunni aö kaupa
rúmlega 100 tonn af rækju úr Ax-
arfirði, til þess aö uppfylla mjög
mikilvæga sölusamninga á niöur-
soðinni rækju, sem að öðrum
kosti yrðu vanefndir.
Starfsmenn sjávarútvegsráöu-
neytisins héldu fundi með for-
ráðamönnum á Kópaskeri og
Húsavik, sem samþykktu, að K.
Jónsson & Co, fengi umrætt magn
af kvóta þessara staða. Hins veg-
ar gerist það svo seinna, að
Landakot:
Daggjaldið
14.200 kr.
VEGNA fréttar Iblaðinu í gær um
daggjöld á sjúkrahúsum, sem eru
hæst 17.800 krónur á Borgar-
spftalanum og Landspitalanum,
voru Timanum gefnar þær upp-
lýsingar, að daggjald á Landa-
kotsspftala væri nú 14.200 krónur.
Flökkuþrá
og ævin-
týraleit
rekur þær
um heiminn
MÖ-Reykjavik —Viö kom-
um hingað til aö vinna okk-
ur inn peninga, svo og til að
kynnast landi og þjóð,
sögðu stúlkur frá Nýja Sjá-
landi, Ástraliu og Suður-
Afríku, sem blaðamaður
hitti í Flugstöðinni á
Reykjavíkurf lugvelli i
gærmorgun, en þá voru
stúlkurnar að fara vestur á
Vestfirði til að vinna í
fiski. Hingað til lands
koma á annað hundrað
erlendar stúlkur til fisk-
vinnu í vetur og eru f lestar
þeirra þegar komnar til
landsins.
Nokkur ár eru sfðan farið var
að fá erlendan vinnukraft I ver-
stöðvar á vetrum og hefur hann
likað mjög vel.
Stúlkurnar, sem við hittum i
morgun, sögðust flestar hafa far-
ið viða um heim áöur en þær
komu hingað. Siðustu vikurnar
hafa þær verið i Bretlandi, en hér
ætla þær að dveljast næstu sex
mánuði. Siðan ætla þær að fara til
Þær voru brosmildar og ánægöar
með lifið og tilveruna stúlkurnar
14, sem i gær voru á leið vestur á
firði til að vinna i fiski. Ein var
frá S. Afriku, en hinar frá Nýja
Sjálandi og Astraliu, hingað
komnar til að kynnast landi og
þjóð og vinna sér inn peninga.
Timamynd MÓ.
meginlands Evrópu og halda
áfram að skoða heiminn og vinna
sér jafnframt inn peninga.
Þær sögðust litið hafa vitaö um
islandáöuren kunningjar þeirra,
sem hér hafa dvatið, sögðu þeim
frá landi og þjóð og hvöttu þær til
að fara hingað til vinnu. Aðeins
ein þeirra hefur áöur komið nærri
fiskvinnu, og var mikil eftirvænt-
ing meðal þeirra að kynnast hin-
um nýju vinnubrögðum og fólk-
inu, sem alið er upp við saitan sæ.
nokkrir sömu menn senda mót-
mæli sin til ráðuneytisins og
Verkalýðsfélag Húsavikur hefur
sent hótun um beitingu samtaka-
máttarins vegna þessa, segir i
frétt frá starfsmönnum sjávarút-
vegsráðuneytisins.
Forráðamenn rækjuvinnslanna
á Kópaskeri og Húsavik, ásamt 14
af 16 umsækjendum um rækju-
veiðileyfi á þessari vertíð, sóttu
fyrrnefnda fundi með starfs-
mönnum sjávarútvegsráðuneyt-
isins, þeim Þórði Asgeirssyni
skrifstofustjóra og Jóni B. Jónas-
Framhald á bls. 19.
Vestur-Húnavatnssýsla:
Bændur hyggja á
stóraukna nötkun
rafmagns...
MÓ-Reykjavik. — Bændur i
Vestur-Húnavatnssýslu hafa
nú mikinn áhuga á að nota raf-
orku 1 auknum mæli til aö súg-
þurrka hey og hita upp hús sln.
Kom þetta m.a. fram á fjöl-
mennum fundi, sem Búnaöar-
samband Vestur-Húnvetninga
gekkst fyrir á Hvammstanga
fyrlr skömmu.
Gestir fundarins voru
Magnús Sigsteinsson ráðu-
nautur hjá Búnaðarfélagi Is-
lands og Asgeir Jónsson raf-
veitustjóri á Blönduósi. Fram
kom á fundinum, að margir
bændur hugsa sér að sækja um
marktaxta fyrir rafmagn, og
fara að nota það I mjög aukn-
um mæli. Súgþurrkun með
rafmagni hefur til þessa verið
mjög lítil i Húnavatnssýslum,
enda fram undir þetta verið
mjög erfitt að fá nægjanlega
mikið rafmagn. En nú er
meiri orka fyrir hendi, og ætla
bændur sýnilega að verða
fljótir til að nota hana.
Þá kom fram á fundinum
nauðsyn þess að bæta dreifi-
kerfi rafmagns um sveitirnar
og gera það öruggara. Jafn-
framt verður að stefna að þvi
að koma á þriggja fasa raf-
magni, enda verður slikt til
þess að auðveldara verður að
fá ýmis hjálpartæki við land-
búnaðarstörf knúin rafmagni,
og þau tæki eru einnig mun ó-
dýrari, en tæki fyrir einfasa
rafmagn.
Dvalarheimili
aldraðra....
— opnaði í Garði í dag
Reykjavik. —Þetta dvalarheimili
fyrir aldraða, sem viö erum aö
opna formlega I dag, var upphaf-
lega verbúö I eigu fiskverkenda
hér I Geröum, sagöi Haraldur
Gísiason— sveitarstjóri Gerða-
hrepps i samtali viö blaðiö I gær.
Gerðahreppur keypti húsið árið
1974 og ákvað fljótlega að koma
þar á stofn, ef mögulegt væri,
dvalarheimili fyrir aldraða. Var
tillaga þess efnis lögð fyrir Sam-
starfsnefnd sveitarfélaga á Suð-
urnesjum og siðan send ráðuneyt-
inu til samþykktar. Sú samþykkt
fékkst þann 12. nóv. 1975 og i mai
1976 var hafizt handa með all-
verulegar breytingar á húsinu.
öll sveitarfélög á Suðurnesjum
utan Grindavikur reka heimilið,
sem auk tuttugu og tveggja her-
bergja mun hafa að geyma ágæta
heilsugæzlustöð. Sl. laugardag
hófst móttaka 24 vistmanna, en
við gerum ráð fyrir, að þeir verði
301allt. Sameiginlegt borðhald og
mötuneyti er fyrir þetta fólk, að
sjálfsögðu.
Forstöðukona dvalarheimilis-
ins er Sólveig óskarsdóttir og
hefur hún fimm manns sér til að-
stoðar Ibyrjun. Formaður rekstr-
arnefndar dvalarheimilisins er
Jón ólafsson, skólastjóri.
Heilbrúgðismálaráðherra og
þingmönnum kjördæmisins hefur
verið boðið til opnunarmóttök-
unnar, sagði Haraldur að lokum.