Tíminn - 13.11.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. nóvember 1976
TÍMINN
15
O Eysteinn Jónsson sjötugur
tlmaskeiöi. En nafn Hermanns
Jónassonar hlýt ég aö nefna.
Hann var forsætisráöherra og
flokksformaöur langa hriö.
Samstarf þeirra Eysteins var
traust. Þeir voru um sumt ólikir
og bættu hvor annan upp .
Eins og að likum lætur hefur
seta á Alþingi og i rikisstjórn
tek ið bróöurpartinn af starfs-
tima Eysteins Jónssonar og
starfsorku. Þó væri alrangt aö
segja, aöþar meö væri öll sagan
sögð. Framsóknarflokkurinn
hefur að sjálfsögðu krafiö sitt og
svo flokksblaöiö Timinn. Ey-
steinn var formaður Fram-
sóknarflokksins i áttaár.þing-
flokks Framsóknarmanna i 27
árog ritari flokksins i 28ár.Frá
þvi hann kom fyrst á vettvang
hefur hann lagt sig allan fram
um eflingu Framsóknarfiokks-
ins, samfærður um að skipuleg
samtök manna með lik viöhorf
til þjóðmála er afl þeirra hluta,
sem gera þarf i þingræðisriki.
Af öðrum viðfangsefnum i
félagsmálum skal aðeins geta
tveggja, og er næst að nefna
störf Eysteins i samvinnuhreyf-
ingunni. A ungum aldri átti
hann hlut að stofnum Kaup-
félags Reykjavikur. Nú er hann
formaður stjórnar Sambands
isl. samvinnufélaga. Og til þess
að gera langa sögu stutta: Allt
frá byrjun hefir hann veriö
ótrauður baráttumaður i liöi
samvinnumanna.
Um skeið gekk Eysteinn svo
hart fram á vigvelli stjórnmál-
anna, að hann sást ekki fyrir og
hlaut „áverka”, sem hefðu get-
að leitt til örkumla eða dauða.
Hann veiktist af magasáriogátti
i þvi um alllangt skeiö. En eins
og segir i hetjusögum: Honum
var lengra lif ætlað og náöi
heilsu með hjálp góðra lækna,
skynsamlegum viðbrögöum og
einbeitingu.
Ég hygg, að þrennt hafi eink-
um hjálpaö Eysteini, að þreyja
þorrann og góuna i pólitikinni i
hálfa öld auk upplags og upp-
vaxtar: Otivist/ einfalt lif og
eiginkona hans, hún Sólveig.
Ritgerð sina um útivist, sem
birtist i Skátabókinni 1974, og
siðar sérprentuð, byrjar Ey-
steinn þannig: Hverjum
manr.ier i blóð borið þrá eftir
þvi að hafa sambandi við nátt-
úruna. Það er hægt að bæla
þessa löngun niður ef nauður
rekur til, en hún er heilbrigð og
æði vakandi hjá fiestum, sem
búa við eðlileg skilyrði.”
Síðar rekur hann i stuttu en
ljósu máli þörf nútimamanns í
þröng fyrir jörð til að ganga á og
möguleika til hjálpar, bregður
upp myndum af- nægtaborði
móöur náttúru, sem íslending-
um er búið i einstaklega rikum
mæli og segir að lokum:
,,Skilningur þyrfti aö eflast á
þvi, að við búum við fágæt og
dýrmæt skilyrði, til þess að lifa
heilnæmu og skemmtilegu lifi i
óspilltu umhverfi, og i nánum
tengslum við landið, sé hyggi-
lega að farið og ráö I tima tekið
verður þetta gildur þáttur i lifs-
kjörum þeim, sem tsland getur
boðið börnum sinum.”
Samskipti Eysteins Jónssonar
við land sitt og þess aðskiljan-
legar náttúrur eru blæbrigöarik
og i þeim samskiptum er
skemmtilegur stigandi. Hann
varð aldrei svo hlekkjaöur póli-
tikinni að hann týndi með öllu
tengslum við ósnortiö umhverfi
mannabyggöa.óblandnar yndis-
stundirutan borgar, oft stopular
þegar atgangur stjórnmálanna
var harðastur, þróuðust með
árunum i nokkuð reglubundna
iökun útilifs, sem nú hefur leitt
til merkrar og afgerandi forystu
um málefni, sem lengi höföu
legiö hjá garði. Formennska i
Náttúruverndarráði og störfin
þar siðustu árin eru höfðingleg-
ur ábætir ofan á þingmennsku
og ráöherradóm. Fordæmi Ey-
steins Jónssonar á þessu sviði er
vissulega eggjandi. Og sem
dæmi um einstök viðbrögö til að
auövelda fólki aðgang aö furö-
um Islands nefni ég afskipti
hans af gönguleiðum i nágrenni
Reykjavikur, af veginum í Blá-
fjöll og baráttu hans fyrir teng-
ingu hringvegar umhverfis ís-
land meö brúargerðinni á
Skeiöarársandi.
1 grein sem Jónas Jónsson reit
um Eystein þritugan, komst
hann svo að orði m.a.:
..Það hefur stundum orðið
mönnum að gæfutjóni er þeir
hafa komizt skjótlega tilmikilla
manna'orráða.að þeir hafa of-
metnazt og misst heilsusamlegt
jafnvægi. Sú hætta vofir ekki yf-
ir hinum unga fjármálaráö-
herra. Hann er gæddur mörgum
góðum gáfum. Hann hefur
mikla athyglis- og yfirlitsgáfu.
honum er létt um aö vinna og
unun að vinna. Hann er áhrifa-
mikill en yfirlætislaus ræðu-
maður, bæöi á mannfundum og i
útvarpi. t meðferð málanna
leitar hann að kjarnanum, en
hirðir ekki um hismið eöa um-
búðirnar. 1 deilum er hann rök-
fimur og markviss, en mildur 1
annarri umgengni. Hann á
marga andstæðinga en fáa
óvini. En i ofanálag á þessa
mörgu, fremur sjaldgæfu eigin-
leika hafa vöggudisir hans gefið
honum alveg óvenjulega mikið
af rólegri skapfestu og yfirlætis-
leysi, sem allir finna að er hon-
um meðfætt, en ekki ávanið.
Margir, sem kynnast honum,
vita ekki glögg skil á hinum fá-
gætu starfshæfileikum.en laöast
að manninum sjálfum sökum
framkomu hans og kynningar-
gáfu.”
1 þessari tilvitnun felst bæði
spá og umsögn. Spádómurinn
hefur rætzt og umsögnin blivur.
Viö hugsum til þess meö stolti,
vinir Eysteins og samherjar. Og
auðvitað varðar þaö tslendinga
alla, þegar vel er að verki staðiö
og gengið fram með drenglund.
Ég er einn þeirra sem á per-
sónulega margs aö minnast á
merkisafmæli Eysteins Jóns-
sonar. 1 aldarfjórðung fylgd-
umst viö að i ótal reisur
austan lands og svo á Alþingi,
þar sem ég kom að visu aðeins
sem varamaðurum miðbik þess
timaskeiðs. Kosningaúrslit eru
jafnan óviss og aðgeröir i þágu
átthaga takmörkum háðar.
Hvort tveggja rétt eins og gerist
og gengur f mannlegu lifi, að
skin og skúrir skiptast á. En á
samstarf og samverustundir
með Eysteini bar ekki skugga
og hliðra ég mér hjá að ræða
þaö nánar á prenti. Freistandi
er hins vegar aö bregöa upp
myndum úr starfi Eysteins og
af háttum hans heima i kjör-
dæmi, og þá einkum og sér i lagi
frá samskiptum hans við fólkiö.
Ég held ég nefni fyrst
nákvæmni og alúð að ljúka
hverju máli, sérhverju erindi,
og hætta aldrei við hálfnað verk,
hvort sem i hlut áttu sveitar-
félög, fyrirtæki eöa einstakl-
ingar. Eysteinn notaði óút-
skýranlegt miðakerfi, eins og
Austfirðingar muna. Hann gætti
miöanna, sem við lok hverrar
ferðar fylitu veski hans og vasa,
eins ogsjáaldursauga sins! Tæki
maður að sér athugun eöa við-
vik samkvæmt einhverjum
sneplinum, var eins gott að
vinna verkið samkvæmt „verk-
lýsingu” hans og gera fulla
grein fyrir!
Það er vonlaust að nefna ein-
stakar minningar frá fundunum
á Austurlandi. Þar hafa um
langan aldur verið sameigin-
legir framboðsfundir meö fram-
bjóðendum allra flokka.
Persónuniö var ekki liöið á þeim
fundum, en snerrur harðar og
þó fremur létt I lofti alla jafnan.
Leiðarþingin snerust oft meira
upp i viöræður, sem snertu ekki
siður heimamál en pólitik. A
feröalögum kunni Eysteinn
mæta vel að gæta jafnvægis að
þvi leyti, að vera bæði á faralds-
fæti, þar sem fólk var fyrir og
rseða vitt og breitt af skilningi
og kunnugleika hvaö helzt sem
bar á góma, og svo að sjá út
næðisstundir að leggja
hernaðarplön meö liðsoddum. —
Traust fylgi Framsóknarflokks-
ins i !kjördæmi Eysteins studd-
ist m.a. mjög við óhvikula og
hyggna flokksmenn i öllum
byggðarlögum. Sjálfur var hann
virtur, án þess að verða fjar-
lægur fólkinu. Stundum heyröi
maöur á ókunnugum, aö þeir
héldu, að Eysteinn væri fremur
þurr á manninn. Gífurlegt
starfsálagá þessum árum leyfði
trauðla langar samræður á
miðjum vinnudegi. En kunnugir
vissu,að Eysteinn var bæði hlýr
i viðmóti og hrókur alls fagnað-
ar þegar tóm gafst. Þaö var þvi
ákaflega ánægjulegt að feröast
meö Eysteini, hvort sem var i
stærri hóp ellegar við fórum
tveir saman til leiðarþinga. Er
mér eiöur sær, að ég man ekki
betur en við fengjum sólskin og
bliðu i sérhverri ferð!
Eysteinn er svo læröur maður
i jarðsögu, Islenzkum staö-
háttum og fornbókmenntum, að
ferð meö honum var öðrum
þræði allstrangur skóli, þar sem
þessar greinar flokkuðust undir
kjörsvið, en sjálfur kjarninn var
viðfangsefni daglegs lifs.
Þekkingu Eysteins á örnefnum
og áhugamálum fólksins legg ég
að jöfnu. Þrátt fyrir landsmála-
forystu láðist honum ekki að
fylgjast meö þvi, sem fram fór á
heimaslóð, og þó maður héldi að
hann hlyti að vera yfirhlaöinn af
óskuin kjósenda (sbr.
miðakerfiö;),þá varð það aldrei á
kostnað örnefnanna.
Já, feröalögin sjálf voru
kapituli út af fyrir sig, einkum
áður á árum, eins og sam-
göngum var þá háttað. Breyt-
ingar á þvi sviði hafa oröið
gífurlega miklar siðustu áratugi
og eru táknrænar fýrir þá um-
bun sem það er þingmanni, að
sjá hlutina gerast heima í kjör-
dæmi sinu. Til gamans get ég
þess, að á fyrstu ferð minni um
Suður-Múlasýslu notaöi ég
strandferöaskip og togara,
trillur og árabáta, bifreiðar og
skiði, hross bænda — og þó eink-
um hesta postulanna, til þess að
komast milli staöa. Ljóst er af
frásögn Eysteins i „Aldnir hafa
orðiö”, aö ferðirnar eru honum
hugstæðar: „Ég haföigaman af
ferðalögunum, en kveið dálitið
fyrir fundunum”, segir hann
þar. Ég held að Eysteinn segi
þetta satt! Hann „unni meira
deginum en nóttinni”, að þvi
leyti, að þjarkið á fundunum var
honum ekkert sérlega hugleikið.
„En maður vissi að það þurfti
að berjast. Engu varð með ööru
móti til vegar komið og þá var
að bita á jaxlinn”. Niðurlagsorð
téðrar ritsmiðar eru áreiðan-
lega yfirveguö: „Það er mikil
blessun að mega óhindrað berj-
ast pólitiskri baráttu — og ég
vona, að á tslandi verði aldrei
hörgullá myndarlegu fólki, sem
i það strið vill ganga”.
Einu sinni sem oftar vorum
við Eysteinn á ferðinni eystra
og staddir á æskuslóðum hans.
Við komum á bæ, þar sem bóndi
var daufdumbur. Hann byrjaöi
strax að tala við Eystein með
bendingum og fingramáli, sem
hann skildi trauöla og ég þaöan
af siður. Allt i einu tekur Ey-
steinn við sér. Hann gripur báð-
ar hendur bónda og teygir fram
handleggi hans meö nokkru
millibili. Svo leggur hann hægri
hönd sina þvert yfir bilið og
bendir með hinni út fyrir garð.
Bóndi varö eitt bros og kinkaði
kolli i ákafa. Ég skildi ekki neitt
en Eysteinn sagði: Hann er aö
biðja um brú á lækinn. Hún
verður byggð i sumar, þess
vegna lagöi ég hönd mina milli
handleggja hans.
— Þá er gaman aö vera þing-
maður og rúm þingmanns vel
skipað, þegar hvor skilur annan
án oröa,þingmaöurinn og kjós-
andinn.
Að skrifuðum þessum linum
er mér þaö efst i huga, hvað
margt ég á ósagt og læt hér
staðarnumið. Afganginn verður
góðfús lesandi að meðtaka án
oröa, rétt eins og bóndinn á
Bragðavöllum fyrirheit þing-
mannsins foröum.
Ég sendi afmælisbarninu,
konu hans og fjölskyldu innileg-
ar heillaóskir og þakka þeim
fyrir mig og mína.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
Hreint
fá^land
fagurt
land
nr. 24-29 kr. 2.150
nr. 30-34 kr. 2.320
nr. 35-39 kr. 2.455
Sendum gegn
póstkröfu
Derrie Boots
Vélstjórar
Viljum ráða 1. vélstjóra á skuttogarann
Font Þh 255, nú þegar.
Allar nánari upplýsingar gefur Helgi
Jónatansson, vinnusimi 81137 og heima-
simi 81176 á Þórshöfn.
(Jtgerðarfélag Þórshafnar h.f.
Verkstjórar
Viljum ráða verkstjóra i frystihús á Þórs-
höfn nú þegar.
Allar nánari upplýsingr gefur Helgi Jóna-
tansson, vinnusimi 81137, heimasimi 81176
á Þórshöfn.
Hraðfrystistöð Þórshafnar h.f.
Nauðungaruppboð
2. og sfðasta nauðungaruppboð á húseigninni nr. 9 við
Kirkjugötu i Hofsósi með tilheyrandi lóöaréttindum þing-
lýstri eign Una Þ. Péturssonar, fer fram að kröfu Ragnars
Steinbergssonar hrl. og Búnaöarbanka lslands á eigninni
sjálfri, fimmtudaginn 25. nóvember 1976 kl. 14.
Sýslumaðurinn i Skagafjarðarsýslu.