Tíminn - 18.12.1976, Side 8

Tíminn - 18.12.1976, Side 8
8 Laugardagur 18. desember 1976 í hversdagsklæðum Hetja Þóroddur Guömundsson frá Sandi: HGSFREYJAN A SANDI Guörún Oddsdóttir. 232 bls. Skuggsjá 1976. ARIÐ 1950 kom út bókin Guö- störf. Höfundur bókarinn- ar var sonur skáldsins frá Sandi, Þóroddur Guömunds- son, skáld og rithöfundur i Hafnarfirði. Þessi bók hefur fyrir löngu öölazt verö- ugan sess i islenzkri bók- menntasögu sakir þess hversu góða og sannferöuga lýsingu hún veitir á Guömundi Frið- jónssyni skáldi, auk þess aö vera vel og skemmtilega rituö, i heföbundinni merkingu þeirra oröa. Ýmsir urðu aö visu til þess að undrast, hvernig sonur gæti' skrifaö af svo mikilli hlutlægni um föður sinn,en staðreynd var þetta eigi aö siður, og bókin um ævi og störf Guðmundar Friö- jónssonar, rituð af syni hans, mun jafnan verða þeim báöum til sóma. Það var þvi sízt að undra, þótt þeir sem láta sig islenzka bók- menningu einhverju varða, gerðust allforvitnir, þegar þaö spurðist nú i haust, að von væri á bók um húsfreyjuna á Sandi, eiginkonu Guömundar Frið- jónssonar, og að höfundurinn væri hinn sami sonur þeirra hjóna, sem fyrir meira en aldarfjórðungi hafði skrifað hina ágætu bók um föður sinn. NU er bókin komin út, og þeir sem áhuga hafa á ævisögum geta farið að lesa hana. Og þá er bezt aö sleppa öllum málaleng- ingum og rausi og segja um- búðalausan sannleikann: Þetta er ævisaga, eins og þær geta orðið einna beztar.Bók.sem ber höfuð og herðar yfir allan obb- ann af svokölluðum ævisögum og alls konar minningabrotum sem Uir og grúir af i islenzkum bókmenntum. Þóroddur Guðmundsson leys- ir hér sama vanda og þegar hann skrifaði bókina um Guð- mund Friðjónsson. Honum tekst að rita heila bók um móður sina af sonarlegri hlýju og mikilli elskusemi, en með hófsemd og hlutlægni og án þess aö hefja hana til skýjanna eða gera hana að goðumlikri veru. 1 Forspjalli bókarinnar segir meðal annars svo: ,,Af þvi, sem nú hefur verið sagt, má ef til vill draga þá ályktun, að Guðrún hafi verið nálega vammlaus, alskyggn og gædd öllum þeim kostum, sem konu mega prýða. En þvi var ekki þann veg háttað. Hún sá ekki allt i réttu ljósi, var þvi siö- ur óskeikul i dómgreind.” ,,Og það fór viðs fjarri, að hún væri gædd hlutlausri gagnrýni, eink- um þegar vinir og vandamenn áttu i hlut.” Enn fremur segir Þóroddur, að móöur sinni hafi til að mynda verið „tamt að lita á syni sina sem nokkurs konar æðri verur, sem að visu voru háðar mannlegum brestum, en hætti þó til að gera til þeirra allt Þóroddur Guðmundsson. of vægar kröfur, ætlast til of litils af þeim. Þeir hefðu þó sannarlega haft gott af, að tekið hefði verið ærlega i lurginn á þeim og þeim sagt til syndanna öðru hvoru....” En Guðrún Oddsdóttir þarf ekki á þvi að halda að vera sveipuð einhverjum helgiljóma, og einn af meginkostum bókar- innar um hana er einmitt hóf- semin. Þóroddur Guðmundsson fylg- ir þeirri heilladrjúgu aðferð við samningu bókar sinnar að láta Guðrúnu Oddsdóttur lýsa sér sjálfa að verulegum hluta til. Og svo vel vill til, að þar voru hæg heimatökin. Þóroddur fór ungur að heiman, milli hans og móður hans var alla tið mjög kært, og þau skrifuðust á um áratuga skeið. Fyrsta bréfið sem hann á frá móður sinni er dagsett 11. nóvember 1922, en hið siðasta, (sem hún skrifar sjálf), er dag- sett „fjórða dag einmánaöar 1966,’’ þegar Guðrún var orðin 91 árs, og rösklega þó. Auk þess las hún öðrum fyrir bréf til Þór- odds, sem skrifuð voru fyrjr hana, allt fram i september 1966, en hún andaðist aðfaranótt 24. sept. 1966, hátt á nitugasta og öðru aldursári. Þessi sendibréf, skrifuð af annarri eins konu og Guðrúnu Oddsdóttur, á meira en fjörutiu árum, eru auðvitað ekki nein smáræðis náma, enda eys Þór- oddur óspart af þeim brunni, og kann vel með að fara. Hann tengir saman lengri og skemmri hlutaúr bréfunum þannig, aðúr verður samfelld saga. Ekki að- eins ævisaga, samin úr ytri at- burðum, heldur einnig, og ekki siður, andleg þroskasaga Guð- rúnar, hvernig hún bregst viö lifinu, jafnt vandamálum þess sem velgengni. Hinn rauði þráö- ur bréfanna er vitaskuld um- hyggjan fyrir börnum Guðrún- ar, heimili hennar og vanda- mönnum, en margt fleira kemst þó fyrir i huga þessarar mikil- hæfu konu. Haustið 1949 fékk Guðrún Oddsdóttir slag, og lá eftir það i rekkju þau sautján ár sem hún áttiólifuð, lömuð vinstra megin, og iðulega þjáð, en með óskert minni og andlega krafta svo að segja til hinzta andartaks. — Þóroddur birtir i bók sinni nokkra kafla úr bréfum hennar frá þessum löngu rúmleguár- um. Þeir eru blátt áfram hrif- andi lestur. Það er bersýnilega ekki ofmælt, sem Þóroddur son- ur hennar segir á bls. 206 i bók- sinni: „Hún lét sig varða allt, sem gerðist, kenndi til i storm- um timans, tók sjálfstæða af- stöðu til hverrar framvindu. I skoðunum fór hún sinna feröa, var aldrei myrk i máli. Að þessu leyti sést engin afturför, þó aö hún komist yfir nirætt.” 1 „nokkurs konar eftirmála” bréfs til sonar sins, skrifuðu 4. april 1966, segir þessi niræða manneskja: , ,Mér hefur verið órótt i langa tið vegna þessarar stóriðju, eða hvað það nú heitir, vegna lands- ins okkar friðsæla og elskulega, aö þvi sé hætta búin, ef hún kemst á, að vera i sambandi við þessa stórlaxa, sem allt þykjast vita og öllu ráða. Ég óttast, að það lendi i gini þeirra og klóm.” — Það eru sannarlega ekki nein ellimörk á þessum stil og orð- færi. Og Guðrún Oddsdóttir hef- ur áhuga á fleiri hlutum en stór- iðju og hersetu, sem henni þyk- ir hvort tveggja harla vont. Hún skrifar syni sinum lika um það sem á gekk við andlát Daviðs Stefánssonar frá Fagraskógi, og segir: „Margt fallegt er búið aö segja og skrifa um Davið skáld, og er það vel, þvi mætur maður og mikið skáld var hann og mik- ið i hann spunnið á allan hátt. Þó fannst mér séra Benjamln setja fullmikla gyllingu á hann i ræðu sinni, þvi nærri lætur, að hann hafi verið yfirnáttúrulegur maður (að dómi prestsins).” Þannig birtist Guðrún Odds- dóttir okkur i þessari bók. Jafn- vel eftir að hún er orðin háöldr- uð, karlæg og sjóndöpur, fylgist hún vel með þvi sem er að ger- ast, og hefur sinar skoöanir á hlutunum. Vist er mynd hennar eftirminnileg þá áratugi sem hún og Guðmundur Friðjónsson eru húsráðendur á Sandi, ala upp stóran barnahóp, halda vinnuhjú og taka á móti ótal gestum. En ekki minnkar reisn hennar með árunum. Andlegt þrek hennar virðist jafnvel vaxa að sama skapi sem likamlegri heilsu hrakar. Þegar sonur skrifar bók um móður sina, þarf hann einkum að varast tvennt. Tveir óvinir liggja i leyni, reiðubúnir að skemma verk hans. Annar þess- ara óvina er viðkvæmnin, en hinn er sú hætta, að sonurinn, sem söguna skrifar, blandist sjálfur um of inn i frásögnina. Þvi nánara sem samband móð- ur og sonar hefur verið, og þvi meira sem saga þeirra tveggja fléttast saman, þeim mun meiri hættaerá þessu. Þetta veit Þór- oddur Guðmundsson vel, og hann reynir bersýnilega að sigla framhjá þessum skerjum. Um viðkvæmnina i þessari bók er það að segja, að vel má vera að sumum lesendum finn- ist gæta helzti mikillar tilfinn- ingasemi sums staðar, en hitt ættu þó allir að skilja, að ekki er hægt að skrifa um látna móður sina eins og verið sé að lesa veðurfregnir. Hér er um mikinn vanda að ræða, og ekki dettur höfundi þessa greinarkorns i hug að kveða upp neinn úrskurð um það, hvar setja skuli mörk- in. Hvað hitt atriðið varðar, aö ÞóroddurGuðmundsson og verk hans komi mjög við sögu Guð- rúnar Oddsdóttur, er bezt að vitna til orða Þórodds sjálfs á bls. 120 i bókinni. Hann er nýbú- innað tilfæra bréfkafla frá móð- ur sinni, þar sem hún minnist á ljóð Þórodds. Siðan segir höfundur: „Hér fóru á eftir ummæli um ljóð þess er þett ritar, og hann hafði sent henni og virtust hafa glatt hana mjög, en sakir þess, að þar er um oflof að ræða, skal ekkert tilgreint af þvi. Hún var blind á það, sem hann gerði i þessu sem öðru, og var henni það ósjálfrátt.” Margt fleira væri hægt að skrifa um þessa bók, en ekki er hægt aö teygja eina blaðagrein von úr viti. Að lokum skal brugðið upp einni örstuttri mynd af ferðalagi þeirra mæðginanna, Guðrúnar og Þór- odds, þegar hann var fylgdar- sveinn hennar á milli bæja: „Hún var riðandi á Móskjónu, en ég hljóp fyrir. Þetta var á út- mánuðum og logn veðurs. Rifa- hjarn var og isar yfir öllu. Við fórum austur með hrauni og upp Messuveg, sem voru hestagöt- ur, er lágu frá Silalæk yfir Aðal- dalshraun á þjóðveginn milli Núpa og Knútsstaða.” — Svo mörg eru þau orð, og lesandan- um finnst hann næstum rata á milli bæjanna, þótt hann hafi aldrei farið þessa leið. Þóroddur Guðmundsson tókst á hendur mikinn vanda, þegar hann ákvað að skrifa sögu föður sins. Sýnu erfiðara hefur þó ver- ið að skrifa þá bók, sem hér er til umræðu, sögu Guðrúnar Oddsdóttur. Það virðist óneitan- lega veita meira svigrúm að rita bók um þjóðfrægt skáld og rithöfund, þótt hann sé faðir manns, heldur en um móöur sina, sem helgar allt lif sitt búi, eiginmanni og börnum. Viðhorf- ið til hennar hlýtur að vera enn tilfinningabundnara. Nú er Þóroddur Guðmunds- son búinn að skrifa bækur um foreldra sina báða. Það er þarft verk og gott, og hann hefur leyst það af hendi með sóma. -VS. bókmenntir Andi gamalla heimilishátta Þórarinn Heigason: Leikir og störf. Bernskuminningar úr Landbroti. Almenna bókafélagið. Þessi minningabók er bund- inn við bernskuárin. Hún segir frá leikjum engu siður en störf- um. En einhvern veginn finnst mér einkar hugljúfur blær yfir þessum frásögnum. Ef til vill er það vegna þess hvað margt er sameiginlegt með bernsku sveitabarnanna, þó aölangt sé i milli. Það er i þessari bók nokkuö um orð og orðalag, sem ég kannast litteða ekki við. Skepn- ur „snúa á sig”, þær „snugga sig” og kýrin „nurrar”. Strák- urinn var „óþægingur”, sokkar hans með hvitum röndum i „stroffinu”. Hnifurinn var „kruti”, húfan „pottla”, og svo yar „þumalþjó” á hendi. Allt þykist ég skilja þetta, en þaö versnar þegar „gifthagldir” og „skrofi” koma til sögunnar. Hitt skil ég, að „leitugt” sé I hólum og meðan mesti „óðurinn” er á. fénu, eða þegar „vatnsgljá” hylur hóf. Og skemmtilegt orða- lag þykirmér „erhvorki var aö heita né hafa.” Sattaðsegja áttiég ekki von á svona mörgu, sem mér væri framandi I ekki stærri bók. En hætti fólksins finnst mér, að ég skilji alla vel, þó að sumt sé ólikt þvi, sem venja var i minni sveit. öll er frásögn Þórarins slétt og róleg og yfirlætislaus, en bak við þetta látleysi finnst mér vera yndi og þokki góðs og gamals sveitaheimilis. H.Kr. ♦ Þórarinn Helgason Nýjar barnabækur Sigrún fer á sjúkrahús. Saga: Njörður P. Njarðvik. Myndir: Sigrún Eldjárn. Iðunn. Þessa bók má telja til nýjunga. „Bókin er samin i samráði við barnadeild Landa- kotsspitala og er ætlað kynning- arhlutverk.” Þetta ersaga um fjögurra ára stúlku, sem er með skemmda hálskirtia og fer á sjúkrahús til að losna viðþá. Sú saga er rakin þartilleikskólinn biður telpunn- ar á ný. Ekki þarf að eyða orðum að þvi, hve gagnlegt það getur ver- iö, að börn treysti læknum og lögreglu og liti til þeirra sem vina og verndara fremur en að mæta þeim með ugg og ótta. Þessi saga á að gera börnunum grein fyrir þvi, að sjúkrahús er hjálparstofnun og hefur auk þesssinar björtu hliöar fyrir þá, sem af illri nauðsyn verða þang- að að fara. Eins og vera ber, þegar bók er gerð fyrir fólk, sem litt er læst fyrir bernsku sakir, er sagan sögð meðfram i myndum. Ég held, að Sigrún Eldjárn kunni vel að teikna við barna hæfi, þau skilji heimildarmyndir hennar vel. Þaö eru engin sérstök tilþrif i þessari sögu. Þetta er bara fárra daga dvöl á sjúkrahúsi, en það er nú samt allmikil lifs- reynsla fyrir ungt fólk og þvi er sú saga spennandi á sinn hátt. Likur eru til, að verkið nái til- gangi sinum, að skapa meðal ungra þegna traust á sjúkrahúsi og hjúkrunarfólki að læknum meðtöldum, og þá er þetta góð og gagnleg bók, sem vert er að vekja athygli á. Sigildar sögur með litmyndum. Heiða eftir Jóhönnu Spyri. • Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe. Jane Carruth endursagði. Andrés Kristján json þýddi. Litmyndir eftir John Worsley. örn og örlygur. Hér eru á ferð tvær merkar bækur. Flestir þeir, sem „komnir eru til vits og ára” munu kannast við sögurnar. Hér er endursögn þeirra þaö löng og itarleg, aö ekki tapast úr söguþræði. Og myndirnar gera sitt til að festa umhverfiö I huga lesandans. Sviss er ævintýra- land, hefur verið það i hugum hinna eldri, og verður svo væntanlega enn. Sjóferöir á tima seglskipa og sjóræningja eru þáttur úr sögu mannkyns. Og búskaparsaga Róbinsons á eyðieyjunni er sigild menning- arsaga. Og nú höfum við þessar óliku sögur í viðhafnarútgáfu á vönd- uðu máli. H.Kr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.