Tíminn - 18.12.1976, Qupperneq 19
Laugardagur 18. desember 1976
19
Unga fólkið yrði að fá meiri
fyrirgreiðsiu til ibúðakaupa en
nú. En unga fólkið gerir sér
örugglega grein fyrir þvi, að
það er þvi sjálfu fyrirbeztu að
verðbólgan minnki, og þvi er
það án efa tilbúið til að greiða
sannvirði fyrir íbúðir sinar.
Enn má bæta þvi við, að bank-
ar og lifeyrissjóðir gætu auð-
veldar lánað ibúðarkaupendum
en nú.
Áhrif verðtryggingar
á þjóðarbúið
Þjóðarbúið myndi búa við
meira jafnvægi en nú er i öllum
efnahagsmálum. Hið nýja mál-
tæki „Grædd er skulduð króna”
hyrfi úr málinu. Menn myndu
geyma að kaupa litsjónvarpið
eða frystikistuna, þar til hægt
væri að greiða úr eigin vasa
meirihluta andvirðisins.
Nýting ibúðarhúsnæðis i þétt-
býli yrði mun betri en nú, að
minnsta kosti þegar fram i
sækti. Þæreignir, sem þjóðin á i
steinsteypu (ibúðarhús), munu
vera fremur illa nýttar — jafn-
vel þótt oft heyrist kvartað und-
an mikilliyfirferð vegna þrifa á
ibúðum o.s.frv. En það borgar
sig i dag að eiga steinsteypu,
fremur en bankainnistæðu eða
óverðtryggð skuldabréf.
Ctborganir og annað peninga-
álag vegna ibúðakaupa myndi
dreifast á lengri tima, og menn
fengju þvi fleiri tómstundir og
byggju við minni streitu.
Meira lánsfé yrði til ráðstöf-
unar i bönkum, og hægt væri að
beina meira fé til þeirra at-
vinnuvega, sem þjóðin vill
byggja upp. Minna yröi um
sveiflur þegar verðlag héldist
stöðugt. Siðast en ekki sizt,
mætti vænta þess að vafasöm
fjármálaviðskipti (okurlán,
tékkasvik o.fl.) myndu hverfa,
en slik afbrot eru að sinu leyti
afkvæmi verðbólgu.
Þá má telja til kosts, aö
vaxtalækkun yrði vandræða-
laus, þvi að einhvern tima þarf
að hverfa frá hinum gifurlega
háu vöxtum, sem nú gilda.
Þvi má bæta við, að ekki
mætti skattleggja „tekjur” af
visitöluhækkunum i lánaviö-
skiptum, þar sem ekki er um að
ræða sambærilegar tekjur við
vexti, sem að sjálfsögðu yrði að
skattleggja sem hingað til.
Að stöðnun gæti hlotizt af
verðbindingu tel ég óliklegt.
Þeir aðilar, sem færðust of mik-
ið i fang og gætu ekki lokið við
þau verkefni, sem þeir ætluðu
sér i UDDhafi. vrðu að selja hin
hálfkláruðu hús o.þ.h. og
kaupendurnir myndu ljúka
verkinu. Þannig kæmi allt fjár-
magn þjóöarinnar að notum.
Hvenær sæjust
batamerkin?
Hér að framan eru kostir
verötryggingarinnar ef til vill
settir fram nokkuð tæpitungu-
laust. Um það má deila hve
miklir kostirnir eru, en aldrei
verður þvi þó hnekkt, að verð-
trygging er spor I rétta átt, svo
framarlega sem hún er fram-
kvæmanleg.
Ég er sannfærður um, aö
batamerki færu að sjást þegar á
fyrsta ári, jafnvel þegar á und-
irbúningstimanum. Að tveimur
árum liðnum frá gildistöku
verðtryggingarinnar (eða við
kosningar 1982) gætu kjósendur
látið i ljós skoðun sina ámálinu.
Spurningin er aftur á móti sú,
hvort stjórnmálaöflin þori.
Þriðja útgdfan:
Palli var
einn í
heiminum
gébé Rvik. — Palli var einn i
heiminumhin heimsfræga barna-
bók Jens Sigsgaards, er nýlega
komin út hjá Bókaútgáfunni
Björk i Reykjavik. Þetta er þriðja
útgáfa bókarinnar og er hún með
smávægilegum breytingum. Bók-
in kom fyrst út haustið 1948 og
aftur 1970, en hefur verið óf áanleg
i verzlunum i mörg ár.
Palli var einn i heiminum, kom
fyrst út i Kaupmannahöfn 1942.
Þá þegar var bókinni afburðavel
tekið og hefur hún siðan verið
prentuð aftur og aftur í Dan-
mörku i stórum upplögum, þvi
vinsældir hennar hafa verið
gifurlegar. Bókin hefur verið
þýdd á um 30 tungumál í öllum
heimsálfum og hvarvetna orðið
sigild barnabók.
Vilbergur Júliusson skólastjóri
þýddi Palla á islenzku en Prent-
smiðjan Oddi offsetprentaði.
Bókin er i vönduðu og sterku
bandi, á góðum pappir og hin
fallegasta að allri gerð. Hinar
bráðskemmtilegu teikningar um
ævintýri Palla, teiknaði Arne
Ungermann.
Áheita-
kirkja
Eins og kunnugt er hefur staðið
yfir endurbygging kirkjunnar i
Snóksdal I Dalasýslu. Af þeim
sökum hafa kirkjunni borizt góð-
ar gjafir og áheit. Er ljóst, að
kirkjan hefur reynzt góð til
áheita. Þær gjafir og áheit, sem
hér verða talin upp, hafa borizt á
árinu 1976. Færum við gefendum
innilegar þakkir fyrir, og óskum
þeim öllum Guðs blessunar.
Kr.
Freyja 1.000
Gestur Gunnlaugss. 100.000
HelgaMagnúsd. 100
Kristinn Kristvarðss. 50.000
Guðbj. Snorrad. og Þorst.Einarss. 60.000
Hjörtur, Kristin og dætur 45.000
Ó.Þ. 20.000
Flosioglngibjörg 50.000
Kristin Kristvarösd. 10.000
KristinKristjánsd. 10.000
Rögnvaldur Jónsson 10.000
Ludvig Storr 40.000
Erlingur Hansson 7.000
N.N.(Aheit) 20.000
K.L. (Aheit) 5.000
N.N. (Aheit) 3.000
K.L. (Aheit) 20.000
H.G.(Aheit) 1.000
Hugborg Þorst. (Aheit) 5.000
Einnig vill byggingarnefndin
þakka aðrar gjafir og vinnufram-
lög, sem kirkjunni hafa borizt.
í byggingarnefnd Snóksdals-
kirkju:
Guömundur Baldvinsson
Ragnhildur Hafliöadóttir
Magnús Kristjánsson.
Aðventutónleikar veröa i
Keflavikurkirkju á sunnu-
dagskvöld. Margt tónlistar-
fólk mun koma fram m.a.:
Selkórinn undir stjórn Sigur-
óla Geirssonar, Ragnheiður
Guðmundsdóttir syngur ein-
söng með kórnum, Óskar
Ingólfsson leikur á klarinett
og Helgi Bragason á orgel,
Hreinn Lindal syngur einsöng
og tvöfaldur karlakvartett úr
Keflavik syngur nokkur lög.
Kirkjukór Keflavikur mun að-
stoða við almennan söng og
organistinn, Geir Þórarins-
son, leikur einleik á orgel.
Fjórir hljóðfæraleikarar úr
Tónlistarskóla Reykjavikur
aðstoða Selkórinn.
Herrariki, ný verslun með
ríkulegan fatnað.
SNORRABRAUT 56 SIM113505
»«■
Tterra
karlmannaföt
Hjá okkur fáió þér hin frábæru
Terra herraföt í miklu úrvali efna
og snióa, meö eöa án vestis, auk
hinna vinsælu flauelsfata, staka
jakka og buxur
Einnig nýkomnir hinir glæsilegu
Heklu-mokkajakkar, mokkahúfur
og lúffur
Islandsferð
J.RossBrownel862
er ein skemmtilegasta feröabók sem rituö hefur veriö um Island. Þaö er óhætt aö
segja aö höfundur fer á kostum í frásögn af kynnum sínum af landi og þjóð. Fimm'
tíu teikningar prýöa verkið og eru þær afburöasnjailar, ekki hvaö síst mannlífs-
myndirnar. Þær eru i senn frábærar þjóölífslýsingar og gamansamar í besta lagi J
og má raunar kalla þær einstæöar á sínum tíma. Falla þær vel að fjörlegri og lit- j
ríkri frásögninni svo aö úr veröur hin listilegasta heild. Þýðandi bókarinnar, Helgi j
Magnússon, hefur ritaö merkilegan forlmáia um höfundinn og vandaöar og ítar- j
legar skýringar þar sem gerö er grein fyrir mönnum og málefnum sem koma j
við sögu. Eykur þaö mjög gildi hennar og kemur þar margt fram er hefur j
veriö lítt þekkt áöur. j
Bókautgáfan
Hildur