Tíminn - 18.12.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 18.12.1976, Blaðsíða 24
1& Laugardagur 18. desember 1976 SIS-FOIHJR SUNDAHÖFN LEIKFANGAHUSIÐ Skólavörðustíg 10 - Sínii 1-48-06 Fisher Price letkjöng eru heimsjrceg Póstséndum % Brúðuhús SKðlar Benzlnstöðvar Sumarhús Flugstöðvar Bilar n r GBÐI fyrirgóóan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS hrokafullur dburður F.I. Reykjavik. Þaö er fyrst og fremst stjórnar Slysavarnafé- lags tslands að taka afstiiðu til þessara uminæla Péturs Sig- urðssonar, forstöðum anns Landhelgisgæzlunnar og svara öllum þeim aðdróttunum, sem þar er að finna, sagði Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Siysavarnafélags tslands, er blaðið leitaöi til hans, I fram- haldi af viðtali, scm birtist 1 Timanum I gær, við Pétur Sig- urösson, forstjóra Landhelgis- gæzlunnarum frumvarp til laga um tiikynningaskyldu islenzkra skipa.og vegna yfirlýsinga Pét- urs I áöurnefndu vlötali um hlutverk Slysavarnafélags ts- lands. Kvaöst Hannes Hafstein per- sónulega llta svo á, að með þessari „striösyfirlýsingu flota- foringjans”, rangtúlkun og hrokafullum áburði, þá hafi hann skotið þeim „mistilteini” aö Slysavarnafélagi lslands, deildum þess og björgunarveit- um, sem hitti hann verst sjálf- an. segir Hannes Hafstein, v ummæla Péturs Sigurðsson Aðspurður kvaðst Hannes ekki vilja svara þvf að svo komnu máli, hvers vegna Land- helgisgæzlunni væri meinaöur aðgangur aö skeytum þeim sem Slysavarnafélaginu berast á degi hverjum frá sjómönnum á hafi Uti, og visaði þar til stjórn- ar Slysavarnafélagsins eins og öðrum atriðum i ummælum Péturs Sigurðssonar. Formaður Slysavarnafélags tslands Gunn- ar J. Friðriksson er erlendisum þessar mundir. Andspænis einni fegurstu náttúruperlu okkar, Gullfossi, stendur þessi skúr, sem Ferðamálaráð telur brýnasta verkefniðað fjarlægja ogkoma upp menningarlegri aðstöðu fjær fossinum. FERÐA- MÁLA- RÁÐ: f Brýnast að bæta aðstöðuna við Gullfoss FJ. Rvik — Ég vil jafnvel ganga svo langt aö segja, að framvinda mála við Gullfoss verður nokk- urskonar prófsteinn á það hvort Itrekaöar viljayfirlýsingar og miklar opinberar umræður um nauðsyn umhverfisverndar veröa orðin ein — eöa hvort raunveru- legur vilji er fyrir þvi að fram- kvæma umhverfisstefnu bæði i orði og verki, sagöi Heimir Hann- esson, formaður Ferðamálaráðs, I viðtali við Timann. — Af hálfu Ferðamálaráðs — og við vitum af hálfu Náttúru- vemdarráðs — er mjög rikur áhugi fyrir þvi aö vinda bráðan bug að nauðsynlegum úrbótum og menn vilja mikið á sig leggja til aö ná þvi marki. Menningarleg aðstaöa við Gullfoss er að okkar dómi m jög mikið þjóðþrifamál og gæti áreiðanlega skapaö gott for- dæmi á mörgum stööum á land- inu. — Aö áliti Ferðamálaráðs er Gullfoss sá staður þar sem brýn- ust er þörf á endurbótum á húsa- kynnum fyrir snyrtiaðstöðu og hressingu, sagði Heimir. Þar er hrörlegt, gamalt hús á vondum stað þannig að það spillir mjög umhverfinu. Fyrir frumkvæöi Ferðamálaráös hefir arkitekt gert drög að nýju fyrirkomulagi ferðamannaþjónustu viö Gullfoss þar sem gert er ráð fyrir því, að hún verði fjær fossinum en nú er. Samráð hefur verið haft við Nátt- úruverndarráö um þennan undir- búning. Ferðamálaráð vill stefna að þvi, að af framkvæmdum gæti orðið sem fyrst á næsta ári og helst aö þeim verði lokið á árinu 1977. Hafa áætlanir þessar verið kynntar rikisstjórn og fjárveit- inganefnd Alþingis og er það von Ferðamálaráðs, að tákast megi \að afla nægilegs f jármagns til að ljúka megi þessum framkvæmd- um sem- fyrst, sagði Heimir Hannesson. 1 rmá r* p f íé dagar til jóla Sovézki strand kapteinninn hræddur við reikningana HV-Reykjavik. — Skipstjóranum urðu á smá mistök. Hann var aö taka beygju og var ákaflega seinn að skilja mig þegar ég sagði að hann yrði að bakka og þá skipti það engum togum, að þegar hann var búinn að stöðva skipið var hann jafnframt búinn að setja stefnið upp, sagði Hreiðar Sig- marsson, frá Seyðisfiröi, en hann var staddur um borð i sovézka flutningaskipinu Ivan Bologni- kov, þegar það strandaði i Eski- firði siðastliöið fimmtudags- kvöld. — Skipstjórinn vildi ekki ónáða i landi þarna um nóttina, sagði Hreiðar ennfremur, en hann var hræddur viö grjótgarð, sem hann sá þarna skammt frá og þvi feng- um við bát til aö fara með trossu á bryggjuna. Vafalitiö var það ein- vörðungu ótti við stóra og mikla reikninga sem hélthonum frá þvi að biðja um aðstoð. — Hjá Arnþóri Jensen, umboðs- manni skipadeildar SIS á Eski- firði, fékk Timinn i gær þær upp- lýsingar að sovéska skipið hefði losnað fyrir eigin vélarafli á flóð- inu um klukkan ellefu I gærmorg- un. — Hann komst sjálfur út og bakkaöi aðeins út á fjöröinn, en of stutt, þvi þegar hann reyndi að snúa þar, strandaði hann aftur, sagði Arnþór. — Þetta seinna strand var þó alveg saklaustognú er hann við bryggju að lesta saltsild, sagöi Arnþór ennfremur, og ætti að halda áfram til Keflavikur mjög fljótlega. Ég veit ekki með vissu hvernig stóð á strandinu, en hann hált sig öfugu megin i firðinum og má vera að hann hafi villst á skæru ljósi, sem logaði við sildar- vinnsluna. Það gekk ákaflega erfiölega aö násambandi viðhann og enga aö- stoð vildi hann þiggja. — Benzín hækkar um 4 kr. gébé Rvik. — Eftir þvi sem ég bezt veit mun bensinlftrinn hækka um kr. 4 idag.þ.e. úr 76 i kr. 80. Gasolfa hækkar um eina krónu, þ.e. i 28 kr. án ■ söluskatts og 33,60 með sölu- skatti, sagði Indriði Pálsson hjá Oifufélaginu Skeljungi. Indriði tók þó fram, að enn hefði honum ekki borizt form- leg tilkynning frá verðlags- stjóra um hækkun þessa. PALLI OG PESI — Veiztu hvaða lag borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- syngja, þegar þeir hittast? — Nei. — „Hvað er svo glatt sem góöra C'vina fundur.......”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.