Tíminn - 06.01.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.01.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. janúar 1977. 9 r— Heilbrigðismálaráðherra, Matthias Bjarnason, afhenti ný- byggingu fæðingardeildar form- lega til rekstrar miðvikudaginn þ. 29. des. s.l. Við athöfnina var fjöldi gesta, einkum þó fulltrúar frá þeim mörgu samtökum kvenna i landinu, sem studdu svo mjög að framgangi málsins, allt frá upphafi til loka framkvæmd- anna. Þá voru viðstaddir fulltrúar dagblaða og útvarps og sjónvarps og hafa þessir fjölmiðlar verið að segja frá atburðinum á liðnum dögum. Enn má hér við bæta, þvi að fæðingardeildin, eða kvennadeild Landspitalans, á i dag, þ. 5. jan. 45 ára afmæli. Fyrsta barnið fæddist 5. jan. 1931 i Landspital- anum.Þá vardeildiná þriðjuhæð gamla spitalans, sem við nú köllum tengigang. Þar voru þá 10 rúm fyrir sængurkonur. Guðmundur heit. Thoroddsen var þá yfirlæknir deildarinnar og Jó- hanna heit. Friðriksdóttir, yfir- ljósmóðir. Rúmum deildarinnar var siðar fjölgað i 15. Fæðingar- deildin var starfrækt óbreytt á sama stað til ársloka 1948. 1. jan. 1949 flutti fæðingardeildin i nýja byggingu, þá byggingu, sem við i dag köllum gömlu fæðingar- deildina. Miðað við aðstöðu fæðingar- deildar i gamla Landspitalanum jókst rými hennar mjög mikið i byggingunni, sem tekin var i notkun 1949, og skipulagi hennar breytt mikið. Nú kom sérdeild fyrir sængurkonur og önnur fyrir kvensjúkdóma. Þá var fæðingar- gangur með fæðingarstofum aðgreindur, ennfremur skurð- stofa. Samhliða fæðingardeildinni voruþá byggð sérstök húsakynni fyrir Ljósmæðraskóla íslands, sérálma, tvær hæðir og kjallari. Fæðingardeildin fékk til umráða 54 sjúkrarúm. Árið 1949 voru, vegna starfsfólkseklu tekin i noktun aðeins 29 rúm, miðhæð byggingarinnar auk fæðingar- stofa og skurðstofu á fyrstu hæðinni. Þriðja hæðin með 25 rúmum, var siðan tekin til rekstrar i ársbyrjun 1950. Pétur heit. H.J. Jakobsson, prófessor, var yfirmaður deildarinnar frá 1949 til dánardægurs á árinu 1974. Fæðingardeildarbyggingin frá 1949 varð fullnýtt á árinu 1950 og kom tiltölulega fljótt i ljós, að byggingin var ekki fullnægjandi lausn til langs tima. Starfsað- staða var viða knöpp, hreinlætis- herterg^^^o^iti^Enþrátt Skatt- framtölin koma um miðjan mdn- uðinn Gsal Reykjavik. — Veriðerað árita skattframtölin hjá Skýrsluvélum rikisins, sagði llalldór Sigfússon skattstjóri Reykjavikur i samtali við Tiinann i gær, og eins og málið stendur núna, eigum við von á þeim kringum 10.-12. janúar, og þá verður hafinn útburður framtalanna um allt umdæm- ið. Við reynum að hraða út- burðinum eins og við getum. Halldór sagði, að enn væri ekki vitað hvaða skattbreyt- ingar yrðu gerðar og þá ekki heldur hvaða skattbreytingar kynnuað verka aftur fyrirsig. og myndu hafa áhrif á það framtal sem senn verður borið tilskattgreiðenda. Ákvarðanir hefðu enn ekki verið teknar um neinar skattbreytingar i þinginu og ekki væri vitað hvenær skattafrumvarpið yrði afgreitt á Alþingi. Kvennadeildin nýja: HLUTDEILD BARÁTTU- KVENNANNA GLEYMDIST fyrir ófullkomleika byggingar- innar var reynt að fjölga rúmum og urðu þau um 70, þegar mest lá við. Kvartanir yfir þrengslum i fæðingardeildinni, bæði frá sjúk- lingum og starfsmönnum, komu þvi fljótt fram og urðu háværari eftir þvi sem árunum fjölgaði. Byggingarnefnd Landspital- ans, sem starfaði á árabilinu milli 1960-70, hafði á höndum mikil ófullgerð verkefni i viðbyggingu Landspitalans, sem var ekki lokið fyrr en 1973, eða 20 árum eftir að vinna við grunn byggingarinnar hófst. Byggingarnefndin vann einnig að tillögum um héildar- framtiðarskipulag Landspital- ans, sem sjúkrahúss og háskóla- kennslustofnunar. Var það erfitt og vandasamt verkefni. Arin liðu hvert af öðru, án þess að hægt væri að sinna ýmsum aðkallandi vandamálum i rekstri Landspitalans, sem gerðu meira og meira vart við sig s.s. hin ófullnægjandi húsnæðisaðstaða fæðingardeildar, rannsókna- deildar o.fl. Áhrifamiklar konur og kvenna- sam tök i landinu fóru þá að óróast yfir þeim seinagangi og þvi áhugaleysi, sem þeim fannst vera hjá stjórnvöldum að stækka fæðingardeildina. Samtök kvenna fóru þvi i vaxandi mæli að beita sér fyrir framgangi málsins. Á fundi Bandalags kvenna i Reykjavik i nóv. 1968, var gerð ýtarleg greinargerð um málið og send heilbrigðismálaráðherra, fjárveitingarnefnd Alþingis og öllum Alþingismönnum. Stjórn Kvenréttindafélags Islands sam- þykktiá fundi sinum 21. febr. 1969 fullan stuðning við greinargerð og tillögur Bandalags kvenna i Reykjavik, að Alþingi veitti nú þegar fé til að heija án tafar viðbyggingu við fæðingar- deildina. A þinginu 1968-69 fluttu þrir þingmenn Framsóknarflokksins tillögu til þingsályktunar um stækkun fæðingardeildar. Það kom siðar i hlut þáverandi heil- brigðismálaráðherra og rikis- stjórnar að koma fæðingar- deildarmálinu á framkvæmda- stig og nú við áramótin 1976-77 er það komið i heila höfn. Undirritaður gat ekki veirð við- staddur, þegar afhending byggingarinnar fór fram, en hafði búið sig undir að geta þáttar isl. kvenna i sambandi við málið, ennfremur mikilvægra áhrifa - kvennasamtaka i landinu við aðra stóra áfanga i byggingar- sögu Landspitalans, s.s. áhrifa Kvenfálgsins Hringsins i Reykja- vik á stækkun spitalans, sem var ákveðin 1952, einnig að skýra nokkuð frá upphafi Landspitala- málsins allt aftur til 1916, en þá gerðu Kvennasamtök Land- spitalamálið að sinu mesta baráttumáli, með frk. Ingibjörgu heit. Bjarnason, skólastjóra og siðar alþingismann, sem aðalfor- ystukonu. Fyrir baráttu kvenna o.fl. áhugamanna, náði málið fram á ALþingi 1924 Frú Bjarnveig Bjarnadóttir, sú mæta kona, skrifar um nýbygg- ingu fæðingardeildarinnar i Morgunblaðið þ. 4/1 ’77 og minnir réttilega á hinn mikilvæga þátt samtaka kvenna i farsælli lausn málsins. Vissulega eiga isl. konur það skilið, að þeim sé á verðugan hátt þakkað fyrir þeirra mikla framlag, og það af æðstu mönn- um heilbrigðismála. 4. jan. 1977 'Georg Lúðviksson. m^^mmmmmmmm—mmm—mmJ argus Hvaóa 'fo; umboós- * maóur r stendur þér næst? \ Umboösmenn Happdrættis Háskóla ís- Þegar þú kaupir miöa, er rétt áö hafa í lands eru víða um land. Hlutverk þeirra er huga, hvar sé auðveldast aö endurnýja ekki einungis að selja og endurnýja happ- miðana framvegis, — nálægt vinnustaö, drættismiða. Þeir eru einnig reiöubúnir til heimili eöa á leið til vinnu. að veita þér hvers konar upplýsingar um forgangskaup, flokka, númeraraðlr, Allar upplýsingar um Happdrætti Háskól- „langsum eða þversum", nýju hundrað- ans eru tiltækar hjá eftirtöldum umboðs- þúsund króna vinningana, trompmiða og mönnum: annað það, sem þú hefur áhuga á. KJÓS: Hulda Sigurjónsdóttir, Eyrarkoti Hólmavík Jón Loftsson Egilsstaðir Aðalsteinn Halldórsson Borðeyri Þorbjörn Bjarnason Reyðarfjörður Björn Eysteinsson Umboðsmenn á VESTURLANDI: Lyngholti Fáskrúðsfjörður Stefán Garðarsson Akranes Bókaverslun Andrésar Níelssonar Stöðvarfjörður Magnús Gíslason Fiskilækur Jón Eyjólfsson Umboðsmenn á NORDURLANDI: Breiðdalur Ragnheiður Ragnarsdóttir Grund Davíð Pétursson Hvammstangi Sigurður Tryggvason Djúpivogur María Rögnvaldsdóttir Laugaland Lea Þórhallsdóttir Blönduós Ebba Jósafatsdóttir Höfn í Hornafirði Gunnar Snjólfsson Reykholt Steingrímur Þórisson Skagaströnd Guðrún Pálsdóttir Borgarnes Þorleifur Grönfeldt Sauðárkrókur Elínborg Garðarsdóttir Umboðsmenn á SUÐURLANDI: Sandur Guðrún Ingimarsdóttir Hofsós Þorsteinn Hjálmarsson Kirkjubæjarklaustur Þórir Jónsson Ólafsvík Lára Bjarnadóttir Haganesvík Haraldur Hermannsson Vík I Mýrdal Þorbjörg Sveinsdóttir Grundarfjörður Sigurrós Geirmundsdóttir Siglufjörður Dagbjört Einarsdóttir Þykkvibær Hafsteinn Sigurðsson Stykkishólmur Svanhvít Pálsdóttir Ólafsfjörður Brynjólfur Sveinsson Hella Maria Gisladóttir Búðardalur Óskar Sumarliðason Hrísey Elsa Jónsdóttir Espiflöt Eiríkur Sæland Hvítidalur Sigurjón Torfason Dalvík Jóhann G. Sigurðsson Laugarvatn Þórir Þorgeirsson Skarðsströnd Jón Finnsson Grenivík Kristín Loftsdóttir Vestmannaeyjar Sveinbjörn Hjálmarsson Króksfjarðarnes Halldór D. Gunnarsson Akureyri Jón Guðmundsson Selfoss Þorsteinn S. Ásmundsson Mývatn Guðrún Þórarinsdóttir Stokkseyri Odd.ný Steingrimsdóttir Umboðsmenn á VESTFJÖRÐUM: Grímsey Áslaug Alfreðsdóttir Eyrarbakki Pétur Gíslason Patreksfjörður Elín V. Thoroddsen Húsavík Árni Jónsson Hveragerði Elín Guðjónsdóttir Tálknafjörður Ásta Torfadóttir, Brekku Kópasker Óli Gunnarsson Þorlákshöfn Ingibjörg Einarsdóttir Bíldudalur Guðmundur Pétursson Raufarhöfn Helga Jónsdóttir Þingeyri Margrét Guðjónsdóttir Þórshöfn Steinn Guðmundsson Umboðsmenn á REYKJANESI: Flateyri Guðrún Arnbjarnardóttir Grindavík Asa Einarsdóttir Suðureyri Auður M. Árnadóttir Umboðsmenn á AUSTFJÖRÐUM: Flugvöllur Erla Steinsdóttir Bolungarvík Helga Aspelund Vopnafjörður Þorsteinn Stefánsson Sandgerði Hannes Arnórsson Isafjörður Gunnar.Jónsson Bakkageröi Sverrir Haraldsson Hafnir Guðlaug Magnúsdóttir Súðavík Áki Eggertsson Seyðisfjörður Ragnar Nikulásson Keflavík Jón Tómasson Vatnsfjörður Baldur Vilhelmsson Norðfjörður Bókhaldsst. Guðm. Ásgeirssonar c/o versl. Hagafell Norðurfjörður Sigurbjörg Alexandersdóttir Eskifjörður Björk Aðalsteinsdóttir Vogar Halla Árnadóttir Krossnesi HAPPDRÆTTi HÁSKÓLA ÍSLANDS ______________Tvö þúsund milljónir í boði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.