Tíminn - 06.01.1977, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.01.1977, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 6. janúar 1977. MEISTARI REYNIR AFL SITT Þórbergur Þórðarson: Ólikar persónur. Fyrstu ritverk i ó- bundnu máli 1912-1916. Ljóðhús. Reykjavik 1976. 258 bls. í þessa bók hefur Sigfús Daðason safnað fyrstu ritverk- um Þórbergs, sem kunn eru: og ekkert af frumsömdu efni bókarinnar hefur fyrr komið á prent. I fróðlegum formála ger- ir Sigfús grein fyrir aðdraganda ritsmíðanna. Hann var sá að Þórbergur gerðist félagsmaður i Ungmennafélagi Reykjavikur og starfaði þar um fimm ára skeið. Þessar greinar samdi hanntilbirtingar i handskrifuðu blaði félagsins sem nefndist Skinfaxi eins og hið opinbera málgagn ungmennafélags- hreyfingarinnar. Eitt hið fyrsta sem birtist frá hendi Þórbergs i blaði þessu var raunar hið fræga kvæði Nótt sem prentað var svo i Isafold 1912 eins og sagt er frá i íslenzkum aðli. Samfylgd Þórbergs og ung- mennafélagshreyfingarinnar varð að visu ekki löng, en hér hlaut hann vettvang til að iðka ritlist sina. Eykur það hróður þessarar hreyfingar sem um þær mundir lifði sitt glæstasta skeið. Bókin Ólikar persónur skiptist i tvo hluta: greinar samdar fyr- ir Skinfaxa 1912-15, og fjórar þýddar sögur sem komu á prenti 1915-17. Ef til villerhand- hægt að eiga óbundið mál Þór- bergs frá þessum árum innan einna bókarspjalda, en að öðru leyti fer miður vel á þvi að láta þýðingarnar fylgja hér með, og hefði i rauninni veriö litils misst þótt þær væru látnar til hliðar. Ein sagan, hin lengsta, er af Sherlock Holmes eftir Arthur Conan Doyle og þrjár eftir Edg- ar Allan Poe. Sögur þessar eru „mishöfugar” eins og útgefandi segir i formála, en sögur Poes reyna miklu meir á afl þýðand- ans. Hið frumsamda efni bókar- innar er með ýmsu móti. Fremst fer hugleiðing um drauma og hér er einnig að finna bókmenntalega greinar- gerð um tvö kvæði eftir Sigurð Grimsson, sem um leið er vörn fyrir órökvis lyndisljóð, en svo kallar Þórbergur lýrik. Mestur hlutinn er þó mannlýsingar. Lengstar eru ritgerðirnar ólik- ar persónur (um Þórberg og Arreboe Clausen) og Arsæll Arnason. Þessir þættir eru girnilegastir til fróðleiks og þar er aö finna mest tilþrif i rit- mennsku af sömu ætt og lesend- ur þekkja af siðari verkum Þór- bergs. 1 formála bókarinnar er vikið aðþvi hve fræðimenn hafa látið sér hægt að kanna stilsögu höfundarins og þá einkum að- draganda Bréfs til Láru. Þór- bergur var hálffertugur þegar sú bók kom út og hafði þá sára- litið birzt af prósa frá hans hendi. Með Bréfitil Láru „skaut fullkomnum stiluði' upp á himin hvolfið”, eiijs og Sigfús Daðason kveður að orði. En slik athugunarefni hafa ekki freist- að islenzkra bókmenntafræð- inga, fremuren fiest annað sem mestu skiptir i bókmenntum tuttugustu aldar. Ahrif Þór- bergs á islenzka stilþróun eru þó löngu viðurkennd og þvi mikil á- stæða til að grafast fyrir um það hversu hann þjálfaði rit- mennsku sina til þeirrar fulln- ustu sem helztu bækur hans bera vitni um. Þau rit frá æsku- dögum hans sem Sigfús Daða- son hefur hér dregið fram i dagsljósið varpa nokkru ljósi á þennan feril. Af efni bókarinnar er mest boriö i ritgerðina um Arsæl Árnason, og hún er yngsta rit- smiöin. Þar kemur raunar fram i fyrsta sinn sá Þórbergur sem menn þekkja: hugkvæmur, djarfur, neistandi húmoristi. Of t hefur verið vikið að áhrifum Benedikts Gröndals á Þórberg. Hér hygg ég að þau séu áþreif- anleg: sagan af utanferð Ársæls ber glögg einkenni úr Heljar- slóðarorustu, og raunar má rekja þráðinn þaðan aftur til Gamanbréfs Jónasar: „Þaðan ók Ársæll i listivagni til Kaupmannahafnr. Þá var hann svangur. Þar kriaði hann útgefins máltið hjá systur sinni, er þá var kokkapia i rikisráði Dana. Það var i sláturstiöinni. í rikisráðinu sá hann kónginn. Hann sat á eldhúshnúðnum við hlóðirnar og hafði islenzka stúlku ákjám sér, erhann hafði kynst i Þingvallaförinni, til há- sællar minningar. Hélt hún yfir um hálsinn á kónginum og kel- uðu bæði i ergju og grið, á milli þess er þau átu volga lifrar- pylsulanga, sem systir Arsæls rétti þeim upp úr pottinum. Atu þau stinnan og keluðu svo á eft- ir. En þá hafði Arsæll hjarað á munnvatni sinu og stemningar- þrungnum endurminningum i hálfan annán dag, og ekki komið nærri kvenfólki frá þvi að hann kyssti drotningu Þýzkalands- keisara i siðasta sinn”. Hversu sem ritháttur af þessu tagi verkar á okkur nú, er hitt degin- Þórbergur Þórðarson. um ljósara að höfundi sem skrifar af slikri iþrótt megi heita allir vegir færir. Lesandi sem þekkir seinni verk Þórbergs hlýtur jafnan að hafa þau til hliðsjónar þegar hann les þennan texta. Ein elzta greinin, um Jón Strandfjeld, fjallar raunar um einn þeirra aðalsmanna sem Þórbergur gerði siðar skil. Og „grátljóða- skeiðinu” átti hann eftir að lýsa með öðru móti en hér: þegar hann leit til þessara ára löngu siðar urðu öll ljóðin um „Huldu hafblámans” og annað þess háttar býsna skopleg. Likingamál Þórbergs er hér persónulegt eins og við þekkj- um: stórkarlalegt skop og há- spennt rómantik vega salt með ógleymanlegum hætti. Tökum dæmí úr ritgerðinni ólikar persónur: „Nóttin er orðin bik- svört, eins og holdugur ung- mennafélagi, er lært hefir að stinga sér kollskit i helgidómi tilverunnar. Krian er löngu þögnuð i Vatnsmýrinni og sólin tekin að setjast niður i sjóinn langt fyrir framan Jökul. Fallegur kveldroði hefir ekki sést um langt skeið og finar aftanstemningar hafa ekki vitj- að mannshjartans i margar vik- ur. Sótsvört fallbyssumóðan reikar eins og hollenzkur upp- vakningur yfir sjóndeildar- hringnum i suðri”. Hér er annað dæmi um likingasmið Þórbergs, úr Safni til ævisögu Jóns Dúasonar: „Sumir segja jafnvel, að sálar- lif hans sé nokkurs konar hár- sekkur, sem i séu tind skæðustu glerbrotin úr sorphaugum mannlifsins. Iðin hönd og fnas- vis andi hafi tint þetta saman i fjárgötum almennings sér til sálubótar. Þetta sé veganestið hans til ókunna landsins fyrir- heitna”. Hér hefur farið sem oft áður þegar vfkurað Þórbergi: bækur hans tala bezt eigin máli. Hann er i rauninni mesta ráðgátan i islenzkum bókmenntum aldar- innar. Slik frumleiksgáfa sem hann var gæddur hygg ég að sé einstæð, og merkilegast þó hvern ávöxt hún bar við þær aðstæður sem honum voru bún- ar. Halldór Laxness víkur að þessu eftirminnilega i nýju bók- inni, úngur ég var: „Einu hefur aldrei verið svarað um Þórberg. Hvernig stendur, á þvi að litt uppfræddur sveitamaður úr einu afskekktasta héraði lands- ins kemur til Reykjavikur og fer að yrkja útfrá sjónarmiðum dada, þeirrar stefnu sem þá var i burðarliðnum suðri álfu, og kalla má undanfara allrar nútimalistar i vestrænum heimi svo i bókmentum sem mynd og tóni”. Þótt mörgu sé vandsvarað um Þórberg, lætur hann okkur ekki i friði og bókmenntamönnum er skyltað rannsaka verk hans eft- ir föngum. Að likindum er Sig- fús Daðason kunnugastur þeim manna sem nú eru á dögum. Hann hefur áður gefið út rit Þórbergs af alúð og nákvæmni. Þessi nýja bók nýtur sams kon- ar vinnubragða: hún er falleg og vönduð i hvivetna. Nú væri gaman ef Sigfús vildi birta i rit- gerðarformi athugasemdir sin- ar á stil Þórbergs og ritferli. Slikt myndi efalaust verða islenzkum bókmenntarann- sóknum verulegur fengur. Gunnar Stefánsson bókmenntir Viö höfum lækkað allar gólfteppabirgðir okkar vegna 10% tollalækkunar Mb 1. janúar m Jb síðast liðinn. Stórkostlegt úrval ▼i gólfteppa í öllum verð- ^ flokkum ávallt fyrirliggjandi Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs. um leið og við þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnu ári SÉRVERZLUN MEÐ GOLFTEPPI Grensásvegi 1 3, Jk símar 83577 — 83430.^^ i i i Grund í Reykjavík og Ás/Ásbyrgi í Hveragerði Helmingi fleiri konur en karlar ó vistheimilunum í órslok 1976 F.I. Reykjavik. — Blaóinu hefur borizt yfirlit yfir fjöida vist- manna á liðnu ári á Elii- og hjúkr- unarheimilinu Grund I Reykjavik og Dvalarheimilinu As/Asbyrgi I Hveragerði. Á Grund og Minni-Grund var fjöldi vistmanna i ársbyrjun 367, 269 konur og 98 karlar, en i árslok var talan komin niður i 356, 265 konur og 91 karl. 68 höfðu látizt, þar af 45 konur og 23 karlar, en 24 höfðu farið, þ.e. 11 konur og 13 karlar. Nýir vistmenn á árinu 1976 voru 81 52 konur og 29 karlar. A Dvalarheimilinu Ás/Ásbyrgi i Hveragerði dvöldu i byrjun árs- ins 184, 99 konur og 85karlar.Var sú tala komin upp i 188 i árslok 1976 og hafði þá fjölgað um fjóra karlmenn. Engin kona dó á árinu, en 3 karlar létust. 44 konur fóru á móti 32 körlum eða alls 76 manns. Nýir vistmenn voru 83, 44 konur og 39 karlar. Samtals voru vistmenn á stofn- ununum i árslok 1976 544, 364 kon- ur og 180 karlar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.