Tíminn - 06.01.1977, Blaðsíða 8
II li
8
Fimmtudagur 6. janúar 1977.
Hrólfur Ingólfsson fyrrv. sveitarstjóri:
Gjaldskrá Landssímans
er löngu úrelt og ástand símaþjónust-
unnar ófullnægjandi á ýmsum sviðum
Sjötugur
Landssimi tslands var6
sjötugur á þessu ári. Lagning
simans var stórvirki á sinum
tima og olli byltingu i landinu á
mörgum sviðum. Ekki var þó
eining um framkvæmdir þessar
siöur en svo. M.a. fjölmenntu
bændur til Reykjavikur til aö
reyna aö hefta framgang máls-
ins, en á þeim tima voru bænd-
urnir hiö sterka afl i þjóðfélag-
inu.
En Hannes Hafstein ráöherra
var fastur fyrir og lét ekki bifast
— og siminn var lagöur. Ég hefi
alltaf dáðst aö Hannesi og virt
hann fyrir það, hvernig hann tók
á simamálinu og leiddi þaö far-
sællega i höfn.
Það er ekki nóg að hafa
sima
Enn i dag er deilt um simann,
ekki þó um þaö, hvort viö eigum
að hafa sima, heldur um ástand
hans og simagjöldin.
Sú var tiðin, aö gott þótti að
hafa handknúinn slma, en tækn-
inni hefur fleygt fram og nú er
svo komið, aö mikill meirihluti
þjóöarinnar hefur sjálfvirkan
sima.
En ánægjan með sjálfvirka
simann er misjöfn. Þaö getur
veriö ári erfitt aö ná sambandi
gegnum þann sjálfvirka. Maöur
getur þurft aö velja númer 10-
15, jafnvel 20 sinnum þegar
álagiö er mikiö, þar til sam-
band næst, og oft gefst maður
hreinlega upp viö að ná sam-
bandi. Hér I Mosfellssveitinni,
þar sem ég bý, er ástandiö
þannig, að oft kemur fyrir, að
Brúarlandsstööin „springur”.
baö lýsir sér þannig, aö þegar
maöur lyftir simaáhaldinu
kemur ekki sónn heldur pip,
sem merkir, að stööin sé á tali.
Stööin er m.ö.o. of litil, enda veit
ég ekki hvernig unnt á aö vera
að koma fyrir sómasamlegri
simstöö og pósthúsi fyrir ca.
2000 manna byggöarlag, i hús-
næöi pósts og sima hér i Mos-
fellssveit. Og ég dreg i efa, aö
þetta sé einsdæmi, þó ég sé mál-
inu ekki svo kunnugur, aö ég
þoriaöfullyrða neitt þarum. En
ég hefi notað sima viöar en hér
heima og auk þess talaö viö
marga, og flestir hafa sömu
söguna að segja um erfiðleika á
aö ná sambandi. Siminn viröist
m.ö.o. allur hálfsprunginn.
Niöurstaðan af þessu er þá aö
sjáifsögöu sú, aö ekki er nema
hálft gagn af að hafa sjálfvirkan
sima, þegar svona erfitt er að
ná sambandi.
Hvað kostar að hafa
sima?
Efalaust eru simreikningar
fólks mjög misháin. Fasta-
gjaldiö er i sjálfu sér ekki hátt
eöa kr. 11.600 á ári + sölu-
skattur kr. 2.320, sem ekki
rennur til Landssimans. En
fastagjaldiö er aðeins fyrir
ákveöna notkun og þaö sem
framyfir er veröur aö greiðast
aukalega. Og þaö er þessi liður,
sem er helmingi þjóöarinnar
mjög dýr, en ég skipti simnot-
endum i tvo hópa og mun rök-
styöja þaö nánar. Réttara væri
þó aö bæta þriöja flokknum viö,
sem liklega nýtur lökustu kjara,
en þaö eru þeir sem hafa sveita-
sima frá sjálfvirkri stöö.
Gjaldskrá simans mun upp-
haflega og að einhverju leyti
enn hafa byggst á fjarlægðum,
en nánar verður vikið aö þvi
siðar.
Svæði 91 er lang ódýrast
Þaö er liklega af tækni-
ástæöum, að simanum er skipaö
i svæði sem merkt eru 91-99.
Svæði 91 nær yfir Hafnarfjörö,
Garöabæ, Kópavog, Reykjavik,
Seltjarnarnes og 3 af 4 hreppum
Kjósarsýslu, en á þessu svæöi
býr fullur helmingur þjóöar-
innar.
Auk þess er á þessu svæöi
margt, sem öll þjóðin þarf aö
hafa meiri og minni samskipti
við. Þar er yfirstjórn rikisins og
öll ráðuneytin og ég held hver
einasta rikisstofnun, höfuð-
stöövar allra bankanna, svo til
öll inn- og útflutningsfyrirtækin
og svona mætti lengi telja. Viö
alla þessa aðila og efalaust
marga fleiri þarf fólk á svæöum
92-99 aö hafa meiri og minni
samskipti.
Aöur er sjálfvirki siminn kom
til sögunnar voru langlinusam-
töl reiknuö i viötalsbilum, sem
voru 3 minútur og var verö viö-
talsbilanna verðlagt eftir vega-
lengdinni milli staöanna.
Þessar 3 minútur hafa sennilega
veriö ákveðnar sem einhvers
konar meöaltal af stystu sam-
tölum. Nú er simanotkun mæld i
skrefum, sem hvert og eitt
kostar 9 kr. meö söluskatti, en
eru mislöng, eftir þvi — já, eftir
hverju, ég skil þaö ekki til fulls,
en að einhverju leyti fer það
eftir vegalengdum eins og upp-
haflega var.
Samkvæmt þessu skrefakerfi
geta nær allir á svæöi 91 talaö
viö framangreinda aöila i
Reykjavik i heilan dág, ef þeir
hafa tima og nenna þvi, en aörir
ekki nema 6 — sex — sekúndur.
Og svo koma að sjálfsögöu ýmis
milliskref.
Og þaö er einmitt þarna, sem
hundurinn liggur grafinn. Allir
á svæði 91, aö undanskilinni
Mosfellssveitinni og Kjalarnes-
inu, geta talað sin á milli — og
þeir eru 114-116 þúsund — og viö
alla aðila og stofnanir i þjóöfé-
laginu fyrir 9 krónur hvert sim-
tal.
Þegar kemur á hin svæöin
verður annaö uppi á teningnum.
Tökum t.d. simanotanda á Isa-
firði, Akureyri, Vopnafiröi eða
Seyðisfirði, sem þarf nauösyn-
lega að hringja i stofnun eöa
fyrirtæki og reiknum með
meðai „viðtalsbili” eöa 3
minútum. Þá kostar simtalið
þennan aðila ekki 9 kr. heldur
270 krónur. Ef við hér i Mos-
fellssveit þurfum að hringja
niður I Arbæjarhverfi kostar
það 27 kr. viðtalsbilið. Fyrir
Sandgerðing kostar það 135 kr.
og fyrir Vestmannaeying 162 kr.
Ekki er fallegra um að litast á
ýmsum öörum sviðum gjald-
skrárinnar. T.d. kostar „við-
talsbilið” milli Sandgeröis og
Keflavikur 27 kr„ milli bórs-
hafnar og Raufarhafnar 162 kr.,
Akraness og Borgarness 135 kr„
Hellu og Hvolsvallar 36 kr„
Patreksfjarðar og Tálkna-
fjarðar 54 kr„ Selfoss og Hvera-
geröis 36 kr., Akureyrar og Dal-
vikur 135 kr., og Seyöisfjaröar
og Reyöarfjarðar 135 kr.
Þessidæmi eru tekin af handa-
hófi úr gjaldskrá á bls. 8 og 9 I
gildandi simaskrá og varla hafa
gjöldin lækkaö siöan hún kom
út. Sjálfsagt má finna margt
fleira fróðlegt i gjaldskrá
Landssima Islands, sem aö
verulegu leyti virðist byggö á
sama grundvelli og fyrir 70
árum, þó sjálfsagt meÖ æöi
mörgum frávikum, sem kunna
aö hafa skekkt hana eitthvað á
hinum sjötuga grunni.
I byrjun aldarinnar var tsland
aö mestu leyti bændaþjóðfélag.
Aðeins fáir voru meö nokkurn
rekstur. Simanotkun hefur ekki
verið mikil fyrstu árin eöa jafn-
vel áratugina. I dag er þetta
gjörbreytt, siminn er orðinn al-
menningseign og eiginlega
hverjum manni nauðsynlegur
eins og nú háttar i þjóðfélaginu.
Hér er þörf úrbóta
Eins og sést af framan-
greindum dæmum, hlýtur að
vera mikill mismunur á sima-
kostnaöi landsmanna eftir bú-
setu. Að visu eru færri skref
innifalin i fastagjaldinu á svæöi
01, en það gerir hvergi nærri aö
vega upp á nóti hinum háu
gjöldum annarra svæða.
I þessu sambandi vil ég taka
það skýrt fram, að meö þvi sem
ég segi i greinarkorni þessu, er
ég ekki á nokkurn hátt aö ásaka
simnotendur á svæði 91. Þeir
setja ekki gjaldskrá simans,
heldur borga þaö sem upp er
sett eins og aðrir. Hins vegar
held ég að fáum dyljist, aö þörf
sé á að endurskoða gjaldskrá
Landssimans.
Hvaö er hægt að gera?
I fyrsta lagi þarf að umbylta
gjaldskrá Landssimans og
endurskipuleggja hana frá
grunni. Veröi þá stefnt að þvi,
að simagjöld komi sem jafnast
niður á landsmönnum, en ekki
veröi 30 sinnum dýrar fyrir fólk
i dreifbýlinu að reka erindi sim-
leiðis i Reykjavik en t.d. fyrir
Hafnfirðinga.
Veröi gjöld dreifbýlisins
lækkuö til muna, er hætt viö, að
tekjur Landssimans lækki um of
og hann verði enn siður fær um
það en nú, að rækja þjónustu-
hlutverk sitt, en þaö má ekki
ske.
Til aö fyrirbyggja of mikla
tekjurýrnun af þessum sökum,
finnst mér aö ætti aö setja
„þak” á skrefin á svæöi 91,
þannig aö þau yröu t.d. 3 eöa 5
Hrólfur Ingólfsson
eða 10 minútur, en ekki ótak-
mörkuð eins og nú er. Þetta
myndi ábyggilega hækka tekj-
urnar verulega.
Háttvirtir alþingismenn
A liðnum árum hafa ýmsir
ágætir alþingismenn unniö að
leiöréttingu þessara mála, bæöi
utan þings og innan, en árangur
oröið lítill sem enginn. Astæö-
una tel ég vera þá, aö málið
hefur verið lagt fyrir Alþingi
vegna óska og hagsmuna eins
ákveöins byggöarlags eöa tak-
markaðs svæöis. Þá hefur risiö
upp fjöldi þingmánna og lýst þvi
yfir, aö lika þyrfti lagfæringar
við á þessum stað og hinum lika.
Að lokum hafa staðirnir verið
orönir svo margir, sem ég rengi
ekki, aö ekkert hefur orðið úr
neinu.
En þetta getur ekki gengið
svona lengur. Það þarf aö taka
fast i taumana, ekki meö þvi aö
reyna að ota fram hagsmunum
eins byggðarlags eða landshluta
umfram annan (þó ég þægi aö
simareikningurinn minn væri
lægri) heldur, eins og ég hefi
drepið á, meö þvi að stokka
gjaldskrána og þjónustu Lands-
simans yfirleitt, upp frá rótum.
Og það á að vera hlutverk Al-
þingis. Vil ég beina þvi til hátt-
virtra alþingismanna — a.m.k.
þeirra, sem sitja á þingi fyrir
dreifbýliskjördæmi, að sam-
þykkja nú á þessu þingi þings-
ályktunartillögu, sem leiði til
þess að svo veröi gert. Trúi ég
þvi ekki að óreyndu, að flutn-
ingsmenn vanti.
Þessi endurskoðun verður aö
framkvæmast af sérfróðum
mönnum fyrst og fremst þó ég
telji ekki heppilegt, aö starfs-
menn Landssimans veröi þar i
meirihluta.
En fyrir alla muni reynið þið
að halda málinu utan við pólit-
íkina, bæði flokkspólitik og
hreppapólitik.
Tóbaksauglýsingar í sjónvarpi
Eru ekki i gildi hér á landi
lög um bann við tóbaksauglýs-
ingum? Ég veit ekki betur en
svo sé.
Þó ber ég þessa spurningu
fram, og er það vegna þess aö
svo er að sjá, að stjórnendur
sjónvarpsins viti þaö ekki, —
eöa láti sem þeir viti þaö ekki.
Astæöan til þess, að ég tek
svo til oröa, er sú, aö á sjón-
varpsskjánum hafa aö undan-
förnu birzt tvær auglýsingar
þar sem tóbaksreykingar eru
snar þáttur i auglýsingunum.
Þessar auglýsingar eru frá
Happdrætti háskólans og H/F
Myndiðjunni Astþóri. Sú
siöarnefnda byrjar meö þvi,
aö glaðhlakkalegur maöur
réttir hálfreyktan vindil að
sjónvarpsáhorfendum um leiö
og hann blæs frá sér reykjar-
stróki. Þetta tel ég hneyksli og
alveg ósamboöiö sjónvarpinu
aö taka svona'áuglýsingar til
birtingar, — stofnun, sem á aö
heita menningartæki, og sem
aö sjálfsögöu er þaö aö ýmsu
leyti.
Ósjálfrátt vaknar hjá manni
sú spurning, hvort erlendir
tóbaksframleiöendur leggi
ekki fé i framannefnda aug-
lýsingu, og e.t.v. fleiri rdikar.
Annað eins hefur gerzt bæöi
i sambandi viö tóbak og önnur
eiturefni.
Þessi sama — eða svipuö —
auglýsing frá áöurnefndu
fyrirtæki var margsýnd i sjón-
varpinu um áramótin 1975-
1976. Af sérstökum ástæöum
varö ekkert af þvi, að ég fyndi
aö þessu þá, en nú get ég ekki
þagaö.
Um auglýsingar frá Happ-
drætti háskólans er svipaða
sögu aö segja, og þá er ég hefi
lýst hér á undan, þó ber minna
á vindlinum nú um þessi ára-
mót heldur en áramótin 1975-
1976, en þá var beinlinis beöið
um aö kveikt yröi i vindlinum.
Auk þess voru þá fengnir
(fyrir kaup?) þrir sómamenn
til þess að vera með skrípalæti
fyrir framan áhorfendur
sjónvarpsins.
Mér finnst, aö Happdrætti
háskólans sé svo nátengt
æðstu menntastofnun þjóöar-
innar,aðþaðættiaö vera fyrir
neðan virðingu þess að bjóöa
fólki þetta. Eöa finnst ykkur
þaö ekki góöir háskólaborgar-
ar, ef þið hugsiö máliö vel?
Eöa er með þessu móti aðeins
veriö að höfða til okkar al-
múgamannanna?
Þessar auglýsingar minna
alitof mikiö á bandariskar
skrumauglýsingar til þess aö
þær örvi fólk til aö kaupa
happdrættismiöana, ef það
hefur ekki ætlaö sérþaðáður.
Ég vil þvi i fullri vinsemd
benda á, hvort það myndi ekki
verka betur aö auglýsa þann-
ig, aö tvö smekklega klædd
ungmenni væru sýnd á
sjónvarpsmyndinni meö eftir-
farandi texta: „Vilt þú ekki
styöja Háskóla tslands?”
En svo að ég viki aftur aö
hlut sjónvarpsins í útsendingu
áöurnefndra auglýsinga, þá
tel ég, að þaö beri a.m.k.
helminginn af ábyrgöinni á
þvi, aö þær eru sendar út. Þaö
væri yfirklór aö skjóta sér á
bak við þaö, aö leyfilegt sé aö
auglýsa tóbak innan dyra, þótt
i fljótu bragði sýnist, aö þaö
væri hægt.
Siöustu orö mín um þetta
skulu þvi verða þau, að biöja
forráðamenn sjónvarpsins að
hætta útsendingum á þeim
auglýsingum þar sem á ein-
hvern hátt er höföaö til
tóbaksnotkunar, þvi nú er,
sem betur fer, hafin - barátta
gegn tóbaki og öörum eitur-
efnum, og þaö má ekkert gera,
sem dregur úr þvi, aö sú bar-
átta beri árangur.
í þvi efni ætti þaö aö vera
skylda sjónvarpsins og Há-
skóla Islands aö vera þarna i
fararbroddi.
Sigurjón Valdimarsson
Heimilis
ánægjan
eykst
með
Tímanum
-