Tíminn - 28.01.1977, Blaðsíða 1
Ullarvörur seldar til Sovét fyrir 190 milljónir — Sjd bak
’ÆNGIRr
Áætlunarstaðir:
Bíldudalur-Blönduóc Búðardalur'
I Flateyri-Gjögur-Hólmavík
Hvammstangi-Rif-Reykhólar
Sigluf jörður-Stykkishólmur
i Súgandaf jörður
Sjúkra- og leiguflug
um allt land
Símar:
2-60-60 oq 2 60-66
uimui
22. tölublað—Föstudagur 28. janúar 1977 —61. árgangur
Verslunin & verkstæðið
FLUTT
á Smiðjuveg 66 Kóp.
( teint andspænis Olís í neöra Breiöholti - þú skilur?)
Síminn er 76600
____LAHPVÉLARHF.
Strokufanginn Barba Smith:
Fór nokkrum sinnum úr
landi
meðan hann var í farbanni
Gsal-Reykjavik — Christo-
pher Barba Smith, eöa
„Korkurinn”, eins og hann
er kallaöur, komst tvisvar
eöa þrisvar sinnum úr landi
haustiö 1975, þegar hann átti
aö vera I farbanni vegna
meintrar þátttöku f ffkni-
efnamáli. Þorgeir Þorsteins-
son lögreglustjóri á Kefla-
vikurflugvelli haföi krafizt
þess, aömaöurinn yröi sett-
ur i farbann, þar sem bönd
heföu mjög borizt aö honum
vegna fikniefnamáis, sem þá
var aö hefjast rannsókn á.
t desembermánuöi sama
ár, nánar tiltekiö 12. desem-
ber, var Barba Smith lír-
skuröaöur i gæzluvaröhald
vegna þessa máls, auk nokk-
urra annarra bandarískra
hermanna, og sat hann I
gæzluvaröhaldi til 5. marz
1976. Þá var honum sleppt úr
haldi, enda rannsókn máls-
ins lokiö, og hann færöur til
heryfirvalda á Keflavikur-
flugvelli, sem áttu aö annast
gæzlu hans, þar til dómur
félli I málinu.
Nokkuö dróst, aö ákæru-
skjal yröi gefiö út, en þaö
geröist 31. mai 1976. Um
svipaö leyti og taka átti fyrir
mál bandarisku hermann-
anna, kom upp mjög um-
fangsmikiö fikniefnamál
meöal tslendinga, sem
nokkrir hermenn af Miönes-
heiöiblönduöust inn i. Þeirra
á meöal var Barba Smith, og
þótti þvi óráölegt aö dæma i
fyrra málinu, fyrr en bæöi
málin voru komin á hreint.
Barba Smith var siöan úr-
skuröaöur i gæzluvaröhald 7.
nóvember s.l. og var i haldi
fram i þennan mánuö, er
heryfirvöld á Miönesheiöi
óskuöu eindregiö eftir þvi, aö
lögsaga yfir honum yröi færö
yfir til þeirra.
A timabilinu frá 5. marz
1976, þegar gæzluvaröhaldi'
hans lauk vegna fyrra máls-
ins, þangaö til 7. nóvember
sama ár, áttiBarba Smith aö
vera i strangri gæzlu hers-
ins.
Á þessu timabili stundaöi
hann umfangsmikla fikni-
efnadreifingu til hermann-
anna á Miönesheiöi, aö þvi er
hópur tslendinga hefur boriö
viö yfirheyrslur.
Aö visu veröur aö taka þaö
meö I reikninginn, aö her-
yfirvöld eiga I töluveröum
erfiöleikum meö svona
gæzlu, þar sem lögsaga i
málinu er I höndum ts-
lendinga og þvi ekki hægt aö
setja manninn I varöhald.
Hefur herinn kvartaö undan
þessu viö islenzk yfirvöld.
Þegar rannsókn i þessu
máli lauk, hvaö snertir ís-
lendinga, kom beiöni frá her-
yfirvöldum þess efnis, aö
þau fengju lögsögu yfir
manninum — og varö rikis-
saksóknari viö beiöninni.
Barba Smith er svo ekki
nema nokkra daga i bragga-
fangelsi hersins, er hann
sleppur út á mjög dularfull-
an hátt og hefur ekkert til
hans spurzt siöan.
Það.aö þessi maöur skuli
sleppa úr landi nokkrum
sinnum meöan hann á aö
vera i farbanni, og aö hann
skuli geta haft mikil viö-
skiptaumsvif meö fikniefni,
meöan hann á aö vera undir
ströngu eftirliti — er svo al-
varlegt mál, aö heryfirvöld á
Miönesheiöi veröa aö svara
fyrir þaö.
Svona strauk hann
HV-Reykjavik. Kvöldiö sem Barba Smith slapp úr
fangavístinni hjá varnarliöinu var hann, ásamt fanga-
vöröunum, aö horfa á kvikmynd á ganginum milli
huröannatveggja.semsjásthérá meöfylgjandi mynd.
Innri dyrnar, fjær á myndinni, sem eru aö sjálfri
fangageymslunni, voru lokaöar og fyrir framan þær
var sýningartjaldiö.
Fremri dyrnar, nær á myndinni, voru hins vegar
opnar, eins og á myndinni, og hægra megin innan viö
þær stóö Barba Smith, án þess fangavöröunum þætti
nokkuö óeölilegt viö þaö.
Framan viö dyr stóö svo sýningarvélin.
Barba Smith smeygöi sér einfaldlega út um þessar
fremri dyr, skeilti þeim í lás á eftir sér, og tókst þannig
aö losna úr fangavistinni. Sjá bis 3.
TimamyndG.E.
*
♦
Viðræður við Sovétmenn um
samvinnu í fiskverndarmálum
gébé-Reykjavik — Aö undan-
förnu hefur dvaliö hér á landi
þriggja manna sovézk nefnd
til viöræöna viö fsienzka for-
ráöamenn um samvinnu á
sviöi fiskverndar. „Eftir þvi
sem ég bezt veit miöar viö-
ræöunum vel áfram, en þær
eru eingöngu á sviöi vfsinda og
tækni. Þaö hafa áöur veriö
geröir samningar milli þjóö-
anna um slika samvinnu og
má segja aö hér sé um endur-
nýjun á þeim samningum aö
ræöa og kannski viöbót,”
sagöi Matthias Bjarnason,
sjávarútvegsráöherra i gær.
Þegar ráöherra var inntur eft-
ir þvi, hvort nokkrar beiönir
um veiöiheimildir heföu kom-
iö fram á þessum fundum,
svaraöi hann neitandi og kvaö
viöræöurnar eingöngu miöast
viö hugsanlega samvinnu
landanna á sviöi visinda og
tækni.
„Þeir, Sovétmennirnir,
ræddu viö mig i morgun, um
hafréttarmál og ástand og
horfur i fiskverndarmálum.
Drög aö niöurstööum þessara
viöræðna veröa slöan lögö fyr-
ir rlkisstjórnina og utanrikis-
málanefnd til frekari ákvörö-
unar,” sagöi ráöherra.
Formaður islenzku nefndar-
innar er Pétur Thorsteinsson,
sendiherra en aörir nefndar-
menn eru Jón L. Arnalds,
ráðuneytisstjóri, Jón Jónsson
forstöðumaöur Hafrannsókn-
arstofnunar, Björn Dagbjarts-
son, forstjóri Rannsóknastofn-
unar fiskiönaöarins, og Guö-
mundur Eiriksson, sem starf-
ar i utanrikisráðuneytinu.
Fisksamningur undirritaður í Moskvu:
„HEILDARVERÐAAÆTI RÚM-
IR 2,1 MILUARDAR KRÓNA
gébé-Reykjavik — „Sölu-
samningur um átta þúsund
tonn af fiskflökum og fimmtán
hundruö tonn af heilfrystum
fiski, var undirritaöur hér i
Moskvu I dag og er heildar-
verömæti samningsins um
11,5 milljónir dollara, eöa
rúmir 2,1 milljaröar islenzkra
króna,” sagöi Hannes Jóns-
son, sendiherra tslands i
Mosvku, þegar Timinn ræddi
viö hann I gær. Hannes bætti
viö, aö veröiö sem fékkst fyrir
fiskflökin nú, væri um 27-28%
hærra en þaö verö sem fékkst
viö siöustu samninga.
ólafur Jónsson, aöstoðar-
framkvæmdastjóri sjávaraf-
uröadeildar SIS, og Arni Finn-
björnsson, sölustjóri Sölumið-
stöövar hraðfrystihúsanna,
undirrituðu samninginn fyrir
hönd seljenda, en kaupendur
eru sovézka fyrirtækið Prod-
intorg. „Þaö er mjög ánægju-
legt, aö samningur þessi var
undirritaður á sama degi og
Prodintorg hélt hátiðlegt 25
ára starfsafmæli sitt. Prodin-
torg er það sovézka fyrir-
tæki sem kaupir meira
magn af Islenzkum sjávaraf-
urðum, freðfiski, lagmeti og
fiskimjöli, en nokkurt annað
sovézkt fyrirtæki,” sagði
sendiherrann. Til dæmis má
hér nefna stóra lagmetis-
sámninginn, sem undirritaður
var i Moskvu nýlega við Prod-
intorg.
Timinn bað Sigurð Markús-
son, framkvæmdastjóra
sjávarafuröadeildar SIS, um
upplýsingar um hver sala á
flökum og heilfrystum fiski til
Sovétrikjanna hefði verið á s.l.
ári, til samanburðar þessum
nýja samningi, en Sigurður
neitaði aö gefa umbeönar upp-
lýsingar. Ekki tókst að ná
sambandi við forráðamenn
hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna sömu erinda.
Tékkar sigruðu í landsleiknum í gærkvöldi — Sjá íþróttir