Tíminn - 28.01.1977, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 28. janúar 1977
Grein stu se.m hér birtist I laus-
legri þýöingu, er eftir dr. Ed-
ward Teller, frægan bandarisk-
an kjarnorkuvlsindamann.
Ræöir dr. Teller m.a. um orku-
skort og þróun nútimatækni og
visinda, en auk þess fjallar hann
um fátækt og hvernig megi
leysa þetta vandamál sem fylgt
hefur mannkyninu frá örófi
alda.
„A siöasta aldarfjóröungi
tuttugustu aldarinnar veröur
einn þáttur I sögulegri þróun
heimsins mikilvægastur. Þaö er
útbreiösla iönbyltingarinnar.
Þessi þróun er þegar hafin og
veröur ekki lokiö fyrr en um
aldamótin. En næstu áratugir
munu skera úr um hvort hún
stuölar aö auknum stööugleika
og framförum eöa meiri erfiö-
leikum og upplausn. Þetta
vandamál hefur margar hliöar,
sem snúa i mismunandi, og oft
gagnstæöar áttir. Aöal-
spurningin hefur þó veriö og
mun veröa spurningin um fá-
tæktina, sem er hættulegasta
tegund mengunar i heiminum,
segir dr. Teller.
Sögulegt yfirlit
„Frá alda ööli var fátækt
fylgifiskur allra nema mjög lít-
ils minnihluta. Þessi augljósa
staöreynd hefur jafnan fariö
framhjá mönnum sökum þess aö
sáralitiö er rætt um þá fátæku á
spjöldum sögunnar. Þaö er
mjög liklegt, aö fyrsti mögu-
leikinn fyrir meirihluta fólksins
til aö flýja fátækt og örbirgö,
hafi komiö meö iönbylting-
unni.”
Dr. Teller segir, aö nú á dög-
um sé viökvæöiö aö biliö milli
hinna riku og fátæku hafi aukizt
en þaö sé ekki allsendis rétt.
Þaö sé vissulega rétt, aö þeir
riku hafi oröiö rikari en i raun-
inni þurfi ekki nema llta til loka
annarrar heimsstyrjaldarinnar
til aö sjá aö hiö gagnkvæma
gildi ekki almennt um þá fá-
tæku. A þessum tima fannst gott
og þolanlegt lif aöeins I þeim
löndum, sem ekki liöu
hömungar styrjaldarreksturs-
ins, og þaö náöi til aöeins 300
milljón manna, eöa minna en tiu
prósenta af fólkinui heiminum.
I dag hafi lönd Evrópu, þar
meö taliö Rússland, alveg náö
sér af þeim sárum, sem styrj-
öldin skildi þau eftir I. Þaö sama
eigi viö umJapan og ýmis önnur
lönd. Nú sé svo komiö, aö einn
fjóröi af mannkyninu eöa nær
1000 milljónir manna, hafi
losnaö viö verstu afleiöingar fá-
tæktarinnar. Og þó aö segja
megi, aö ibúar Kina séu enn fá-
tækir, þá sé þaö ekki sambæri-
legt viö þaö, sem áöur var. En á
sama tima er ástandiö vægast
sagt hræöilegt meöal annarra
þjóöa. Og þegar litiö sé á þetta
fólk, megi vissulega segja, aö
þeir fátæku hafi oröiö fátækari.
Hver hafa oröiö og hver veröa
áhrif tækniþróunar?
Þaö getur ekki veriö neitt
vafaatriöi, aö tæknin hefur ver-
iö ómetanleg hjálp I þróuöu
löndunum. Svo viröist sem
fyrsti árangur nútima tækni og
visinda næstum alls staöar, hafi
veriö aöferöir til aö minnka
ungbarnadauöann. Þetta er nú
mjög áberandi i hinum van-
þróaöa hluta heimsins og þó aö
þessi þróun sé þakkarverö geta
afleiöingarnar veriö hættuleg-
ar. Þetta er t.a.m. ástæöan fyrir
þeirri dæmalausu fólksfjölgun,
sem átt hefur sér staö siöustu
áratugina. t mörgum fátækari
löndunum er mannfjölgunin nú
þrjú prósent árlega, en til
samanburöarmá geta, aö þegar
mannfjölgunin i Evrópu var
mest á siöustu öld, var hún aö-
eins eitt prósetn á ári.
Enginn getur búizt viö aö
fólk breyti um siöi og lifsvenjur
á skömmum tima, segir dr.
Teller. Venjulega, og réttilega
svo.er þvi hafnaö, þegar utanaö-
komandi öfl reyna aö stjórna,
eöa aöstoöa viö aö koma stjórn á
mannfjölgunina I vissum lönd-
Vannæring og vonleysi er fastur fylgifiskur örbirgöar.
Snauöir Indverjar draga fram iifiö á gjafakorni
um. En þegar til lengdar lætur,
hljóta þessar þjóöir sjálfar aö
finna beztu aöferöina til aö tak-
marka barneignir. En áöur
en þaö er gerter ljóst, aö mann-
fjöldinn, sém nú er 4000 millj.
veröurum aldamótinum þaö bil
7000 millj.. Þetta hefur I för
meö sér tvö vandamál, sem viö
veröum aö horfast i augu viö.
Annaö er orkuskortur. öll
gerum viö okkur ljóst vanda-
máliö samfara þverrandi orku-
lindum.Þó er engin ástæöa til
annars en aö trúa þvi, aö tæknin
muni finna hentuga lausn á þvi
meö þvi t.d. aö nota aörar orku-
uppsprettur, s.s. kjarnorku og
sólarorku. En þaö veröur ekki
gert næstu árin, og i þaö
minnsta einn áratug veröum viö
aö takast á viö mjög alvarleg
vandamál.
Á meöan veröa miklar
breytingar á efnahagslegri upp-
byggingu i heiminum. Aldrei
fyrr hefur veriö eins mikill og
hraöur flutningur á fjármagni
milli landa og nú. Þaö er ein
kenning, sem kommúnistar og
kapitalistar koma sér saman
um: mikilvægi fjármagnsins.
En mér er þaö mjög til efs, aö
hún sé rétt. Eftir lok annarrar
heimsstyrjaldarinnar var lltiö
fjármagn til I Þýzkalandi og
Japan, og voru þær efnahags-
legu framfarir, sem þar uröu á
stuttum tima, skýröar sem
efnahagslegt kraftaverk. Þaö
sem geröist var algjörlega and-
stætt öllu þvi sem búizt haföi
veriö viö. Mér viröist þvl sem
þekking á tækni og rynsla á
sviöi iönskipulagningar sé
mikilvægari en fjármagniö.
1 dag höfum viö gagnstætt
ástand við þaö sem geröist I
þessum löndum, þar sem OPEC
rikin eru. Þau skortir alla
tækniþekkingu og reynslu en
hafa hins vegar sand af pening-
um. Þar er mikil fátækt þó að
reynt hafiveriö aö gera átakiaö
þróa fram tækni á ýmsum
sviöum. Efnahagslega séð hefur
orkukreppan hagkvæmar af-
leiöingar fyrir lönd eins og t.d.
Iran og Indónesiu og samkvæmt
þvi ætti fjöldi manns þar aö
geta flúið þá fátækt, sem þeir’
búa viö núna. En i heildina
veröa afleiöingar orku-
kreppunnar skaölegar. Þau
lönd, sem verst lenda I þvl, eru
fátæk lönd, sem ekki eiga ollu og
skortir matvæli. Þau geta
hvorki keypt mat, né þróaö
fram aöferöir til aö framleiöa
meiri mat. Þaö þarf orku til aö
framleiða áburö, og mikla orku
fyrir áveitur og ýmiss konar
vélar. Astandiö er ef til vill
verst I Bangladesh, þótt liklegt
sé, aö meira en 1000 milljónir
manna veröi hart úti af þessum
sökum, og margir hreinlega
deyi úr hungri.
Þetti. leiöir okkur aö hinu
vandamálinu, sem er eldra og
mun verða enn alvarlegra en
orkuskorturinn: Matvæla-
skortur. Aukin fæöuframleiösla
ætti aö geta haldiö i viö mann-
fjölgunina, jafnvel i þeim lönd-
um, þar sem mannfjölgunin er
hrööust. En þaö er alls ekki auð-
velt að sjá hvernig hægt er aö
framleiöa nógan mát fyrir þær
7000 milljónir sem fyrirsjáan-
legt er aö veröi hér á jöröinni
þegar tuttugasta og fyrsta öldin
rennur upp. 1 baráttunni við fá-
tæktina er aðalvandamáliö aö
finna nægilegt fæði.
A þessu stigi málsins segir dr.
Teller er vert aö minnast á
viðtekna skoöun sem mjög er
haldið á lofti. Sagt er, aö þróuöu
rikin byggi á iönaðarfram-
leiöslu, og vanþróuöu löndin út-
vegi þeim hráefni til þess, þar á
með hráefni til matvælafram-
leiðslu. Þessi skýring tilheyrir
fortlöinni, þvi þróunarlöndin
álita aö iönvæöing sé stökkpall-
urinn til velferöar og auös. Og
þar á ofan kemur sú staöreynd,
aö Bandarikin flytja i dag inn
mikið af iönvarningi, en eru
aöalmatvælaútflutningsrlki I
heiminum. Um þaö bil þrlr
fjórðu af matvælum, sem á
markaðnum eru koma frá
Bandarikjunum.
Skýrgreiningin á tækni þyrfti
endurskoöunar viö, þvl fæöu-
framleiöslan er mikilvægasti
þátturinn i nútima tækni. Ef
takast á aö uppræta fátækt i
heiminum verður fæöufram-
leiöslan umfram allt aö sitja i
fyrirrúmi.
Þá segir dr. Teller, aö með
tækniþróuninni hafi tekizt aö
koma á auknu réttlæti. 1 staö
þess aö skipta kökunni niöur i
fleiri parta, sé hún stækkuð. Og
þaö séljóst, aö möguleikarnir til
að stækka kökuna hafi aldrei
verið betri en einmitt nú. Þetta
hafi verið aöferö Bandarikjanna
viö að leysa vandamáliö, og i
þessu tilfelli væri hún rétt. En
þráttfyrir þaö væri fátæktin er-
fitt og beinlinis ægilegt vanda-
mál. Það væri griöarlega viöa-
mikið og einungis mögulegt aö
leysa þaö smátt og smátt. En
skiljanlega sé þaö mjög erfitt
fyrir þá fátæku aö sætta sig viö,
aö þeir veröi aö vera þolinmóð-
ir.
Aö siöustu segir svo I grein dr.
Tellers: „Þaö eru góöar líkur á
þvi aö tæknivæddur heimur geti
verið friösamlegur, en aöeins
meö þvi aö breytingunum veröi
komiö á af Jjekkingu og umfram
allt meö hraöa um heiminn. Ef
allur almenningur og allar
rikisstjórnir vildu samþykkja
að þetta væri helzta vandamál-
iö, gætum viö öll horft til fram-
tlöarinnar meö öryggi. Og ef aö-
eins meirihluti fólksins og
nokkrar rikisstjórnir vildu sam-
þykkja þaö, heföum við enn
möguleika.”
(Þýtt J.B).