Tíminn - 28.01.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.01.1977, Blaðsíða 4
Föstudagur 28. janúar 1977 MEÐI MORGUN- KAFFINU % -ijoaU- — bandarískir dálkahöfundar Tviburarnir Esther Pauline og Pauline Est- her Friedman, mættu báðar á afmælishátið, sem haldin var i mið- skóla þeirra i Sioux City. Þær eru nú um sextugt og þekktar um öll Bandarikin fyrir ráðleggingadálka sina I dagblöðum. Duinefni þeirra eru Ann Landers (sú fyrri) og Kæra Abby. 1 skólanum var Esther kölluð „Eppie” og Pauline var kölluð „Po-Po”, og þær eru enn kallaðar það af vin- um sinum. Po-Po giftist auðugum kaupsýslu- manni I Beverley Hills, en Eppie, sem býr i Chicago er skilin við mann sinn. Velgengni og frægð eiga þær báðar að þakka vinsældum sinum vegna dálkanna, sem þær birta i um 1700 dagblöðum. „t miðskóla litum við nákvæmiega eins út og vorum eins klæddar. Viö vorum vanar þvi að glápt væri á okkur, segir Po-Po og játaði, að komið hefði fyrir, að þær skiptust á i bekkjum, eftir þvi hvor haföi gert heimavinn- una. Liffræbikennarinn, sem nú er 88 ára, kann- aöist við að hafa stund- um verib gabbaður. En bekkjarfélagar minnt- ust þess, að Leo Kuchinski, fiðlukennar- inn, hefði haft pottþétt njósnakerfi. Hann þurfti aðeins að heyra fyrstu nótuna. Ef hún hljómaði likara og hjá Jack Benny (frægur grinisti) en Jascha Heifetz, hlaut þab vera Eppie. Allur orörómur um afbrýðisemi og óvinskap á liðnum árum milli hinna tveggja dálkahöfunda er ósann- ur. t lokaveizlunni á Hilton veitingahúsinu kusu þær að vera ekjti eins klæddar sem sjá má á myndunum, sem fylgja. Á litlu myndinni eru þær þriggja ára gamlar, á næstu tveim myndum eru þær á miö- skólaaldri, þar sem einkunnaspjöldin þeirra voru svo aö segja eins, og siðan koma myndir úr afmælishófinu. fitnans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.