Tíminn - 01.02.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.02.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. febrúar 1977 3 — ekkert neyðarástand hefur þó skapast Þjóðleikhúsið: Styrkveiting á stóra sviðinu úr AAinningarsjóði Stefaníu Guðmundsdóttur, er 100 ára afmælis hennar var minnzt gébé Reykjavik — 1 tilefni af 100 úra afmœli Stefanlu Guðmunds- dóttur ieikara var stutt athöfn á sviði Þjóðleikhússins s.l. sunnu- dagskvöld, en þá var verið að sýna þar Nótt ástmeyjanna. Sveinn Einarsson þjóðleikhús- stjóri hélt stutt ávarp fyrir sýninguna I tilefni afmælisins, og eftir sýninguna, afhenti Þorsteinn ö. Stephensen, sem er formaður Minningarsjóðs Stefániu Guð- mundsdóttur, leikurunum Þóru Friðriksdóttur og önnu Kristfnu Arngrlmsdóttur, styrk úr sjóðn- um. „Tilgangur sjóðsins er aö styrkja islenzka leiklistarmenn til náms erlendis, og er þar átt viö að þeir kynni sér leikhússtarf erlendis og kynnist leikhúsfólki til að auka vlösýni slna og þekk- ingu”, sagði Þorsteinn ö. Frá afhendingu styrksins úr Minningarsjóði Stefaniu Guð- mundsdóttur á sviði Þjóðleik- hússins s.l. sunnudagskvöld. Frá vinstri: Þóra Friðriksdótt- ir, Þorsteinn 0. Stephensen og Anna Kristin Arngrimsdóttir. Timamynd: G.E. Stephensen, þegar Tlminn ræddi við hann I gær. Hvor leikaranna um sig fékk kr. 250 þúsund, en þetta er I fyrsta skipti sem tveir leikarar fá styrk I einu úr sjóðn- um. Þorsteinn ö. Stephensen, sem hefur verið formaður sjóðsins frá Framhald á bls. 18. töfum vegna vatnsskorts i fisk- vinnslustöðvum. „Viö höfum far- iðþess á leit, bæði við fyrirtæki og einstaklinga, að spara vatn svo sem unnt er, og hefur fólk yfirleitt tekið þvi vel”, sagði hann. Viö og I uppistöðulóninu við Akrafjall er mikil ismyndun og krap, og eins og áöur segir er vatn allt búið i sjálfu lóninu. Að sjálf- sögðu rennur alltaf nokkuð vatns- magn I lónið, en þrýstingurinn á vatnskerfiö er mjög litill, en þaö vatn sem til fellur fer beint inn á kerfið. enn, segir bæjarstjórinn gébé Reykjavik — Helgi Tómas- son ballettdansari hlaut mikið lof fyrir dans sinn i Gisellu i New York fyrir skömmu, en blaöaum- mæli voru mjög á einn veg. Hann hljóp I skaröið fyrir dansarann Ivan Nagy, sem slasaðist, og tók Helgi að sér hlutverk aðalkarl- dansarans i Gisellu með mjög stuttum fyrirvara. Helgi, sem dansaö hefur með City Ballet, mun ekki hafa áöur dansaö þetta hlutverk iheild sinni, en skv. um- mælum i blaðinu New York Tim- es, fórst honum það sérlega vel úr h'endi og á greinarhöfundur varla nógu sterk orð til aö lýsa hæfni Helga og telur hann einn bezta ballettdansara I dag. Hrósaði hann mjög danshæfni Helga og þá ekki siður hæfileikum hans sem leikara, þvi aöhver hreyfing hans og látbragð hafi veriö með þeim hætti að unun var á að horfa. Hlutverk Gisellu dansaði Mari- anna Tcherkassky. lóninu við Akraf jall og það vatn sem þar til fellur fer beint inn á kerfið. Við lif- um í voninni um að það komi fljótlega lægð með blíðu," sagði hann. Magnús sagði einnig aö þaö gæti skapazt erfiðleikaástand, en ennþá væri þó ekki fariö aö bera á gébé Reykjavík — „Það hefur ekkert neyðarástand skapazt hér enn vegna vatnsleysis en ástæðan fyrir vatnsleysinu eru langvarandi þurrkar og frost", sagði Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi í gær. „Það er allt vatn búið úr uppistöðu- Ófaerð f Eyja- firði K.S.-Akureyri — í viðtali viö Björn Brynjólfsson hjá Vega- gerðinni á Akureyri I gær kom fram, að flestir vegir út frá Akureyri og Eyjafirði eru annað hvort illfærir eða alveg ófærir. Þó er fært um öxnadalsheiði til Skagafjaröar. Byrjaö var á að ryðja Dal- vikurveg snemma i gærmorgun með veghefli og snjóblásara, en siödegis í gær var þvi verki ekki lokið, og eftir þvi sem norðar dró virtist vera mun meiri snjór en i nágrenni Akureyrar. ujorn sagöi, aö um leið og veður batnaði yröi hafizt handa um að gera vegina færa að nýju, en eins og sakir standa er ekki hægt að spá hvenær það veröur. A Akureyri hefur færö viða verið slæm I úthverfum siðan á laugardagsmorgun, en helztu götur hafa þó verið ruddar. Alls urðu sjö árekstrar I bænum á laugardag og sunnudag, allir smávægilegir, og engin slys urðu á fólki, að sögn lögreglu- varðstjóra. Vatnsskortur á Akranesi á víðavangi Óskiljanleg tregða Hinn stórglæsilegi árangur islenzka landsliðsins I hand- knattleik siðustu daga hefur vakið veröskuldaða athygli. En þaö verða menn aö gera sér ljóst, aö til þess að ná slik- um árangri verður aö færa iniklar fórnir af hendi þeirra, sem veljast til þátttöku i landsliði og annast stjórn iþróttamála. Þaö er þess vegna sorglegt, aö stjórnvöld skuli beinllnis leggja stein i götu þeirra aðila, scm sjá um framkvæmd samskipta við er- lenda iþróttahópa. Kostnaður vegna samskipta við erlend landsliö er glfur- lega mikill fyrir tslendinga. Má þar fyrst nefna ferða- kostnað, sem er tiltölulega meiri fyrir tslendinga cn ná- grannaþjóöirnar, þegar á heildina er litiö. t annan stað má nefna hótelkostnaö, sem vaxiö hefur gifurlega mikið á undanförnum árum. Og 1 þriðja lagi má nefna svo- nefnda vallarleigu, en þaö er þaö gjald, sem iþrótta- hreyfingin verður að greiða fyrir afnot af iþróttamann- virkjum vegna landsleikja og annarra kappleikja. Þaö gjald er ákveðin próscnta af að- gangseyri. Þannig verður iþróttahreyfingin að greiöa þvi hærra gjald, sem aðsóknin er meiri. Má i þvi sambandi nefna, að vegna fyrri lands- leiksins viö Pólverja á dögun- um, þurfti Handknattleiks- sambandið að greiða unt 400- 500 þúsund krónur vegna tveggja klukkustundar leigu á Laugardalshöllinni. Sé að- sóknin minni greiöir iþrótta- hrcyfingin lægra gjald, en aldrei lægra en það, að viö- komandi iþróttamannvirki tapi ekki á viðskiptunum. i raun þýðir þetta það, að sá aðili, sem stendur fyrir heim- sókn erlends landsliös, tekur einn alla áhættu. Flugfélögin fá sitt, hótelin sitt og iþrótta- mannvirkin sitt, en Iþrótta- hreyfingin stendur i flestum tilfellum uppi með tap eða sáralitinn hagnað. Hún fær ekki aö njóta þess, þegar vel gengur. A sima tima og þetta fyrir- komulag gildir gagnvart Iþróttahreyfingunni, geta aðr- ir aöilar, sýningarsamtök og þeir, sem standa fyrir popp- hijómleikum, fengiö Laugar- dalshöllina léða fyrir fast gjald. Þessi stefna borgaryfir- valda er letjandi fyrir Iþrótta- hrcyfinguna varðandi sam- skipti viö erlenda aðila. For- ystumenn iþróttahreyfingar- innar halda að sér hendinni og halda þessum samskiptum I lágmarki, þvi að oft á tiöum vcröa þeir sjálfir aö gangast I persónulegar ábyrgðir vcgna þess halla, sem verður á þess- um samskiptum. BorgarfuIItrúar Fram- sóknarflokksins hófu fyrir 7 áruni baráttu fyrir þvi, að vallarleiga yrði lækkuð veru- lega. En þvi miður hefur að- eins litillega veriö komið til móts við þær óskir. Þessari baráttu verður haldið áfrarn, þvi að þaö er óumdeilanlegt, að árangur islenzkra Iþrótta- manna er góð landkynning, auk þess, sem góður árangur er hvetjandi fyrir unglinga til þátttöku i iþróttastarfinu. — a.þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.