Tíminn - 01.02.1977, Blaðsíða 8
8
Þriöjudagur 1. febrúar 1977
r
Bolungarvík:
Ný sundlaug
tekin í notkun
BE Bolungarvik— Sunnudaginn
29. janúar var tekin i notkun ný
sundlaug i Bolungarvik. Vigslu-
athöfnin hófst meö ávarpi Guö-
mundar Bjarna Jónssonar for-
manns sundlaugarnefndar. Þvi
næst flutti séra Gunnar Björns-
son tölu og kirkjukór Hólskirkju
söng undir stjórn Sigriöar Nord-
quist. Þvi næst rakti Guömund-
ur Kristjánsson bæjarstjóri
sögu bygginarinnar. Ymsir
fleiri tóku tilmáls.þará meöal
Þorsteinn Einarsson iþróttafull-
trúi og Jes Einar Þorsteinsson,
sem hannaöi verkiö, forseti
bæjarstjórnar og fleiri af
heimamönnum. Þvi næstu
stungu fjögur ungmenni sér til
sunds og aö þvi loknu var laugin
formlega tekin i notkun.
Bygging þessa mannvirkis
hefur nú staðiö yfir i fimm og
hálft ár, eöa frá árinu 1971, og
voru margir orönir langeygir
eftir aö verkinu lyki, ekki hvaö
sizt yngri kynslóöin, þar sem
sundiö er eitt skyldufagiö i
grunnskólanum. Heildarstærö
þessarar byggingar, eöa fyrsta
áfanga, er 6000 rúmmetrar, en
að flatarmáli 1333 fermetrar,
sem skiptist þannig: sundlaug
tilheyra 995 fermetrar og
væntanlegu iþróttahúsi 338 fer-
metrar. öll þessi bygging er I
samtengingu og tengslum viö
skólahúsiö á staðnum.
Laugin er hituö upp meö raf-
orku, sem af ýmsum ástæöum
þótti hagkvæmara en oliukynd-
ing. Sundlaug var hér áöur á
staðnum, sem Ungmennafélag
Bolungarvikur átti frumkvæöi
aö aö byggja og reka, og var
Mikið úrval
fyrirliggjandi
B KANTA-LISTAR
Iðg Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
'Armúla 16 ■ Reykjavík ■ sími 38640
© HEKLA HF. ©
Laugavegi170—172 — Sími 21240
ÁRGERÐ 1977
VOLKSWAGEN 1200L
Hann er framleiddur af frábærum fagmönnum og undir nákvæmu
eftirliti, sem tryggir að Volkswagenbillinn þinn mun reynast þér vel og
lengi. Það er lika þess vegna sem endursöluverð hans er hátt þegar þú
þarft eða vilt selja.
-Hin viðurkenndu Volkswagengæði eru ekki aðeins i Volkswagenbiln-
um, heldur og ekki siður i varahlutunum.
fyrsta kolakynta laugin hér á
landi. Hún hafði veriö starfrækt
i þrjátiu og fimm sumur, eöa
siöast 1969, og var þá búin aö
gegna sinu hlutverki. Hin slöari
ár hefur oröiö aö flytja skóla-
börnin héðan til Isafjaröar á
sundnámskeið þar, þegar ööru
skólanámi hefur verið lokiö.
Þetta var bæöi kostnaðarsamt
og ekki hættulaust að fara um
Óshliöarveg hvernig sem viör-
aöi. Meö tilkomu þessa nýja
mannvirkisskapast nýtt viöhorf
i þessum málum þvi „hollt er
heima hvat”.
I útgerðarbæ sem Bolgunar-
vik er það nauösynlegt, aö sjó-
menn og veröandi sjómenn geti
haldiö viö sundkunnáttu sinni,
því engmn veit fyrirfram hve-
nær á henni þarf aö halda. Yms-
ar góöar gjafir bárust sundlaug-
inni viö þetta tækifæri, þar á
meðal 200 þúsund krónur frá
þeim hjónum Margréti Guð-
finnsdóttur og Sigurgeir
Sigurössyni, til minningar um
tvo látna syni þeirra, Guöfinn og
Þórarin. 100 þúsund krónur bár-
ust frá Verkalýðsfélagi
Bolungarvikur, keppnisklukka
frá Jóni Fr. Einarssyni bygg-
ingarmeistara og sundfatnaður
frá Kvenfélaginu Brautin.
Aö vigsluathöfn lokinni, bauö
bæjarstjórn Bolungarvikur til
veizlufagnaöar i félagsheimil-
inu þar sem kvenfélgskonur sáu
um framreiöslu.
80 ára vígsluafmæli
Norðfjarðarkirkju
B.G. Neskaupstaö.Sunnudaginn
23. jan var 80 ára vigsluafmæli
Noröfjaröarkirkju.
Messa hófst kl. 14. Biskup hr.
Sigurbjörn Einarsson predikaöi,
sr. Svavar Stefánsson og sr. Páll
Þórðarson i Ytri-Njarðvík þjón-
uðufyrir altari, kór Noröfjaröar-
kirkju söng undir stjórn Agústs
Arm. Þorlákssonar. Mikið fjöl-
menni var viö guösþjónustuna.
Kaffidrykkja i Egilsbúö var eft-
ir messu i boði sóknarnefndar og
voru þar afhentar eftirfarandi
gjafir:
Bæjarstjórn Neskaupstaöar:
100 þús. kr.
Lionsklúbbur Noröfjaröar:
Nýja hurð á kirkjuna.
Sr. Páll Þóröarson, kona hans
Guðrún Gisladóttir og synir
þeirra: Fagran föstuhökul geröan
af Sigrúnu Jónsdóttur.
Barnabörn hjónanna Ásmund-
ar Jónssonar og Þórunnar Hall-
dórsdóttur, Vindheimi, Noröfiröi:
110 þús kr.
Börn Jóns Björnssonar bónda i
Neðri-Miöbæ og konu hans Sigriö-
ar Björnsdóttur gáfu 100 þús. kr.
til byggingarsjóös kirkju aö
Skorrastaö.
Sföustu búendur i Viöfiröi gáfu
fagran skáp undir Guöbrands-
bibliu.
Fleiri góöar gjafir bárust, hlý
orð og skeyti. Sr. Jakob Jónsson
dr. theol. fyrrv. sóknarprestur i
Noröfiröi og kona hans frú Þóra
Einarsdóttir sendu kveðju til
safnaðarins i frumortu ljóöi.
Sóknarprestur tilkynnti aö gjöf
bæjarstjórnar og önnur peninga-
gjöf, samtals kr.
láO.OOO.OO/yrði notuö til aö stofna
sjóö til að reisa eöa kaupa
safnaöarheimili.
Tónleikar voru svo ki. 21 um
kvöldiö i Noröfjaröarkirkju. Þar
komu fram: Ruth L. Magnússon,
söngkona, Haukur Guölaugsson,
söngmálastjóri þjóökirkjunnar,
kór Norðfjaröarkirkju undir
stjórn Ag. Arm. Þorlákssonar.
Tónleikarnir voru fjölsóttir og
undirtekir áheyrenda mjög góö-
ar.
Athugasemd
við vítur
21. janúar s.l. var haldinn fund-
ur i hreppsnefnd Hvamms-
hrepps, þar sem samþykkt var
áfyktun um atvinnumál. A
fundinum voru ræddar hug-
myndir um hafnargerö viö Dyr-
hólaey eöa annars staðar viö
Suöurströndina meö tilliti til
stóriöju. Var ályktunin birt I
Tfmanum á bls. 12 s.l. sunnudag.
Hér fer á eftir athugasemd um
ályktun fyrrnefnds fundar:
— 1 sambandi við vitur þær
á fundarboöendur Vikurfund-
arins 8. jan. sl., sem nokkrir
menn, sem kalla sig „Ahuga-
menn um hafnargerð viö Dyr-
hólaey”, hafa sent blöðunum,
er rétt aö taka af öll tvimæli:
Til fundarins var boöaö af
stjórn Samtaka sveitarfélaga i
Suöurlandskjördæmi og á-
kveðiö aö boöa eingöngu
kjörna sveitarstjórnarmenn.
Þarna lá þaö sama til
grundvallar og ganvart boöun
til sýslunefndar þar sem ein-
göngu eru til kvaddir kjörnir
sýslunefndarmenn. Heföi þvi
allt eins mátt vita fundarboö-
endur þess fundar sem hald-
inn var um þetta sama mál
um svipað leyti.
Varöandi þennan áhuga-
mannahóp sem ber fram vit-
urnar að hann skyldi ekki vera
boöaöur á fundinn vil ég aö-
eins segja þetta: — Erfitt mun
aö vinza úr meöal Skaftfell-
inga hverjir þar séu áhuga-
menn um hafnargerð og
hverjir ekki. Ahugamenn tel
ég þá vera upp til hópa i þeim
efnum. Þeir hefðu þess vegna
allir mátt fara i fýlu og klaga
yfir þvi að þeir fengu ekki að
vera með i leiknum. Hitt vil ég
láta koma fram, aö það er
sannarlega virðingarverð við-
leitni þessara manna, að vilja
stuðla að lendingarbótum viö
Dyrhólaey, þótt menn séu
ekki á einu máli eins og geng-
ur, um hvort þar sé farin sú
eina og rétta leið.
Aðalatriðið er, aö allir
standi saman sem einn maöur
um aö hrinda hinni gömlu
hugsjón um höfn á Dyrhóla-
eyjarsvæðinu i framkvæmd
með öllum tiltækum ráðum og
láta öll persónuleg og tilfinn-
ingaleg mál lönd og leið á
meðan hvaö þá aö pólitikin sé
látin ráöa þar feröinni.
Ekki mun af veita sagði
karlinn. togaði I og byrjaöi
reiptogið, þótt 12 menn væru á
hinum endanum.
Ingimar Ingimarsson
oddviti
Grein sem birtist I lesenda-
bréfum Timans s.l. sunnudag
meö nafni eins bónda úr Mýr-
dal undir, þarsem veitzt er að
mér persónulega tel ég ekki
svaraverða og tek jafnframt
fram, aö þótt fleiri skrif
kynnu að birtast af sama tagi,
mun ég ekki svara þeim.
Ingimar Ingimarsson.