Mánudagsblaðið - 04.10.1948, Side 2
2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 4. október 1948
Orf irisey jar verks
I©nÖ verSiaF refsa hana straks
EINU sinni fyrir mörgum
árjim, þegar bifreiðar voru
fyrst fluttar til íslands, var
mikið um það deilt, hvort
hinn íslenzki jarðvegur væri
nógu harður til þess að þola
þyngd þessarrar undra-
skepna. Margir málsmetandi
menn lögðu . sinn skerf til
málanna með og á móti og
að lokum fór svo að lands-
lýður sannfærðist um það, að
á slíkan innflutning yrði
hættandi og Alþingi lagði
blessun sína á hann. Svona
hefur það jafnan verið um
allar nýjungar hér á landi.
Þær hafa mætt bæði með-
og mótvindi. Forstöðumenn
hinna ýmsu flokka hafa jafn
an látið í ljós skoðannir. sín-
ar, oft eftir sannfæringu og
oft sér til pólitísks fram-
dráttar.
Nýjasta málið sem Reyk-
víkingar ræða mest er án
efa síldarverksmiðjubygging-
in í Örfirisey. Hafa menn
þar sem fyrr skifts í tvo
flokka og þykjast báðir hafa
rétt fyrir sér. Annar flokk-
urinn hyggur slíka byggingu
hið mesta nauðsynjamál ekki
aðeins fyrir Reykjavík, held-
ur landið sem heild, og hafa
formælendur hans leitt gild
rök að máli sínu. Hinn flokk
urinn telur aftur á móti
slíka byggingu vera hið
mesta óhapp fyrir bæjarbúa,
en hingað til hafa rök þeirra
verið vægast *sagt mjög ó-
heppileg. Virðast þeir einna
helzt vilja efna til múgæs-
inga um málið, en slík skrif
bera jafnan með sér rökþrot.
— Ýmsir þekktir borgarar
hafa gert þetta að tilfinn-
ingamáli og hafa þeir hunz-
að alla réttsýni og staðreynd
ir, en farið hina furðulegustu
útúrdúra sér til málsbóta.
Sökum þess að enginn sem
starfar við þetta blað hefur
þf kkingu til að leggja per-
s< íulegan dóm á málið, þá
h( ur það snúið sér til dr.
.h obs Sigurðssonar, fram-
k mdastj. Fiskiðjuvers rík-
s og beðist skýringar á
„[ ;um grútarþef" sem mót
menn síldarverksmiðj
u: : . r hamra svo mjög á. —
.m við því hér stutta og
, omagóða skýringu á mál-
inu, sem hann hefur látið
okkur í tjé.
1) I venjulegum síldar-
verksmiðjum stafar aðalóþef
urinn af loftkenndum efnuro,
sem berast með gufunni úr
þurrkunni og er sérstaklega
um að ræða daunill efni sem
myndast við rotnun á hrá
efninu og eru þess eðlis, að
þau gufa upp með vatninu
og berast út í loftið. — sem
dæmi um þetta má nefna
verksmiðjuna að Kletti.
Ólykt, sem af þessu staf-
ar, má koma í veg fyrir með
þvi að koma fyrir þéttara
sem þéttir gufuna (breytir
henni í vatn) og varnar því
þannig að daunill efni berist
út í loftið með henni. Efnin
leysast upp í vatninu sem
leiða má langt út í sjó. Slík-
ur þéttari mun nú vera í
byggingu að Kletti.
En við verksmiðjuna í
Örfirisey keniur þetta ]>ó
ekki til greina, vegna þess
að þar fer þurrkun fram
á ailt annan hátt og öll
gufa er þétt jafnóðum og
ber þannig burt með sér
það af lyktandi efnum
sem ella kynnu að valda
óþef. Þessi efni sem þann-
ig berast burt geta eivki
valdið óþef vegna þess að
þau eru með öllu upp-
leyst í vatninu.
2 )Við venjulega vinnslu
er síldin }>ressuð eftir að
hún er soðin og pressast þá
úr henni mikið vatn og fita,
sem síðan er aðskilin að
| mestu leyti. Pressuvatninu er
þá að jafnaði veitt í burtu.
í þessu vatni er fyrst og
fremst talsvert af uppleyst-
um eggjahvítuefnum og
venjulega eitthvað af óupp-
leystum efnum. Ennfremur
lítilsháttar fita og efni, sem
myndast hafa við rotnun ef
um skemmt hráefni er að
ræða. Sé þessu efni veitt út
i sjó, nálægt verksmiðju,
getur komið fitubrák á sjó-
inn og á nærliggjandi bryggj
ur og fjörur og ennfremur
húð af öðrum lífrænum efn-
um, sem rotna og geta vald-
ið óþef. Við venjulega verk-
smiðju má koma í veg fyrir
þetta með því að eima vatnið
og nýta hin uppleystu efni.
En við verksmiðju eins
og í Örfirisey er hráefnið
alls ekki pressað og ofan-
greindur möguleiki kemur
undir engum kringumstæð
um til greina.
3. Uldin síld sem geymd
er i opnum þróm getur gef-
ið frá sér allmikla lykt.
Þetta má þó fyrirbyggja,
ekki einungis með því að
j hafa þrærnar lokaðar, heldur
• einnig með því að bæta í
efstu síldina efnum, svo sem
klórkalki sem drægi úr rotn-
un og eyddi Iyktinni, svo
ekki sé talað um kælingu á
síldinni í þrónum til að
varna rotnun.
4. Síðast en ekki sízt ber
að geta þess, að almennt
slæmur útbúnaður og óþrif-
ur veldur oft verstu lyktinni
frá slíkum verksmiðjum. Á
Siglufirði orsakast t. d.
mjög mikið af lyktinni af
gömlum pollum, af. þráu lýsi
og gömlum leyfum af rotn-
uðum lífrænum efnum, upp-
leystum í eða blönduðum
vatni, sem safnast hafa
kringum verksmiðjurnar,
jafnvel undir gólfum og plön
um og hingað og þangað í
kringum byggingarnar. Verð
ur af þessu hin versta fýla,
sérstaklega ef einhver hreýf-
ing kemst á það.
Þéga.r hins vegar ný
verksmiðja er reist af
grunni, og athugað er, að
ganga þannig frá bygging-
unni, að slíkar óþarfa safn-
þrær myndist ekki, er auð-
velt að fyrirbyggja orsök, ef
nokkurs þrifnaðar er gætt
við reksturinn.
En hvers vegna hafa ýms-
ir virtir borgarar mótmælt
þessum staðreyndum í skrif-
um sínum ? — Það er að
vísu rétt að enn sem komið
er mun ekki hafa verið
byggð nein síldarverksmiðja
hér á landi, sem ekki hefur
valdið allsterkum óþef öðru
hverju. En þess ber að ga^ta,
að þetta er fyrst og fremst,
að kenna því, að ekki hefur
þótt ástæða til þess að gera
neinar ráðstafanir gegn
slíku.
Islendingum verður að
vera það ljóst, hve mikið er
undir því komið að þessi
verksmiðja rísi upp sem
fyrst. Þeir verða að láta sér
skiljast, að hugmyndir þær
sem ýmsir hafa látið í ljós
um byggingu slíkrar verk-
smiðju, annað hvort í Hval-
firði eða annars staðar í ná-
grenni bæjarins, eru land-
inu fjárhagslegt ofurefli auk
þess sem árafjölda þyrfti til
þess að fullkomna þær.
Bátarnir, sem stunda, síld-
veiðar fyrir utan hafnar-
mynnið og fylla sig á fimm
klukkutímum, geta ekki átt
það á hættu að verða að
bíða viku til hálfan mánuð
eftir löndun. Þeir þarfnast
þess hagræðis sem höfnin
hér hefur, til þess að geta
athafnað sig.
Gjaldeyririnn sem fæst fyrir
bræðsluna og aðra vinnslu
úr síldinni er of dýrmætur
til þess að honum sé kastað
á glæ. — Við síldveiðarnar
má ekki nota sömu Molbúa-
starfsaðferðirnar, sem götu-
viðgerðarmenn Reykjavíkur-
bæjar eru orðnir frægir
fyrir.
Það er á allra vitorði, að
norðan síldin hefur að miklu
leyti brugðist okkur undan-
farin ár og afkoma þjóðar-
innar hefur hrakað eftir því.
I vetur sem leið tapaði þjóð-
in milljónum á því, að ekki
var síldarverksmiðja hér til
þess að vinna úr auði sem
Rán fleygðí upp í fang okk-
ar. Annað slíkt áfall fær
þjóó 'skútan varla staðist.
Þí > er 'ekki úr vegi að
benci þeim á það, sem mest
leggAst gegn þessu þjóð-
þrifa fyrirtæki, að íslenzka
þjóð ' lifir ekki á sólarlag-
inu yfir Örfirisey eða feg-
Framhald á 7. síðu.
gmássaga eftii*
John í&MÍ®worihi@
VORIÐ 1950 sat lögmaður
nokkur við skal með einum vina
sinna. Þá sagði lögmaðurinn:
„Þegar ég var að blaða í skjöl-
um föSur míns hcrna á dögun-
um, rakst ég á úrklippu úr blaSi.
Hún er frá árinu 19—. Skramb-
ans undarlegt blað. Eg skal lesa
þaS fyrir þér, ef þú vilt.
,,Já, gerðu þaS“, sagSi vinur
hans. Og lögmaðurinn fór að
lesa:
Nokkuð rót kom á áhevrend-
urna í einum af lögregluréttum
Lundúnaborgar í gær, þcgar illa
klæddur en virðulegur maSur
á að sjá, kom inn, ávarpaði dóm
arann og bað hann ráða. Hér
kemur orðrétc samtalið, cr fram
fór milli þeirra:
,,Má ég, dómari, lcggja hxir
yður eina spurningu?“
,,Já, ef það er spurning, sem
eg get svarað“.
„ÞaS er aðeins þetta, seni ég
vildi spryja yður um: Er ég lif-
andi?“
„Verið þ er ekki að þessari vit
leysu“.
„En mér er þetta full alvara.
Mér liggur lífið á að fá spurn-
ingunni svarað. — Eg cr keðju-
smiður“.
„Eruð þ ér með öllu viti?“
„Já, ég er með öllu viti“.
„Hversvegna eruð þér þá að
koma hingað og leggja svona
spurningu fyrir mig“.
„Eg er atvinnulaus“.
„Hvað kcmur það málinu
við?“ .
„Það stendur svo á því, að
ég hef verið atvinnulaus í tvo
manuði, og á ég þó enga sök á
því. Þér hafið vafalaust heyrt
það, dómari, að við, atvinnuleys-
ingjar, skiptum hundruðum
þúsunda“.
„Nú, — haldið þér áfram“. .
>.Eg er ekki í neinu verka-
lýðsfelagi. Við, keðjusmiðir, höf
um ekki stofnað neitt verkalvðs
félag með okkur“.
„Nú, jæja“.
Fyrir þrem vikum var ég bú-
inn með aleigu rnína. Eg hefi
gert allt sem í mínu valdi stend-
ur til þess að fá vinnu, en mér
hefir ekki tekizt það“.
Hafið þér leitað til nefndar-
innar, sem hefir með höndum
mál þeirra, sem eins er ástatt
fyrir og ýður í bæjarhluta \’ðar?“
„Já, það hef ég gert, en það
er allt fullt hjá þeim“.
„Hafið þér farið til bæjar-
stjórnarinnar?“
„Já, og til prestsins líka“.
Eigið þér ekki neina ættingja
eða vini, sem geta hjálpað \ð-
ur?“
„H elmingur þeirra er engu
betur staddur en ég; hjá hinum
hef ég fengiÖ allt það, sem þeir
geta í. té látið“.
,.Þér hafið ?“
y.Fengið hjá þeim allt, sem
þcir geta af hendi látið“.
„Eigið þér konu og börn?“
„Nei, og það spillir fyrir mér.
Þessvegna er ég alltaf síðastur
á lista“.
„Já, svo cr nú það. En svo
eru fátækra lögin. Þér hafið rétt
til þess að — “.
„Eg hefi farið í tvo staði af
því tagi — en í gærkvöldi voru
margir okkar látnir fara vegna
húsnæðisleysis. Eg þarf að borða.
Hefi eg rétt til þess að vinna?
Aðeins samkvæmt fátækra-
lögunum". *
„Eg hef sagt yður, að í gær-
kvöldi gat ég ekki komizt þar
að“.
„Get ég ekki neytt einhvern
til þcss að veita mér vinnu?“
„Nei, ég er hræddur um
ekki“.
Eg þarf cndilega að afla mér
niatar, dómari. Viljið þér leyfa
mér að beiðast beininga á göt-
unum?"
„Nei, nei, það get ég ekki
levft \'ður, þér vitið, að ég get
það ekki".
„Jæja, má ég þá stela?“
„Svona svona; þér megið
ekki e\'ða tíma réttarins“.
„En mér er þetta mesta al-
vörumál, ég er blátt áfram að
devja úr hungri. Viljið þér leyfa
mér að selja jakkann minn og
buxurnar?“ — Hann hneppir
frá sér jakkanum, og skín þá
í bert brjóstið. „Eg á ekkert ann
að til að -—
„Þér megið ekki ganga um
göturnar ósiðsamlega klæddur.
Eg get ekki levft yður aS fara
lengra en lögin heimila".
„Jæja, viljið þér þá ekki að
minnstá kosti levfa mer að sofa
J
úti, án þess að eg verði tekinn
fastur f\rir flakk?"
„Eg skal segja yður það í
eitt skipti fvrir öll, að ég á ekk-
ert með að le\ fa yður að gera
neitt af þessu
„H\’að á eg . ö gera? Eg hef
sagt vSur .nn’eikann. Mig
langar ekki til j>ess að brjota lög-
in. GetiS þci sagt mér hvernig
á ég að fara io iii matarlaus?
,,Eg vildi óska að ég gæti
það“. ‘
Jæja, þá ætla ég að spyryja
yður um eitt enn: „Er ég að
lögum lifandi eða dauður?"
„Þcssari spurningu get ég
ekki svarað, maðnr minn. Fljótt
á litið, virSist þér því aðeins
vera lifandi, að |>ér brjótið lög-
in, en ég treysti ySur til þess
að gera það ekki. Eg sárvorkenni
vður. Þér megiÖ frá eina krónu
úr fátækrastokknum. — • Næsta
mál á dagskrá".
LögmaSurinn hætti að lesa.
„Já“, sagði vinur hans“, þetta
er mjög mcrkilegt, -.sannarlega
næsta cinkennilegt. Undarlegt
hefui' ástandið verið þá“.