Tíminn - 24.02.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.02.1977, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 24. febriiar 1977 Fimmtudagur 24. febrúar 1977 l't'l', H'l'l H 'l 13 Rætt við bóndann og smiðinn Eyvind Erlendsson, leikhússtjóra Þeir tóku aldrei mark á mér sem bónda á bændafundum, en kusu mig í skemmtinefndir AAó reka Þjóðleikhúsið með 25 manns •> Eyvindur Erlendsson, leikhússtjóri Eyvindur Erlends- son, leikstjóri hjá Leik- félagi Akureyrar, er um margt furðulegur maður. Hann er bóndi, trésmiður og hálf- lærður leikstjóri frá Rússlandi — og margir telja hann einn slyng- asta leikhúsmann vorra daga, þótt hann hafi heldur kosið að stunda sveitabúskap, en leikstjórn, — útiveru og útilif fremur en leik húslífið með kostum þess og göllum. ViB hittum Eyvind Erlends- son a& máli noröur á Akureyri einn gráhvitan vetrarmorgun, á sunnudegi meöan flestir sváfu, eða voru að búast til kirkju. Þaö er I rauninni ekki mjög auövelt aö eiga blaöaviðtal viö Eyvind Erlendsson, þútt hann sé í rauninni mjög opinskár, eins og flestir leikhúsmenn, — þaö er aöeins þetta, aö hin venjulegu viöhorf leysast upp svo hversdagslega — og þá veröur hiö einfalda flókiö — og hiö flókna svo einfalt. Viö spuröum hann fyrst um ætt, uppruna og menntabraut. Mörg ár i Moskvu við leiklistarnám — Ég er ættaöur úr Biskups tungum, sonur Erlendar Gísla- sonar, bónda I Dalsmynni. Ég ólst þar upp og þar af leiöandi er ég fyrst og fremst sveitamaöur, bæöi aö uppruna og uppeldi. SIBan var ég í skólum fram yfir tvitugt, I iönnámi og menntaskóla. Fór slöan I leik- listarskóla Þjóöleikhússins og vann alltaf meö náminu, en sföan lá leiöin til Moskvu, en þar var ég I mörg ár viö leik- stjórnarnám. Þaö var svolttiö erfitt I fyrstu meö rússneskuna, Arnór Hanni- balsson kenndi mér svolítiö áöur en ég fór, en rússneskan er erfiö versta nlö fyrir okkur sem tölum germönsku málin þvl aö þetta er svo óllkt. Ég man nú aldrei ártöl, en ég held aö ég hafi lokiö prófum I Rússlandi áriö 1965 en ég er nú bráöum fertugur. — Hvaö tók viö þegar heim kom? — Ég vann sem lausamaöur viö leiklistina, setti upp eina sýningu viö Þjóöleikhúsiö og eina sýningu hér á Akureyri. fólk í listum Stykkiö I Þjóöleikhúsinu varö nú ekki vinsælt. Loforöiö eftir Arbusov var þó ekki vont leikrit, heldur ljómandi gott, en frum- sýningin hitti á innrásardaginn I Tékkóslóvakíu, og þaö má nærri fara um þaö hvar Rússar voru vinsælir þá né heldur þeir sem þaöan komu og þaöan voru, og þessu var meira aö segja tölu- vert blandaö inn I krltíkina, — aö svona árásaraöilar skyldu voga sér upp á sviöiö I Þjóöleik- húsinu. — Þaö liöu tvö ár á sviöinu meö ýmsum verkefnum, þá fór bóndinn aö toga i mig. Þaö kom þarna tækifæri til þess aö kom- ast á jörö tengdaforeldra minna. Þau voru aö ihuga aö selja og viö slógum til og keypt- um. Jöröin var Heiöarbær I Villingaholtshreppi. Þaö liöu nokkur ár. Viö vorum fyrst upptekin viö aö koma okk- ur upp búi, reisa hlööu og fjós, en svoleiddistégútí þaöaöfara aö setja upp eitthvað þarna fyrir austan. Þaö fannst öllum þaö svo sjálfsagt aö ég geröi þaö. Þaö er I rauninni einkenni- legt, aö leiklistin dróg mig ekk- ert sérstaklega aö sér, en ég varö mjög hryggur þegar ég uppgötvaöi þaö, aö þaö tók I rauninni enginn mark á mér sem bónda, heldur sem leik- listarmanni. Þaö tók enginn mark á þvl sem ég sagöi á bændafundum, en alltaf þegar einhverja skemmtinefnd, þurfti, þá átti ég aö vera I henni. — Gekk þér illa aö búa? — Nei, það gekk alveg prýöi- lega. Ég átti oröiö ágætt bú og arögæft þegar ég hætti, 32 kúa bú. Ég held aö bóndinn sem sit- ur I þvl búi núna kvarti ekki neitt. Varð að velja milli leiklistar og búskapar- ins — Mér var þannig fariö, aö ég taldi mér trú um aö ég gæti haldiö hvorttveggja búskapnum og leiksviðinu, en þá kom I ljós aö þaö gekk ekki, fór ekki saman, ég varö aö velja um ieikhúsiö eöa búskapinn. Ég ieiddist meira inn I leiklistina, og svo fór aö viö ákváöum aö selja búiö og allt saman, og þá fengum viö hús austur á Selfossi i staöinn. Þar búum viö nú, vegna þess a B lifiö er þannig séö svo flókiö, aö menn veröa aö halda sig þar sem þeir eiga fasteignir og bankareikninga. Ég bý aö vlsu á Akureyri núna, hefi þar vinnu, en ég fæ ekki betur séö en ég veröi aö hverfa á Selfoss aftur innan tlöar. Ég tók viö leikhússtjórastarf- inu af Magnúsi Jónssyni, leik- stjóra. Hann var fyrsti leikhús- stjórinn hérna, og I hans tiö uröu þau umskipti, aö fyrstu fast- ráönu leikararnir voru ráönir viö leikhúsinu. Þetta hófst meö þvl aö þeir réöu Sigmund Orn Arngrimsson aö" leikhúsinu sem fram- kvæmdastjóra og hann var I tvö ár, en slöan kom Magnús og loks ég áriö 1974. Fjölskylda mín býr samt enn- þá á Selfossi, þvl aö viö höfum ekki flutt noröur, enda er þaö ekki til neins. Þaö er svo ein- kennilegt aö ég þrifst I rauninni ekki hér. Þó er fariö mjög vel meö mig I alla staöi, er borin á höndum, en ég er eins og fiskur á þurru. Þaö þýöir ekkert aö hátta fisk ofan I drifhvlt lök og bjóöa honum kræsingar. Hann vill aöeins vatn, og ég verö vlst aö komast suöur 1 rigninguna og vatnsveörin til þess aö njóta mln. Um þær mundir aö ég tók viö kom upp eitthvert óþol hér hjá fólki. Alþýöuleikhúsiö varö til og fór burtu. Ég veit ekki allar ástæöurnar, en þetta var tölu- verö breyting. j — Ég fór strax aö setja upp hérna. Byrjaði meö Ævintýri á göngufnr þá barnaleikritiö Litli-Kláus og Stóri-Kláus, Ertu nú ánægö kerling? Þá kom Gull- skipiö eftir Hilmi Jóhannesson, Glerdýrin og fl. í vetur byrjuöum viö meö Karlinn i kassanum, en _. tókum svo fyrir Sabínu, eftir Hafliöa Magnússon frá Bildu- dal. Þá Oskubusku, en núna er veriö aö æfa Sölumaöur deyr eftir Arthus Miller og þaö er Herdls Þorvaldsdóttir sem leik- stýrir þvl verki. — Nú eitthvaö fleira veröur fært upp I vetur, en þaö fer þó dálltiö eftir þvl hvenær manna- skipti veröa hérna viö leikhúsiö Þaö væri ekki mjög sann- gjarnt aö binda þetta mikiö fram I tlmann, ef nýr maöur kæmi. Þó höfum viö áhugastaö á Flott dömu, Italskri komedíu eftir Goldoni. Ef af þvl veröur, þá kemur hingaö finnsk dama, Kristin 01- soni frá Vasa-leikhúsinu i Finn- landi til þess aö setja verkiö upp. Atvinnuleikhús á Akur- eyri — Nú hefur Leikfélag Akur- eyrar rekiö atvinnuleikhús I nokkur ár, meö styrk frá rflci og bæ, eins og þar stendur. Hvernig gengur? — Þaö gengur þolanlega. Til þess aö reka leikhús, sem gerir lágmarkskröfur, þarf ákveöinn stofn af starfsmönnum. Taliö er aö þaö sé hægt aö reka hvaöa leikhús sem er meö 25 manna starfsliöi. Þetta er eitthvert mark, sem ekki veröur svo auö- veldlega komizt framhjá. Þaö mætti t.d. reka Þjóöleikhúsiö meö þessum starfsmanna- fjölda. Þess vegna er þetta ör&ugt hér, þvl ef viö eigum aö hafa ca. 20 manns aö staöaldri i hlutverkum hér, þá verða ávallt greiösluþrot. Hér eru átta og hálfur fastráöinn starfsmaöur, sem er of litiö til þess aö allt sé I rauninni eins og þaö á aö vera. ABrir leika og vinna fyrir okkur ásamt sinni vinnu viö ýms störf I bænum. — Hvernig er aðsóknin? — Húnermjöggóö.Um 14.000 manns sáu sýningar hér á slöasta leikári, en I byggöum Eyjafjaröar eru 16.000 manns. Þetta kemur þvl vel út, hlut- fallslega. Eyfiröingar og Akur- eyringar hafa nægjanlegan metnað til þess aö sækja leik- sýningar, og hér er ágætt leik- húsfólk, eins og alls staöar þar sem leikhús hefur starfaö lengi. — Hvaö tekur viö hjá þér sjálfum? — Ég veit þaö ekki. Ég tek sjálfsagt til viö leiklistarstörf fyrir sunnan, eins ög veriö hefur og ég hefi reynt lfka aö drýgja afkomuna meö hinu og þessu. Ég er handverksmaöur smiöur, og stunda þaö alltaf meö. Viö erum meö hús, sem er eins konar garöyrku-hýbýli. Þvl fylgja tveir hektarar af landi, og eitthvað veröur aö gera þar, ef aö llkum lætur. — Ertu eini bóndinn sem er leikstjóri? — Nei, blessaöur vertu. Þetta eru allt mosavaxnir menn, meira og minna, en heyja innri baráttu milli sviösins og jaröar- innar. Suöurlandsundirlendiö er allt undirlagt af leikurum og leikstjórum sem eiga þar bú. Þar má nefna Jón Sigurbjörns- son, bónda á Helgasööum, Gunnar Eyjólfsson, bónda á Þurrá, Helga Skúlason, bónda og fleira og fleiri. Þaö þýöir nefnilega ekki aö mata fiskana meö sveskjugraut og hátta þá ofan I rúm. Er menntunin háskaleg leikhúsinu? — Hvaöum menntun. Er leik- listarmenntun mikils viröi? — Þaö er I raun og veru öröugt aö segja til um þaö, þvl þaö er reynsla min, aö smiöurinn og bóndinn komi ekki aö minna haldi I leikhúsi, I fátæku leikhús a.m.k. Þetta meö sjálfa menntunina er merkilegt mál, sem ekki eru til svör viö. — Viö GIsli Halldórsson vor um einmitt aö tala um þetta um daginn, þegar viö vorum aö smlöa hús austur á Selfossi og sátum svona I rólegheitum á sementspokum, aö innreiö menntamanna I leikhúsiö væri vafasöm. Sumir segja, aö slysiö . I íslenzku leikhúsi, I leikhúsum Leikarar hjá Leikfélagi Akureyrar, ásamt Herdisi Þorvaldsdótt- ur. Þau eru á æfingu f Sölumaöur deyr eftir ArthurMiller, en verkiö veröur frumsýnt fyrir noröan f næsta mánuði. Noröurlanda og jafnvel I allri Evrópu sé innreiö mennta- manna i leikhúsiö, sem varö fyrir ekki löngu siöan. Mennta- menn hafa þó ávallt veriö viö- riönir leikhúsiö. Þetta hafa þó alltaf veriö leikarar eöa skáld, sem eftir brjóstviti sínu og til- finningu, listnautn og listþörf hafa ráöiö gangi málanna. SIBan kemur visindadýrkunin inn I spiliö, atomsprengjan og allt þaö, og slöan fagréttinda- baráttan, sem segir okkur aö þaö á enginn aö vera aö fást viö þaö, sem hann hefur ekki menntun til. Þá fara aö koma fram á sjónarsviöiö leiklistar- fræöingar, háskólamenn, sem hafa lært leiklistarsögu. Þeir halda innreiö sina I leikhúsin I stórum stfl. Hinir, sem höföu náttúrugáfuna guösneistann, þeir fóru aldrei i neina skóla af þvl aö þeir máttu ekki vera aö þvl, og fóru aldrei á neinar ráö- stefnur heldur, þvl á þær fóru einungis þeir, sem voru lausir og höföu tima. Staöan sem upp kemur er slöan sú, aö þegar miklar ákvaröanir eru teknar, þá standa fræöingarnir bezt aö vlgi og ráöa feröinni, vegna þess aö þeir kunna rökræöuna, en hinir ekki. Forustan veröur því listsögu- leg eöa fræöileg, en ekki náttúruleg, og fyrst og fremst listræn, eins og áöur var. — Hvaö um lýbræöiö i leikhús- inu. Er einræöi betra? —Eins og áöur sagöi þá eigum viö þaö á hættu I leikhúsinu aö þar myndist meirihluti sem er ekki listrænn i eöli sinu. — Þaö vita allir aö meö einum öflugum manni er hægt aö koma upp óskaplega góöum leikflokki. Enda er þaö oftast svo, aö ein- hver einn fer meö völdin, þótt taka veröi tillit til ýmissa skoö- anna. Lýöræöislegar atkvæöa- greiöslur um listræn málefni ná ekki tilgangi sinum, ekki alltaf a.m.k. og hætta er á þvl aö þaö endi meö ósköpum ef atkvæöi ráöa en ekki listræn stefnuskrá einstaklinga. Hrossakaup koma þá oft I staöinn fyrir annaö og þýöingarmeira, sagöi Eyvindur Erlendsson, leikstjóri aö lokum. Þvi er svo vib aö bæta aö viötal þetta er tekiö fyrir heilum mánuöi siöan, er undirritaöur var á ferö fyrir noröan. Jónas Gubmundsson Af skáldlist og iðkendum hennar Aristóteles: UM SKALDSKAPARLISTINA. tslenzk þýðing eftir Kristján Arnason sem einnig ritar inn- gang. Hiö fslenzka bókmennta- félag. Reykjavik 1976. 115 bls. Hannes Pétursson og Helgi Sæ- mundsson: ISLENZKT SKALDATAL m-ö. Bókaútgáfa Menningarsjóös og Þjóövina- félagsins, Reykjavik 1976. 117 bls. Þau tvö rit sem hér verður sagt frá undir einum hatti fjalla bæöi um skáldskapariöju, hvort meö sinum hætti. Og bæöi teljast þau til fræöilegra bóka- flokka eöa „ritraöa” sem nú þykir fint orö. Rit Aristótelesar er fjórtánda bókin I flokki lær- dómsrita Bókmenntafélagsins sem Þorsteinn Gylfason stýrir, og Skáldataliö er meöal rita 1 al- fræöiMenningarsjóös sem nú er aö veröa myndarlegur stofn uppsláttarrita um ýmis efni. Hvorttveggja er þetta þörf út- gáfustarfsemi sem skylt er aö veita athygli og stuöning. Otgáfa lærdómsritanna hefur gengiö hægar en ætla mátti af rösklegu upphafi fyrir sex ár- um: slöustu þrjú ár hafa aöeins komiö tvær bækur. En þess er um leiö aö geta sem meiru skiptir en útgáfuhraöi aö til flokksins hefur veriö vandaö I hvivetna. Og þegar litiö er yfir hina fjórtán bókatitla veröur ekki annaö sagt en fjölbreytni sé sæmilega gættí efnisvali. Hér má sjá nöfn höfunda sem hæst hefur boriö i sögu fræöa og vísinda á ýmsum sviöum: Ein- stein, Freud, Mill, Hume, Web- er. Og flest þessi rit eru nú I fyrsta sinn handbær á islenzku. Aristóteles sómir sér vitan- lega hiö bezta I þessari sveit. Ef einhver einn maöur telst hafa lagt grundvöll vestrænna vls- inda er þaö hann. Aristóteles var á dögum 384-322 f. Kr. „Um ævina reit hann aragrúa verka sem fjalla um flest milli himins og jaröar”, segir I inngangi Kristjáns Arnasonar: „Aristótelesi eigum viö auk annars aö þakka þá flokkun mannlegrar þekkingar sem okkur er töm enn I dag. Grund- vallarskiptingin miöast viö þaö hvort um er aö ræöa grein sem er eingöngu fræöileg (þeóretisk) svo sem náttúruspeki, stærö- fræöi og frumspeki eöa hvort hún er nýtileg (praktisk) og beinist aö athöfnum og breytni eins og siöfræði, og I þriöja lagi er svonefnd verkleg (poietisk) þekking sem beinist aö því hvernig eig- aö búa til (póiein) ákveöna hluti, og undir hana fellur skáldskaparfræöin.” Margur á sin lengi aö biöa. Eftir rúm tvö þúsund ár kemur fyrst út á islenzku rit efir þenn- an höfuösmiö visindanna. Hefur oft veriö geröur dynur af minna tilefni en varla er þess aö vænta á vorri tiö aö fjölmiölar láti sér títt um þessa litlu bók. Rit Aristótelesar er, eins og ráöa má af tilvitnuöum oröum Kristjáns Árnasonar, kennslu- bók handa skáldum. Er hún þannig hliöstæö Eddu Snorra Sturlusonar. En þessi rit eiga þaö sammerkt aö þau fjalla bæöi um skáldlist sem haföi runniö sitt glæstasta skeiö þeg- ar þau voru samin. Snorri fjallar um dróttkvæöin, en Aristóteles tekur einkum til meöferöar forngrlsk söguljóö og harmleiki. Margt af þeim verk- um sem hann vísar til er nú glatað. En Hómerskviöur lifa og eru íslendingum tiltækar I bún- ingi viö hæfi. Sumir harm- leikirnir eru einnig til á islenzku og má þakka þaö frumkvæöi Jóns Gíslasonar. Annars hafa fáir á tslandi oröiö til aö sýna forngriskum skáldskap sóma. Auk heldur liggja á Landsbóka- safni þýöingar eftir Sveinbjörn Egilsson og Steingrim Thorsteinsson sem ekki hefur veriö hirt um aö koma á prent. Enda væri sjálfsagt litiö vit I sllkri útgáfustarfsemi frá sjónarmiði „hins frjálsa markaöar” sem ýmsir vilja aö sé einrátt. Skáldskaparfræöi Aristóteles- ar er undirstööurit I þeirri grein, svo langt sem hún nær. Og forskrift Aristótelesar um gerö harmleikja hefur veriö I heiöri höfö fram undir vora daga. Leikurinn á aö sýna mis- ferli eöa misgjörö manns sem er „mitt á milli” þess aö vera góöur eöa slæmur: „Þannig nær harmleikur áhrifum: vekur skelfingu og virkunn og veitir meö því þessum kenndum útrás (kaþarsis).” (Inngangur). Þaö er fyrst meö leikstil Brechts sem þessar grundvallarhug- myndir um gerö „alvarlegra” leikrita hafa sætt andstööu. Brecht vildi ekki setja áhorf- endum fyrir sjónir glímu ein- staklinga viö æöri máttarvöld eöa óbifanleg örlög, heldur vekja til umhugsunar um þjóö- félagsaöstæöur manna og færi á aö breyta þeim. Og þessar kenningar setja mikinn svip á leiklist vorra tima þótt enn taki ýmsir miö af Aristótelesi. Inngangur Kristjáns Arna- sonar, sem hér hefur veriö farið eftir, er hugtækur lestur: bæöi fræöandi og skemmtilegur. Fyrst er rætt almennt um skáld- skaparlistina, hlutverk hennar og stööu I þjóöfélaginu, og gagn þaö og yndi sem menn hafa af henni. Loks er svo rætt um rit Aristótelesar og kenningar. Hér eru margar athugasemdir sem gaman er aö skoöa vegna þess hve vel og næmlega þær eru oröaðar, studdar dæmdum úr bókmenntasögu aö fornu og nýju. En jafnframt er vikiö aö kunnuglegum þáttum úr sam- tiöinni. Kristján vekur til aö mynda athygli á þvl aö á Is- landi sé engu likara en skáld- skapur „sé talinn I flokki meö þeim framleiðslugreinum sem mikilvægastar eru taldar meö þjóöinni, svo sem landbúnaöi og fiskveiöum og halda veröur uppi hve illa sem gengur meö styrkj- um, niöurgreiöslum og ööru sliku.” Og samfélagiö þreytist ekki á þvi aö gauka peningum aö (ramleiöendum skáldskapar „jafnvel þótt þiggjendur kunni þvi alla jafna litla þökk fyrir glaöninginn og átjánhundruö- króna skáld eigi til aö fara I hár saman.” Vonandi fáum viö fleiri þýöingar á fornum griskum rit- verkum frá hendi Kristjáns Arnasonar meö skemmtilegri heimanfylgd. Og útgáfa lær- dómsritanna veröur aö halda áfram meö meira krafti. Standi fjárskortur útgáfunni fyrir þrif- um ber opinberum aöilum aö hlaupa undir bagga, þó ekki væri nema meö jafnviröi nokk- urra skáldalauna á árihverju. 1 margnefndum inngangi aö skáldskaparfræöi Aristótelesar er vikiö aö kenningu Platóns um getnaöarþrána sem hann segir aö búi I öllum. Hún brýst út meö ýmsum hætti, meöal annars I getnaöi skáldverka: „En þessi þrá er i eöli slnu þrá eftir ódauöleika: þannig veröa skáldverkin afkvæmi skáldanna sem þau gera sig ódauöleg i, og . storka meö þvi fallvaltleika og dauöa, höfuöóvinum mennskra manna.” Þaö er viöeigandi aö minnast þessara oröa þegar augum er rennt yfir nöfn þeirra Islendinga sem teljast hafa látiö eftir sig minnisverö skáldrit. AB vlsu skal ósagt látiö hvort Islenzkt skáldatal tryggir þeim sem þar eiga nöfn sln geymd eilift llf. En þaö er aö minnsta kosti tilraun til aö halda minn- ingu skáldanna á lofti. Um fyrra bindi Skáldatalsins sem út kom fyrir þremur árum var fjallaö I blööum á sinum tima, meöal annars I þessu blaöi. Astæöulaust er aö fara nú mörgum oröum um ritiö. Til- gangur þess er aö flytja aögengilegar upplýsingar um æviferil Islenzkra skálda i stórum dráttum, skáldverk þeirra og helztu heimildir um þau. 1 þessu riti eru aö sjálfsögöu ekki taldir allir Islendingar sem viö skáldskap hafa fengizt. Þegar aö því kemur aö velja og hafna hljóta skoöanir aö vera skiptar. I eftirmála seinna bindis er aö þvf vikið að ýmsum þótti hlutur barnabókahöfunda fyrir borö borinn. Ég hygg aö nokkuö sé hæft I þeirri aöfinnslu. Höfundar svara i eftirmála meö því að benda á ritling sem út var gefinn fyrir fáum árum og taldi flesta Islendinga sem viö þessa bók- menntagrein hafa fengizt. Sá var hængur á þvl riti aö ekki var þess getiö hvenær bækurnar komu út, og verður þaö aö teljast gloppótt bókfræöi! Annars er svo aö sjá sem höf- undar Skáldatalsins hafi látiö áöurnefnda gagnrýni hafa áhrif á sig viö samantekt slöara bindis og hlýst af þvl kynlegt misræmi. (Hvers vegna er Þórir S. Guöbergsson fremur bókmenntir talinn en Jenna og Hreiöar?) önnur aöfinnsla sem aö er vikiö varöar þaö aö of mörg fornskáld væru tálin sem lltiö eöa ekkert er varöveitt eftir. Þetta kann aö hafa verið ómak- legt. Enda er þaö svo aö mestu skiptir aö I bók sem þessari sé aö finna alla sem veröugir eru. Hitt skiptir litlu þótt einhverjum sé ofaukið. I viöbæti eru talin skáldverk höfunda i fyrra bindi sem út hafa komiö siöan þaö birtist. Þá eru leiðrétt nokkur atriöi sem misfarizt höföu. Ekki hef ég gert neina leit aö villum I síöara bindi. Enda er sennilegt, eins og höfundar segja I eftir- málsoröum „aö seinna komi til aukinnar og endurskoöaörar út- gáfu ritsins og er þá hægurinn hjá þvi aö kippa sltku I liöinn”. — I seinna bindi hefur veriö fariö út á þá braut aö telja greinar um skáld I dagblööum og er þaö vafasamt, enda sýnist tilviljun ráöa hvaö er tint til. Hér heföi átt aö nægja aö vlsa til Bókmenntaskrár Skirnis eins og reyndar er gert I eftirmála. — Tvær athugasemdir viö heimildatal skulu gerðar: Meö ritgeröum á aldarafmæli Step- hans G. Stephanssonar 1953 eru ekki taldar tvær I Skirni þaö ár. Og ófullnægjandi er að visa til bókarinnar Skáldiö á Sigur- hæöurr varöandi ritsmiöar um Matthias Jochumsson. Þar eru ekki teknar meö þrjár merkar greinar um skáldskap Matthi- asar, eftir Gest Pálsson, Einar Benediktsson og Kristin E. Andrésson. Hvaö sem liöur annmörkum sem ætlö hljóta aö vera á fyrstu útgáfu rits eins og Skáldatals er fengur aö bókinni. Hún er snyrtileg aö frágangi og þægi- legt aö fletta upp I henni. Kemur hún þvl vafalaust aö góöu gagni þeim sem vilja glöggva sig á efni um islenzka bókmenntasögu. Gunnar Stefánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.