Tíminn - 24.02.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.02.1977, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 24. febrúar 1977 Björn Ö. Pétursson forsljóri Fæddur 1.10. 1916 Dáinn 16.02. 1977 „En til þess veit eilifðin aiein rök”. (E. Ben.) Björn Oli Pétursson var fæddur að Hallgilsstöðum á Langanesi. Þar bjuggu foreldrar hans, Sig- riður Friðriksdóttir og Pétur Methúsalemsson. Sigriður var orölögð fyrir rausn og myndar- skap, var hún ekkert siöur forsjá heimilisins en húsbóndinn. Hann aftur á móti var listrænn t.d. var hann organisti i Sauöaneskirkju og kenndi mörgum unglingum á hljóöfæri. 1 litla bænum undi margur við söng, en húsbóndinn lék undir á hljóðfæri sitt. Var þá stundum gestkvæmt. Þegar ég minnist þess, dettur mér i hug visuorð E. Ben.: „Gleðin er heil- ust og dýpst við það smáa.” Arið 1922 var þeim hjónum sagt upp jarðnæðinu. Var þá brugðið á það ráð aö flytjast til Vestmanna- eyja, en þaðan var Sigriður ættuð. Ekki var dvölin löng þar, þvi Pét- ur gat alls ekki hugsað sér að sétjast þar að. Neyddist þvi fjöl- skyldan til aö flytjast áriö eftir norður á Langanesströnd i al- gjöra óvissu og var i fyrstu dreifð .meðal vina og venzlafóiks. Varð það aö ráði, aö keypt var spilda, 3 hektarar úr landi Saurbæjar og hafin bygging nýbýlis, er hlaut nafnið Hafnir. Landi þessu fygldi hagaganga fyrir 30 kindur eina kú og hest og uppsátur fyrir bát. Augljóst var, að ekki var hægt að reka búskap meðþessum bústofni enda i upphafi reiknaö með að draga björg i bú með sjósókn. Að Höfnum sameinaöist svo fjöl- skyldan smátt og smátt eftir þvi sem ástæður leyfðu. Björn taldi þaö hafa verið misráðið hjá for- eldrum sinum aö setjast ekki heldur að á Bakkafirði eða Þórs- höfn, vegna þess hvað lending og önnur aðstaða var slæm á Höfn- um og erfiöleikar á aö koma frá sér sjávarafla. Unglingsárin vann Björn al- menn störf sem til féllu, svo sem vegavinnu, sjóróöra, fiskverkun o.fl. Um 1930 keyptu bræöumir trillubát sem þeir gerðu út frá Höfnum. Má þá segja að þá hafi heimiliöfarið að rétta Ur kútnum. Þessi systkinahópur á Höfnum vakti snemma athygli. Hann hef- ur heldur ekki brugðizt vonum manna, bræðurnir allir kunnir hæfileikamenn, hver á sinu sviði og það er mál manna, að systurn- ar gefi þeim ekkert eftir. Systkinin i aldursröð: Marinó, heildsali i Reykjavlk, Elin, hús- móðir iLaxárdalí Þistilfirði, Val- gerður húsmóðir I Keflavik, Odd- geir smiður og uppfinningamaður i Keflavik, Björn óli fram- kvæmdastjóri I Reykjavik, Agúst húsgagnasmíðameistari og dæg- urlagahöfundur i Kópavogi og Garðar en hann dó i bernsku. Atján ára fór Björn i Eiðaskóla og var þar tvo vetur og aðra tvo i Samvinnuskólanum, en stundaöi sjó á sumrin frá Höfnum. Hann réðst til Kf. Austfjarða, Seyðis- firði árið 1939. Eftir ár, sagði hann upp starfi sinu þar, keypti litinn mótorbát og var sjálfur for- maður. Hann seldi bátinn um haustið og tók að sér barna- kennslu á Skálum á Langanesi. Um þetta leyti kynntist hann Þuriði, dóttur hjónanna Guö- mundar Vilhjálmss. fyrrv. kaup- fél.stj. og oddvita m.fl., og Her- borgar Friöriksdóttur, Syðra- Lóni. Þar var , og er enn rómað fyrirmyndaheimili. Aftur lá leið Björns til Seyðis- fjarðar I hans fyrra starf, og þar - gengu þau Þuriður I hjónaband’ 9. ágúst 1941. Það ár sagði þáverandi kaupfé- lagsstj., Jón Gunnarsson, upp starfi sinu. Karl Finnbogason skólastjóri fór þess þá á leit við Björn aö hann tæki að sér fram- kvæmdastjórastarfið. Sýnir það glöggt tiltrú þá, sem hinn viður- kenndi skólafrömuður bar til Björns Péturss.. Björn hafnaði þessum tilmælum, þvl hjónin höfðu þá ákveöið að flytjast frá Seyðisfiröi Arið 1942 bauðst Bimi fram- kvæmdastjórastarf viö verzlun I Keflavik. Tók hann þvi boði. 1945 var stofnað Kf. Suðurnesja, Keflavik og varð Björn fyrsti framkvæmdastjóri þess 'og gegndi þvi starfi til 1949. A þess- um árum réðst Björn i útgerð, en þar skiptust á skin og skúrir, eins og oft vill verða, og endaði með þvi að hjónin misstu allt sitt. Það gefur auga Ieið, aö þetta hefur verið mikil reynsla fyrir hjónin, ekki sizt konuna með barnahóp- inn unga. Það er alkunna að jafnvel af- burðakona týnist stundum gjör- samlega almenningi vegna þess hvað störf hennar eru hljóðlát. Oft vill lika eiginkonan gleymast þegar mannsins er getiö, en hver er það annar en konan, sem stendur að baki manns sins? Er það ekki eiginkonan, sem oft hef- ur úrslitaáhrif á það, hvort eigin- manninum nýtast hæfileikar sin- ir, jafnvel hvort maðurinn verður að manni eða ekki? Er það ekki fyrstog fremst konan sem skapar heimilið og elur upp börnin? Oft vill verða að sundurlyndi gerir vart við sig milli hjóna þeg- ar mest á bjátar. í þessu tilfelli var þvi öfugt farið, aldrei stóðu þau hjón nær hvort öðru en einmitt þá, og sýnir þaö bezt hvað i þeim bjó. Það eru sigild sannindi að á- reynsla og andstreymi eru tvær meginundirstöður mannlegs þroska og kannski nær enginn fullum þroska án þess aö verða fyrir alvarlegum áföllum. Þeir sem ekki brotna, vaxa við þau. Hannes Hafstein talar um storm- inn, sem „gráfeysknu kvistina bugar og brýtur, og bjarkimar treystir um leið og þú þýtur”, E. Ben: „mótlæti mannvitið skap- ar.” Björn fluttist með fjölskyldu sina til Reykjavikur árið 1955. Þar sinnti hann ýmsum verzlun- arstörfum, aðallega fasteigna- sölu, þar til hann stofnaði heild- sölufyrirtækið Björn Pétursson h.f. og tizkuverzlunina Karnabæ h.f. i félagi viö Guðlaug Berg- mann. Má með sanni segja að þessi fyrirtæki hafi undir hans stjórn vaxið með óvenjulegum hraöa, en það mun vera iönaðar- deildin (fataverksmiðja) sem drýgstan þátt á i þeirri öru upp- byggingu. Ég þekkti Björn Pétursson vel. Hann var geðprúður og glaövær, skipti tæpast skapi á hverju sem gekk, hafði hreina unun af að verða öðrum að liði og sást þá bókstaflega stundum ekki fyrir þegar mikiö lá við. Björn var fjördjarfur athafnamaður karl- menni bæöi til sálar og likama. Hann liktist i mörgu mjög móður- bróður sinum Benóný Friöriks- syni (Binna i Gröf) aflakónginum landsfræga sem var sannkallaður kappi. Við hjónin höfum verið gestir á heimili Björns og Þuriðar hér 1 Reykjavik, lika gist þau I sumar- bústað þeirra á Stóru-Hvalsá. Móttökurnar þar fyrnast seint, alúðin var svo einlæg. að maður gleymdi þvi að maður var gestur. Einmitt þá varð mér fyrst ljóst hvað Þuriður liktist móður sinni en hana þekkti ég vel og met öðr- um konum meira. Börn þeirra hjóna eru: Haukur, viðskiptafræðingur, framkv.stj, Félags isl. iðnrekenda, f. 30.4 1942. Kona: Kristin Jónsdóttir f. 13.2. 1944, Pétur viðskiptafræð- ingur, framkv.stj. Karnabæjar f. 2.12.1943. Kona: Olga Guðmunds- dóttir f. 14.8. 1947. Herborg f. 28.7 1946, dáin 25.2 1953. Sigurður efnaverkfræðingur, framkv.stj. tsl. matvæla f. 2.8. 1950 Kona: Hildur Sigurbjörnsdóttir, f. 3.5. 1952, Steingrimur nemi i læknis- fræði f. 12. 12. 1954. Kona:Bryndis Snæbjörnsdóttir f. 7.8. 1955. Allir eru bræðurnir efnismenn, og sannast þar málshátturinn aö „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.” Við hjónin kveðjum Björn Pét- ursson með miklum söknuðu og vottum fjölskyldu hans einlæga samúð. Jóhann Friðriksson t Það er ekki langt siðan vinur minn B jörn Pétursson virtist vera I fullu fjöri, en nú er það stað- reynd aö hann er allur. Okkur vinum hans kom það þó ekki á ó- vart, þvl við vissum aö hverju dró. Ég heimsótti Björn nokkrum sinnum á sjúkrahúsið, þar sem hann lá og bar veikindi sin með mikilli karlmennsku og æðru- leysi. Hafliði Jón Hafliðason Kveðja frá Sveinafélagi skipasmiða Hafliði J. Hafliöason fæddist aö Dvergasteini I Hafnarfirði 3. október 1891. Hann hóf smföanám hjá Sveini Magnússyni, bátasmiði I Hafnarfirði I febrúar 1907, en lauk námi hjá Otta Guömunds- syni, skipasmiði I Reykjavlk árið 1911. Hann sigldi siðan til Danmerk- ur var I iðnskóla I Fredrikshavn og lauk þaðan námi 1918. Framhaldsnám stundaöi hann við tækniskóla I Helsingör 1 Dan- mörku og lauk þar prófi I skipa- verkfræði I marz 1922. Hafliði var frá upphafi einn ágætasti féUgi Sveina- félags skipasmiöa. A und- irbúningsfundi t að stofnun hann einn af þremur sem kosnir vou I nefnd, tii þess að undirbúa félagsstofnunina og gera drög að lögum fyrir væntanlegt félag. Hann var I stjórn félagsins frá stofnun þess fram á árið 1945, er hann baðst undan endurkosningu vegna breyttra atvinnuaöstæðna. A því ári var hann kjörinn endur- skoðandi félagsins og gegndi þvl starfi I fjölda ára, en starf hans I stjórn félagsins haföi einmitt veriö gjaldkerastarfið. Vegna mannkosta sinna og hinnar miklu þekkingar sem hann hafði aflaö sér, vaidist Hafliði tii hinna margvlslegu starfa fyrir félagiö, sem of langt mál yrði hér upp að telja. Sjálfsagt þótti að hafa Hafliöa meö i ráöum og þvl fremur sem viöfangsefnið var erfiöara eða flóknara og alltaf reyndist hann hinn trausti og öruggi félagi. Vandfundnir eru þeir menn sem vinna störf sln af sömu trú- mennsku, sömu einurö, sömu ósérhllfni og af sama heiöarleika og Hafliöi J. Hafliöason, gerði. A félagsfundi I febrúar 1937 las formaður bréf til félagsins frá Hafliða J. Hafliðasyni þar sem hann skýrir frá peningagjöf tii félagsins, „sem nota skyldi sem vlsi að sjóðsstofnun, sem geti orðið félagsmönnum til styrktar á einhvern hátt.” Fé það sem Hafliði gaf félaginu var greiðsla sem hann haföi fengið fyrir teikningu af varðbát fyrir skipagerö rlkisins. Þetta atvik lýsir Hafliöa vei sem manni, þannig voru viðbrögö hans. A grundvelli þessarar gjafar, var strax næsta mánuð á eftir stofnaður Styrktarsjóöur Sveina- félags skipasmiöa og samþykkt reglugerð fyrir hann. Þessi sjóöur hefur það hlutverk að greiöa félagsmönnum styrk I slysa- og veikindatilfellum. Sveinafélag skipasmiða stendur ávallt I stórri þakkarskuld við Hafliða fyrir störf hans. A aðalfundi 23. febrúar 1947 var Hafliði einróma kjörinn heiöurs- félagi Sveinafélags skipasmiða, meö þvl vildu félagsmenn sýna skilning sinn á störfum hans og öriltinn þakklætisvott. Hafliöi var fyrsti heiöursfélag- inn, slðar var Siguröur Þórðarson kjörinn heiöursfélagi, en þessir menn voru buröarásar félagsins frá stofnun þess, og alla tíð meöan þeir störfuðu. Annar er sá þáttur Hafliöa sem sennilega verður seint kannaöur og aldrei þakkaður að verðieikum, en þaö er þáttur hans I menntun skipa- smiða hér I Reykjavlk og Hafnar- firöi. Frá þvl kennsla I skipa- teikningu var hafinn við Iönskól- ann i Reykjavík árið 1928, hafði Okkar kynni hófust fyrir þrem- ur áratugum, þegar við vorum að hefja okkar lifsstarf fyrir alvöru og sá ég f ljótt að þarna var á ferö- inni mikill athafnamaður og góð- ur félagi. Björn lagöi gjörva hönd ámargt. Hann var kaupféiagsstjóri Kaup- félags Suðurnesja um árabil. Eft- ir að hann fluttist til Reykjavlkur gerðist hann fasteignasali um nokkur ár. Björn stofnaöi bygg- ingarfélagið Súð. sem byggði mörg stórhýsi i Reykjavik. Hann fékkst einnig við ýmis kaupsýslu- störf og hin siðari ár rak hann fyrirtækið Karnabæ og var fram- kvæmdastjóri þess til dauðadags. Engum dundist, aö Björn var stórhuga og mikill framkvæmda- og hugsjónamaður. Það var hans lif og yndi að vera sistarfandi og þótt eitthvað á móti blési, þá tók hann þvi ætið með jafnaðargeði enda var Björn mikill bjartsýnis- maður. Björn var mikill mannþekkjari og kom þaö bezt I ljós þegar hann valdi sér samstarfsfólk. Hann bar mikla umhyggju fyrir starfsfólki sinu og sýndi fyrirtækjum sinum mikla alúð. Björn var mikill náttúruunn- andi og hafði yndi af hesta- mennsku og laxveiði. Við fórum oft sérstaklega þó hér fyrr á ár- um, saman i veiðiferðir og eru mér þær stundir ógleymanlegar. Björn hafði góöa frásagnar- hæfileika, hann hafði gott minni var viðlesinn og hafði þvi frá mörgu að segja. Það voru ekki fáir sem leituðu til Björns með sin vandamál, enda var hann ætíð fús til áð leggja mönnum lið og gefa góð ráð. Björn átti þvi láni að fagna að eiga góða og velgerða konu, Þur- iði Guðmundsdóttur. Þau eignuðust fjóra mannvæn- lega og dugmikla syni, þeir eru: Haukur, viðskiptafræðingur, gift- ur Kristlnu Jónsdóttur, Pétur viðskiptafræðingur, giftur Olgu Guðmundsdóttur, Sigurður efna- verkfræðingur, giftur Hildi Sigur- björnsdóttur og Steingrimur, sem er við læknanám, giftur Bryndisi Snæbjörnsdóttur. Einnig eignuðust þau Björn og Þuriður dóttur Herborgu að nafni, sem lézt á barnsaldri. Fjölskyldur okkar hafa ætið verið mjög samrýmdar og vorum við nágrannar nú hin slðari ár. Það er sjónarsviptir að Birni og við sem áttum þvi láni að fagna að kynnast honum, eigum fagrar endurminningar um góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu vottum viö hjónin okk- ar dýpstu samúð og biöjum algóð- an Guð að blessa þau öll. Magnús Haraldsson Hafliði þessa kennslu með hönd- um. Hann kenndi ekki einungis skipateikningu, heldur einnig margvíslega og flókna út- reikninga I sambandi við smíði skipsins, stöðugleikaútreikninga og margt fleira. Hann gerði þetta allt á svo lifandi og eðlilegn hátt að þrátt fyrir, aö nemendurnir heföu þvl miöur allt of litla mögu- leika á að vinna viö nýsmíöi jafn- hliða náminu I skólanum, þá hélzt þekking ótrúlega vel I hugum þeirra. Stóran þátt I þvl átti auðvitað það mikla vald sem Hafliöi hafði á viðfangsefninu og þekking hans á eðli og eiginleikum efniviðarins sem unnið var úr, trénu.en það er eitt af grundvallaratriðum þess aö kennsla komi að réttum not- um. Auk þess aö kenna I iðnskólan- um I Reykjavlk og Hafnarfirði, undirbjó hann og þjálfaöi enn frekar ófáa skipasmiði, sem annaðhvort ætluðu aö taka aö sér aö sjá um smíði skipa eöa fara I viðbótarnám erlendis, en Hafliöi hvatti menn mjög til þess að afla sér frekari menntunar. Meö kennslunni ásamt félags- störfum hefur Hafliði manna mest unnið aö þróun iöngreinar- innar á þessu tlmabili. Fyrir allt þetta þakkar Sveina- félag skipasmiða Hafliða J. Haf- liðasyni og vottar konu hans og dætrum samúö sína. Helgi Arnlaugsson, formaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.