Tíminn - 15.03.1977, Side 20

Tíminn - 15.03.1977, Side 20
20 Þriðjudagur 15. marz 1977 „Spurs” aftur niður á sama lága planið — eftir tvo góða leiki. WBA vann auðveldan sigur, 2:0 á White Hart Lane. Á mánudaginn var kcypti WBA Laurie Cunningham frá Orient fyrir 120.000 pund. A laugardaginn var það sá sami Laurie Cunningham, sem var maðurinn á bak við sigur WBA á Tottenham, en það var ann- ar sigur liðsins i London á fjórum dögum. Ýmsir vilja spá þvi, að Cunningham verði fyrsti blökkumaðurinn til aö spila landsleik fyrir England. Ef marka má leik hans á laugar- daginn, þá gæti verið að sú stund væri ekki langt undan. A 24. minútu leiksins var það frábær sending frá Cunning- ham á Robson, sem skapaði fyrra mark Albion. Robsonlék að marki Tottenham og lét vaða af 25 metra færi, og knötturinn hafnaði i mark- horninu. Staðan i hálfleik var þannig 1-0 WBA i vil. 1 seinni hálfleik reyndi lið Spurs allt sem þeir kunnu til að jafna, en allt kom fyrir ekki. A 68. minútu lék Cunn- ingham á hvern varnarmann Tottenham á fætur öðrum og varð hann aðeins stöövaöur með ólöglegum hætti, rétt fyr- ir utan vitateig. Giles tók aukaspyrnuna, og eins og hon- um er lagið þá sendi hann knöttinn beint á höfuð David Cross, sem skoraði glæsilega með skalla. Skömmu eftir þetta mark komst mark WBA i mikla hættu þegar Pratt, Taylor og Armstrong misnotuðu allir góð færi á sömu minútunni og eftir það voru úrslit leiksins ráðin. Það vantaði alla baráttu I lið Tottenham i þessum leik, bar- áttu, sem svo sannarlega örl- aði á i leikjum liðsins við Nor- wich og Liverpool I slðustu viku. Ef Tottenham ætlar að halda sæti sinu i 1. deild verða þeir að gjöra svo vel og berj- ast i þeim leikjum, sem þeir eiga eftir. Ó.O. L já Wembley — þegar Aston Villa og Everton skildu jöfn 0:0 i úrslitaleik deildabikarsins Fyrir leik Aston Villa og Everton á Wembiey, úrslitaleik deildar- bikarsins, var mikii stemmning hjá hinum 100.000 áhorfendum, sem álitu sig heppna að hafa komizt yfir miða að leiknum. Sumir greiddu allt aö30 pundum fyrir miðann á „svörtum markaði”, eöa nánasttifalt verð. Ahorfendur höfðu sig mjög I frammi, og þeir fjölmörgu, sem komið höfðu frá Birmingham og Liverpool til að hvetja sfna menn, sungu við raust áður en leikurinn hófst. tima heföi að öllum likindum En eftir aö dómarinn, Gordon Kew, flautaöi til leiks og leikurinn hófst, minnkaöi hávaðinn smám saman á áhorfendapöllunum. Leikurinn var hreinlega hund- leiðinlegur, og smám saman rann það upp fyrir mönnum, aö þeir væru fremur óheppnir en heppnir að vera viðstaddir þessa vitleysu. Bezta dæmiö um þaö hvað leikur- inn var lélegur, var aö 82 sinnum I leiknum var knötturinn sendur aftur til markvarðanna, en það er nýtt met i úrslitaleik á Wembley. Já, það þarf ekki aö eyða mörg- um orðum að leiknum, sem bauö næstum ekki upp á nein tækifæri, helzt var það McKenzie, sem skapaði sjálfum sér nokkur færi fyrir Everton. A 9. minútu leiks- ins munaði litlu að honum tækist að skora, þegar hann vippaði skemmtilega yfir Burridge I marki Villa, en knötturinn datt ofan á þversíána. Mark á þessum hleypt lifi I leikinn, en þvi var ekki að heilsa. A timabili I seinni hálfleik virtist sem Villa væri að lyfta sér upp úr drunganum, og var Alex Cropley maðurinn á bak við nokkur góð upphlaup á þess- um tima, en Gray og Deehan spil- uöu eins og svefngenglar, og voru ávalltof seinir að notfáera sér þau færi sem buðust. Leikurinn varð siðan mjög þóf- kenndur eftir þvl sem leið á seinni hálfleik, varla kom fyrir aö send- ing lenti hjá samherja, og allir voru þvl mjög fegnir, þegar dómarinn flautaði til leiksloka, en liöin verða að reyna með sér aftur á morgun á Hillsborough, velli Sheffield Wed. Eftir leikinn var þaö samdóma álit fréttamanna, að þetta væri leikur, sem myndi llöa fljótt úr minni þeirra sem á hann horfðu, og leikurinn á Hillsborough gæti Loksins vann Chelsea leik 3—1 sigur i Cardiff og Chelsea styrkti stöðu sina i 2. deild mjög I Allni r* Pofrliff n r* nL „I_ J íll_. _ _ . . Leikur Cardiff og Chelsea á Ninian Park I Cardiff var leiöin- legur á að horfa fyrstu 60 minúturnar, en þá varð skyndi- lega mikil breyting á leiknum. Britton skoraði mark eftir varnarmistök hjá Cardiff og við þetta mark færðist mikið llf i leik- inn. Leikmenn Cardiff upphófu nú mikla sókn og skalloft hurð nærri hælum við mark Chelsea. En þaö var Chelsea sem skoraði næsta mark. Eftir mikla sókn Cardiff fékk liö Chelsea skyndilega skyndisókn, þar sem sóknarleik- menn Chelsea voru þrlr á móti aðeins tveimur varnarleikmönn- um Cardiff. Swain var leikinn frlr og skoraði hann auöveldlega, 2-0 fyrir Cheisea. Aðeins fimm minútum siðar skoraði Dwyer fyrir Cardiff, og eygöu nú leik- menn Cardiff aftur möguleika á að jafna leikinn. Þeir gerðu nú aftur mikia hrið að marki alls ekki orðið verri en þetta. Liöin voru þannig skipuð: Aston Villa: Burridge, Gidman, Robson, Phillips, Nicholl, Morti- mer, Deehan, Little, Gray, Crop- ley, Garrodus. Everton: Lawson, Jones, Darra- cott, Lyons, McNaught, King, Hamilton, Dobson, Latchford, McKenzie, Goodlass. Leikur þessi mun aö öllum likindum verða sýndur I Islenzka sjónvarpinu innan tlðar. Ó.O. DUNCAN Mc- Kenzie.... sést hér spyrna knett- inum að marki Aston Villa, en e k k i v i 1 d i knötturinn I nctið á Wembley á laugardaginn. Chelsea, en það varð aöeins tii þess, aö gefa Chelsea sitt þriðja mark. Aftur sótti Cardiff meö of marga menn og upp kom sú staða að Chelsea fékk skyndisókn, þar sem þrir voru á móti tveimur varnarmönnum. 1 þetta skiptið var það Stanley sem skoraði markið, eftirað hafa verið Ieikinn frlr, og innsiglaði hann þar meö sigur Chelsea, 3-1. Leikmönnum og forráðamönn- um Chelsea hlýtur að hafa létt mikið við þennan sigur, þar sem Chelsea hefur ekki unnið leik I deildinni siðan þeir unnu Carlisle á útivelli 5. febrúar. Einnig kem- ur þaö sér vel fyrir Chelsea aö Bolton tapaði og Luton tókst að- eins að ná jöfnu á Plymouth á heimavelli. Chelsea getur litiö framtlðina aðeins bjartari aug- um. Ó.O. Montgomery óstöðvandi — og Derby mátti sætta sig við enn eitt jafnteflið á heimavelli Jim Montgomery, maðurinn, sem varði mark Sunderland, er liðið vann sigur á Leeds I bikar- úrslitunum 1974, var maöur þessa leiks. Hann er nú I láni hjá Birmingham og eftir frammi- stöðu hans I þessum leik kæmi ekki á óvart þó að Birmingham keypti hann til sin. Hvað eftir annað varöi hann á ótrúlegasta hátt, það var alveg sama, hvað leikmenn Derby reyndu, allt varði Montgomery. Þegar korter var til leiksloka voru áhorfendur farnir að fagna marki, en þá átti Peter Daniel gott skot að marki, eftir að Montgomery hafði varið skot frá Hector, og var hálfpartinn úr jafnvægi. En þrátt fyrir það skauzt hann upp og tókst aö ýta knettinum yfir þverslána. En þegar sjö mlnútur voru til leiks- loka virtist mark loks ekki um- flúið. Tony Want frá Hector inn- an vltateigs og vítaspyrna var þegar dæmd. Charlic George tók spyrnuna og Montgomery varði þrumuskot hans alveg úti við stöng. Allir á vellinum klöppuðu fyrir þessari frábæru markvörzlu hans, meira að segja leikmenn Derby líka, þó að þarna hefðu þeir misst dýr- mætt stig I fallbaráttunni. Tækifæri Birmíngham I leikn- um voru ekki mörg, en snemma I fyrri hálfleik varði Daniel á llnu skalla frá Francis og nýlið- inn Fox átti skot, sem Boulton varði naumlega. Gerry Daly lék nú með Derby og bar ekki mikið á honum I ieiknum. Liðin voru þannig skipuð: Derby: Boulton, Langan, Webster, Daly, Daniel, Todd, Powell, Hector, Hales, George, James. Birmingham: Montgomery, Rathbone, Styles, Kendall, Burns, Want, Calderwood, Francis, Fox, Hibbitt, Connolly. iEm Brian Alderson lék Coventry grátt þegar Leicester vann Coventry 3:1 á Filbert Street Á miövikudaginn seldi Coventry sinn bezta varnarmann til Tottenham fyrir 120.000 pund, og þar sem Dugdale, Coop og Hol- ton voru allir meiddir, vantaði Coventry illilega varnarmenn i leiknum við Leicester á Filbert Street á laugardaginn. Yorath og Roberts léku aftast í vörn Coventry en ekki þótti leik- ur þeirra þar sannfærandi. Leicester var ekki lengi að not- færa sér þennan veikleika Coventry og var Brian Alderson, fyrrum leikmaður Coventry, maðurinn á bak við mörk þeirra. Snemma I fyrri hálfleik fékk hann knöttinn rétt fyrir utan vltateig Coventry og Blyth I markinu réði ekki við gott skot hans. A 38. minútu sendi hann góða sendingu á Kember, sem gaf knöttinn fyrir markið og Earle skoraði meö þrumuskoti. 1 hálfleik var staðan þannig 2-0 fyrir Leicester. Það var eKki langt liðið á seinni hálíleik, þegarstaðan var orðin 3- OLeicester i vil. Eftir varnarmis- tök skoraði Worthington með góðu lágskoti. Eftir þetta press- aði Leicester stift en mörk þeirra urðu ekki fleiri, og var það aðal- lega að þakka góöum leik Blyth I marki Coventry. A siðustu minútu loksins skoraði Ferguson fyrir Coventry meö skalla, og má segja að það hafi verið eina færið I leiknum, sem Coventry fékk. Sigur Leicester varð þannig 3-1, og 16.766 áhorfendur héldu ánægðir heim. Ó.O. BRIAN ALDERSON.... lék fyrrum félaga sina nja coventry ofi grátt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.