Tíminn - 19.03.1977, Side 3

Tíminn - 19.03.1977, Side 3
Laugardagur 19. marz 1977 3 Sá, sem ekki viH,þegar hann fær... Sá, sem ekki vill, þegar hann fær... E.H. Dal i Miklaholts- hreppi — Hér um sveitir hefur rikt mik- il veðurbliða svo mánuðum skiptir, stillur og hlýindi mið- að við árstima. Snjór hefur enginn fallið, svo teljandi sé, það sem af er vetri og jörð þvi alauð. Það hefur aftur valdið þvi að i frostakafla i janúar fór klaki alldjúpt i jörð. Var þó aldrei um frosthörkur að ræða. Þrátt fyrir jarBklaka og ein- stakt úrkomuleysi hafa ekki orðiö vandræði með vatn hjá fólki nema á tveim bæjum, þar sem vatn fraus i öðru til- fellinu, en þrauti hinu. Af er nú lagður sá búskapar- háttur að mestu, að halda fé til beitar, þótt jörð sé auð og vel viðri, en þó er það gert á fáein- um bæjum. Kjarnfóðurgjöf er meö mesta móti i vetur svo sem vænta mátti eftir hrak- legt óþurrkasumar, enda eru hey viða létt og léleg að stór- um hluta. Af þessum sökum, og raunar fleiri, er róður margra bænda nú i þyngsta lagi fjárhagslega og horfur þeirra uggvænlegar. Til marks um erfiða lausa- fjárstöðu bænda, mætti t.d. nefna það, að um síðustu mánaðamót munu skuldir þeirra hér i fimm hreppum sunnan fjalla á Snæfellsnesi við Rafmagnsveitur rikisins hafa numið um 5 milljónum kr. Læturnærri aðþað séu um kr. 8000.00 á hvert mannsbarn er þessar sveitir byggir. Að sjálfsögðu mun veröa lokað fyrir rafmagn hjá ýmsum ef ekki verður fljótlega grynnt á þessum skuldum. NU er þaö svo, þrátt fyrir allt, að sumir hafa handbæra peninga og vilja greiða álestr- armanni, rafmagnsmanni samstundis. Draga þeir þá gjarnan upp veski sin eða ávisanahefti, óðfúsirað borga, en þá kemur upp úr dúrnum að álestrarmaðurinn má með engu móti taka við greiðslu og kveður yfirboðara sina hafa lagt blátt bann við þvilikum viðskiptamáta. Reikninginn verður að greiða I sparisjóði, banka, eða annarri tiltekinni stofnun. Bætist þá ofan á simakostnaður og jafnvel ferðalög, svo nemur tugum og hundruðum kllómetra, til að gera þær ráðstafanir sem að gagni megi verða I þessum efnum. Vill þá sjálfsagt oft ásannast hið fornkveöna— að sá sem ekki vill þegar hann fær, hann fær ekki þegar hann vill — og leggja menn málið I salt um lengri eða skemmri tima. Þannig eru þessar umræddu skuldir að nokkru tilkomnar vegna fáránlegs einstreng- ingsháttar i innheimtukerfi Rarik. En eftir stendur þó aðalástæöan: fjárþröng bænda og e.t.v. fleiri raf- magnsnotenda. Hitt ber svo að viðurkenna og virða viö starfsmenn Raf- magnsveitna rikisins, að þeir sýna verulega þolinmæði i þessum málum og grlpa ekki til lokunaraðgerða fyrr en I siðustu lög. Afmæli Þorsteins Hannessonar Þau mistök uröu, þegar sagt var frá afmælistónleikum, sem haldnir eru til heiðurs Þorsteini Hannessyni, tón- listarstjóra Rikisútvarpsins, að afmæli hans væri I dag. Hið rétta er, að það er á sunnudag- inn. Tónleikarnir eru aftur á móti i dag. Umhyggja eftir Jóhannes Kjarval. Þessa mynd málaði hann á jólanótt 1954 eigandi er Alfreð Guðmundsson forstöðumaður Kjarvalsstaða. Timamynd Gunnar. Fáséðar Kjarvals- myndir SJ-Reykjavik Frá þvl Kjarvalsstaðir tóku til starfa árið 1973 hafa verið haldnar i húsinu nokkrar sýningar á myndum Jóhannesar S. Kjarvals, enda er eystri salur hússins sérstaklega ætlaður til sýninga á verkum hans, þótt hann sé stundum notaður til annarra sýninga, sem þá eru venjulega i öllu húsinu. I dag er opnuð ný sýning á myndum Kjarvals I myndlist- arhúsinu á Miklatúni. Safnað hefur verið saman 51 mynd, sem allar eru I einkaeign, að undanteknum tveim myndum sem eru eign Reykjavikur- borgar. Fæstar þessar myndir hafa áður verið sýndar opin- berlega á sýningu. Elzta myndin á sýningunni er frá 1917 en sú yngsta frá ár- inul968, en þaðárfór Kjarval á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Málaði hann ekk- ert eftir það. Allmiklar eyður eru að visu i sýningunni, þ.e. ákveöin timabil vantar, en tilgangurinn erfyrstog fremst að kynna sýnishorn af hinni ótrúlega fjölbreyttu list Kjarvals. Þessi Kjarvalssýning mun standa fram á haust og flytur Reykjavikurborg þeim mörgu, beztu þakkir, sem lán- að hafa myndir svo langan tima. Vestfirðir: Einni beztu rækju- vertíð- inni að ljúka gébé Reykjavlk —Rækjuveið- um fyrir Vestfjörðum er að mestu lokið, en þessi vertlð er taiin ein sú albezta fram til þessa. Rækjan hefur verið mjög góð og yfirleitt var aflinn óvenjulega góður á öllum mið- um. Aðeins þrjár rækjuverk- smiðjur eru enn við vinnslu, tvær á isafirði og ein I Hnifs- dal. Aðrar verksmiðjur hafa allar fengið upp I heimilaðan kvóta sinn. i febrúar stunduðu alls 65 bátar rækjuveiöar á Vestfjörðum og var afli þeirra i mánuðinum 1.111 lest en i fyrra á sama tima varö afli 63 báta 543 lestir. Þess ber og aö gæta, að I fyrra lágu rækju- veiðar niðri við isaf jarðardjúp eftir miöjan febrúar vegna verkfalls verkafólks Frá Bíldudalréru tlu bátar I febrúarmánuði og varð afli þeirra 176 lestir, en I fyrra var afli tiu báta aðeins 55 lestir. Aflahæstu bátarnir nú voru Pilot með 21,3 lestir, Vlsir 21,1 lest, og Helgi Magnússon með 21,1 lest. Frá verstöðvunum viö ísa- fjarðardjúp réru 42 bátar, sem öfluöu samtals 743 lestir, en I fyrra var afli 38 báta til 14. febrúar, 265 lestir. Aflahæstu bátarnir I febrúar 1977 voru: Gullfaxi með 24,9 lestir, Hepp- inn 23,1 lest, Bryndis 23,0 lest- ir, Tjaldur 22,0 lestir og Hall- dór Sigurðsson 21,6 lestir. Frá Hólmavik og Drangs- nesi réru 13 bátar og var afli þeirra 192 lestir en I fyrra var afli 13 báta I febrúar 223 lestir. Allir bátarnir voru nú meí 14-15 lestir i mánuðinum. Þessar aflatölur eru allar fengnar hjá skrifstofu Fiskifé- lags Islands á ísafirði. Afköst S tórólfsvallaverk smiðj unnar tvöfölduð Örfoka land á Geitasandi tekið til ræktunar SJ-Reykjavik —Festhafa veriö kaup á nýjum þurrkara fyrir graskögglaverksm iðjuna að Stórólfsvöllum en við tilkomu hans verður framleiðsla verk- smiðjunnar tvöfölduð. Yfir sumarið hafa verið framleidd 1500-1700 tonn af graskögglum á Stórólfsvöllum, en eftir stækk- unina sem væntanlega verður I vor, veröur hægt að framleiða um 3000 tonn. Þetta kallar á aukna ræktun. Verksmiðjan hefur á leigu 420 hektara lands hjá Rangárvallasýslu og eru þeir nú fullræktaðir. 1 ráði er að rækta meira land á Geitasandi, sem er fyrir vestan Stórólfsvelli og á milli Rangánna en þangað er stutt að fara og verður þar þá nýtt áður örfoka land. Til þess að nýi þurrkarinn verði fullnýttur þarf 700-800 ha, af ræktuðu landi, og er fyrir sjáanlegt aö það verður ekki i sumar. Að sögn JóhannsFranfessonar, bústjóra að Stórólfsvöllum er nýi þurrkarinn svissneskur og sams konar og þurrkarar i tveim öðrum graskögglaverk- smiðjum hér á landi. Hann get- ureimaö5 tonn afvatniúrgrasi á klst., eöa þurrkað 1200 kg af kögglum. Þegar nýi þurrkarinn kemst i gagnið þarf að bæta við geymsluhús’næði verksmiðjunn- ar. Mikið af vélakosti verksmiðj- unnar nýtist áfram eftir þessa breytingu. M.a. er feiti, stein- efnum og mjöltegundum bland- að í kögglana I sérstakri vél. Gerðar hafa verið tilraunir með blöndun slikra efna i þá. Sú blanda sem virðist gefa bezta raun, er að bæta i kögglana 2% feiti og 2% fóðursalti. Slikir kögglar hafa gefið mjög góða raun i fóðurtilraunum. Þaö hef- ur vakið undrun, að fóðurgildið virðist vaxa við þessa blöndun þannig að kögglarnir virðast vera jafngildi kjarnfóðurs við mjölkurframleiðslu. Þetta hafa margir bændur fundið á undan- förnum árum. Hvert kllógramm af graskögglum gefur eina fóö- ureiningu með öðru fóöri. Þama gerist einhver samverkun þannig að nýtingin á heildar- fóörinu verður betri en búizt var við. Þetta hefur enn ekki verið mælt i tölum. Hins vegar liggja nú fyrir nokkuð margar fóðrunartilraunir sem benda allar I svipaða átt. Það má segja að einungis vanti opinberan stimpil á þessar niðurstöður. Graskögglaverksmiöjan að Stórólfsvöllum selur framleiðsl- una einkum til bænda á Suður- landi, bæði beint og í gegnum búnaðarfélög, verzlani-r og kaupfélög. Einnig er nokkuð selt norður til Skagafjaröar og i Húnavatnssýslu. Verð á graskögglum er 43.000 kr tonniö 1. flokkur i smásölu beint til bænda En heildsölu- verðið er 40.000 kr.. Framleiðendur grasköggla eiga i samkeppni við innfluttar fóðurblöndur en I mörgum til- fellum veröa bændur aö gera upp við sig hvort þeir vilja held- ur grasköggla eða kjarnfóöur. Samkeppnisaöstaðan er nokk- uð erfiö. Þar kemur margt til. Erlendar fóðurvörur hafa ekki lengi verið jafnódýrar og nú, en þar kemur m.a. til mikil fram- leiðsla og það að fóðurvörur frá aðildarlöndum Efnahagsbanda- lagsins eru niðurgreiddar.' Fóö- urvörur eru fluttar inn til lands- ins án þess að greiddir séu af þeim tollar og söluskattur. Þessi gjöld eru hins vegar greidd af vélum og rekstarvör- um graskögglaverksmiðjanna og sumar vélanna sem til fram- leiðslunnar þarf, kosta tvöfalt sif veröið þegar þær eru komnar á áfangástað. Af rekstrarvörum er orkan einna stærsti liðurinn eins og nærri má geta þegar þarf aö eima vatn úr grasi, pressa það og mala. Graskögglaverksmiðjan aö Stórólfsvöllum notar bæði svartoliu og rafmagn. Mögu- leikar eru á að rafmagnsnotkun verði aukin ef raforka fæst á hagkvæmu verðiog hægt veröur að ráða við fjárfestingar sem þvi fylgir. Gæti þá raforka leyst svartoliuna af hólmi að mestu leyti. Samband islenzkra sam- vinnufélaga stofnaöi gras- kögglaverksmiöjuna aö Stór- ólfsvöllum um 1960 siðar tók Landnám rikisins viö rekstrin- um. Þrir fastir starfsmenn vinna þar nú en á sumrin fleiri, og þegar vinnslan stendur yfir hafa starfsmenn verið 11-12 en verða 13-14 i sumar. Fimm graskögglaverksmiðj- ur eru á landinu, þar af ein i einkaeign að Brautarholti á Kjalarnesi. Hinar eru auk þeirr- ar að Stórólfsvöllum i Gunnars- holti, Flatey i Mýrarhreppi A- Skaft. og i ölafsdal. Afkasta- mest er nú verksmiðjan i Gunn- arsholti, en þurrkarinn jtór er jafnafkastamikillog þurrkarinn á Flatey og nýi þurrkarinn á Stórólfsvöllum verður. Gunn- arsholt ræður hins vegar yfir mestu ræktuðu landi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.