Tíminn - 19.03.1977, Qupperneq 8

Tíminn - 19.03.1977, Qupperneq 8
8 Laugardagur 19. marz 1977 70 ára starf Hlífar á Akureyri FYRIR nokkru átti KvenfélagiO Hlif 70 ára afmæli og var þess minnzt meO hófi aO Hótel KEA sama kvöld. Þar var glatt á hjalla og margt sér til gaman gert. Viö þetta tækifæri var Jónina Steinþórsdóttir kjörin heiöurs- félagi fyrir mikil og vel unnin störf i þágu félagsins. Aörir heiöursfélagar, sem eru á lifi, eru Gunnhildur Ryel, Elinborg Jónsdóttir og Kristín Péturs- dóttir. Félagiö var stofnaö af 8 kon- um, en brátt fjölgaöi i félaginu og þaö lét mjög til sin taka. Fyrstu starfsárin beindi þaö kröftum sinum aö liknarstörf- um, s.s. hjúkrun sjúkra og hjálp viö aldraö fólk og bágstadda. En er franv liöu stundir og betur var séö fyrir þessum málum t.d. meö tilkomu Rauöa krossins, tók félagiö sér fyrir hendur aö koma fátækum börnum f sveit til sumardvalar. Þetta starf kom sér mjög vel einkum á striösárunum. Ariö 1946 gaf svo Gunnhildur Ryel félaginu lóö til þess aö reisa barnaheimili. Var nú haf- izt handa um fjársöfnun og vinnu og drógu HHfarkonur hvergi af sér og nutu aðstoöar margra aðila sem sizt mætti vanþakka. Áriö 1950 haföi félag- inu tekizt aö koma upp býsna myndarlegu húsi fyrir sumar- dvalardagheimili, og hlaut þaö nafnið Pálmhol;t. Við þann staö kannast vist flestir bæjarbúar. Þetta heimili rak félagiö svo á sumrin allt til ársins 1972, en þá var þaö öllum ljóst, aö þörfin fyrir dagheimili allt áriö var oröin mjög brýn, og rekstur sliks heimilis ofvaxinn fátæku félagi. Hinn 29. febr. 1972 gaf Hlif þvi Akureyrarbæ Pálmholt meö öllum búnaöi og án allra skuldbindinga. Þetta uröu aö visu timamót, en Hlif hætti samt ekki aö hlúa aö börnum. Næsta verkefni var að safna fé til tækjakaupa fyrir barnadeild FSA, og aö þvi er unniö enn af fullum krafti og e.t.v. hefir félaginu aldrei riöiö meira á að afla fjár en nú. Viö þessi tækjakaup hefir ver- iö haft fullt samstarf viö lækna og hjúkrunarliö deildarinnar. Tæki þau sem gefin hafa veriö, eru: hitakassi (fóstra), súrefn- istæki og ljósalampi, blóöþrýst- ingsmælir, vökvadæla, barna- röggur upphitaöar meö ljósa- perum, sogdæla til aö sjúga úr vitum sjúklinga, rakaúöunar- tæki, blöndunarkranar fyrir súrefni og loft, vöggur sem skoröa börn I hitakassa og ná- kvæm vog. öll eru þessi tæki af vönduöustu gerö og miöuð viö þarfir ungbarna og íyrirburöa. A siöastliönú hausti gaf félagiö lika vandaöa smásjá á rann- sóknarstofu sjúkrahússins, sem starfsfólkiö þar lýkur miklu lofsoröi á. Minningarsjóöur Hlifar hefir búiö deildina vel aö leikföngum og nokkrum bókakosti, og viö opnun hennar færði sjóöurinn vandaö sjónvarpstæki aö gjöf. Þaö ætti raunar ekki aö þurfa aö afla lifsnauösynlegra lækningatækja meö samskotum og sjálfboðastarfi, en reyndin er samt sú, aö þrátt fyrir mjög há framlög þess opinbera til heil- brigöismála, skortir oft þau tæki, sem til eru i þessum tækni- vædda heimi, og gætu e.t.v. bjargað litlu sjúku barni og komið þvi til heilbrigði. Islend- ingar voru aö visu vanir ung- barnadauöa til forna, en gott væri aö geta foröað sem flestum foreldrum frá slikri raun, og enginn veit hvers viröi nýr borgari kann að veröa þjóö sinni, nema hann haldi lifi og nái þroska. Kvenfélagið Hlif er fremur fá- mennt félag og ekki auöugt aö fjármunum. Nú hefir hins vegar verið ákveöiö að bjóöa bæjarbú- um aö gerast styrktarfélagar þess. Hugmyndin er sú aö þessir styrktarfélagar greiði ákveöiö lágmarksárgjald, en hafi ann- ars engar félagslegar skyldur viö Kvenfélagiö Hlif. Stjórn félagsins skipa nú: Guömunda Pétursdóttir, formaöur, Emelia Siguröar- dóttir, Fanney Eggertsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir og Hólm- fríður Jónsdóttir. Vinahjálp af- hendir gjafir Miövikudaginn 16. marz 1977, fór fram I Átthagasal Hótel Sögu afhending gjafar,, Vina - hjálpar” til fæðingarheimilis Reykjavfkurborgar aö Þor- finnsgötu 14. Gjafir þessar eru: 1. Sonic-aid Fetal Monitor ásamt fylgihlutum. Tæki þetta er til þess gert aö fylgj- ast meö hjartslætti móöur og barns, á meöan á fæöingu stendur, auk annars. 2. 3 Elliott-fæöingarbekkir ásamt fylgihlutum. 3. Segulbandstæki meö 2 hátölurum. Tæki þessi eru valin af læknum stofnunar- innar og i samráði viö próf. Sigurö Magnússon. Andviröið er aröur af 2 bösur- um „Vinahjálpar” á árunum 1975 og 1976. Formaöur „Vinahjálpar”, Doris Briem, afhenti gjöfina, en forstööukona fæðingarheimilis- ins, Hulda Jensdóttir, veitti henni móttöku. Læknar stofn- unarinnar ásamt eiginkonum voru viöstaddir. Doris Briem afhendir gjafir Vinahjálpar og Hulda Jensdóttir, forstööukona fæöingarheimilisins, veitir þeim viötöku. Danskennarasam- bandið heldur fj ölsky lduskemmtun og unglingadansleiki Danskennarasamband Is- lands gengst fyrir fjölskyldu- skemmtun á Hótel Sögu (Súlna- sal) næstkomandi sunnudag kl. 14.00. Þarna verður tilvaliö tækifæri fyrir alla fjölskylduna aö fara saman út og skemmta sér, þvi börnin fá aö dansa, og nemendur og kennarar dans- skóla Sigvalda og Heiöars Ast- valdssonar sýna nokkra dansa. Skemmtanir sem þessar hafa verið árviss þáttur I starfi D.S.Í., og þarna gefst almenn- ingi kostur á aö sjá þaö sem kennt er I dansskólunum. Þessi skemmtun veröur ekki endurtekin, en aftur á móti stendur D.S.Í.fyrir dansleikjum I Tónabæ næstu tvo sunnudaga fyrir unglinga, þar sem dans- sýningarnar veröa endurteknar og er dansleikurinn n.k. sunnu- dag kl. 19.00-22.00 ætlaður 12 og 13 ára aldrinum, en sunnudag- inn 27. marz er dansleikur kl. 20.00-23.00 og ætlaöur 14 og 15 ára aldurshópnum. Aögöngumiöar eru seldir I dansskólum borgarinnar og viö innganginn á skemmtanirnar ef eitthvaö veröur óselt. D.S.Í. vill hvetja allt dansáhugafólk til aö notfæra sér þessi tækifæri til skemmtunar og gleöi. Félagar í D.S.I. eru nú liölega 20, og vinna af einhug saman aö uppbyggingu danslistarinnar I landinu. Hafa félagsmenn unnið kappsamlega aö undirbúningi þessarar sýningar og lagt á sig mikla vinnu viö æfingar, saum á búningum og annaö sem fylgir sliku stórfyrirtæki, en eins og flestum er kunnugt á dansinn erfitt uppdráttar og hefur vart ennþá slitið barnsskónum. Undirbúningur hefur þvi aö mestu hvílt á herðum stjórnar D.S.I., en hana skipa nú Guö- björg Pálsdóttir formaður, Edda Rut Pálsdóttir ritari, Iben Sonne Bjarnason gjaldkeri, og meöstjórnendur Klara Sigur- geirsdóttir og Heiðar R. Ast- valdsson. Heiöar Ástvaldsson og Edda Rut Pálsdóttir veröa meöal þelrra • sem sýna dans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.