Tíminn - 19.03.1977, Page 10

Tíminn - 19.03.1977, Page 10
10 Laugardagur 19. marz 1977 Ingólfur Daviðsson: GOUSPJALL Fyrstu vorblómin skutu upp kollinum á sólrikum stööum upp við hús, t.d. sunnan undir gömlu Atvinnudeildinni — i byrjun marz.þaövoru vetrargo^sar meö hvitum lútandi blómum. Á myndinni sést aö krónublööin i innri kransinum eru græn i odd- inn. Vetrargosinn þolir talsvert frost og hann þrifst vel um land Snarrótarpuntur Þurrkuö blóm i vönd allt og blómgast á hverju vori eins og fleiri lauk- og hnúðajurt- ir, svo sem dvergliljur bláar, hvitar eöa gular meö stóru ein- stöku blómi, og stjörnuliljur meö nokkrum litlum himinblá- um blómum. Þessar tegundir fara að láta á sér kræla ef tið verðuráframgóð. Seinna koma svo páskaliljur, túlipanar o.fl. Klaki allmikill mun vera í jörö og bæra tré og runnar ekki mik- ið á sér meöan svo er, enda ör- uggast svona snemma — enn á góu. Viða er nú verið að klippa tré i görðum, grisja og laga vöxtinn, nema burtu skemmdar greinar o.s.frv. Þetta er nauð- synlegt öðru hvoru og bezt að gera það meðan trén eru enn f vetrardvala. Það er hægt að beina vexti að eða frá vissum greinum með hæfilegri klipp- ingu. Gáið að hvert efstu brum- in snúa, þvi úr þeim kemur ný grein, sem ræður miklu um vaxtarlagið. Afsniðnar greinar má setja i vatn og setja inn i hlýju, t.d. i stofuhorninu. Þá laufgast þær fljótlega svo prýöi er að þeim. Laglegir reklar á viði koma þá stundum i ljós.Nota má greinar af birki, viöi ribsi o.fl. tegundum. Sums staöar virðist klippt og grisjað fullharkalega, einkum á stöðum sem áveðra eru. Bæði garðurinn og trén sem eftir standa, missa þá mikilsvert skjól og bregður mikið við van þrifast jafnvel til frambúðar. Og enginn vill fá stormnæðing inn i garðinn sinn. Laufþykkni móti verstu vindáttinni er m iklu betraen strjálgreinóttir runnar, eða tré greinalaus og ber langt upp eftir. öðru máli gegnir á skjólsælustu stöðum. Þar má haga klippingunni likara þvi, sem menn I hlýrri löndum kenna. Ribs er ræktað bæði til skjóls og skrauts og á veöursælli stöð- um, ekki sizt vegna berjanna, og þarf að haga klippingu sam- kvæmt þvi. Smám saman þarf aö endurnýja ribs- eða sólberja- runna, með þvi að nema burtu gamlar, oft mosavaxnar grein- ar, þvi að þær bera minna af berjum en hinar ungu. Runnur- inn má ekki verða of þéttur og allar skemmdar greinar skal klippa burt. Runninn á að vera alllaufgaður neðan frá rót. 1 blómabúðunum gefur að lita margar pottaplöntur aldar upp i gróöurhúsum. Er bæöi um burkna o.fl. blaöjurtir að ræða — og alblómgaöar tegundir nú um háveturinn. Ýmis afskorin blóm eru lika á markaöinum Ber mest á túlipönum, sverðliljum (Iris) o.fl. liljutegundum — um þetta leyti árs. Blómgaöar greinar innfluttar sjást lika, einkum algular greinar gull- runnans (Forsytia). Kannski lika bláblómgaðar slrenugrein- ar o.fl. Einnig suðræn þurrkuð grös, sum með stórum punt- skúfum. En slika vendi er auö- velt að gera hér heima, t.d. snjóhvita fifuvendi og blágrá- leita, gljáandi vendi úr snar- rótarpunti. Hér er mynd af ein- um slikum. Punturinn var tek- inn i fyrrasumar, hengdur fyrst upp til þerris — og hefur haldiö ljóma sinum siðan. Hafið þetta i huga að sumri. Fifuvöndur heldur lika lit sin- um afarlengi, ef sól nær ekki að skina á hann til lengdar. Sumir gera blandaða vendi, stinga t.d. punti, vallhæru o.fl. i fifuvöndinn. Beitilyng heldur lika vel lit þurrkaö og getur sómt sér prýöilega I vasa. Eilifðarblóm eru kallaðar einu nafni nokkrar tegundir sem bera fögur blóm og halda blómalitnum afarlengi þurrkað- ar. Sum eiliföarblóm þrifast all- vel i görðum. Nú er timi til að gefa gaum að greinaskipun trjánna og bera trjátegundir i vetrabúningi saman. Hver þeirra hefur til að bera sitt einkenni, sina fegurð, þó dökkt sé yfir þeim. Þau breyta svip i vor. Greni og fura eru aftur á móti alltaf eins, græn allt árið. Það er frændi þeirra einirinn lika, en lágur i loftinu hérá landi. í hlýrri lönd- um verður hann stór runni eöa allmikið tré, eins og ljóðið gefur tilkynna: „Göngum við I kring- um einiberjarunn”. A fyrri öld- um var safnaö hestburöum af einiberjum á Þórsmörk og víðar, og þau etin með harðfiski og smjöri. Þótti mönnum verða mjög gott af. Sumir létu vin standa á berjunum og drukku á morgnana gegn brjóstveiki. Smalar átu berin og þóttu þau bezt eftir næturfrost. Nokkrir prestar á Barðaströnd brenndu berin og notuðu sem kaffibæti, segir i Ferðabók Eggerts og Bjarna, Reynt hefur verið að nota fifu- hárin á sama hátt og baðmull og vefa úr henni dúka. Það reynd- gróður og garðar istvel hægt, en hún erendingar- litil, svo ekki borgar sig að nota hana til vefnaðar. Hér er vetrarmynd af silfur- reyni i Alþingishúsgarðinum, en þann garð gerði Tryggvi Gunnarsson á árunum 1893-1895. Þar uxu lengi stór þingviöitré, en þau þoldu ekki páskahretið illræmda 1963. NU vaxa i garðin- um stórar reynihrislur og ýmsir runnar og blóm. Smáfuglar syngja I görðunum góusönginn sinn þrestir, snjó- titlingar, auðnutitlingar og star- ar og krummi krúnkar i út- hverfunum. Starinn er skemmtilegurnýliði hér, en hef- ur lengi átt heima á Höfn i Hornafirði. Staranýlenda kvað einnig vera i Borgarfirði eystra i kauptúninu. Þetta hefur verið óvenju góð- viðrasamur vetur hér suð- vestanlands. Silfurreynir i Alþingishúss garöinum. Vetrargosar 9/3 1977

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.