Tíminn - 24.03.1977, Side 11

Tíminn - 24.03.1977, Side 11
Fimmtudagur 24. marz 1977 /ffia♦ 11 Ctgefandi Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300 — 18306: Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingá- ' simi 19523.. Verö I lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaðaprenth.f.. Mannréttindi Þótt stjórnarferill Carters Bandarikjaforseta sé ekki orðinn langur, hefur hann þegar sett sér- stakan svip á alþjóðlegar stjórnmálaumræður. Hann hefur sett mannréttindamálin meira á odd- inn en leiðtogar Bandarikjanna hafa áður gert. Hann hefur lýst stuðningi við mannréttindabar- áttuna viða um heim, m.a. i Sovétrikjunum. Þessu hefur ekki verið vel tekið af valdamönnum þar og jafnvel orð látin liggja að þvi.að þetta geti orðið til þess að torvelda þiðuna svonefndu og viðræður um afvopnunarmál. Vissulega má segja, að þess hafi verið orðin mikil þörf, að áhrifamikill stjómmálaleiðtogi tæki upp merki hinnar almennu mannréttinda- baráttu á alþjóðlegum vettvangi. Umræðiim um mannréttindamál á þeim vettvangi hefur að undanförnu verið skorinn mjög þröngur stakkur. Þær hafa einkum beinzt að kynþáttamisré.tti og nýlendumálum sem er sjálfsagt og nauðsynlegt, en mannréttindabaráttan nær til miklu viðtæk- ara sviðs. Þetta hefur hálfgleymzt og eiga leið- togar lýðræðisrikjanna sinn þátt i þvi. Þeir hafa talið það vænlegt til samskipta bæði við kommún- istarikin og riki þriðja heimsins, sem flest búa við einræðisstjórn, að halda ekki uppi mannréttinda- baráttu, sem túlka mætti sem ádeilu á stjórnar- far þessara landa. Einkum ágerðist þetta i stjórnartið þeirra Nixons og Fords og mun Kiss- inger hafa átt sinn þátt i þvi. önnur vestræn stór- veldi hafa fylgt i slóðina. 1 þessu sambandi er vert að minnast þess að það eru vestrænu smá- rikin sem eiga mestan þátt i mannréttindaá- kvæðum Helsinki-sáttmálans. Carter forseti hefur ákveðið að taka af skarið og hverfa i málflutningi sinum frá þeirri deyfð sem var að skapast i þessum efnum. Þvi ber að fagna. En hins er að gæta að mannréttindum verður ekki komið á með einu átaki. Til þess þarf áreiðanlega langan tima. óhjákvæmilega verður að taka tillit til þess, að einræði rikir i flestum rikjum heims og þvi eru samfara margvislegar skerðingar á mannréttindum. Einræðisherrarnir eru viðkvæmir og hræddir um völd sin. Þvi verð- ur að heyja hina alþjóðlegu mannréttindabaráttu með hæfilegri gætni, svo að hún verði ekki nei- kvæð i reynd. En merkið má samt aldrei láta nið- ur falla. Þvi á Carter forseti þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt og þess ber að vænta að honum takist að fylgja því fram með festu og gætni og það leiði þvi til árangurs, þótt hægt gangi, én hér mun þróun gefast betur en bylting. Heilsugæzlan Matthias Bjarnason heilbrigðisráðherra flutti nýlega á Alþingi fróðlega skýrslu um heilsu- gæzlumálin. Þar kom m.a. fram að siðasta aldar- fjórðunginn hafa opinber útgjöld vegna heilbrigð- ismála vaxið úr 3% af vergri þjóðarframleiðslu árið 1950 i 7.1% á árinu 1975. Þó er enn mikið ó- unnið til að koma heilsugæzlunni i fullnægjandi horf. Bæði þarfnast heilsugæzlan stóraukins hús- næðis og mannafla, t.d. 70 lækna og 80 hjúkrunar- fræðinga. Hætta er á, að þessar framkvæmdir geti dregizt á langinn, ef sú stefna verður ofan á að draga úr samneyzlunni, en heilsugæzlan er einn stærsti þáttur hennar. Sennilega gera þeir sem eru að berjast gegn samneyzlunni, sér þess ekki nægilega greín, þvi að vafalitið vilja þeir ekki siður en aðrir auka og bæta heilsugæzluna. Þ.Þ. Vladimir Lomeiko: Framkvæmd Hel- sinkisáttmálans Rússar hafa reynt að gera sitt Brésnjev Framkvæmd Helsinkisátt- málans ber nú alltaf meira og meira á góma, enda framundan á þessu ári ráö- stefna aöildarrikjanna um framkvæmdina. Þá hefur barátta Carters forseta fyr- ir mannréttindum aukiö umræðurnar um þetta efni. Rússneskir fjöimiölar láta ekki sinn hlut eftir liggja i þessum efnum. Eftirfarandi grein sýnir hvernig Rússar túlka þessi mál, en athygli vekur, aö þar er litiö minnzt á mannréttindaþátt sátt- málans. EF TIL væri mælikvaröi á þaö hvernig menn færu eftir ákvæöum Helsinkisáttmálans hygg ég aö Sovétmenn mundu hljóta flest stig. Mun ég nú reyna aö leiöa rök aö þessari skoöun. Leonid Brésnjev hefur ekki haldiö svo ræöu á tima- bilinu, aö hann hafi ekki gert grein fyrir framförum okkar á þessu sviöi. Viö höfum ekki skipaö neinar nefndir til aö fylgjast meö framkvæmd ann- arra rikja á ákvæöum sátt- málans, en i ráöuneytunum sem sjá um utanrikismál, utanrikisviöskipti og menn- ingu, svo og i stofnunum er annast visindi, tækni, feröa- mennsku ofl. hafa veriö gerö- ar ráöstafanir til aö ákvæöun- um sé framfylgt. Hvernig hefur veriö staöiö viö ákvæöi sáttmálans á sviöi stjórnmála? („Fyrsta karf- an”) Sáttmálinn gerir ráö fyr- iraö þátttökurlkin muni „þróa samstarf sitt á jafnréttis- grundvelli og hvetja til gagn- kvæms skilnings og trausts, vinsamlegra samskipta sin á milli og friöar, öryggis og rétt- lætis á alþjóöavettvangi”. Sovétmenn hafa einmitt grundvallaö samskipti sin viö aörar þjóöir á þessum megin- reglum. Síöan Helsinkiráöstefnunni lauk hafa fariö fram margir fundir æöstu manna og utan- rikisráöherra Sovétrlkjanna annars vegar og Frakklands, Finnlands, V-Þýzkalands og fleiri vestrænna rikja hins vegar. Mörg skjöl, sem undir- rituö hafa veriö á þessum fundum, fjalla einmitt um framkvæmd á ákvæöum Hel- sinkisáttmálans. 1 samræmi viö þau ákvæöi sáttmálans, sem fjalla um ráöstafanir til eflingar trausti, tilkynntu Sovétmenn viökom- andi rlkjum um allar veiga- meiri heræfingar og buöu vestrænum fulltrúum aö vera viöstaddir æfingarnar Kavkas (Kákasus) og Sjever (Norö- ur). HVERNIG hefur veriö staöiö viö framkvæmd Helsinkisátt- málans á sviöi efnahagssam- vinnu („önnur karfan”). í sáttmálanum segir, aö efna- hagsskýrslur og náttúruauö- lindir þátttökurlkjanna „leyfi, meö sameinuöu átaki lang- timasamstarf viö framkvæmd stærstu áætlananna”. Sovét- menn hafa boöiö Vesturlönd- um þátttöku I sliku samstarfi. I upphafi reyndu sumir aö halda þvi fram aö þaö væru Sovétmenn sem heföu sér- stakan áhuga á vestrænni tækni og lánum, en nú, þegar kreppan og atvinnuleysiö fær- ast stööugt I aukana á Vestur- löndum, eru margir farnir aö viöurkenna aö þessi lönd munu hagnast á viöskiptunum viö Moskvu. Framtiöarhorf- umar á þessu sviöi sjást bezt ef viö tökum dæmi af gas- leiöslunni, sem veriö er aö leggja yfir Evrópu. Lengd hennar er 5000 km og flutn- ingsgeta 30.000 milljónir rúm- metra af jarögasi árlega. Leiöslan mun gera kleift aö auka gasflutning til RGE- landannai A-Evrópu og einnig til Austurrikis (4.500 milljónir rúmmetra á ári), Italiu (5000 milljónir), Frakklands (2.500 milljónir) og V-Þýzkalands (yfir 7000 milljónir). Gas- leiöslan milliSovétrikjanna og Finnlands er þegar tekin til starfa. Unniö er aö áætlana- gerö I sambandi viö gasleiöslu milli SSSR og Sviþjóöar. Orkuskorturinn I vestri ger- ir tillögu Sovétrlkjanna og annarra sóslallskra rlkja um sameiginlegt orkukerfi fyrir Evrópu mjög mikils viröi. Vesturlönd mundu hagnast mest á sllkum framkvæmd- um, vegna þess aö hinum megin viöA-Evrópu er Síberla meö allar sinar gas- og ollu- lindir og allar slnar vatns- birgöir. Ekkert annaö land býr yfir sllkum orkumöguleik- um. Sovétmenn hafa einnig stungiö upp á sameiginlegu samgöngukerfi, sem mundi bjarga Evrópu frá umferöar- teppum i framtiöinni. Loks hefur veriö stungiö upp á sam- eiginlegum ráöstöfunum á sviöi umhverfisverndar, sem á næstu árum veröur aö mæli- stiku á öll mannleg verömæti. HVAÐ snertir „þriöju körf- una” bera Sovétmenn fulla viröingu fyrir þeim ákvæöum er fjalla um sarhstarf á sviöi mannúöarmála ofl. i þvl skyni aö „stuöla aö friöi og skilningi meöal þjóöa og andlegri auög- un einstaklingsins án tillits til kynþáttar, kynferöis, tungu- máls eöa trúarbragöa”. Listinn yfir ráöstafanir sem geröar hafa veriö á þessum sviöum er langur, enda hafa menningartengsl okkar viö Vesturlönd aukizt gifurlega slöan Helsinkiráöstefnunni lauk. T.d. eru nú rúmlega 200 erlend leikrit i sýningu á sov- ézkum leiksviöum, þar af 129 verk eftir vestræna nútima- höfunda. 1 hverri viku er frumsýnd ný kvikmynd frá Vesturlöndum i Sovétrlkjun- um og nær til mikils fjölda á- horfenda. Aukin hefur veriö útgáfa á þýddum bókmennt- um. A árinu 1976 komu út 1500 bækur erlendra höfunda I 60 milljón eintaka heildarupp- lagi. Þessar bækur voru þýdd- ar úr rúmlega 40 málum. Eftir Helsinkiráöstefnuna hafa Sovétmenn gert milli- rikjasamninga um feröalög viö ttallu, Finnland, Belglu, Frakkland og fleiri rlki. Feröamenn frá 155 löndum heimsækja Sovétrikin og sovézkirferöamenn feröast til 130 landa. Áriö 1975 heimsóttu rúmlega 3 milljónir erlendra feröamanna Sovétrikin og 2.2 milljónir Sovétborgara fóru I utanlandsferöir. I fyrra komu 4 milljónir erlendra feröa- manna og 3 miUjónirsovézkra feröuöust erlendis. A tlmabilinu 1976-1980 munu feröamannaskiptin aukast um 50%. Vert er aö geta þess, aö verölag á Vesturlöndum gerir feröalög sovézkra borgara þangaö mjög kostnaöarsöm. Sem stendur eru rúmlega 260 fréttaritarar frá 50 löndum skráöir I Moskvu. Þeim fer fjölgandi, enda eru engar tak- markanir settar af hálfu sov- ézkra yfirvalda varöandi fjölda þeirra. Strax eftir Hel- sinkiráöstefnuna náöist sam- komulag viö flest Evrópulönd, Bandarikin og Japan um vegabréfsáritanir fyrir er- lenda fréttamenn sem gilda fyrir margar feröir inn og út úr viökomandi landi, þannig aö ekki þarf aö sækja um árit- un I hvert skipti. Þetta gildir einnig fyrir tæknimenn, sem vinna aö kvikmyndatöku, sjónvarpsupptöku og hljóö- upptöku. Enginn tollur er lagöur á tækniútbúnaö þeirra. 1 þvi skyni aö auövelda enn frekar aögang aö upplýsing- um gaf Æöstaráö Sovétrikj- anna út iög 29. júnl 1976 sem heimila bein samskipti sov- ézkra samtaka og fyrirtækja viö erlenda fréttamenn. Sovézka þjóöin tekur Hel- sinkisáttmálann alvarlega og telurhann skuldbinda alla viö- komandi aöila til aö taka þátt I leitinniaö friöi, gagnkvæmum skilningi og samstarfi i Evrópu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.