Tíminn - 24.03.1977, Síða 15

Tíminn - 24.03.1977, Síða 15
' Fimmtudagur 24. marz 1977 ! 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (ogforustugr. dagbl.), 9 00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Gyba Ragnarsdóttir lýkur lestri sögunnar um „Siggu Viggu og börnin á bænum” eftir Betty McDonald. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræöir viö dr. Jakob Magnússon fiski- fræöing um karfaveiöar, ástand stofnsins o.þ.h. Tónleikar. Morgunleikleik- arkl. 11.00: O’Oiseau Lyre hljómsveitin leikur Concertogrossoop. 8 nr. 12 I D-dúr eftir Giuseppe Tor- elli, Louis Kaufman stj. /Kurt Kalmus og Kammer- sveitin i Munchen leika óbókonsert i C-dúr eftir Haydn, Hans Stadlmair stj. — Jacqueline du Pré og Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leika Sellókonsert i g-moll eftir Matthias Georg Monn, Sir John Barbirolli stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Veöur og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Hugsum um þaö, — sjöundi þáttur Andrea Þóröardóttir og Gisli Helga- son ræöa viö unga konu, sem segir frá reynslu sinni sem áfengisneytandi. 15.00 Miödegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.40 öryggismál byggingar- iönaöarins Sigursveinn Helgi Jóhannesson málara- meistari flytur siöara erindi sitt: Leiöin fram á viö. 17.00 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19 35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur i útvarpssal: Guörún A. Simonar syngur Islenzk og erlend lög. Guörún A. Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.05 Leikrit: „Látalæti” eftir Eugéne Labiche Þýöandi: Hólmfriöur Gunnarsdóttir. Leikstjóri: Rúrik Haralds- son. Persónur og leikendur: Ratinois fyrrverandi bak- ari... Ævar R. Kvaran, Frú Ratinois... Margrét Ólafs- dóttir, Malingear læknir... Steindór Hjörleifsson, Frú Malingear... Guörún Stephensen, Emmeline, dóttir þeirra... Sigriöur Hagalin, Róbert, frændi Ratinois... Rúrik Haralds- son, Fréderic, sonur Tatin- ois... Randver Þorláksson. Aörir leikendur: Erlingur Gíslason, Brynja Benediktsdóttir, Benedikt Arnason, Jóna Rúna Kvaran og Jón Aöils. 21.05 „Sumarnætur” op. 7 eft- ir Hector Berlioz Yvonne Minton syngur meö Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Stuttgart. Stjórnandi: Elgar Howarth. — Frá út- varpinu i Stuttgart. 21.40 „Bréf til Þýzkalands” eftir Hermann Hesse, Haraldur Ólafsson lektorles þýöingu sina. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (40) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guömundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (12). 22.45 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 23.35 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór rekur 12. skák. Dágskrárlok um kl. 23.55. l'K l’l'l 'tK'C 15 wmmmimmmi Hættulegt ferðalag eftir AAaris Carr Vincent, sem var farinn að hafa vaxandi áhyggjur að hugarástandi Pennýjar, stakk upp á því að hún færi að synda og reyndi að slaka svolítið á. — Þú hefur allt of mikið að gera, sagði hann og brosti. — Þú getur ekki búizt við að vinna í þessum hita með sömu afköstum og heima í Englandi. Glaðlega brosið þitt er horf ið og þú ert að verða eins döpur á svip þú varst, þegar þú komst hingað. Syrgirðu föður þinn? — Nei, nei, það er ekki það f lýtti Penný sér að svara. — Það kemur pabba og sjúkraskýlinu ekkert við. Mér er mikil ánægja að því að starfa hérna með þér. Hún brosti afsakandi.— Líklega vantar mig hreyfingu. Það er bezt að ég geri eins og þú segir og fái mér sundsprett. Hún fór í baðfötin og hvítar síðbuxur utan yfir og brynjuð sólgleraugum og barðastórum hatti gekk hún áleiðis að pollinum. Þegar hún fór framhjá verzluninni kom Roy þar út og kallaði til hennar. — Þetta er svei mér sjaldgæf sjón. Ég hef ekki séð þig dögum saman. Hvar hefurðu falið þig? -----Ég hef verið að hjálpa Maríu og Vincent í sjúkraskýlinu allan daginn og á kvöldin líka. Það eru óvenju margir sjúklingar þar núna. Ég er að fara að synda. Viltu koma með? Roy leit um öxl inn í verzlunina. — Já, hvers vegna ekki? Ég held að Price gamli taki ekki eftir því þótt ég hverfi dálitla stund, og ef Mike kemur til að líta eftir mér, þá er mér skítsama. Ég verð ekki hérna nema nokkra daga enn, svo það skiptir engu máli, þó að hann rjúki upp. — Mike fór upp með ánni í morgun, sagði Penny og það var glampi í augum hennar. — Komdu, við skulum haga okkur illa í þetta sinn. Ætlarðu ekki að sækja sundbuxur? — Nei, ég held að ég liggi bara í leti á bakkanum og horfi á þig hamast. k Penny sagði ekkert, en varð hissa. Hún hafði oft ver- ið með honum við pollinn, en aldrei séð hann fara út í. Lengi vel hafði hún jafnvel haldið að hann væri ósynd- ur, en svo sagði Júlía henni að hann væri fyrirtaks sundmaður. En alltaf þegar hún synti, virtist hann óstyrkur og ef hún fór spottakorn frá landi, kallaði hann alttaf til hennar að koma aftur. Nú mundi hún líka, hvað hann hafði hagað sér ein- kennilega í fyrsta skipti sem þau höfðu verið saman við pollinn. — Hvers vegna viltu ekki koma að synda? hafði hún spurt stríðnislega. — Ertu hræddur við krókódíla? Hann hafði snúið sér snögglega að henni og veríð reiðilegur á svip.— Hvað hef ur þér verið sagt um mig? — — Ég var bara að stríða þér, svaraði hún róandi. — Það hefur enginn sagt neitt um þig. — Léleg fyndni, tautaði hann. — Ég þarf líklega ekki að synda, ef mig langar ekki til þess. Hún hafði skipt um umræðuefni og aldrei minnzt á þetta aftur. En nú varð hún skyndilega forvitin. Fanný, Nellie og einhverjir af karlmönnunum voru við pollinn, þegar þau komu og Penny veifaði til þeirra. Roy fór ekki niður á bakkann eins og hann var vanur. Penny leit um öxl, áður en hún óð út í til að sjá, hvað hann gerði og varð fyrir vonbrigðum, þegar hann gekk f ramhjá hinu fólkinu. Hanrrvildi ekki einu sinni tala við þau, reyndi ekki að vera vingjarnlegur, hugsaði hún gröm. Hún settistá plankann og lét fæturna lafa niður í vatnið. Hin voru nú komin út í og hlógu og kaffærðu hvert annað, rétt eins og unglingar. Penny skildi ekki hvernig þau gátu kafað í þessu grugguga vatni. Steikjandi heitt var, en skuggar trjánna veittu dálítinn svala. ( fyrsta sinn í marga daga fannst Pennýju hún fyllilega afslöppuð. — Gaman aðsjá þig aftur, Penny, kallaði Fanný, sem synti til hennar og vó sig upp á plankann við hlið henni. — Af hverju kemurðu svona sjaldan hiqgað? — Ég hef venjulega farið rétt fyrir kvöldmatinn, svaraði Penny brosandi. — Ég hélt, að þið væruð þá yf irleitt hérna, en við virðumst haf a f arið á mis. Andartak harðnaði svipur Fannýjar. — Fyrirgefðu Penny. Við höf um ekkert út á þig að setja, en erum ekki sérlega hrifin af fylgisveini þínum, sagði hún svo hreinskilnislega. — Það eru vissir hlutir óþolandi og þar sem þetta samfélag er lítið, reynum við að lifa í sátt og samlyndi. Ef okkur mislíkar eitthvað, reynum við að forðast það. Penny starði ringluð á hana, en áður en hún fékk tækifæri til að spyrja hana frekar, komu hin syndandi og friðurinn var úti. Þegar þau fóru síðan öll leiðar sinnar án þess svo mikið sem að kinka kolli til Roys, sem stóð álengdar, hvarf henni öll löngun til að synda og fór upp úr. Hann rétti henni sólgleraugun og svo virtist sem honum leiddist. Hann sagðist ekki geta verið lengur og gekk af stað. Pennýju leið ónotalega, hún greip handklæðið og fötin sín og fór á eftir honum. Hann fór inn í verzlunína og þegar Penny kom út á torgið, mætti hún Grace með barnið í fanginu. Hún var að koma frá því að baða telpuna í sjúkraskýlinu og Penny bauðst til að halda á henni að kofanum. — Hjálpi mér, sú hefur sannarlega bætt á sig! sagði Penny, þegar hún tók við reifastranganum. — Það er ekki furða þó að þú sért þreytuuleg. — Hún er ekki sú eina, sem hefur bætt á sig, sagði Grace með uppgerðar örvæntingarsvip. — Ég kemst ekki í neittaf fötunum mínum og verð ennþá að ganga í tækifærískjólunum. — Það verður ekki lengi, huggaðu þig við það. Bráð- lega verðurðu eins og þú átt að þér aftur, sagði Penny. — Ertu dugleg að æfa þig. — Ég reyni, en ég er löt að eðlisfari og verð að hafa einhvern til að reka á eftir mér. Neil fer svo snemma í vinnuna að ég er ein allan daginn. Þú verður að taka skorpu í að kenna mér. Vel gat verið að Grance væri klaufi eins og hún hélt sjálf fram, en inni í kofanum var allt hreint og í röð og reglu. Penny lék sér við barnið um stund og Grace blandaði ávaxtasafa í glös handa þeim. — Nú væri gott að hafa ísmola. Það er eitt af því sem ég hlakka mest til, þegar við f lytjum í eigið hús, ís og kaldir drykkir. Penny hlustaði varla á hana, hún var ennþá að hugsa um særandi athugasemdir Fannýjar og dreypti annars hugar á safanum, meðan hún reyndi að leggja saman tvo ol tvo. Loks þoldi hún þetta ekki lengur, en sagði fIjótmælt: — Grace, hvers vegna eru allir svona óvin- veittir Roy? Grace leit undrandi á hana. — Eru allir það? Ég hef ekki tekið eftir þvi. — En þú hlýtur að hafa gert það! Honum er aldrei boðið til Wills og Fannýjar og enginn talar við hann, ef hægt er að komast hjá því. Meira að segja Mike hefur varað mig við honum. Ég skil þetta ekki og í hvert sinn, „Þú skalt ekki trúa öllu, sem sýnt er i imbakassanum, Jói. Sumt af þessu er óttalegur hafragrautur.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.