Tíminn - 24.03.1977, Side 17

Tíminn - 24.03.1977, Side 17
Fimmtudagur 24. marz 1977 77 75 ára Guðmundur Björnsson i Þaö er misjafnt hvernig menn eldast. Þaö leikur varla á tveim tungum,aötilþessaö menn eldist jafn vel og og Guömundur Bjömsson á Akranesi, þá hljóta margir þættir aö verka saman: Gott atgjörvi til sálar og likama i vöggugjöf, skaplyndi og llfsviö- horf betra og jákvæöara en al- mennt gerist, veröug viöfangs- efni bæöi Idaglegu starfi og á öör- um áhugasviöum um langt ævi- skeiö, gæfa i einkalifi. Allt þetta hefur Guömundi Björnssyni hlotnazt. Þaö er þvi sérstök ástæöa fyrir hina fjöl- mörgu vini hans og samherja aö samfagna honum idag á sjötlu og fimm ára afmælinu. Margir munu færa honum persónulegar kveöjur slnar. Fyrir okkur sem ekki eigum þess kost aö heilsa upp á Guömund I dag, er ástæöa aö rifja upp nokkur æviatriöi hans: II Guömundur Björnsson er Hún- vetningur aö ætt, fæddur I Núps- dalstunguí Miöfiröi hinn 24. marz 1902. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar, og kona hans, Asgeröur Bjarnadóttir. Ættfeöur Guömundar höföu um aldir búiö i Núpsdalstungu. Systkini hans voru mörg og hiö mesta atgervis- fólk. Ýmsir af frændum Guö- mundar eru þjóökunnir, svo sem SigfúsBjarnasoniHeklu, en hann var bróöursonur Guömundar. Heimiliö i Núpsdalstungu var menningarheimili og efni allgóö á þeirra tiöar mælikvaröa. Hugur Guömundar mun snemma hafa staöiö til menningar og mennta. Stundaöi hann nám I alþýöuskól- anum á Hvammstanga 1918-1919 og gagnfræöapróf tók hann frá Flensborgarskól voriö 1921. Gerö- ist hann eftir þaö kennari I heimabyggö sinni og frumkvööull I félagsmálum, enda var þá tiöar- andinn slikur aö hverri sveit þótti fengur aö ungum, glæsilegum og velmenntuöum félagsmála- manni. Um þessar mundir var Hannes Pálsson aö hasla sér völl I Austursýslunni. A þessum árum mun Guö- mundur hafa átt hlut I búinu I Núpsdalstungu á móti Birni fööur sinum og Ölafi bróöur sínum. Þóttvarla heföi Guömund skort dugnaö og búhyggindi til aö ger- ast höföingsbóndi I Húnaþingi og félagsmálaforingiþar, þá átti þaö þó ekki fyrir honum aö íiggja, heldur annaö og aö sinu leyti ekki ómerkara ævistarf. Hann hélt I Kennaraskólann haustiö 1933, lauk kennaraprófi 1934 og geröist kennari á Akranesi sama ár. Gegndi hann þvl starfi um 38 ára skeiö. Guömundur lét af kennara- starfinu voriö 1972. Var hann þá kjörinn heiöursfélagi I Kennara- félagi Vesturlands. í blaöagrein lét einn af helztu skólamönnum á Vesturlandi bessi orö falla: „Ungur aö árum valdi Guöm. Bj. sér fræöslustarfiö. Þaö var á- reiöanlega engin tilviljun. Hann á I sér öll einkenni hins góöa fræö- ara. Hann er maöur leitandi, vlö- lesinn og fjölfróöur um hin ólik- ustu efni. Hann er snyrtimenni I framkomu, reglusamur meö alla hluti og býr yfir óbrigöulum drengskap-SlIkur maöur er þeim ungu holl fyrirmynd. Þaö var þvi Akranesi mikiö lán aö Guöm. skyldi Ilendast þar. Auk þess aö hafa veriö traustur og farsæll kennari viö barnaskólann I nær 38 ár, var hann stundakennari viö Iönskóla Akraness 1936-’60 og kenndi þar einkum Islenzku, enda er hann óvenjulega vel aö sér 1 þeim fræöum og bæöi vel máli farinn og ritfær. Nemendahópur Guöm. er þvi oröinn stór og metur hann mikils.” Annar merkur skólamaöur, gagnkunnugur Guömundi, viö- haföi þessa umsögn: „Guömundur er drengur góö- ur, vinafastur og traustur. Hann er viröulegur, hlýr I viömóti og hress I anda, alvörumaöur án böl- sýni. öllstörf leysir hann afhendi meö viöurkenndri samvizkusemi og myndarskap. Hann er mikill á- hugamaöur um skóla- og uppeld- ismál er hlédrægur aö veita trún- aöarstörfum móttöku. Hefur þó, vegna veröleika ekki hjá þeim komizt.” III Guömundur Björnsson hefur sjálfur sagt aö þá hafi hann stigiö sitt mesta gæfuspor I lifinu er hann voriö 1935, gekk aö eiga konu sina, Pállnu Þorsteinsdóttur sem alla stund síöan hefur staöiö viö hliö manns sins og búiö honum og börnum þeirra fimm hiö ágæt- asta heimili. Þau Guömundur og Pállna eru samhent um rausn og myndarskap og gestrisni þeirra viöbrugöiö. Pállna er af austfirzkum út- vegsbændaættum I föðurkyn, faö- ir hennar var Þorsteinn Mýr- mann, útvegsbóndi og kaupm. I Stöövarfiröi. Móöir hennar, Guö- rlöur, var af prestaættum, dóttir séra Guttorms prófasts aö Stöö Vigfússonar. Um séra Guttorm er Akranesi þaö sagt, aö hann sé einn af slö- ustu íslendingum er skrifaöist á viö páfann, enda annálaöur lat- Inumaöur og hélt skóla á heimili slnu um langt skeiö og kenndi þá mörgum ungum mönnum, sem slöar uröu prestar og embættis- menn. öll þessi Guttormsætt af Austurlandi er þekkt fyrir góöar námsgáfur. Þess má geta aö sumir bræöur Pálinu eru þjóö- kunnir menn m.a. þeir Skúli námsstjóri sem nú er iátinn, Friögeir, um langt skeiö oddviti og útvegsbóndi á Stöövarfiröi nú útibússtjóri Samvinnubankans þar, og Pétur sýslumaður I Döl- um. IV Þau Guömundur og Pállna hafa átt aö fagna alveg óvenjulegu barnaláni, margir beztu eölis- kostir þeirra viröast hafa gengiö til barna þeirra, þó meö ólíkum hætti til hvers og eins, þvi börnin fimm hafa haslaösérvöll á hinum óllkustu sviöum þjóöfélagsins. Þau eru: 1. Ormar Þór, arkitekt f. 2.2. 1935. Hann á og rekur Arkitekta- stofuna sf., Slöumúla 23, ásamt ömólfi Hall. A námsárum fékk Ormar oft fyrstu verölaun i sam- keppnum, m.a. i samkeppni um teikningu aö kirkju I Mosfells- sveit áriö 1961. Arkitektastofan hefur teiknaö margar af nýjustu og glæsilegustu skólabyggingum landsins, m.a. Flensborgarskól- ann nýja, gagnfræöaskólann á Selfossi, Breiöholtsskólana báöa, öskjuhliöarskólann nýja og ýmsa skóla úti um land, m.a. á Blöndu- ósi og á Akranesi. Yfirleitt hafa þetta verið 1. verölaunateikning- ar I samkeppnum. Meira aö segja fengu þeir félagar 1. verölaun fyrir blokk frá Fegrunarnefnd Reykjavlkur, þ.e. Espigeröi 4. Slöasta verölaunaverkefni þeirra sem ég man eftir, er framtiöar- skipulag Seltjarnarness, sem Ormar sýndi okkur I sjónvarpinu I vetur. Kona Ormars er af þýzk- um ættum og eiga þau 4 börn. 2. Geröur Birna f. 2.4 1938. Hún læröi fegrunarfræöi, og er annar aöaleigandi snyrtistofunnar Gyöjunnar, Glæsibæ. Geröur er gift Daniel lækni Guönasyni, en hann er sérfræöingur I háls-, nef- og eyrnalækningum, bæöi sem fasturlæknirá Borgarspitalanum og eins rekurhann eigin stofu eins og margir eftirsóttir sérfræöing- ar I lækningum gera. Danlel er sonur Guöna læknis Hjörleifsson- ar, er var læknir I Vlk I Mýrdal nú látinn. Þau Geröur og Danlel eiga 4 börn. 3. Björn Þ. Guðmundsson borgardómari f. 13.7 1939. Auk farsælia embættisstarfa er Björn þekktur fyrir ritstörf sin á sviöi lögfræöi, bæöi greinar I Tlmariti lögfræöinga og Úlfljóti, og þó miklu fremur fyrir hinar stóru handbækur tvær, „Formálabókin þin” og „Lögbókin þín”, sem hann hefur ritaö og hvor um sig eru stórvirki. Báðar bækurnar gaf örlygur Hálfdánarson út hjá bókaforlagi slnu og eru þær nú I bókaskáp hvers þess manns, sem vill kunna skil á lögfræðilegum atriöum, eöa vill geta gert ein- falda nauösynlega gerninga, t.d. kaupsamninga, byggingarbréf eöa erföaskrár eöa þessháttar án þess aö þurfa aö hlaupa til iög- manns. Kona Björns er Þórunn, fulltrúi i menntamálaráöuneyt- inu, dóttirBraga Sigurjónssonar, bankaútibússtjóra og fyrrum al- þingismanns á Akureyri. Þórunn og Björn eiga tvö börn. 4. Asgeir bæjarfógetafulltrúi á Akranesi. Asgeir er sá eini af börnum Guðmundar sem ílenzt hefur i heimabyggö sinni og er hann nú smám saman aö taka viö af Guðmundi bæöi I félags- og stjórnmálastöfum. Einnig rekur Asgeir nú umboösskrifstofu Al- mennra trygginga hf. á Akranesi á móti fööur sinum en Guömund- ur hefur um áratuga skeiö rekiö umrætt tryggingaumboö á Akra- nesi. Sneri Guömundur sér aö þvi aö fullum krafti aö auka trygg- ingastarfsemina þegar hann lét af kennarastörfum fyrir aldurs sakir fyrir 5 árum. Er nú svo komið aö þetta tryggingafélag hefur veruleg tryggingaumsvif á Akranesi. Þrátt fyrir 75 ann gegnir Guðmundur Björnsson þannig enn tveim all viöamiklum störfum, tryggingastarfinu og störfum fyrir Tímann, þ.e. dreif- ingarstjóm og fréttaritarastarfi blaösins á Akranesi. Asgeir er giftur ágætri konu Friöu Ragn- arsdóttur, og eiga þau 3 börn. 5. Yngstur barna Guömundar og llkastur honum er Atli Freyr, f.3.4.1948. Hann nam hagfræöi og félagsfræöi viö háskóla á Eng- landi um 3ja ára skeiö. Meöan Atli var á Englandi giftist hann pólskri stúlku Halinu Bokatinska sem þá var viö nám viö sama há- skóla. Er hún haföi lokiö magist- ersprófi i jaröeölisfræöi fyrir um 2 árum, fluttust þau til Islands. Atli hélt áfram námi og nú viö hina nýju þjóðfélagsfræðideild Háskólans og þreytir hann nú i vor lokapróf. Halina réöist sem sérfræöingur til Orkustofnunar. Undanfariö hefur hún stundað rannsóknir viö Kröflu, m.a. veriö á hinni kunnu jaröskjálftavakt. Jaröfræöingur, sem ég tek mikiö mark á, hefur sagt mér aö Halina sé mjög efnilegur visindamaöur og mikill fengur hafi veriö aö fá hana hingaö. Frú Halina Guö- mundsson hefur á tveim árum lært islenzku svo vel, aö frétta- menn rikisútvarpsins hafa ekki hikaö viö aö útvarpa viötölum sem þeir hafa átt viö hana um á- standiö á Kröflusvæöinu. Faöir Halinu er doktor M. Bokatinska, prófessor viö háskólann I Varsjá. Kynni okkar Guömundar Björnssonar hófust fyrir svo sem hálfum öörum áratug, en þá var ég iöulega i fundaferöum um landiöl stjórnmálaerindum. Varö mér koman á Akranes og móttök- urhins baráttuglaöa og bjartsýna félagshyggjumanns minnisstæö. Þeim kynnum lauk ekki, þvi ein- hvern veginn atvikaöist þaö svo, aö á flokksþingum og miöstjórn- arfundum var Guömundur fyrr en varöi kominn I hóp okkar yngri mannanna. Eg held aö þrátt fyrir allt, þá hafi Guðmundur fundiö til meiri skoöanatengsla viö okkur en suma aöra sem þarna voru svo og hafi hann einfaldlega kunnaö vel viö sig I hópi æskufólks. Guö- mundur var sem sagt um tlma einskonar aukafélagi I Sambandi ungra framsóknarmanna, þótt þá væri hann kominn vel á sjötugs- aldurinn. MárPétursson Halldór Pétursson Kveðja frá Skáksambandi íslands Halldór Pétursson listmálari er fallinn frá. Hann lézt i önn og erli dagsins, haföi kvöldinu áöur fylgzt meö skákeinvlginu og bjóst til aö teikna áttundu myndina frá baráttu þeirra kappanna, Hort og Spassky. Skákeinvigiö ber sterkan svip af listamanninum Halldóri Péturssyni. Tákn einvlgisins, Riddaraslagur, er frábært mál- verk, sem var á sýningu lista- mannsins aö Kjarvalsstööum á sl. hausti. Þaö listaverk, sem Skák- samband Islands hefur fest kaup á, ber fagurt vitni þeim hug, sem listamaöurinn bar til skák- Iþróttarinnar. Þegar heimsmeistaraeinvlgiö I skák var haldiö hér I Reykjavik sumariö 1972, vöktu hinar frábær- lega snjöliu myndir Halldórs af viðureign meistaranna mikla at- hygli og voru birtar i blöðum vlöa um heim og báru hróöur lista- mannsins um viöa vegu. Halldór var mjög handgenginn skákinni og þegar hann er nú kvaddur hinzta sinn, vili Skák- samband Islands flytja honum einlægar þakkir allra Islenzkra skákmanna fyrir hans velvild og gáskafulla framlag til skáklistar- innar. Ekkju hans og vandamönnum færum viö innilegar samúöar- kveöjur. Stjórn Skáksambands lslands. * Islandsdeild Amnesty International Liðsinnir póli- tískum föngum í Argentínu Innan Islandsdeilda r Amnesty Inernational eru starf- andi tveir starfshópar, sem vinna aö þvl aö fá lausa hug- sjónafanga I ýmsum löndum. Starfshópur I er meö verkefni i Sovétrikjunum, Indlandi og Taivan og Starfshópur II leitast viö aö fá lausa hugsjónafanga i Argentlnu og Rhódesiu. Þ. 23. marz mun Amnesty International á alþjóölegum vettvangi hefja herferö gegn fangelsun, pyntingum og slæmri meðferö hugsjónafanga og flóttamanna i Argentlnu. Þ. 24. marz er 1 ár liöið frá þvl herfor- ingjastjórnin tók völdin I Argen- tlnu og er tlmasetning þessarar herferöar valin meö tilliti til þessa. I nóvembermánuöi 1976 sendi Amnesty International mannréttindanefnd til Argen- tlnu til þess aö kynna sér fjölda og kringumstæöur hugsanlegra hugsjónafanga og reyndust milli 500-600 hugsjónafang- ar vera I landinu. Um þaö bil 2000-5000 manns höföu horf- iö sporlaust, fangar höföu veriö pyntaðir og flóttamenn, sem flúiö höföu frá öörum rlkjum Suöur Ameriku til Argentinu höföu veriö ofsóttir og deyddir. Starfshópur II Isíandsdeildar Amnesty International vill aö þessu tilefni vekja athygli á þeim fanga, sem starfshópurinn er aö vinna aö þvi aö fá lausan i Argentinu um þessar mundir. Þaö er um aö ræöa 18 ára gaml- an nemanda, sem hefur veriö i fangelsi siöastliöin2 ár. Hann er fangelsaöur fyrir hugsjónir sín- ar, ekki er vitaö til þess, aö hann hafi á nokkurn hátt beitt einn eöa neinn neinu ofbeldi og þau 2 ár, sem hann hefur veriö i fang- elsinu, hefur hann ekki veriö ákæröur fyrir neitt saknæmt og engin réttarhöldhafa fariö fram 1 máli hans. Islenzki starfs- hópurinn hefur sent bréf til yfir- valda I Argentínu svo og til fangans sjálfs, en ekki fengiö nein svör. Framhald mun veröa á viðleitni starfshópsins til aö fá fangann lausan. Mörg bréf hafa einnig veriö send viövíkjandi öörum föngum sem starfshóp- amir hafa tekiö aö sér og nú fyr- ir skemmstu barst bréf frá fanganum I Rhódeslu, þar sem hann þakkar viðleitni starfs- hópsins hér til aö fá hann laus- an, en hann hefur einnig veriö i fangelsi i 2 ár fyrir hugsjónir sinar. Starfshópurinn mun á næstunni leitast viö aö létta til- veru þessa manns meö ýmsum ráöum og halda áfram barátt- unni til aö fá hann lausan.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.