Tíminn - 31.03.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.03.1977, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. marz 1977, 15 hljóðvarp Fimmtudagur 31. mars 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Knútur R. Magnússon endar lestur sögunnar „Gesta á Harmi” eftir Sigurð Helgason (6). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45 Létt lög milli atriða Viðsjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar um slysavarnarmál. Tón- leikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Colonne hljómsveitin í Paris leikur Norska rapsódiu eftir Lalo: George Sebastian stj. / Sinfóniu- hljómsveitin i Gavle leikur „Trúöana” svitu op. 26 eftir Kabalevský: Reiner Kabalevský: Reiner Midel stj. / Paul Tortelier og Fil- harmoniusveit Lundúna leika Sellókonsert f e-moll op. 85 eftir Elgar: Sir Adrian Boult stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frfvaktinni Magrét Guömundsdóttir kynnir óskaiög sjómanna 14.30 Hugsum um það Andrea Þórðardóttir og Gisli Helga- son ræða viö sálfræðinga og leita álits fólks á starfssviði þeirra. 15.00 Miðdegistónleikar Dennis Brain, Max Salpeter og Cyril Preddy leika Trió i Es-dúr fyrir horn, fiðlu og pfanó op. 40 eftir Brahms. Italski kvartettinn likur Strengjakvartett nr. 2 i D- úr eftir Borodin 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.30 ,,Reka-Jói og spútnikk- inn” smásaga eftir Arn- björn Danielsen Hjálmar Arnason þýddi úr færeysku og les. 17.00 Tónleikar 17.30 Lagið mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Pianóleikur i útvarps- sal: Einar Markússon leik- ur a. Mazúrki eftir Spolianský. b. Pastorale eftir HallgrimHelgason. c. Vinarvals eftir Strauss/Rosenthal. 19.50 Leikrit: „Regnmiðlar- inn” eftir Ogden Nash Þýð- andi: Öskar Ingimarsson. Leikstjóri: Jón Sigurbjörns- son. Persónur og leikendur: H.C. Curry ... Róbert Arn- finnsson Nói Curry ... Siguröur Karlsson, Jim Curry ... Hjalti Rögnvalds- son, Lizzie Curry ... Stein- unn Jóhannesdóttir Bill Starbuck ... Arnar Jónsson, File ... Bessi Bjarnason Fó- getinn ... Gunnar Eyjólfs- son. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (45) 22.25 Kvöldsagan: „Sögu- kaflaraf sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guðmundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (159Ú 22.45 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Hættulegf ferðalag eftir AAaris Carr og hún náöi varla andanum. Hún settist upp og heyrði þá snark í brennandi viöi. I fyrstu hélt hún aö kviknað væri í hennar eigin kofa og stökk til dyra. En frammi í hinu herberginu var sama sem enginn reykur. Enginn eldur var sjáanlegur, en alltaf jókst reykurinn. Þetta hlýtur aö vera mjög nálægt, hugsaði hún, annars gæti ég ekki heyrt snarkið í eldinum. Hvaö á ég að gera? Hún greip sloppinn sinn, stakk fótunum í inni- skóna og opnaði útidyrnar. I f yrstu sá hún ekkert nema svartan, þykkan reyk, en síðan eldtungurnar. Kofi Júlíu! Hún hætti að hugsa en hljóp eftir veröndinni og reyndi að opna, en það var læst. Hún hrópaði naf n Júlíu en heyrði ekkert nema hávaðann í eldinum. I örvænt- ingu svipaðist hún um eftir einhverju tii að brjóta með hurðina, en fann ekkerf nema vatnsf ötuna, sem stóð úti f yrir, einmitt til að nota ef eldur kæmi upp. Hún heyrði köll og hróp handan við torgið, en vissi að hún mátti engan tíma missa. Hún greip fötuna og barði henni af öllum kröftum á netið í f lugganum. Rennblaut stakk hún höfðinu inn um gatið og loks tókst henni að komast öll inn, en féll á gólf ið og lá þar um stund, unz hún náði andanum. Hitt fólkið kom nú hlaupandi í tunglskininu, flest hálfklættog náði aðsjá Pennýju hverfa inn í kofa Júlíu. — Komdu aftur, Penny! hrópaði Mike skelfingu lostinn og stökk upp tröppurnar upp á veröndina og stökk á eftir henni inn í eldinn. Pennyju hafði tekizt að komast inn í svefnherbergið, en þar stöðvaði eldurinn hana. Hún hóstaði og reyndi að ná andanum, en þegar hún sneri sér við, sá hún Mike við hlið sér. — Niður á gólfið með þig og skriddu að dyrunum, skipaði hann. — Ég skal sækja Júlíu. Pennýju fannst reykurinn vera að kæfa hana og hún átti engra kosta völ, en hlýddi honum. Hún skreið að dyrunum og dró lokuna f rá. Hitinn var óþolandi og hún bjóst við að kof inn hryndi á hverri stundu. Einhver úti fyrir greip i hana og dró hana á öruggan stað, en lét hana siðan falla fram af veröldinni í fangið á ein- hverjum, sem greip hana. — Mike, stundi hún upp.— Er hann kominn út? — Ekki enn, sagði Fanny og studdi hana. — J ú, þarna kemur hann. Hann er með Júlíu. Guði sé lof! Við héldum, að við myndum missa ykkur öll. Eldurinn hélt aftur af karlmönnunum, en Mike tókst að komast niður tröppurnar með Júliu i fanginu. — Á ég að taka við henni? spurði Brian. Mike hristi höfuðið. — Ég skal bera hana yfir í sjúkraskýlið, hvislaði hann hásri röddu. — Hafðu auga með öllu hér. Það þýðir ekkert að nota vatnsfötur. Rifið niður kofana beggja megin við og látið eldinn slokkna af sjálfu sér. Penny áttaði sig aftur, þegar hún var gangandi milli Mikes og Mincents út að sjúkraskýlinu. Hún skalf eins og hrisla, því nú fóru eftirköstin að vera vart við sig. — Ekki hrædd núna, sagði Vincent og lagði höndina róandi á öxl hennar. — Það er allt búið. Þú ert örugg núna. Penny gat ekki sagt honum, að hún væri ekki að hugsa um sjálfa sig. Þessar fáu sekúndur sem Mike hafði verið inni í brennandi kofanum, hafði hún dáið þúsund sinnum með sjálfri sér. Nú trúði hún því varla, að hann gengi hér við hlið hennar heill og ómeiddur. — Hvernig í ósköpunum náðirðu Júliu út úr svefn- herberginu? spurði hún loks, þegar hún náði valdi yfir rödd sinni. — Hún var ekki þar. Hún hafði greinilega reynt að komast út, en hnigið niður í stofunni. Mike leit á Vincent. — Hún er meðvitundarlaus. Verður ekki allt í lagi með hana? — Ég get ekki svarað þvi, fyrr en ég hef rannsakað hana. Æðaslátturinn er mjög veikur og mér líkar ekki liturinn á andlitinu. Geturðu gengið aðeins hraðar? Á ég kannski að taka við henni? Mike svaraði ekki en skref hans lengdust og Penny varð að hlaupa við fót til að hafa við honum. Orð læknisins urðu til að hún gleymdi ótta sínum og fór að hugsa um Júlíu? Var hún alvarlega slösuð? Ef aðeins hefði liðið yf ir hana, hefði Vincent sagt það. Júliu varð að batna! Það yrði skelfilegt ef hún dæi eftir allt sem Mike hafði gert til að bjarga henni. — Komdu með hana beint inn á skurðstof una, Mike, sagði Vincent. — Leggðu hana á borðið! Penny stóð hikandi i dyrunum. — Get ég h jálpað þér? — Nei, vina mín. Sendu Maríu inn, áður en þú ferð, og þværð þér. Penny leit á rifinn og brermdan sloppinn sin.n og óhreinar hendur sinar. — Ég skil hvað þú átt við, sagði hún lágt. — Er María í sjúkrasalnum? Ég sæki hana. Þegar dyrnar að skurðstofunni lokuðust að baki Maríu, sneri Penny sér að Mike, sem sat álútur í bambusstól. — Viltu ekki þvo þér lika? Þú ert kol- svartur i framan. Það glampaði í augu hans. — Þú ættir að líta sjálf í spegil. — o! Hún brosti til hans. — Já, ég býst við því. Ég verð f Ijót. Hún f lýtti sér inn í þvottaherbergið og reyndi að laga það versta, áður en f leiri sæju hana. Siðan fór hún í hreinan, hvítan slopp og fór aftur f ram til Mikes. Hann hafði rétt úr sér, en handleggir hans hjengu niður milli hnjánna og þegar Penny sá það, sagði hún snöggt: — Mike! Þú ert meiddur! Af hverju sagðirðu það ekki strax? Þú hlýtur að f inna mikið til i þessum bruna sárum! — Bara þeim á handarbökunum. Lófarnir eru heilir. Þetta kom á leiðinni út. Eldurinn gaus allt í einu upp. — Hreyfðu þig ekki, ég ætla að sækja eitthvað til að hreinsa sárin með. Þú mátt ekki nota vatn! Sem betur fór vissi Penny hvar allir hlutir voru og það tók hana ekki langantíma að hreinsa sárin bera á þau kælandi smyrsl og binda utan um. Hún sá að honum ieið betur á eftir, þótt erfitt væri að ráða i svip hans bak við allt sótið.. — Svo er það andlitið, sagði hún eins hressilega og hún gat til að dylja feimni sina yf ir því að hann skyldi vera sjúklingur hennar. — Geturðu hallað þér hingað? Ég þarf heilmikið af vatni og sápu. — Ég vona að þú farir ekki svona með alla sjúkl- ingana þina, sagði Mike stuttu síðar og þóttist vera að liðka á sér hálsinn. — Ég er alveg stíf ur af sápu. — Fæstir sjúklingar eru svona óhreinir, svaraði hún. — Ég get endurtekið þetta og nuddað þig með hand- klæði á eftir, ef þú vilt'. — Nei, þakka þér kæriega f lýtti hann sér að svara. — Ég er orðinn nógu aumur . Það glampaði í augum hans, þegar hann sá að hún roðnaði. — Þú hefur ekki þvegið þér nærri þvi svona vandlega. Penny strauk hárið frá andlitinu og ætlaði að svara í sömu r ,ynt, þegar hún mundi eftir Júlíu. — Við ættum ekkiaðspauga núna, sagði hún alvarleg. — Hvernig skyldi gauga þarna inni? — Þaó er sama hvað við gerum, við getum ekki hjálpað henni úr því sem komið er. Farðu með þetta vatn og lagaðu til. Rödd hans var skipandi. — Komdu svo og biddu hérna með mér. „Ég erekkert hissa á aö þú skulir vera þreytt. Alltaf á fótum til kl. tiu e&a éllefu á hverju kvöldi”. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.