Tíminn - 31.03.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.03.1977, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 31. marz 1977. FYRIRLESTRAR UM SJÚKDÓM í HESTUM Háskólinn hefur boðiö Dr. Ewald Isenbiigel, kennara við dýralæknadeild háskólans i Zuric i Sviss þriðjudaginn eftir páska (12. april). Erindin hefj- ast kl. 8.30 um kvöldið. Ahuga- menn um þessi málefni eru vel- komnir að hlýöa á erindin. Dr. Isenbugel varði á sinum tima doktorsritgerð um sögu, einkenni og ræktun islenzka hestsins. Hann var kosinn fyrsti forseti Evrópusambands eig- enda íslenzkra hesta (F.E.I.F.). sem stofnað var vorið 1969, og hefur verið endurkosinn æ sið- an. Þetta kvöld verða hald- in alls 3 fræðsluerindi, þvi að auk erinda Dr. Isenbug- els, flytur dr. Stefán Aöalsteins- on, búfjárfræðingur við Itann- sóknastofnun landbúnaðarins, erindi um litaerföir islenzkra hesta. Annað erindi Dr. Isen- biigels fjallar um þátt hestsins I menningarsögunni, en hitt er- indi hans f jallar um helztu sjúk- dóma , sem islenzkir, hestar fá á meginlandi Evrópu. Auk þbssara erinda i Háskól- anum flytur Dr. Isenbúgel 2 er- indi á kvöldfundum á eftirtöld- um stöðum: 1. Selfossi, miðvikudaginn 13. april fyrir hestamannafélögin á Suðurlandi. Hestamannafélagiö Sleipnir á Selfossi annast undir- búning fundarins. 2. I Reykjavik (Fákshúsinu), fimmtud. 14. april. „Fákur” sér um undirbúning. 3. A Akureyri, föstudaginn 15. april fyrir hestamannafélögin á Norðurlandi. Hestamannafél. Léttir annast undirbúning fundarins. Fyrra erindið fjallar um tölt- hesta ýmissa landa.en hið sið- ara um islenzka hestinn á meginlandi Evrópu.Bæði erind- in eru skýrð með ljósmyndum og kvikmyndum. 011 erindin hefjast kl. 8 1/2 að kvöldi. Þýð- andi erindanna verður Pétur Behrens, Keldnakoti, Arn. Hvað er lagmeti? gébé Reykjavik — Lagmeti eru sjá varafurðir i loftþéttum umbúðum, en langmest af þvi lagmcti sem nú cr á boðstólum, er niðursoðið. Um tuttugu fyrirtæki munu vera aðilar að Sölustofnun lagmetis, en samkvæmt upplýsingum frá Islenzkri iðn- kynningu segir, að um ellefu fyr- irtæki framleiði lagmeti hérlend- is i dag. Langstærsti hluti fram- leiðslunnar er sild og sildarafurð- ir og munar þar mest um gaffal- bitana. Ennfremur má nefna þorskafuröir, lifur og hrogn, kaviar (grásleppuhrogn), rækju, hörpudisk, loðnu, murtu, reykta sild (kippers) og svo auövitað fiskbollur og fiskbúðing, sem einkum er framleitt fyrir innan- landsmarkað. Allar þessar tegundir eru til sýnis á matvæla- kynningunni I Iðnaðarhúsinu, sem stendur yfir þessa dagana. Orðið lagmeti, telst til nýyrða i málinu, en vinnsluaðferðin er ekki ný af nálinni hérlendis. Sögu hennar má rekja aftur til ársins 1858, þegar baróninn á Hvitár- völlum hóf útflutning á niður- suðuvörum frá Borgarnesi og seldi þaðan niðursoðinn lax og ýsu. Síðan lá niðursuöuiðnaöur niðri á íslandi fram til ársins 1907, aö Niðursuðuverksmiðja tslands tók til starfa á tsafirði og framleiddi einkum niðursoðinn kola og heilagfiski. Að nýju tók svo niður- suðuiðnaðurinn fjörkipp á árun- um milli heimsstyrjald- anna og síðan aftur upp úr siöari heimsstyrjöldinni. Langmest af islenzku lagmeti, að fiskbollum og fiskbúðingi undanskildum, er flutt út og annast Sölustofnun lag- metis söluna á erlendum mark- aði, en skiptir sér ekki af heima- markaði. A heimamarkaði hefur islenzkt lagmeti ekki náð þeirri fótfestu, sem æskilegt væri, en tryggur og stór heimsmarkaður er slikum iðnaði nauðsynlegur og talinn for- senda þess að hann geti oröið öflugur. Atvinna viö lagmetisiðju er nokkuð sveiflukennd, en láta mun nærri, að i ár séu þar um 500 árs- störf, enda litur út fyrir að sala á islenzku lagmeti erlendis muni tvöfaldast þetta ár, miðað viö ár- ið 1976. TVENN LOG SAMÞYKKT MÓ-Reykjavik. — Tvenn lög voru samþykkt á Alþingi I gær. Annars vegar voru það lög um fávitastofnanir, en hin lögin voru staðfesting á bráða- birgðalögum um almanna- tryggingar frá þvl á siöasta sumri. Frumvarpið, sem samþykkt var um fávitastofnanir var breyting á lögum frá 1967 en þar var ákvæði um að þroska- þjálfaskóli væri rekinn i tengslum við aöalfávitahæli rikisins. í þeim lögum var einnig ákvæði um að forstööu- maður aðalfávitahælis rlkis- ins skuli vera skólastjóri skól- ans, en vera um leið undan- þeginn kennsluskyldu. Nú hefur fávitastofnunum fjölgað og því er ekki talið eiga lengur við að binda starfsemi skólans algerlega við eina á- kveðna stofnun. Jafnframt er talið, að nauðsynlegt sé að setja ákvæði i lög um menntun skólastjóra, en engin ákvæði eru þar um i lögunum frá 1967. 1 þeim lögum, sem samþykkt voru I gær er ákvæði um að skólastjóri Þroskaþjálfaskól- ans skuli hafa lokið háskóla- prófi i uppeldis- og sálarfræði og hafa lokið sérkennaraprófi frá viðurkenndum háskóla. Skólastjórinn á einnig að hafa staðgóða þekkingu á uppeldi og umönnun fólks með sér- þarfir. Álag á útsvar til sjúkrasamlaga Lögin um breytingu á al- mannatryggingum voru stað- festing á bráðabirgöalögum frá þvi i ágúst sl., en þau voru sett vegna þess, að i ljós kom, að skýr ákvæði vantaði i lög frá 31. des. 1975um hvaöa aðili skyldi leggja á svokallað sjúkratryggingagjald. Einnig kom i ljós að álag þetta var lagt á tekjulitla elli- og ör- orkulifeyrisþega, en slikt var ekki tilgangur laganna. o Polu Vinni Mecking biðskákina frá i gærkvöldi er hann orðinn jafn Polugajevski að vinningum, 5,5:5,5. 12. einvigisskák þeirra verður þvi hrein úrslitaskák, eins og hér heima. En litum á skák þeirra frá i gær. Hvitt: Polugajevski Svart: Mecking Akranes og nágrenni Innlend og erlend sófa- sett. AAargar gerðir. Vcrð frá kr. 171.000 Til fermingargjafa: Skatthol, kommóður, skrifborð með plötu- geymslu, skrifborðs- stólar o. fl. 10% staðgreiðslu af- sláttur. Húsgagnaverzlunin STOFAN Stekkjarholti 10, Sími 93-1970 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3 Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. 0-0 0-0 7. Rc3 Re4 8. Rxe4 Bxe4 . 9, Rel BxB 10. RxB d5 11. Da4 Dd7 12. DxD RxD 13. cxb5 exb5 14. Bf4 Bf6 15. Hfdl c5 16. Be3 Hfd8 17. Rf4 Rf8 18. dxc5 d4 19. Bd2 bxc5 20. Hacl Be7 21. Rd3 Rd7 22. e3 Hac8 23. exd4 cxd4 24. Hxc8 Hxc8 25. Kfl f6 26. Hcl HxH 27. BxH Kf7 28. b3 Ke6 29. Ke2 g5 30. Bd2 Kd5 31. Bb4 Bxb4 32. Rxb4 + Kc5 33. Rd3+ Kd5 34. g4 Re5 35. f3 Rc6 36. Rf2 Rb4 37. a3 Rc2 38. Re4 Ke5 39. a4 Rb4 40. Rc5 Kd6 31. Rd3 biö Varmadælur hlöðu af ákveðinni stærð og gerð, og standa vonir til, að samsetning og orkunýtingar- prófunum verði lokið fyrir 1. mai, og varmadæla þessi, sem notar hálft fjóröa kilóvatt, verði reynd á Hvanneyri i sumar. Oruggt er lika talið, að meö varmadælu og notkun raf- magns væri kleift að hrað- þurrka hey til framleiðslu á grasmjöli og graskögglum meö hagstæöari orkunotkun heldur en nú tiðkast meö oliu- kyntum þurrkunarsamstæð- um. I gær voru siðustu fundir Al- þingis fyrir páskafri þing- manna og voru mörg mál á dagskrá, en páskafri þing- manna verður til 13. april. A fundi sameinaðs þings voru fjórar tillögur til þings- ályktunar sendar til allsherj- arnefndar. Það voru tillögur um ellilifeyrisþega, flugsam- göngur við Vestfirði, veitingu prestakalla og launakjör hreppstjóra. t efri deild var frumvarpið um mat á sláturafurðum sam- þykkt að lokinni þriðju um- ræðu og sent neðri deild. Þá mælti Ólafur Jóhannesson við- skiptaráöherra fyrir frum- varpi til laga um heimild fyrir rikisstjórnina að staöfesta fyrir tslands hönd breytingar á og viðauka viö stofnskrá Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. t neðri deild var frumvarp alþingi um virkjun Blöndu og frum- varp um virkjun Hvitár i Borgarfirði afgreitt til nefndar að lokinni fyrstu um- ræðu og Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um byggingalög og fylgifrum- varpi þess, sem er breyting á skipulagslögum. Þessi frum- vörp voru bæði afgreidd til nefndar að lokinni umræðu. Þá var frumvarpið um ráð- stafanir til þess að draga úr oliuveröhækkunum á hitunar- kostnað Ibúða afgreitt til þriðju umræðu. Loks mælti Jónas Arnason fyrir frumvarpi sinu um fuglaveiðar og fuglafriöun og Sigurlaug Bjarnadóttir fyrir þingsályktunartillögu sinni um tónmenntarfræðslu i grunnskóla. M.Ó. Lítill loðnuafli gébé Reykjavik — Bræla hefur verið á loðnumiöunum á utan- verðum Eyjafirði undanfarna tvo sólarhringa en þrátt fyrir óhagstætt veður hafa skipin reynt að athafna sig. A þriðjudag fengu þessi skip afla; Gisli Arni 400 tonn og Sigurður 400 t sem landaö á Siglufiröi og Súlan 160 tonn, sem landað var á Krossanesi. 1 gærmorgun fengu þrjú skip slatta Loftur Baldvinsson 50 tonn og Pétur Jónsson 80 tonn, sem landað var á Siglufiröi og á Krossanesi landaði Hákon 160 tonnum i gær. Enn eru 18-20 skip aö loðnu- veiðum en búast má viö að ef brælan helzt lengur, þá fari þau að snúa sér að öörum veiðum, neta- eða togveiöum. Eins og er, liggja flest skipin i vari eða reyna aö kasta þegar veðrinu slotar aðeins. Norð- austan hvassviöri var á þess- um slóðum i gær. Kvöídverðlaun eiöf^0 HEILDAR- VERÐLAUN: Sp r»io Ferð til Vínarborgar Húsið opnað kl. 8 og byrjað að spila kl. 8,30 p q daga) fyrir tvo Framsóknarfélag Reykjavíkur 21. maí n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.