Tíminn - 31.03.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.03.1977, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. marz 1977. 5 Harma, að stofnlána- sjóðinn dagaði uppi Laugardaginn 19. marz 1977 var aöalfundur Landvara, lands- félags vörubifreiðaeigenda á flutningalciðum, haldinn i Reykjavik. Eftir að formaður og framkvæmdastjóri höfðu flutt skýrslu stjórnar, þar sem hæst bar taxtamálin og lánamál félagsmanna, þá var gcngið til stjórnarkjörs. Skipa nú stjórnina eftirtaldir aðilar: Formaður: Aðalgeir Sigur- geirsson, Húsavik og meðstjórnendur: Ólafur Ólafs- son, Hvolsvelli og Þórður Þórðar- son, Akranesi. t varastjórn: Kristján Hansen, Sauðárkróki og Jóhann Ingimundarson, Borgar- nesi. Eftir umræður um hags- munamál félagsins var meðal annars eftirfarandi ályktun samþykkt: „Aðalfundur Landvara haldinn i Reykjavik 19. marz 1977 harmar, að frumvarp um stofnlánasjóð vörubifreiða á flutningaleiðum skuli hafa dagað uppi i neðri deild Alþingis á s.l. vori eftir að hafa verið samþykkt i efri deild. Vegna nefndar, sem Landvari á fulltrúa i, er semja skal frumvarp til laga um stofnlánasjóð vegna kaupa á vörubifreiðum, lang- ferðabifreiðum og stórvirkum vinnuvélum vill aðalfundurinn leggjá' áherzlu á, að fyrir- huguðum stofnlánasjóði sé fyrst og fremst ætlað það hlutverk að leysa þarfir landsbyggðarinnar varðandi fólks- og vöruflutninga og varar við þvi, að inn i fyrir- hugaðan stofnlánasjóð verði blandað öðrum aðilum.” 75% ábót í sólar- ferðum „Hátiðahöldin hefjast yfirleitt strax á barnum á Keflavikur- flugvelli, og annar þáttur fer fram uin borð i flugvélinni á suðurleið. t venjulegu áætl- unarflugi Flugleiða eru settar 230 smáflöskur af áfengi um borð i vélina, en þessi skammtur er fjögur hundruö flöskur i sólarlandaferðum.” Þetta er lýsing á viðbúnaði i svonefndum sólarferðum, tek- in úr timaritinu F’rjálsri verzlun. Styrktar- hljómleikar Karlakórs Reykjavíkur HINIR árlegu styrktarfélaga- hljómleikar KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR verða haldnir i Háskólabiói dagana 4., 5. og 7. april nk. og hefjast kl. 19 alla dagana. Hljómleikarnir verða óvenju- legir að þvi leyti þessu sinni, að erlendur einsöngvari syngur með kórnum, en það er finnski óperusöngvarinn BORIS BOR- OTINSKIJ. BORIS BOROTINSKIJ var hér á ferð i fyrra með Karla- kórnum Muntra Musikanter i boði KARLAKÓRS REYKJA- VIKUR og varð svo vinsæll fyrir söng sinn, að þess eru fá dæmi hér á landi um óþekkta erlenda einsöngvara. Þvi var það að KARLAKÓR REYKJAVIKUR bauð honum að koma nú og skemmta áheyrendum aftur. BOROTINSKIJ er bassa- barritón. Hann hefur numið söng og tónlist við þekkta skóla i Finnlandi og Sviþjóð og einnig hjá kunnum óperusöngvurum. Hann útskrifaðist frá SIBELIUS AKADEMI 1969 og STATENS MUSIKDRAMATISKASKOLA i Stokkhólmi 1972. Siðan hefur hann sungiö við Borgarleikhúsið i Malmö i nokkur ár, svo og óperuna i Stokkhólmi, auk þess, sem hann hefur sungið i og með kórum i Finnlandi við og við. Söngskrá KARLAKÓRS REYKJAVIKUR er mjög fjöl- breytt eins og áður og setur söngur BORIS BOROTINSKIJ að sjálfsögðu sérstakan svip á hljómleikana. — Þá ber að geta þess, að kórinn mun nú flytja aftur verk norska tónskáldsins, John Person’s, sem hann samdi sérstaklega fyrir KARLAKÓR REYKJAVKUR með styrk frá Norræna Menningarsjóðnum og flutt var að Kjarvalsstöðum i fyrra á Norrænum Músikdög- um. Söngstjóri er að vanda Páll Pampichler Pálsson. Nokkrir hljóðfæraleikarar aðstoða, en einnig mun Hreiðar Pálmason syngja einsöng. KARLAKÓR REYKJAVIK- UR hélt upp á 50 ára afmæli sitt i fyrra með miklum glæsibrag og vill nota tækifærið til þess að senda nú öllum vinum og vel- unnurum sinar beztu kveðjur og þakklæti og þá sérstaklega rik- is- og borgaryfirvöldum fyrir kærkominn stuðning fyrr og sið- ar. 12323 [iníwró^J 40 sidur suntiudaga Hér er fermingargjöfin Weltron útvarpsklukkan Svissnesk völundarsmíð Hér er fermingargjöfin, sem uppfyllir kröfur gefandans og óskir þiggjandans. Sambyggt útvarpstæki og vekjaraklukka, sem alltaf gengur hárrétt. Útvarpstækið nær þremur bylgjum, langbylgju, miðbylgju og FM-bylgju, og við það er hægt að tengja hlustunartæki. Klukkan sjálf er mikil völundarsmíð, ná- kvæm í gangi með stórum, lýsandi tölum og'sýnir jafnvel sekúndur. Vekjarann má stilla á tvo vegu, annað hvort fer útvarpið sjálfkrafa í gang eða venjulegur sónn. Fyrir þá, sem eiga erfitt meö að vakna má stilla tækið þannig, að sónninn endurtaki sig aftur og aftur. Þeir, sem vilja sofna út frá músík, geta stillt tækið þannig, að útvarpið slökk- vi sjálfkrafa á sér innan klukkutíma (0-60 mín.) og fari síðan í gang morguninn eftir á tilsettum tíma. Ef rafmagnslaust verður, er vararaf- hlaða í tækinu, sem tekur sjálfkrafa við og tryggir vakningu á réttum tíma. Weltron útvarpsklukkan fæst i hvítu og grænu og kostar kr. 36.500. Auk þess er hægt að fá hana með greiðsluskilmálum. eltron ÚTVARPSKLUKKAN fermingargjöfin sem vekur ánægju. VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.