Tíminn - 13.04.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.04.1977, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 13. aprn 1977 19 — í V—Þýzkalandi”, sagði Jóhannes „Opnaðist fyrir nýr heimur... mér Atlason, knattspyrnuþjálfari, sem er JÓHANNES ATLASON...mun þjálfa 2. deildarlið KA á Akur- eyri I knattspyrnu I sumar. nýkominn frá Köln — Ég mun fara norður til Akureyrar á fimmtudag- inn og kanna stöðuna hjá KA, sagði Jóhannes Atla- son, hinn kunni knatt- spyrnuþjálfari, sem kom frá V-Þýzkalandi fyrir páska, en hann hefur verið þar í vetur á knattspyrnu- þjálfaranámskeiði, og þá var hann einnig 3 mánuði í Köln, þar sem hann fylgd- Þorbjörn í Val... ÞOHBJÖRN Jensson, hinn marksækni handknattleiks- maður úr Þór á Akureyri, hef- ur ákveðið að ganga aftur i raðir Valsmanna og leika með þeim næsta keppnistimabil i handknattieik. ist með æfingum hjá hinu fræga félagi 1. FC Köln, sem Hannes Weisweiler stjórnar, en Weisweiler er talinn einn fremsti knatt- spyrnuþjálfari heims. Jó- hannes mun í sumar þjálfa KA-liðið, sem leikur í 2. deild. — Það var sem opnaðist fyrir mér nýr heimur i V-Þýzkalandi, sagði Jóhannes, sem lét mjög vel að dvölinni i V-Þýzkalandi. Jó- hannes sagðist hafa orðið vitni að merkilegum atburði hjá 1. FC Köln. — Þegar ég kom til félags- ins, þá var liðið á toppnum i „Bundesligunni” og allir töluðu um Kölnar-liðið sem væntanlega meistara. En þegar allt lék i lyndi, þá kom upp misbrestur á milli þeirra Weisweiler og hins snjalla leikmanns Wolfgang Overath, sem magnaðist og aðrir leikmenn tóku ósjálfrátt þátt i. Þessi óánægja varð til þess að lið- ið fór að hrapa, og var það ekki fyrr en kallað var til sáttafundar með Weisweiler og leikmönnum íslendingar höfnuðu í 5. sæti í c-riðli Evrópukeppni lands. liða í körfuknattleik í liðsins, að liðið fór aftur að rétta úr kútnum. — Þarna kom skýrt i ljós, að þegar andinn hjá leik- mönnum erekkigóður, þá gengur illa, hvað góðir sem þeir eru, sagði Jóhannes. „Ásgeir yfirburðamaður" Jóhannes brá sér til Belgiu, þar sem hann fylgdist með Standard Liege og sá hann einn leik með liðinu. — Ég var svo heppinn að sjá leik með Standard Liege, þar sem Asgeir skoraði 2 mörk — annað markið var gullfallegt og er óhætt að segja, að það sé falleg- asta markið sem Asgeir hefur skorað. Hann fékk knöttinn 35 m frá marki andstæðinganna og skaut þrumuskoti að marki — knötturinn hafnaði upp við þver- slá, algjörlega óverjandi, sagði Jóhannes. Jóhannes sagði, að það væri greinilegt að Asgeir væri vfirburðamaður hjá Standard Liege. — Ég hef þó oft séð hann leika betur, Asgeir er mjög vin- sæll hjá áhorfendum, sem dýrka hann — það kom fram i leiknum, sagði Jóhannes. „Nýr heimur" Jóhannes sagðist alltaf hafa verið hrifinn af enskri knatt- spyrnu, en eftir að hann hafði kynnzt knattspyrnunni i V-Þýzka- landi, þá myndi hann lita ensku knattspyrnuna öðrum augum. — V-Þjóðverjar eru fremri Eng- lendingum á öllum sviðum knatt- spyrnunnar, eftir að hafa kynnzt æfingum og knattspyrnunni hjá þeim, þá opnaðist fyrir mér nýr heimur, sagði Jóhannes. — Allar æfingar V-Þjóðverja byggjast þannig upp, að leik- mennirnir séu með bolta. Þeir taka ekki spretti, án þess að hafa knöttinn með, sagði Jóhannes. Englandi Jón Sigurðsson, körfu- knattleiksmaðurinn snjalli úr Ármanni og Pétur Guð- mundsson hlutu þann heið- ur að vera valdir í úrvalslið c-riðils Evrópukeppni landsliðs í körfuknattleik, sem fór fram í Englandi um páskana. Það voru þjálfarar þeirra þjóða, sem tóku þátt í riðlinum, sem völdu 10 beztu leik- menn keppninnar og voru þeir Jón og Pétur, sem var yngsti og jafnframt hæsti leikmaður keppninnar, meðal 10 beztu leikmann- anna. Islendingar höföu ekki heppn- ina með sér i Evrópukeppninni — þeir máttu þola tap 85:93 gegn Englendingum, og missa þannig af öðru sætinu i keppninni, sem gaf áframhaldandi keppni. ts- lenzku leikmennirnir náðu ekki að sýna sinn bezta leik gegn Eng- lendingum og réði það úrslitum. Pétur Guðmundsson átti þó stjörnuleik — skoraði 34 stig, en það dugði ekki. tslenzka liöið tapaði einnig fyr- ir Austurrikismönnum, sem báru sigur úr býtum i keppninni. Austurrikismenn sigruðu — 107:74. Eftir þessa tvo tapleiki fóru leikmenn islenzka liðsins á skrið og unnu þeir þrjá sigra — yfir Portúgölum, trum og Luxem- borgarmönnum. Kristinn Jör- undsson skoraði flest stig gegn Portúgölum, sem Islendingar sigruðu 83:65. Pétur skoraði 29 stig gegn trum, sem tslendingar JÓN SIGURÐSSON.... lék sinn 50. landsleik gegn Portúgölum. sigruðú — 91:83 og Pétur skoraði siðan 22 stig gegn Luxemborgar- mönnum, sem Islendingar sigr- uðu 107:88. 5 efstu þjóðirnar i keppninni, urðu þessar: 1. Austurriki, 2. Skotland, 3. England, 4. Danmörk og 5. lsland. Sigurður þrefaldur meistari — á íslandsmeistaramótinu í badminton SIGURÐUR Haraldsson er ókrýndur konungur bad- mintoniþróttarinnar hér á landi — þessi snjalli og keppnisharði badminton- leikari varð þrefaldur meistari á islandsmeist- aramótinu í Laugardals- höllinni um páskana. Sig- urður varði meistaratitil sinn i einliðaleik og tvíliða- leik, og þar að auki bætti hann við einum titili — í tvenndarkeppni! Sigurður sigraði Jóhann Kjartansson örugglega 15:6 og 15:5 i úrslitaieiknum i einliðaleik, en aftur á móti veitti Sigfús Ægir Arnason honum harða keppni i ■ undanúrslitum, en þeir þurftu að leika aukaleik. Sigurður sigraði 15:4 i fyrstu lotu, en Sigfús Ægir sigraði örugglega (15:2) i næstu lotu. 1 úrslitalotunni varð Sigurð- ur sterkari og bar sigur úr býtum — 15:9. Sigurður og Jóhann Kjartans- son vörðu meistaratitil sinn i tvi- liðaleik, þar sem þeir sigruðu þá Harald Korneliusson og Steinar Petersen i úrslitaleik — 15:6, 8:15 og 15:4. Steinar gekk ekki heill til skógar — tognaði i baki, og háði það honum einnig i tvenndar- keppninni, þar sem hann og Lovisa Sigurðardóttir misstu meistaratitil sinn. Það var Sigurður og Hanna Lára Pálsdóttir, sem unnu meist- aratitilinn af Steinari og Lovisu — sigruðu 15:11 og 15:5 i úrslita- leiknum i tvenndarkeppninni. Lovisa varð öruggur sigurveg- ari i einliðaleik kvenna, vann Hönnu Láru 11:1 og 11:7. Þær vin- konurnar urðu eiðan meistarar i tviliðaleik kvenna, með þvi að sigra þær Vigdisi Kristmanns- dóttur og Onnu Njálsdóttur i úr- slitaleik — 15:5 og 15:7. Sigriður M. Jónsdóttir úr TBR varð þrefaldur sigurvegari i A- flokki kvenna, sigraði i einliöa- leik, tviliðaleik og tvenndar- keppni. Annars vakti það mikla athygli, að badmintonspilarar úr TBR stóö uppi með alla meistara- titlana á meistaramótinu. Elmar kominn á fulla ferð Elmar Geirsson er nú búinn að ná sér eftir meiðslin sem hann hefur átt við að strlOa aO undanförnu. Hann lék sinn fyrsta leik meö Eintrach Trier fyrir stuttu I v-þýzku 2. deildarkeppninni I knatt- spyrnu og átti þá mjög gott „come back”. Trier-liöiö vann þá sinn fyrsta ieik I langan tima. Elmar mun leika meö Tri- er-liðinu út keppnistímabilið — eða út maí, en þá mun hann koma alkominn heim og byrja að æfa og leika með Fram. Elmar mun þó ekki ganga beint inn iFram-liðið, þar sem tveir mánuöir þurfa að liða, þar til hann getur byrjað að leika með Framþ Hann getur þvi ekki byrjað að leika með liðinu fyrr en i byrjun ágúst. ELMAR GEIRSSON Jafntefli hjá Kefl- Knattspyrnumenn 1. deildar- liös Keflavlkur, sem eru nú I æfingabúöum I Lundúnum, hafa leikiö tvo æfingaleiki gegn enskum utandeildarliö- um og hefur þeim báöum Iokiö meö jafntefli — 0:0. Keflvlk- ingar léku fyrst gegn Maiden- head og slöan gegn Hillingdon Borough. Knapp kominn TONY KNAPP landsliösþjálf- ari I knattspyrnu er kominn til landsins. Fyrsta verkefnið hjá Knapp veröur á iaugardaginn, en þá heldur stjórn K.S.t. fund meö honum og formönnum og þjálfurum 1. deildarliöanna I knattspyrnu. Á fundinum verður lagt fyrir æfinga- prógram fyrir landsliöiö og kannaö hvort félögin geti ekki hliöraö tii meö æfingar, þann- ig aö landsliösmenn þeirra komist á landsliösæfingarnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.