Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 21
Laugardagur 28. mai 1977 21 MAÐUR HANDA MÖMMU 11 t>að er ekki auðvelt að koma öðrum í hj ónabandið, en Cathy ákvað að gera það samt. Mamma þarfnaðist manns og hv rs vegna skyldi það ekki vera James? Hann hent iði ágætlega. Bara að þau gætu séð það líka...... 1 Það lyktaði af vori, kvöldi og sinubruna. Sólin var að setjast og siðustu geislarnir gerðu útlinur trjágreinanna svartar, þar sem þær bar við himin. Cathy Davidson kraup á bekkn- um við gluggann sinn. Henni fannst gaman að horfa út, einkum á kvöldin. Það var eitthvað svo viðkvæmnislegt við kvöldið, sem gerði að verkum, að henni datt margt gott i hug. Stundum var það ekki eingöngu gott, en hún hafði ekkert á móti þvi að innan um væri svolitið slæmt. Það til- heyrði lika. Þannig var það að vera tólf ára, mitt á milli alls. Hún var ekki barn, eða það fannst henni, að minnsta kosti, en ekki heldur unglingur. Þetta millibil var hvergi talið með, og stundum varð það til þess að hún hagaði sér svolitið undarlega, að henni fannst. Henni fannst gaman að lesa, en söguhetjurnar voru ekki tólf ára i neinni bók. Annaðhvort voru þær yngri, einkum i barna- bókum og hún var að mestu hætt að lesa þær, eða þær Voru eldri, en engin þeirra var með þunnt, fint hár og oddhvöss hné. Þá var hún alls ekki sögu- hetja. Mamma var svo falleg hún var með mjúkt brúnt hár og mjúkar hreyfingar, munn sem hló og augu sem brostu. Þau voru að minnsta kosti farin að brosa meira — nú orðið. Rúmlega tvö ár voru siðan pabbi Cathyar dó, og loksins var mamma farin að brosa aftur. En hún var einmana. Cathy hafði les- ið um einmanaleika, og á slikum vorkvöldum var auövelt að gera sér i hugarlund hvað þaö var. Hún safnaöi orðum. Hugboð var annað orð. Kennarinn hafði sagt, að hugboð væri tilfinning, eitthvað sterkara en vissa. Það var það sem fékk fuglana til að fljúga til Suðurlanda á haustin og heim aft- ur á vorin. Nú voru þeir komnir. Þeir sátu eins og nótur á simalin- unum og sungu hátt af gleði yfir að vera heima á ný. Enn eitt orðið var ást. Orða- bækurnar gáfu margar skýringar á þvi. Þrá, stóð þar og að veröa ástfanginn, einnig eitthvað um móðurást. Mömnu þótti vænt um Cathy með móðurást, og hún hafði elsk- að pabba öðruvisi. En ennþá hafði hún ekki fundið neinn til að bvkia vænt um eins og átti að vera Að minnsta kosti ekki nóg til að gift; sig. Og hún var einmana, þaö var Cathy viss um. Hún sá þaö á and- liti mömmu stundum. Kannski þegar hún var aö horfa á sjón- varpið, en sá þó ekki hvað var að gerast þar. Eða þegar hún sat við eldhúsborðið á kvöldin og gleymdi að drekka kaffið sitt. Sum orð kallaði Kathy ullar- teppisorð. Það voru svolitið erfið orð, sem voru eins og þeim væri pakkaö inn i- allt annað en þau þýddu. Henni geðjaðíst ekki veru- lega vel að þeim, gekk illa að þýða þau. Areiðanlega voru til ullarteppistilfinningar iika. En það var ekki minnsti vottur af ullarteppi utan um tilfinningar James Harwey til mörnmu, það var Cathy viss um. Þau voru saman niðri i garðin- um núna. Mamma var að raka saman laufi og Jame.-. gekk við hlið hennar og tindi upp kvisti og smásteina. Þau toluðu ekki margt Cathy færði sig til á i.ekknum og studdi höndunuu. undir kinnarnar. Henni likað. vel við James. Hann var góöur. laglegur lika, og svo var hann ekki einn af þeim, sem klappaði manni á koll- inn og spurði, hvernig gengi, án þess að kæra sig nokkuö um aö vita það. Hann mundi henta ágætl ega hér i húsinu og ef hann væri hér, mundi mamma áreiöanlega ekki horfa beint i gegnum sjónvarpið og inn i fortið- ina, eða láta kaffið kólna i bollan- um. Mamma var ritari hjá lækni, bafði fengið starfið eftir að pabbi dó og þær vantaði peninga. Henni geðjaðist vel að starfi sinu, þvi hún hafði áhuga á fólki, ef til vill of mikinn, þvi i hennar augum var það ekki aöeins sjúklingar. Hún vissi hvernig þvi leiö heima fyrir, hversu lengi sumt þeirra hafði átt sömu yfirhöfnina og hvort það átti gæludýr. James Harwey sagði, aö hún tæki vinn- una með sér heim og það var satt, þvi hún talaði oft um þá sem hún hafði hitt yfir daginn. Stund- um kom fyrir að hú grét, þegar i ljós kom að einhver var haldinn alvarlegum sjúkdómi eöa þess háttar, jafnvel þó aö hún þekkti viðkomandi ekki nema litiö. Þannig var mamma. Hún var viðkvæm, hún þarfnaðist ein- hvers sem gat verið skjöldur henn ar, gætt hennar og verndaö hana. Allt þetta tal um kvenfrelsi, sjálf- stæði og þess háttar, var della, þegar mamma var annars vegar. Það átti ekki viðhana að vera ein. Það var gott og blessað aö vera trúr minningunum, en Cathy var viss um að pabbi hefði ekki viljað að mamma hugsaöi eingöngu um þær. Hann hafði verið svo glaður og lifandi, hann vildi áreiðanlega, aðmamma minntist hans.en ekki að hún lifði aðeins fyrir það sem einu sinni hafði verið. Það dimmdi meira. Fuglarnir flugu af greinunum, inn i skóginn þar sem þeir sváfu. James Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.