Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 36

Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 36
brnado 28644 PTyi'TiH.I 28645 fasteignasala öldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tima né f yrirhöf n til aö veita yður sem bezta þjónustu Sölumaður: Finnur Karlsson Valgarður Sigurösson mmmmmmmmmmm heimasími 4 34 70 lögfræðingur ■ '■ " HREVFILL Slmi 8-55-22 V-í L dburðordreifari góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guðbjörn Guðjónsson Hoildverzlun Siöumúla 22 Simar 85494 & 85295 arinn Maí kominn í heima- höfn Amerísk undrakona fengin að Kröflu Við höldum þóokkar aðferðir vænlegri, segja jarðfræðingar JH-Reykjavik — A miðvikudag- inn kom GuAmundur Einarsson verkfræðingur norður i Mý- vatnssveit, i för meö banda- riskri konu, Frances Kay Farr- elly, sem hann hafði fengiö hingaö til iands til þess að vera sér til ráðuneytis um jarðfræði- legar gátur i tengsium við Kröfluvirkjun. Kona þessi, sem er á sjötugs- aldri, er þó ekki jarðfræðingur,/ heldur ifeðlisfræðingur, og er talin gædd einhvers konar hæfi- leikum til þess að skynja, hvað i jörðu býr. Guðmundur og hin banda- riska kona höfðu skamma við- dvöl i Mývatnssveit, því ab þau fóru aftur suður i fyrradag, en gerðu þar þó athugunar á Kröflusvæðinu, sprungusvæðinu og i Bjarnarflagi. Hafði konan meðferðis svartan kassa og töskur. Þá kallaöi Guðmundur og jarðfræðinga, sem voru þar nyrðra, Karl Ragnars, Valgarð Stefánsson og Ingvar Birgi Friðleifsson, á fund með kon- unni, þar sem rætt var um möguleika til gufuöflunar. — Þið skuluð lesa grein, sem birtist i Timanum fyrir tiu ár- um, sagði Guðmundur Einars- son verkfræðingur, er Timinn náði taliafhonum. Þar segirfrá enskum manni, Georg de la Warr, sem gerði upp úr heims- styrjöldinni siðari tæki, sem ætluö erufólki til hjálpar við a.ð stilla hugann til skynjunar af þessu tagi eftir sérstöku kerfi. Það eru tæki, sem þróazt hafa i framhaldi af þessu, sem konan notar. Aður en hún kom hingað hafði hún fengið uppdrætti af Mývatnssveit til þess að gera á frumkannanir. Konan er hér á landi enn, sagði Guðmundur að lokum, en að svo stöddu get ég ekkert sagt um niðurstööur hennar. Jarðfræðingar, sem Timinn talaði við i gær, virtust ekki trúaðir á, að aðferðir konu þess- arar tækju fram þeim aðferö- um, sem jafnaði er beitt. — Svona fólk er óneitanlega notaö, bæöi i Þýzkalandi og Bandarikjunum, til dæmis við leit að vatni, oliu og gulli, en raun visindi eru þetta ekki, sagði einn þeirra. — Við höldum nú, að okkar aðferðir séu vænlegri til árang- urs, þótt þeim kunni að vera áfátt, sagði annar. Samninga- málin: Engin hreyf- in g enn gébé Rcykjavik. — Engir fundir voru með aðalsamn- inganefndum i gærdag. Sáttasemjari rikisins hafði boðað samningafund kl. 16:30 i Tollstöðinni, en samn- inganefnd ASÍ var þar aðeins i hálfa klukkustund. Nýr al- mennur samningafundur hefur verið boðaður kl. 16 i dag. Verkamannasamband Is- lands var á sáttafundi með atvinnurekendum i gær. Hlé var gert á þeim fundi meðan stjórnarfundur Dagsbrúnar stóð yfir, og siðan hélt Verkamannasambandið fund innbyrðis. A meðan biðu atvinnurekendur eftir frekari viðræðum við þá. Lit- iö eða ekkert hefur frétzt af fundum þessum, en þaö eru sérkröfurnar sem þar eru á dagskrá. Það liggur þó næst þvi að álita aö einhver á- greiningur sé um sérkröf- urnar innan Verkamanna- sambandsins. F.I. Reykjavik. —Mai Hf-346hinn nýi skuttogari Hafnfirðinga kom frá Noregi f gærdag og sigldi inn I Hafnarfjarðarhöfn uni kl. 15:30. BHðskaparveður var og fjöldi fólks á bryggjunni. Stefán Jóns- son, forseti bæjarstjórnar, ávarp- aði viðstadda, minntist gamla Mai, sem hann sagði hafa veriö eitt hið glæsilegasta sjóskip ts- lendinga á sinum tima og óskaði nýja skipinu farsældar um alla framtfð. Mai Hf-346 var afhentur i Nor- egi þann 14. mai sl. og tók Guð- mundur Guðmundsson, formaður útgerðarráös Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar við honum. Skip- stjóri á hinum nýja skuttogara er Guðmundur Jónsson. Skuttogarinn Mai siglir inn i Hafnarfjaröarhöfn I gærdag. Mörg höfuð á hverri skepnu: Ein f jórlemba — þrjár þrílembur SJ-Reykjavik — Þaö var ein ær fjórlembd hér hjá okkur og ein- ar tiu þrilembdar, sagði Þor- steinn Loftsson, bóndi að Hauk- holtum i Hrunamannahreppi, I viðtali viðTimann.— Ærin, sem var fjórlembd, heitir Snoppa og hefur oftast áður verið þri- lembd. Við tókum strax eitt lambiö frá henni og gerðum hana þar með að þrflembu, en ég taldi aUt of mikið fyrir hana að hafa fjögur lömb. Eins er með þrilemburnar við höfum yfirleitt gert þær að tvi- lembum og setteitt lambið und- ir einlembur. Það er töluvert mikiö um, að kindur séu þri- lembdar hér í nágrenninu, og það er ágætt, ef mann vantar lamb undir á. Sauðburöurinn hefur gengið nokkuö vel að Haukholtum, og er farið að setja fé út úr húsum. — Veðrið er gott og mikill raki, svo menn eru orðnir bjart- sýnir á gróðurinn, sagði Þor- steinn Loftsson. Við þurfum lika að fá góða sprettu en við vorum komnir með vont hey Arnarflug tekur vél á leigu ,Mikill og fríður farkostur’ KJ-Reykjavik. — „Þetta er af- skaplega mikill og fríður farkost- ur, Bocing 720B þota, miklu kraft- meiri og þó sparneytnari en fyrri vélar sem viö höfum verið með”, sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, um nýju leiguvélina þeirra i viðtali við Timann i gær. Hin ný ja vél Arnarflugs er leigð af bandariska flugfélaginu West- ern Airlines og kom til landsins i fyrrinótt. Þotan er hin glæsileg- asta að sjá, i litum Arrarflugs, og mun strax fara aö fljú ;a fyrir fé- lagið, en Flugleiðir hifa undan- farið annast flug fyr i Arnarflug, fyrst vegna leiguflugs Arnarflugs fyrir brezka flugfélagiö Britannic og siðan vegna bilunar á þotu Arnarflugs. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar hefur samstarfið við Flugleiðir verið þokkalegt og ekkert undan þvi að kvarta. Magnús hafði annars það um nýju vélina að segja, að fyrir utan gott útlit og þægindi fyrir farþega og áhöfn væru flugeiginleikar þotunnar mjög góðir. Flugþol hennar er meira en eigin vélar Amarflugs og hún þarf styttri braut, t.d. kom hún alla leið frá Minneapolis i Bandarikjunum og til Keflavikur án millilendingar. Innréttingin er mjög skemmtileg og rýmra um farþega, sagði Magnús einnig — en vélin tekur 149 i sæti. Hún er nú á leigusamn- ingi, en möguleikar eru á kaup- um. Um eigin vél Arnarflugs sagði Magnús að bilunin á henni væri ekkert einstakt fyrirbrigði, en viðgerðin er kostnaðarsöm og timafrek. Taldi Magnús að skoða yröi hlutfall eiginlegs verðmætis vélarinnar og viögerðarkostnað- arins, meta hvort tveggja I ró og næði, fá tilboð I viðgerðina og at- huga siðan hvað gera skal. Hann Framhald á bls. 35 ■ — Veíztu hvað N menn scgja uni \ samningaþrasið á j Loftleiöum? I — Nei, hvað ætli ég jf viti um þaö? — Aö iiú sé kominn >s~| timi til þess að fara ^ C. að gjalda Torfalög- 'íi&• in. PALLI OG PESI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.