Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. mal 1977 3 Útlendi svipurinn á andliti íslands að minnka: Skilti fjar- lægð frá flugstöð og aðalvegi á Keflavikur- flugvelli Þessi braggabygging, sem hýst hefur yfirstjórn varnarlibsins á Keflavikurflugvelli, mun hverfa af sjónarsviðinu fyrir haustið. Þá flyzt aðalstjórn hersins I gamla sjúkrahúsið HV-Reykjavik. — Við erum byrj- aðir að taka niður „útlenda svip- inn” af andliti Keflavíkurflug- vallar, ef svo má að orði komast. Byrjunin er sú, að nú er búið að taka niður það merki, sem mest meiddi augu manna þarna, það er merki öryggislögreglu hersins, scm á var skráð Iceland Security Police, eða eitthvað nálægt þvi, með mynd af islandi i bakgrunni. Égveitekki hvenær fánarnir, það er bandariski og alþjóðiegir, verða færðirfrá flugstöðvarbygg- ingunni, en það ætti aö verða fljótlega, sagði Páll Asgeir Tryggvason hjá varnamáladeild utanrikisráöneytisins, i viðtali við Timann i gær. — Siðan er það stærra verk- efni, kostnaöarsamara og tekur lengri tima að koma rafmagns- og simaleiðslum þarna i jörð, sagði Páll Asgeir ennfremur, en það verður væntanlega ekki langt þar til framkvæmdir við það hefj- ast. Bandarikjamennimir hafa sjálfir sýnt þvi áhuga undanf arið, að koma þessu i jörö. Þetta skilti, sem tekið var nið- ur, var stærsti bletturinn, þar sem það stóð við aöalveginn upp að flugstöðinni. Annars er nti verið að gera átak i snyrtingu flugvallarins i Kefla- vik. Við erum núna að hreinsa burt mikið af alls kyns drasli, sem sumt hefur legið þarna frá striðslokum. Það verður auðveldara i fram- tiðinni að halda umhverfi vallar- ins snyrtilegu, þar sem þeir hafa nú fengið heimild til þess að fá málmapressu. Nú, svo er alltaf rifið eitthvað af þessum kumböldum sem ein kennt hafa herstöðina og lætur nærri að tuttugu til þrjátiu af þeim hverfi árlega. Fyrir þann 1. september i ár verður rifið hús- næöi það sem yfirstjórn varnar- liðsins hefur verið i, Headquart- ers, eins og þeir kalla það, en nú er einmitt veriö aö innrétta fyrir hana húsnæði i gamla sjúkrahús- inu, þar sem möguleiki opnaðist. Annars er til þess stefnt, sam- kvæmt samningnum frá 1974, að aöskilja þetta alveg og byggja flugstöð uppi i Miðnesheiðinni. t þeim efnum stendur á okkur, þvi við eigum erfitt með að veita þvi fjármagni sem þarf i slika bygg ingu, að minnsta kosti enn. Að fengnum þessum upplýsing- um sneri Timinn sér tfi Heimis Hannessonar, formanns feröa- málaráðs, en sem kunnugt er hefur Ferðamálaráö haft for- göngu um það aö lagað yrði til á Keflavikurflugvelli, og ummerki þess að þar sé bandarisk herstöð afmáð eftir þvi sem hægt er viö aðalveginn frá og að flugstöðinni. — Það er okkur mikið fagnað- arefni, aö varnarmáladeild skuii nú vera byrjuö að taka niður eitt- hvað af þessum skiltum, sagði Heimir, og vonum við að fram- kvæmdir við snyrtingu staðarins haldi nú áfram. Að okkar mati er mikilsvægt að erlendir og alþjóðlegir fánar, svo og annað það sem ekki tengist is- lenzku alþjóöaflugi, hverfi frá flugstöðinni og er ánægjulegt aö nú skuli þetta verk hafiö, þótt mönnum hafi fundizt það ganga nokkuð seint framan af. Fyrsta skóflustungan að nýju flugstöövarbyggingunni á Miðnes- heiði, var tekin i aprilmánuði siðastliðnum. Við það tækifæri var þessi mynd tekin. Kristinn Finn- bogason fimm- tugur KRISTINN Finnbogason, fra'mkvæmdastjóri Timans, er fimmtugur i dag. Kristinn hefur gefið sig mjög að félagsmálum um langt skeið. Hann var lengi formaður Framsóknarfélags Reykjavikur, og formaður fulltrúaráðs Framsóknarfé- laganna i Reykjavik hefur hann verið um árabil. Hin siðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri Tfmans. Timinn árnar Kristni Finnbogasyni og fjölskyldu hansallra heilla á fimmtugs- afmælinu. Róttæk breyting á kennslu- háttum Fiskvinnsluskólans — tók fyrst til starfa 1971 KJ-Reykjavik — Framundan er nokkuð róttæk breyting á Fisk- vinnsluskólanum. Hann veröur á næsta skólaári gerður að hreinum sérskóla og mun láta aðra framhaldsskóla um hinar almennu námsgreinar. Er þetta skref stigið I samræmi við aðrar breytingar á skólakerfinu og hugsaö sem aðlögun að fjöl- brautaskólakerfinu. Fisk- vinnsluskólinn er tiltölulega nýr i okkar menntakerfi, tók tii starfa árið 1971 og útskrifaöi fyrstu fiskiðnaðarmennina 1974 og fyrstu fisktækna árið 1976, eða fyrir réttu ári. Skólastjóri Fiskvinnsluskól- ans er Sigurður B. Haraldsson og formaður skólanefndar dr. Jónas Bjarnason. Aöalsetur skólans er aö Trönuhrauni 8, Hafnarfirði þar sem fram fer bókleg kennsla. Verkleg kennsla fer fram I kennslu- frystihúsi skólans í húsi Bæjar- útgeröar Hafnarfjarðar og verkleg kennsla I saltfisk- og skreiöarverkun á enn öörum stað. Samtals hafa 108 nemendur lokiö námi hjá skólanum, eða eru enn við nám. Við fiskiönað- inn starfa núna 30 fiskiönaöar- menn og fisktæknar útskrifaöir frá skólanum, en aörir 10 sem útskrifast hafa stunda önnur störf. í skólanum eru nú 68 nemendur og þar af 3 Færeying- ar, 22 ljúka fiskiönaöarmanna- námi nú I vor, þar af 6 sem áöur höfðu lokiö stúdentsprófi. Miðaö við venjulegan námstima verða menn fiskiönaöarmenn eftir 3 ár en eölilegt nám fisktækna tekur 4 og 1/2 ár. Auk þess að útskrifa fiskiðn- aöarmenn og fisktækna er á vegum skólans haldin námskeiö öðru hvoru fyrir starfsfólk I fiskiðnaði, t.d. fiskmatsnám- skeið. Þáttur i lokaprófum nemendanna eru ákveðin verk- efni sem þau vinna, t.d. hefur einn nemandi, Sverrir Sverris- son, kannaö möguleika fólks meö sérþarfir á aö vinna viö fiskvinnslu. Nemendur skólans sjálfir eru einnig framleiöslu- skapandi, þar sem þeir vinna að framleiðslustörfum meöfram I verklegu námi. Laun fyrir þessa vinnu fara öll I vinnulaunasjóö og hefur hann veriö notaöur til að fjármagna feröir til útlanda, m.a. til Rússlands og Banda- rikjanna. Meö breyttum kennsluháttum i skólanum veröa almennar námsgreinar ekki kenndar lengur I skólanum og er ætiazt til aö þær séu fullnumdar I öör- um framhaldsskólum. Þetta hefur mikla kosti f för meö sér t.d. fyrir stúdentsmenntaö fólk sem nú gefst kostur á 2 ára hag- nýtu fisktæknanámi og nemendur utan höfuðborgar- svæðisins, sem lokið geta hluta námsins heima fyrir. Náms- leiöir veröa jafnframt fjöl- breyttari og hægt aö koma inn I skólann á mismunandi undir- búningsstigi og velja sér náms- leið I samræmi viö það. Til að byrja með a.m.k. geta þó þeir, sem eru 25 ára og eldri og hafa starfaö við fiskvinnslu I 5 ár eða lengur, stundaö nám við skólann og útskrifazt sem fisk- iönaöarmenn án þess aö nema hinar almennu frumgreinar. Eins og sjá má I Námsvisi skólans eru kenndar þar hinar fjölbreytilegustu námsgreinar, t.d. örveirufræöi, matvæla- fræöi, fiskmat, fiskvinnslufræöi o.m.fl. fyrir svo utan margvis- lega starfsþjálfun. Sverrir Sverrisson, nemandi Fiskvinnsluskólans, að kanna möguleika fatlaðra á að vinna viö fiskvinnslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.