Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 28. mal 1977 M jólkurvinnsluáhöld Ingólfur Davíðsson: 175 Byggt og búið í gamla daga Litum fyrst á trafaöskju og ýmsa búshluti, varðveitta i Byggðasafni Borgarfjarðar, Borgarnesi. Trafaöskjur voru oft fagurlega skreyttar eins og myndin glöggt sýnir. Þær voru notaðar til að geyma i lin o.fl. smáhluti kvenna. Ef mikið var dekrað við einhvern var sagt að hann byggi i trafaöskjum! Litum svo á trémunina sem flestir áttu heima i búrinu i gamla daga. Birtugjafinn var lýsislampinn (kolan), sem lýsti þjóöinni i þúsund ár. ,,Ljósið kolunnar lék um Snorra, lýsti sagnaheim feðra vorra”. Ég man eftir kolunni i fjósveggn- um, steinoliulampi var kominn i baðstofuna. Strokkurinn var mikið þarfaþing áður en skil- vindan kom. Ég vaknaöi stund- um sem barn við þægilegt strokkhljóðið — og sumir þótt- ust hafa heyrt það i ,,álfaklett- um” á duggarabandsárum sin- um! t kútnum var geymd sýra til drykkjar o.fl. Saltað kjöt i stóra kúta. Borðað var úr askin- um. Menn sátu gjarnan með hann á hnjám sér, lyftu upp lok- inu og átu úr honum bæði átmat og spónamat. ,,Að hafa asklok fyrir himin” var sagt um þröng- sýna menn. Vel þurfti að þrifa askinn og gæta þess að hann gisnaði ekki. Sama er að segja um mjólkurfötur og aðrar tré- fötur, það var nákvæmnisverk mikið að hirða þær. Leirtau og blikkfötur var mikil framför og létti mikið á húsmæðrum. Trog- Trafaaskja ið mun vera mjólkurtrog, en af þeim voru til fleiri gerðir. Mjólkurbakkar voru og viða til og þá með tappa og sponsi. Dall- ar eins og sá með sleifinni i voru af ýmsum stærðum og gerðum — og til margs notaðir: grautar- dallar, skyrdallar o.s.frv. Lifrarhnallur liggur hjá, hann var m.a. notaður til að stappa lifur i kollu á haustin. Nú hafa söxunarvélar fyrir löngu leyst hnallinn af hólmi. Kútarnir halda velli, en eru þó stundum úr plasti i seinni tið, og auðgert að þrifa þá. En plastið verður að vera svo vandað að tryggt sé, að ekki leysistsmám saman úr þvi varasöm efni. Vikjum úr búri Borgfirðinga og höldum til Hafnarfjarðar. Að Suðurgötu 15 verður fyrir fallegt gamalt hús vert skoðunar. Það reisti Böðvar Böðvarsson bakarameistari 1908 og kallaði Vinaminni. Stefán Eiriksson myndskeri skar út á það dreka- myndir. Þær eru farnar en ein mun vera til á safni? Loks er svipmynd af báta- höfninni i Hafnarfirði 1. septem- ber 1976. Þar má lita margar laglegar fleytur, og i baksýn næsta fjölbreyttarbyggingar á ýmsum aldri. Lika skip dregin i land handan við bátapollinn. Það er friðvænlegra i Hafnar- firði nú en þegar Englendingar og Þjóðverjar börðust þar um verzlun og útgerðaraðstöðu á fyrri öldum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.